Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 6
handa unglingum og hafði skraut- lega ramma um allar fyrirsagnir. Meðal höfunda má nefna Jón Trausta, enda munu þeir Guð- mundur Magnússon og Aðalbjörn hafa verið samstarfsmenn í Guten- berg. Þessi Fanneyjarhefti Aðal- bjarnar voru vönduð að efni og framúrskarandi snyrtileg í útliti. Það er prýði að þeim í hverjum bókaskáp. Nú líða mörg ár, þar til 1948, að hafin er útgáfa á Fanneyju á ný. Hinn nýi útgefandi var Eirítk- ur Baldvinsson kennari. Gaf hann út tvö ný hefti af ritinu 1948 og 1950. Nokkuð annað efnisval er á þessum heftum, en þau eru bæði skemmtileg og flytja tvö góð barna leikrit, og var það vel séð í skól- um og félögum. Meðal íslenzkra höfunda, er rita í þessa nýju Fann- eyju, má nefna Guðmund Daníels- son, Stefán Jónsson' rithöfund og Ragnheiði Jónsdóttur og svo voru birtar þarna sögur eftir Jón Sveins- son (Nonna). En útgáfa þessi igáð- ist niður á ný. Sólskin — barnarit Sumargjafar Það er sameiginlegt með þrem félagasamtökum að bjóða barna- rit til sölu á merkjasöludegi sín- um, enda starfa öll þessi felög í þágu barnanna. Þessa daga geta börnin því hlakkað til að fá eitt- hvað nýtt til að lesa. Þessi félög eru: Barnavinafélagið Sumargjöf, Barnaverndarfélag Reykjavíkur og unglingaregla I.O.G.T. (barnastúk urnar). Verður hér í fáum orðum skýrt frá þessum barnaritum og hve lengi þau hafa komið út. Sólskin, rit Sumargjafar, hefur nú komið út í 41 ár. í fyrstu var það i blaðaformi, en frá 1933 hef- ur það verið í bókarformi og selt á sumardaginn fyrsta, fjáröflunar- degi Sumargjafar. Nokkur fyrstu heftin vom fræðilegs eðlis. í þeim birtist ýmislegt úr fortíð mann- kynsins . og Ylfingabók Badens Powels og greiddi. þar með skáta- reglunni leið til íslenzkra drengja. Næstu tvö heftin voru mest helg- uð náttúrufræði, fuglum og gróðri. En frá þeim tíma hefur í Sólskini birzt almennt lesefni við barna hæfi — sögur, kvæði og leikrit. Ég hygg, að Steingrímur Arason kenm- ari hafi verið helzti hvatamaður út- gáfunnar, að minnsta kosti hefur haijn séð um efni í allmörg heftin. Annars hafa kennarar í Reykjavík mest annast ritstjórn Sólskins. Þaö yrði of lðng upptalning að telja það hér upp. Ekki þarf að lýsa því, hve mik- ið safn af góðu lesefni handa börn- um er í Sólskini og mikils virði fyrir skóla að eiga það í heild. Sólhvörf — rit Barnaverndarfé- lagsins. Barnaverndarhreyfingin á fs- landi hefur orðið mest til fyrir ó- bilandi áhuga eins manns að verða afbrigðilegum börnum að liði. Þessi maður er dr. Matthías Jónasson prófessor. Gekkst hann fyrir að stofna þessi félög víða um land. Fjár- öflunardagur félaganna er fyrsti vetrardagur. I undanfarin tuttugu ár hefur Barnaverndarfé- lag Reykjavífcur gefið út ritið Sól- hvörf og bókin verið seld á kynn ingardegi félagsins. Fyrsta heftið kom út 1951 og sá Stefán Júlíus- son um efni þess. En á fyrsta vetr- ardag í haust kemur út tuttugasta heftið, svo að þetta er orðið tals- vert ritsafn. Dr. Matthías hefur séð um útgáfu bókanna, en fengið ýmsa kennara og b amabókarhöf- unda. til þess að leggja til efni í ritið. í flestum heftanna er talsvert af léttu lesefni handa ungum börn- um. Þá eru mörg barnaleikrit í þessum bókaflokki. Nota ýmsir skólar þessar bækur við lestrar kennslu. Flestar bækurnar eru áttatíu blaðsíður að stærð. Vorblómið —■ rit Unglingaregl- unnar. Innan I.O.G.T. starfa um sextíu barnastúkur víðs vegar um landið. Fjáröflunar- og kynningardagur þeirra er fyrsti sunnudagur í maí. En afmæli elztu barnastúkunnar, Æskunnar í Reykjavík, er 9. maí. Fyrir sjö árum hóf Unglinga- reglan útgáfu á nýju riti, Vorblóm- inu, sem selt er á kynningardag- inn. Út eru komnir sjö árgangar af þessu riti. í því birtast sögur, kvæði og leikrit við barna hæfi. Hluti af efni ritsins er helgaður bindindismálinu, einkum ýmsar dæmisögur. Upphafsmaður þessarar útgáfu er Sigurður Gunnarsson, kennari við Kennaraskólann. En með hon- um í ritnefnd eru Ingimar Jóhann- esson og Ólafur F. Hjartar. í vorblóminu hafa birzt nokkr- ar frumsamdar smásögur eftir barnabókarhöfunda, og er Vor- Jónas B. Jónsson. blómið mjög læsilegt barnarit með myndum, hvert hefti áttatíu blað- síður að stærð. Það er einnig not- að við lestrarkennslu í skólum. Skátablöðin. Eitt af því sem varð eftir, er ég greindí frá tímaritum handa börn- um og unglingum nýlega, var Halldóra Bjarnadóttlr. 126 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.