Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1968, Blaðsíða 8
hluta Evrópu og suður í Palestínu. Líkur benda til þess, að hundar hafi verið tamdir á fyrra hluta steinaldar hinnar elztu. En ekki verður það sannað .Aldur hunds- beina, sem fundust í grennd við Frankfurt am Main, getur verið um ellefu þúsund ár, en þó er öllu lík- legra, að þau séu ekki nema tíu þúsund ára eða jafnvel tæpt það. Allfa elztu bein tamins hunds, sem kunnugt ei um, fundust þó i helli austarlega á suðurströnd Kaspíahafs, og er ætlað, þau séu 11.500 ára gömul. í Jeríkó hafa fundizt bein, sem eru níu til tíu þúsund ára gömul. Þetta hafa verið varðhundar eða veiðihundar .Þar að auki hafa þeir hreinsað til í kringum bústaði manna. Sitthvað bendir til þess, að menn þeir, sem bjuggu í Magdal- eníuhellinum í Dordogne á Frakk landi fyrir tuttugu þúsund árum, hafi haft hreindýr og hunda, þótt sönnur verði ekki færðar á það. í Holtsetalandi hafa menn með vissu átt bæði hreindýr og hunda fyrir sem næst röskum fimmtán þúsund árum. Húsdýr geta þessi hreindýr þó ekki kall- azt, því að þau hafa einungis ver- ið hálftamin nytjadýr hirðingja- flokka. Kjötið var mikilvægast. Það kom löngu síðar til, að þau væru notuð til dráttar. Hreindýr í Norðurálfu eru talin kynjuð frá Vesturheimi. Við lok steinaldar hinnar elztu voru hreindýr einhver sú dýra- tegundin, sem mönnum vai mik- ilvægust. En þau voru fyrst og fremst veiðidýr. Fátt er vitað um tamningu þeirra, enda viru stöðv- ar þeirra svo nærri sporði hinna miklu jökla á norðurhveli jarðar, að þess er vart að vænta, að veru- legar minjar komi í leitirnar. Aft- ur á móti er líklegt, að hreindýr hafi verið tamin allvíða nokkurn veginn samfcímis. ' Af þeim gögnum, sem tiltæk eru, verður helzt ráðið, að geitin hafi verið fyrsta jórturdýrið. sem menn tömdu. Margt er þó í óvissu um þetta, ög veldur þar mestu, hve örðugt er að greina á milli vdltra dýra og geitakyns þess, sem fvrst var tamið. Kynblönd- un vintra, hálftaminna og altam- inna dýra hefur sjálfsagt lengi átt sér itað, og enn eru til svæði, þar sem slíkt gerist. Ekki er held ur ævinlega auðvelt að þekkja i sundur Drot úr kögglum geit fénaðar og sauðkindar. Um höfuð kúpur og horn gegnir öðru máli, þegar slíkt finnst. Geitur vilja heldur bíta lauf og kvist en gras, en sauðfé tekur gras ið fram yfir, þegar þess er völ Geitur una sér vel við skógar- mörkin, þar sem gnægð er runna og smávaxins skógargróðurs. Tiltölulega auðvelt er að rekja ættir geitarinnar, þar eð villiteg- undir þær, sem hún hlýtur að vera komin af, eru enn til. Er þar eink- um að nefna besóargeitina, sem fyrr meir var algeng til fjalla á stóru svæði allt frá Vestur-Asíu til Krítar. Fyrir um það bil tíu þúsund árum var blómleg menning i Sýr- landi og Palestínu, og hafa þar fundizt bein úr geitum, stórgrip- um og svínum í sorphaugum forn- um. Ef til vill eru þessi bein úr búfénaði, en ekki verður þó full- yrt, að þarna hafi verið önnur tam- in dýr en hundar. Bein, sem efa- laust eru úr tömdum geitum, átta til níu þúsund ára gömul, hafa á hinn bóginn fundizt í Jeríkó. Hafa þær mjög líkzt besóargeitum, en