Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 4
ingunn Jónsdóttir er enn hin kempulegasta Þa8 er hreint ekki algengt, að fólk, sem orðið er hálfnírætt, taki sig til og fari að skrifa blaðagreinar, allra sízt, ef það hefur nú haft við allt annað en ritmennsku að sýsia um dagana. Þó getur slíkt átt sér stað. tngunn á Skáiafelli er tvímælaiaust elzt þeirra, sem sent hafa Sunnudagsblaði Tímans frásagnir til birtingar. Hún fæddist árið 1882 og var orðin gjafvaxta stúlka, þegar hinn fyrsti dagur nýrrar aldar ijómaði í austri. Hún var í fegursta blóma lífsins, þegar þjóðin fékk innlendan ráðherra, og var hún enn á miðju manndómsskeiði, þegar Katla spjó, spænska veikin herjaði og ísland varð fullvalda. Hún hefur alið allan aldur sinn í Suður- sveit í Austur-Skaftafellssýslu og fest sér margt í minni, er hún hefur heyrt þar í frá- sögnum haft, sem og hitt, er gerzt hefur um hennar daga. Ég hef nú lifað í meha en 86 ár (f. 10. marz 1882), og finnst mér veturinn 1967—1968 umhleypinga samastur þeirra, sem ég man eft- ir. Þó oft kæmu miklir snjóar og ísalög, var ekki svo ýkjalangur tími, sem ekki var hægt að brjót- ast um á hestum og þurftj þó yfir mikil og vond vötn að fara. Verzl- unarstaður var á Papaós, austan Almannaskarðs, sem stundum var ófært á vetrum vegna harðfennis, en þá fóru menn Hornsskriður gangandi, einkum fyrir jólin að sækja það nauðsynlegasta, kaffi, sykurtopp og fleira og auðvitað á kútinn, þeir sem það notuðu. Sum- ir báru nokkurn bagga af haust- ull, sem inn var lögð. — Horn- sk'riður voru hálfgerðar vegleys- ur, farið var fyrir Litlahom og svo inn með Horninu að austan til að komast til Papaóss. Þá reyndi á góða og glögga ferða menn, og trausta og skyggna hesta, sem stundum voru látnir ráða, þegar ekki var ratljóst og varð sjaldnar slys en von var til. Þó var það eitt sinn, að Hóimfríð- ur nokkur Pálsdóttir var, ásamt öðru fólki að fara til brúðkaups- veizlu að Svínafelli í Öræfum, þar sem fern brúðhjón gengu í hjóna- band. Hólmfríður losnaði við hest- inn og drukknaði. Þótti það vel gert af Þorvarði Gíslasyni á Fag- urhólsmýri að ná líkinu og reiða það fyrir framan sig yfir ána til vestra lands. (Þetta gerðist haust- ið 1877). Miklu síðar var það, að póstur og fleiri menn voru að fara út yíir Breiðamerkursand, meðal Everra var Jón Pálsson, kennari í Svínafelli í Öræfum. Áin var ó- fær og jökullinn vondur . Allir karimenn, sem þarna voru, unnu að Iþvi að höggva jökulinn og laga veg yfir hann, nema Jón Pálsson, er gætti hestanna, sem stóðu þarna á íshellunni.. Þeir, sem voru að vinna, heyrðu brest mikinn, og er til var litið, voru maður og hest- ar horfnir. Hafði jökullinn sprung ið og gleypt allt saman, mann, hesta og farangur. Nokkrir hest- anna náðust með erfiðleikum, en Jón Pálsson fannst ekki fyrr en seinna. Árið 1904 fórst máður i florna- fjarðarfljótum, Þorleifur Pálsson, oddviti á Brunnhóli. Var hann að kanna leið yfir fljótin ytra. Þarna voru djúpir álar og undirstraum- ur mikill með sandbleytum, og þurfti oft að leita nýrra leiða. Maður þessi fannst aldrei. Nokkru seinna (1909) fórst Guð- mundur Jónsson í Þinganesi. Hann var slæddur upp. Hann fórst í Eystrifljótum, sem kölluð. voru. Jökulsá á Breiðamerkursandi 844 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.