Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.08.1970, Blaðsíða 6
‘greiða allan kostnað við yinnu að handritinu og jafnframt a'ð útvega fé til útgáfu þess, en Fróii'skapar- félaginu var hins vegar algerlega falin framkvæmdin. Chr. Matras reiddi verkið fljótt og vel af hendi, því að bókin kom út mikið aukin frá því sem áður var síðari hluta 6rs 1961. Munu vera í henni sem næst 29 þúsund orð. Unnið er nú að viðaukabindi við hina fær- .eysk-dönsku orðabók, og annast Chr. Matras það starf ásamt Jo- han Hendrik Poulsen. Samtímis og út kom önnur út- gáfa af Föroysk-donsk orðabók var ákveðið, að allt það fé, sem áskotn- aðist fyrir hana að kostnaði greiddum, skyldi renna í Orðabóka sjóðinn. Hefur sú ráðstöfun átt sinn þátt í aukinni starfsemi Móð- urmálsstofnunaTÍnnar. Árið 1960 kom út safn orða, er einkum varðaði alls konar stjórn- eýslan, blaðamennsku, skrifstofu- og verzlunarstörf. Jóhannes av Skarði hafði verið fenginn til þess að annast útgáfu þess. f orðasafni Jóhannesar er vitanlega mjög mik- ið af nýyrðum, og hefur hann í allríkum mæli stuðzt við íslenzka orðasmíð í þeim greinum, sem orðaforði bókarinnar snertir mest. — En sýslan Jóhannesar við orða- bókarstarf var ekki þar með Tok- ið, því að öllu fremur má segja, að hann væri með nýyrðasafninu að stíga fyrstu skrefin að miklu viðameira verki. Um svipað leyti og orðabók M. J. Jacobsen og Chr. Matras var komin út á nýjan leik ákvað .vtjórn Fróðskaparfélagsins að láta semja dansk-færeyska orðabók og fá Jó- hannes av Skarði til þess að ann- ast það verk. í upphafi var ráð fyrir gert, að hún yrði litiT, en það fór á aðra leið. — Jóhannes er sonur Símonar av Skarði, sem ort hefur færeyska þjóðsönginn og átti ásamt Rasmus Rasmussen, með lýðháskólastofnuninni, ‘ ómetan legan þátt í færeyskri þjóðmenn- ingar- og sjálfstæðisvakningu. Þess má og geta, að Símun var mikiTi og einlægur íslandsvinur og sama gegnir um Jóhannes. Mér er í minni, hversu hissa ég var, þá er fundum okkar Jóhannesar av Skarði bar fyrst saman, hve frá- bærilega vel hann talaði íslenzku og hafa þá aldrei til íslands komið. Eigi veit ég, hvort hann hefur átt við ljóðagerð, en marka má af þýðingu hans úr Kalevala, að fær- 15« eysk orðíist er honum tðm. Hon- um lætur og vel vísindaleg fræði- mennska sem ritgerð hans um fær eyska leypinn vitnar rækiíega um. Orðabókarstarfinu varð Jóhannes að sinna í hjáverkum, en þar sem hann er hugkvæmur á skipulögð vinnubrögð, miðaði því drýgra áfram en ella hefði orðiö. Síðla sumars 1967 kom út Dönsk-föroysk orðabók. f herini eru um 30 þús- und orð. Færeyingar munu á emu máli um, að orðabók þessi komi í mjög góðar þarfir og Jóhannes av Skarði hafi með samningu henn- ar unnið mikið nytjaverk. H. Dr. med. Hans D. Joensen land- læknir hefur verið atkvæðamikill við að efla menntir og vísindi í Færeyjum, og almæli mun það, að hann hafi beint og óbeint ver- ið flestum fremri í að styðja þá viðleitni. Fyrr er vikið að Fróð- skaparfélaginu og athafnasemi þess, en kunnugir telja, að Joen- sen landlæknir hafi lagt því mest lið sem formaður þess og í rlt- stjórn Fróðskaparritsins. Hann er í merg og bein ósvikinn Færey ingur og stórlátur fyrir hönd þjóð- ar sinnar, ekki sízt að því eT snert- ir