þó eru hornin ekki alveg eins. Þótt rannsókn beina úr elztu lögunum sé ekki enn lokið, má fullyrða, að tamdar geitur voru í Jeríkó fyrir níu þúsund árum eða þar um bil, og eru það elztu minjarnar, er vafalaus- ar má telja. Vera má, að tamd- ar geitur hafi um svipað leyti verið yið Kaspíahaf. Þetta styðzt við beinafundi í Belthelli í Norður- íran, en brestur þó á fullnað- arsönnun. Mjög langt er milli fundarstaðanna við Kaspíahaf og í Jórdanardal, og gæti það bent til þess, að geitur hafi þá verið húsdýr á stórum svæð- um austur þar. Af því væri aft- ur að ráða, að geitur ' hafi verið búfénaður miklu lengur en kom- ið hefur á daginn. Leifar beina úr sauðfé frá þess- um tíma hafa hvorki fund- izt í Jeríkó né Belthelli, en á báðum stöðunum allmiklu yngri bein. Ekki liggur þó í augum uppi, hvers vegna menn ættu fyrr að hafa slegið eign sinni á geitur en sauðfé. Þó kann svo að hafa verið, en bitt getur líka hugs- azt, að ennýsé vitneskju okkar um sauðféð áfátt og síðar muni finn ast bein, sem sanna, að sauðfén- aður komst í tölu búfénaðar um svipað leyti og geitur. Þegar menn tóku að koma sér upp sauðahjörðum, varð hundurinn enn mikilvægari en áður. Hundurinn hlýtur að hafa verið orðinn húsdýr, áður en sauðfjáreign kom til sögunnar. Á hinn bóginn verður að ætla, að sauðfénaðurinn hafi ver- ið kominn í tölu búfénaðar áður en jarðrækt hófst. Á sum- um svæðum kann sauðféð að hafa verið gert manninum undir- gefið á undan geitunum, og þykja allar líkur hníga að því, að það hafi orðið í löndum, þar sem sauðfé var í hópum á skóg- vana beitilandi. Það eru margar tegundir villifjár, sem talið er líklegt, að sauðfé það, sem nú er ræktað, sé komið af. Þessar tegundir eru allar náskyfljdar, og hugsanlegt er, að þær séu allar komnar af einum og sama frumstofni. Oft er þó talið, að sauðfé sé kom- ið af villifé á Korsíku og Sardin- íu, en tegundir, sem mjög eru skyldar því, eru einnig á Kýpur og á stóru svæði um Litlu-Asíu og Persíu. Mörg afbrigði sauð- fjár bera skýr einkenni villifjár- ins á Korsíku. Þó er senni- legt, að flest afbrigðin séu kom- in af Austurlandafé, sem á heima- lönd sín í fjöllum við Kaspía- liaf, víðs vegar um Túrkestan, norð urhluta Persíu og Afganistans og allt austur um vesturhluta Tí- bets og Púnjab. Elztu minjar sauðfjár, sem til búfénaðar verður örugglega tal ið, hafa fundizt í Jeríkó og Belt- hellinum, og eru taldar um það bil átta þúsund ára gamlar. Jeríkó- beinin hafa þó ekki enn verið rann- sökuð til hlítar. Þar hefur einn- ig fundizt mikið magn kindabeina, sem eru sjö þúsund ára eða rúmlega það. Þessar aldurs- ákvarðanir eru þó ekki aiveg óbrigðular, en eigi að síður virðist hafa sannazt, að sauðfjár- eign hafi verið komin til sögu á þessum slóðum áður en jarð- rækt hófst, svo að sjáanlegt sé. Er helzt gert ráð fyrir því, að sauð fjárbúskapur hafi hafizt tals- vert fyrr en þetta á sléttlendinu í Túrkestan, þar sem villihjarð- irnar hafa freistað manna. í íran, Túrkestan og frak hafa fundizt bein . sauðfjár og annars búfénaðar, um það bii sjö þúsund Ö4Ö 1 í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.