Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 1
IX. ÁR. — 24. TBL. — SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1970 ffMÍM SUNNUDA0SBLAÐ „Heim í garð til Sæmundar," sagði kerlingin og rak hrífuskaptið undir sáturnar. „Heim í garð", er enn sagt, og aðfarirnar orðnar til muna verklegri en hjá kerlingunni í Odda. Hey- vinnuvélunum, sem nú sjást á hverju túni, hefði hún varla staðizt snúning, þótt kræf væri. Það er ekki lengur neinn galdur að koma heyinu í hlöðu, ef það sprettur og þornar. Sérfræð- ingarnir þurfa bara að komast að því, hvernig á að verjast túnkalinu, ef sú kenning, að ís- land sé grasræktarland, á ekki að verða sér til skammar, og aðrir verða að finna réttar aðferð- ir til þess að þurrka heyið, þótt svo rigni í fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Ljósmynd: Stefán Nikulásson.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.