varðveizlu menningararfleiðar hennar. Telja má, að honum sé ætíð efst í huga spakmælið: að fornu skal hyggja, þá nýtt á að byggja. Síðastliðið haust kom út eftir H. D. Joensen landTækni mikið rit, Alisfröði, en svo nefnist eðlisfræði á færeysku. Bók þessi, sem er í stóru broti, er 640 blaðsíður með 503 myndum og teikningum. Hann hefur gert allar teikningarnar, og vitna þær um, að landlæknirinn er maður drátthagur. Rit þetta, sem er mjög skipulega samið, er í senn kennáubók og handbók í eðlisfræði, en hefur auk þess sér- stakt gildi fyrir færeyska málsögu. Dr. H. D. Joensen getur þess í upphafi formálans að riti sínu, að hann sé hvorki eðlisfræðingur né máTfræðingur, en hann hafi allt frá skólaárum sínum haft mikinn áhuga á báðum þessum fræðigrein um. Langt er um liðið, eða rösk þrjátíu ár, síðan honum kom fyrst til hugar að rita eðlisfræði á fær- eysku og þá einungis smákver, sem nota mætti sem kennslubók í bamaskólum. Smám saman varð þetta hugðarefni hans áleitnara, þótt hann vegna embættisanna gæti ekki sinnt því langa hrið. En þegar til kasta kom að snúa sér að þessu verkefni, var það ekki fræðigreinin sjálf, sem vafðist fyr- ir dr. Joensen, því að henni hafði verið gerð skil í fjölmörgum er- lendum ritum. Aftur á móti hafði hann ásett sér að athuga ítarlega, hversu færeyskur orðaforði kæmi að liði í þessari fræðigrein. Með það í huga grandkannaði hann ekki einungis færeysk rit, heldur var einnig jafnan á hnotskóg eftir orðum úr mæltu máli, er ekki höfðu komizt á bækur. Öllum slík- um orðum hélt hann vendilega til haga til þess að geta komizt sem mest hjá að nota erlendar orð- myndir, þá er að því kæmi, að hann semdi eðlisfræði á færeysku. Dr. Joensen gerir ljósa grein fyrir þeirri skoðun sinni, að um tvo kosti sé að velja. Annar er sá, að hamla gegn því, að erlend orð með ófæreyskum framburði og aí- bakaðar orðmyndir nái óhindrað að festa rætur í máTi sérfræði og vísinda, en hinn er að leggja þá rækt við málið. að til þess þurfi ekki að koma og þar með sýna fram á, að færeysk tunga sé svo orðrík, að hún gagni tií þess að skilgreina flest, sem fyrir ber í menningarlífi nútímans. Honum er efst í huga að koma í veg fyr- ir, að ecrlend heiti öðlist þegnrétt í færeysku máli að þarflausu. En til þess að sporna við því, verði menn nokkuð á sig að leggja til þess að kynna sér svið færeyskrar tungu, því að ekkert mál hafi sjáTf krafa orðið menntamál. Jarðvegur þess hafi jafnan að nokkru leyti verið úr heimi sagna og kvæða, rituðum heimildum sem mælfu máli, svo og úr orðstofnum af inn- lendri rót eða lánsorðum úr er- lendum málum, sem ekki séu val- in af handahófi. f þessu sambandi segir Joensen landlækni:: \ð minni hyggju er ekki stórmann legt að sofa á verðinum í trausti þess, að við fremur en aðrar þjóð- ir, sem láta sig nokkru varða mál- ið, sem þær nota, komumst hjá að viðurkenna endumýjunarþörf þess. Slíkt ætti ekki að kosta fjár- útlát, en aftur á móti góðfýsi, þol- inmæði og að menn færist ekki undan nokkuð á sig að leggja. Dr. Joensen bendir á, að mál raunvísinda og hugvísinda sé að verða svo fjarskylt alþýðumáli. að milli þeirra sé að myndast óbrú- andi gjá. svo að alþýðumaðurinn tlJUihl N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.