Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Qupperneq 10
vísur sínar við mig, að mér end-
ist ekki ágengnin tii þess að pína
fleiri út úr honum, enda hefur
íkvöldið liðið án þess ég vissi af.
Það hafði ekki verið röng ályktun,
þegar mér datt í hug, að hann
hefði um fleira að tala en veður
frœði.
☆
Það er nú orðið langt síðan Step-
han G. sagði hin fleygu orð:
Ég er bóndi, allt mitt á
undir sól og regni.
Sigurður Nordal sagði einu
sinni, að þetta væru frjálsmann-
legustu orðin, sem sögð hefðu ver-
ið á íslenzka tungu, og hér skal
sízt reynt að hnekkja þeim dómi.
En nú hillir undir þann áfanga í
sögu mannkynsins, að það geti lát
ið sér að verulegu leyti á sama
standa um slíka hluti — það er,
að menn verði ekki háðir veðrinu
1 framtíðinni. Að takmörkuðu leyti
hefur þetta tekizt nú þegar, en
meiri tíðindi munu á eftir fara. En
er það nú víst, að sú þróun sé að
öllu leyti æskileg? Töpum við ekki
einhverju af me, æddum hæfileik-
um okkar í hvert skipti, sem við
komumst yfir einhvern tiltekinn
þröskuld í samskiptum okkar við
náttúruna?
Hér að framan hefur því verið
haldið fram, að menn hafi oft
dreymt fyrir veðri, og víst er það
sannfæring þess, sem þetta skrif-
ar, þótt ekki skuli ég leggja að
neinum manni að trúa öðru en því,
sem honum þykir sjálfum trú-
iegt um slíka hluti. En glatast ekki
þessi hæfileiki, ef til hefur verið,
um leið og veðrið hættir að vera
afgerandi þáttur hins daglega lífs
okkar? Og hvað um veðurglöggu
mennina, sem minnzt var á í upp-
hafi þessa spjalls? Verða þeir
ekki orðnir forngripir og eftirlegu
kindur eða blátt láfram horfnir með
öllu eftir nokkra áratugi? Þetta
, vitum við ekki núna, en margt
bendir til þess að svo muni verða.
' Hvað sem því líður, verður tækni
þróun aldar okkar ekki stöðvuð.
; Hún mun halda sitt strik, hvort
í sem okkur líkar betur eða ver.
j Hið eina, eða að minnsta kosti hið
í bezta, sem við getum gert, er að
i reyna að sveigja þróunina til sam-
rfemis við þarfir okkar og áskap-
; áð eðli, því að ekki þýðir að reyna
að stöðva hana. Þótt okkur þyki
gott og þægilegt að hlusta á
veðurfréttir í útvarpinu, og enn
þægilegra að sjá veðurútlitið teikn
að upp íyrir framan okkur á sjón-
varpstjald, þá eigum við ekki að
hætta að gá til veðurs, hvort sem
við erum í sveit, borg eða úti á
sjó.
Þeir sögðu, að sektin væri 350
krónur. Veskið hafði verið tekið
af mér, ásamt öðru, þegar mér var
stungið inn um nóttina, og ég
minntist á, að ég þyrfti að fá það.
Ekkert var sjálfsagðara.
Einn svolanna fór fram fyrir og
kom eftir stutta stund með veskið
og rétti mér. Ég borgaði og síðan
fékk að fara.
Ég var óvanalega þunnur, og
þorstinn ætlaði mig lifandi að
drepa. Ég gekk hratt til að halda
á mér hita. Fyrir leigubíl átti ég
ekki. Ég átti aðeins 160 krónur,
og það nægði varla fyrir afréttara.
Er ég var kominn á móts við
Hlemm, mætti ég Pétri.
— Mikið djöfull er að sjá þig,
maður. Varstu að koma úr Múlan-
um?
— Ég held þú þurfir varla að
spyrja að því. Áttu nokkuð?
— Ekki dropa. Eigum við að
splæsa í eina — eða ertu kannski
blankur?
Ég lét hann vita um auðæfi mín,
og við gengum saman í Ríkið. Ein-
staka maður og kona horfðu for-
vitnislega á okkur. í andlitum
þeirra mátti lesa: Þeir hefðu nú
mátt raka sig og greiða sér, þessir.
Við kærðum okkur kollótta,
þunnir, og okkur var kalt.
Reyndar vorum við svangir líka,
en það hlaut að reddast, þegar
maður væri kominn í stuð.
Við keyptum eina brennivín og
Á því leikur enginn efi, að enn
luma margir menn á nokkru af
næmleik náttúrubarnsins, og þann
næmleik eigum við að leggja alla
stund á að varðveita, þrátt fyrir
vinsamlega afstöðu okkar til tækni
og vísinda.
—VS.
eina af léttu, svona til að byrja á
— vont að drekka sterkt á fastandi
maga. Við fengum okkur góðan
slurk um leið og við komum út.
Fyrst í stað hélt ég, að það ætlaði
sömu leið og það kom, en mér
tókst að stöðva þá þróun mála.
Pétur stakk flöskunni undir belt
ið og sagði, að bezt væri að flíka
þessu ekki um of. Þeir væru víst
margir, sem væru þyrstir í dag.
Við fórum upp í herbergið mitt.
Þar átti ég tvær kók og sígarett-
ur. Við blönduðum okkur í glös
og ræddum málin.
— Hvar í fjandanum getum við
slegið pening? Ertu búinn að fá
lífeyrissjóðinn — eða varstu ekki
á togara í fyrra?
— Já, blessaður vertu, fyrir
löngu. Þetta voru nú ekki nema
S’kitnar ellefu hundruð krónur.
Djöfuls rassgat að fá hvergi pen-
ing. Heldurðu, að Rabbi mundi
ekki sletta í okkur þúsund, ef við
segðumst borga á föstudaginn?
Við eigum nú hönk upp á bakið
á honum síðan við smygluðum
fyrir hann tækinu.
— Það væri séns, en það þýðir
varla fyrr en í kvöld. Hann keyrir
bara á nóttunni, og þá er búið að
loka. Það er bölvað að kaupa á
svörtum.
— Heyrðu, þú átt ferðatæki. Við
gætum selt það á fornsölu. Þú
hlustar hvort sem er aldrei á það,
Við ættum áð geta fengið fyrir
einni að minnsta kosti.
HILMAR ALBERTSSON:
Áttu
nokkuð?
18
T í M I N N — SUNNL\V\\1SBLAB’