Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 4
orðinn igreiður og imargt hefur orð ið til þess að treysta frændsemis- tengslin við þá, en þó einkum vegna þess, alð 1 Færeyjum kemur lítið út af bókum í samanburði við það, er gerist hjá hinum Norður- landaþjóðunum. En ekki er því að heílsa, og má það teljast mjög miður fa>rið, þar sem a.m.k. sum færeysk rit eru allmerk og eiga með ýmsum hætti nokkurt erindi til íslendinga. Færeyingar hafa fyrir nokkru tekið upp þann sið að stuðla með sérstökum hætti að kynnum á þeim bókum, sem árlega eru gefn- ar út. Efnt er til bókadagssetu, sem þeir nefna svo. Höfuðtilgang- urinn með henni er að vekja at- hygli á efni þeirra rita, sem út hafa komið og mest þykja um verð, svo og að gera nokkur kynn- ingaskil á höfundum þeirra, ekki sízt, ef nýliðar eru á ferð. Þá eru einnig veitt á bókadagssetunni verðlaun þeim höfundi, sem að áliti sérstakrar dómnefndar er tal- inn hafa mest til þeirra unnið hverju sinni. Heiðurslaun þessi eru 'kennd við M.A. Jacobsen lands bókavörð, en hann var kunnur lærdómsmaður meðal Færeyinga. Fyrir röskum áratug var stofnað- ur sjóður til minningar um hann í þessu skyni. — Bókadagssetan er talin hafa átt nokkurn þátt í auk- inni sölu á færeyskum ritum, og svo mikið er víst, að í Færeyjum hafa hin síðustu ár komið út bæk- ur í margfalt stærri upplögum en nokkurntfma hafa átt sér stað hér á landi, sé miðað við fólksfjölda. Lítill vafi er á þvi, að þjóðfrels- is- og þjóðernisbarátta Færeyinga er undiraldan, sem mestu veldur hversu háttar um bókmenntastarf- semi þeirra. Sagan, þjóðernið og móðurmálið er hið þríeina tákn, sem þeir kjósa að leggja ríka rækt Við, svo að sem flestum megi ljóst verða, að þeir eru sérstök þjóð með sérstæða menningarerfð. — Mörg dæmi mætti nefna, sem styðja þessa skoðun. Þegar litið er til sögu Færey- inga fyrr og síðar og tekið mið af því, hve dönsk áhrif hafa verið rík þar, má furðu gegna, hversu þeim hefur tekizt að varðveita þjóð- tungu sína. Kappsamlega vinna þeir að því, að færeysk tunga skili sér sem úrtakaminnstri til óbor- inna kynslóða. Jafnframt láta Fær- éyingar nú á reyna, hversu orða- forði hennar dugir til túlkunar, T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ GETIÐ TVEGGJA FÆREYSKRA RITA I. Haft er við orð, að ffændur okk- ar á Norðurlöndum hafi lítinn pata af íslenzkum bókum, sem árlega koma út og umtalsverðar inega ' teljast. Gegnir í því efni nær einu, hvort um er að ræða skáldverk , eða fræðirit. Sama mun mega segja um okkur íslendinga al- mennt, að fyrir ofan garð og neð- an fari flest, er birtist bókakyns meðal frændu okkár, þótt telja ' megi til undant/akninga einstök rit, 156 og þá oftast fyrir ti'lstuðlan nor- rænnar samvinnu. — Höfundur þessarar greinar hefur ekki orð á þessu af því, að hann telji árvek-ni sína né ratvísi meiri í þessu efni en algeingt er, en ætlar eigi að síð- ur hugboð sitt um fyrrgreinda ályktun styðjast við óræk sann- indi. Teljast mætti við hæfi, að ís- lendingar fylgdust allvel með bók- iðju Færeyinga af þeim tveim sök- um, að gagnvegur til þeirra er LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON:

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.