Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1970, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.09.1970, Side 4
Laugarvatnsskóli eins og hann leit út áSur en eldur og arkitektar bækluSu hann. Torfi Þorsteinsson: Sumar á Suðurlandi i Á mildum apríldegi, síðasta vetr ardag vorið 1937, var ég staddur í miðbænum í Reykjavik. Ég hafði ákveðið að dveljast um tíma í gróðrarstöð Biinaðarfélags íslands að Laugarvatni og stóð nú þarna ferðbúinn „austur yfir fjall“. Far- kosturinn var óyfirbyggður vöru- biil, en bílstjórinn Ólafur Ketils son á Laugarvatni. Úr Reykjavík var farið um klukkan tíu að Tnorgni í glampandi sólskini og svo mildu veðri, að vart var hægt að hugsa sér, að enn væri vetur. Leiðin „austur yfir fjall“ sóttist fremur seint. í Hveradölum var numið staðar og kaffi drukkið þar í vistlegum skíðaskála. Að því búnu var haldið áfram. Uppi á Hellisheiði var nokkur snjór og krapaelgur, og varð bíllinn á ein- um stað að klöngrast í gegnum. snjótraðir, og víða voru aurhvörf til tafar. Eitthvað var af farþegum með bíln-um; Munu þeir flestir hafa verið úr Ármessýslu, en enga þeirra þekkti ég. Einum farþe-gan um öðrum fremur veitti ég þó at- hygli. Var það aldraður bóndi, Kristjón Jónsson í Útey í Lau-gar- da-1. Kristjón Vis vel meðalmaður á hæð, snar og kvikur í hreyfing- um, með skarplegt og íhugult yf- irbragð. Var hann óhlédrægur í framkomu og fús til viðræðna við samferðafólkið. Er ekið var fram hjá Hver-agerði, sem þá var aðeins vísir að þorpsmyndun, sagði Krist jón, að þarna ætti að rísa spari- sjóður, samkomuhús, kirkja og skóli, og þarna væru rithöfundar o-g listamenn að setjast að. Og brátt myndi þarna verða dvalar- staður allra íslenzkra stórmenna. Kristjón í Útey var eflaust eink- ar fróður og skemmtilegur ferða- félagi. Ég kynntist honum því mið- ur e-kkert, nema þá dagstund, sem ég átti sa-mleið með honum austur í Laugardal. En á þeirri leið sann- færðist ég um, að íslenzk bænda- stétt ætti þarna ósvikinn meið. Að Laugarvatni var komið um kvöld matarléyti. Leizt mér strax vel á staðinn og undi -mér þar því betur, sem ég dvaldist þar lengur. Skógurinn í hlíðinni, spe-gil- skyg-gnt vatnið, hverirnir og laug- arnar bjó hvað um sig yfir undur samle-gu aðdráttarafli. Fjallið fy-rir ofan bæinn og breitt útsýni fram ti-1 dalsins og austu-r yfir sveitir var vinalegt, en sjálfur skólinu í ís- 1-enzka bursta-bæjarstílnum var góð ur og gagnlegur -griðastaður ungra o-g aldinna. í gróðrarstöðinni dvaldist ég u-m sex vikna skeið og nam þar und- irstöðuatriði í garðræk-t hjá Ra-gn- ari Ásgeirssyni, ráðumaut Búnaðar félags íslands. Ragnar var mikið snyrtimenni, svo að margt hefur vafa-laust mátt af honum læra í sérgrein hans. En au-k þess var hann mi'kið ljúfmenni í allri viðkynniin-gu og hafsjór af al-Is konar fróðlei-k, enda var hann óspar á að miðla okkur af þess- um vísdómi, svo að hver dagur varð öðrum ske-mmtile-gri þarna 1 gróðrarstöðinni niðri við vatnið, þar sem húsmæðraskóli Suður- lands stendur nú. Nokkuð kynntist ég fólki í skó-I- anum og nágrenninu. Á ég um það al-lt góðar og skemmtile-gar minn ingar. Einkum minnist ég þaðan nokkurra bænda úr nágrenninu, sem öðru hverju áttu erindi í skól- ann. Geymdu þessir bændur, hver um sig, sérstæðan persónuleika. Ein'kum man ég þá ve-1, Böðvar hreppstjóra á Laugarvatni, Teit í Eyvindartungu og Pál á Hjálms- stöðum, og auk þeirra -kennarana Guðmund Ólafsson, Björn Jakobs- son, skól'astjóra íþróttaskólans, og Þórð Kristleif-sson sön-gstjóra. Frammi í Laugardalnum er dá- lítið klettagil, vafið vinalegu skóg- arkjarri. Vorið, sem ég var á Laug- arvatni, áttu hrafnshjón hreiður á lítilli klettasyll-u við suðurbrún gils ins, og var auðvelt að komast nið- ur á sylluna. Hrafnshjón fen-gu 6,76 T í M 1 N N — SXJNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.