Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 18.01.1970, Page 22
og sofi, og lifði á veiðum og ætum jarðargróðri í hinni villtu náttúru. Það gekk á nökkurs konar þrúg- um, sem fléttaðar voru úr sefi, svo að það kæmist leiðar sinnar um fenjalöndin. Fyndi það trönu- hreiður, reisti það við það merki, bæði til þess að helga sér hreiðr- ið og geta fundið það aftur. Það hirti svo ungana, þegar þeir voru að því komnir að skríða úr hreiðr- inu, og seldi bændum þá síðan í vöruskiptum. Sumar fjaðrir trönunnar eru langar og bogmyndaðar og á þeim mjúkar og fíngerðar fanir, sem minna á strútsfjaðrir. Heldri menn og hermenn sóttust mjög eftir þeim, og bændur gátu oft notað þær upp í skatta og jarðaraf- gjöld. Bændur sjálfir og hirðingj- ar notuðu þær einnig í hatta sína. Þetta máttu þó ekki allir gera. Meðal hirðingjanna var stéttar- skipting í afarföstum skorðum, og þeir, sem önnuðust nautahjarðir og hestahjarðir, nutu miklu meiri virðingar en fjárhirðar og svína- hirðar. Það voru einungis hinir fyrrnefndu, sem máttu skreyta sig með trönufjöðrum, handa hinum nægðu fjaðrir af villigæsum eða storkum. Meðal bænda voru það heitbundnir piltar, sem skreyttu sig trönufjöðrum. Ólofuðum pilt- um og kvæntum mönnum var slíkt bannað. í Transylvaníu eru páfuglafjaðr- ir enn notaðar á keimlíkan hátt. Þar er kollhetta hinn venjulegi höfuðbúnaður karlmanna, og er einfaldur borði eina skreytingin á þessum hettum. En þegar ungur maður hefur fest sér konu, skreyt- ir hann hettu sína fagurlega með páfuglafjöðrum, og er páfuglaeldi stundað til þess að fullnægja þess- ari eftirspurn. Er hjúskapurinn hefst, hverfur skrautið af hettu bóndans. Það tilheyrir aðeins til- hugatófinu. Það er ekki nein nýjung, að stél- fjaðrir páfugla þyki fagrar. Þær hafa lengi verið taldar náttúruund- ur, jafnvel guðlegt furðuverk. í Persíu og Mesópótamíu og síðar í Grikklandi voru þær helgaðar gyðj unni Heru, og þess vegna var pá- fuglaeldi við mörg Herumusteri. Ríkir Rómverjar áttu hjarðir pá fugla, þótt ekki teldu þeir þá helga. Þeir gátu jafnvel lagt þá sér til munns, ef svo vildi verkast, þótt páfuglakjöt sé síður en svo neitt lostæti. Þótt talað sé um pipraða páfugla, þá eru þeir tæp- ast eftirsóknarverðir. Lengi var páfuglinn tákn ódauð- leikans, og af því hefur sennilega sprottið sú trú, að páfuglar rotn- uðu ekki. Og svo fór, að páfugl- inn tók að vekja illar grunsemdir meðal lærðra manna. Því olli lít- ið höfuð hans, ófögur raust og undarlegir tilburðir: „Hann hefur rödd djöfulsins, höfuð slöngunnar og látbragð morðingjans“, sagði einn spekingurinn, og hann 'hef- ur fætur þjófsins með englavængj- unum“. Páfuglinn varð snemma kunnur á Norðurlöndum, og þegar fram liðu stundir varð hann þar tákn hofmóðsins og prjálsins. Ekki hef- ur þó verið svo litið á þennan fugl í öndverðu á norðurslóðum. Það var sæmdarheiti, þegar sonur Höskulds Dalakollssonar og hjá- konunnar írsku var nefndur Ólaf- ur pá. Ólafur pá er talinn hafa fæðzt í kring um 938. Einhverjum kann að þykja það tortryggilegt, að ís- lendingar hafi kunnað skil á páfuglum um miðja tíundu öld. Svo er þó alls ekki. Þeir voru mikl- ir siglingamenn, og svo höfðu einn- ig verið forfeður þeirra. Þeir kunnu góð skil á öðrum löndum og öðrum þjóðum, og leið sumra hafði legið allt austur í Miklagarð. En þar að auki vill svo til, að minj- ar, sem sanna tilveru páfugla á Norðurlöndum, eru mjög jafnaldra Ólafi pá — samt nokkru eldri. í bátskumli einu á Vestfold í Nor- egi frá því um 900, fundust bæði f jaðraleifar og bein úr páfugli. Við líka leifar fundust í Gauksstaða- skipinu í Sandfirði, þar sem talið er, að Ólafur Gauksstaðaálfur hafi verið greftraður. Það var ekki fyrr en kristinn dómur var orðinn rótgróinn á Norðurlöndum, að samlíkingin við páfuglinn þótti vafasöm sæmd. Helgir menn, sem kröfðust sjálfs- afneitunar, ollu því. Heilög Bir- gitta hellti úr skálum reiði sinnar yfir skartgjarna menn, „sem þyngja sig með klæðurn eins og g " " " Lausn 43. krossgátu páfuglinn með fjöðrum sínum“, Illa gekk þá heilögu fólki að slæva skartgirni höfðingjanna. Riddaraí og aðalsmenn riðu um með pá- fuglafjaðrir á hjálmi sínum, prýddu aktygi hesta sinna með sama hætti og létu mála páfugla- myndir á skjaldamerki sín. Jafn- vel biskuparnir í Línkaupangi skreyttu veizluborð sitt undir lok miðalda með páfuglum með út- breitt stél, þrátt fyrir áminningar heilagrar Birgittu. Á ýmsum nótum með fénað í meira liagi í kaup- staðinn, þegar illa heyjast. Gríska stjórnin er sögð selja börn úr landi. Að vísu er ekkl gerður um þau beinn kaup- samningur, heldur er kostnað- urinn við að stimpla skjöl og skilríki, sem til reiðu þurfa að vera til þess að koma börnun- um úr landi, svo rnikill, að gríska lambaketið kemst með þessum hætti í talsvert verð. Við fslendingar erum aftur á móti sannir höfðingjar, tigin- bornir í ættir fr-am eins og kon- an á Skeggjastöðum, sem þeir Laxness og Henmann Pálsson hafa verið að tala um. Við leggjum okkur ekki niður við verzlun með hold og blóð. Við gefum fólk okkar vítt og breitt um löndin, þegar létt skal á fóðrunum, ungt og roskið, og fylgjum svipaðri reglu og þeg- ar gesti ber að garði: Þeir fá hið bezta, sem til er í búrinu, og við látum einkanlega af hendi rakna fólk, sem fengið hefur góða menntun eða verið sérhæft til starfa. / N K / e i nn a s l i / NfJ Kfí M / Jö /V fl 3 l L ! Nu « LO/NS AK JOLflSve-INN/HN* 'O LAC.L e G a flN fl J L AC L £ 6 fl 0 SN J'O fl CN / 3 flí>N fl N'A L S S fl fí A ó Kfl T fl V I I NN fl fl N fí IV £ N C, L A LflTflRfl fl I S I 5 'Ofl-R fl Kflfl N L'flN S S K'O T b-K N N o R'o R S K £ R n I ) i) fl flH3K fí K N'O N /N UN L KK'fí 'Ofí p (, N N A TV I KI N U ' I 4 fl T K VK M I N <J 'ON N ZK-+Kom>NN H A N H 30 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.