Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 17
VIÐ GLUGGANN í sex ár hafa timburflotar verið dregnir frá Suður-Svíþjóð til Norrlands til vinnslu. Ekki hefur verið unnt að byrja að fleyta tiinbrinu fyrr en í apríl- mánuði vegna ísalaga, jafnvel ekki fyrr en i maí. Nú hefur tíðarfar verið svo dæmafátt í Sviþjóð, að timburfleytingin er þegar hafin. ★ Einn sænsku þingmannanna heitir Árni Magnússon, rúmlega hálfsextugur bóndi frá Reftele ,■-------------------—----- þess sem skrifað var um svipað leyti. En ein bók mun halda uppi nafni hans, Fra min Klunketid. Rung var liðsforingjasonur, og í þessari bók stíga árin fyrir alda mótin Ijóslifandi fram á sjónar sviðið, fólkið í landinu og um hverfi þess. Rung fylgdist vel með öllu, eigi aðeins í bókmenntum og listum, heldur og nýrri tækni, sem var að ryðja sér til rúms. Iíann varð til dæmis einna fyrstur Dana til þess að semja útvarpsleikrit, sem margsinnis var útvarpað, enda var hann kosinn í útvarpsráð og sat þar til dauðadags. Það var hann, sem kom því til leiðar, að danska útvarpið fór að borga fyrir út- varpsefni, er því var sent. Áður hafði heiðurinn einn orðið að nægja, ef það var notað. Kona Ottós Rungs var garð yrkjumannsdóttir, Gertrud að nafni, og ungir bókmenntamenn löðuðust mjög að henni. Hún hafði verið ritari hjá Georg Brandes, og Brandes var oft gestur á heimili þeirra hjóna. Eftir lát hans gaf hún út bók, þar sem hún dró upp bráðlifandi mynd af honum. Eftir lát þeirra Brandesar og Rungs komst undarlegt rót á líf hennar. Hún virtist ekki geta gefið sig að neinu og loks varð örvænting henn ar slík, að hún fyrirfór sér. Það er engin furða, þótt þeir, sem átt hafa ömurlega bernsku í örbii'gð og öryggisleysi, berjist ákaft fyrir bættum kjörum öreig anna, þegar þeir komast á fullorð insár. Þetta einkennir líka bækur á Smálandi, miðflokksmaður. Að þingfundum loknum fer hann svo til hvert einasta kvöld út á Brommaflugvöll og nær þar áætlunarflugvélinni til Andrésarþorps á Smálandi. Heima hjá sér hefur hann sem sé störfum að gegna, er hann vill ekki láta niður falla. Jafn- skjótt og hann er kominn heim. fer hann úr þinghúsfötunum og snarar sér í bláan samfesting. Síðan arkar hann út í fjós og byrjar að mjólka. Martins Andersens Nexös, Pella og Dittu mannsbarn. Ég hlustaði oft á hann í Stúdenta félaginu. ðg var þá ungur að ár um. En nokkuð var hann kominn til aldurs, er ég kynntist honum meira. Útlend forlög vildu gefa bæk ur hans út, en hann var fákænn kaupsýslumaður, og þess vegna hafði hann selt ensku útgáfufyrir tæki réttinn á Pella í eitt skipti fyrir öll fyrir smánargjald. í Bandaríkjunum gaf stórt forlag bókina meira að segja út án þess að borga honum grænan eyri. Það var aðeins í Sovétríkjunum, Þýzka- landi og Hollandi, að hann fékk eitthvað fyrir bækur sinar, og hafði hann þó einnig samið sjálfur um útgáfuréttinn þar. Það var eitthvað mikilfenglegt við Nexö og næstum eins og ára í kringum hann, þegar hann kom skálmandi inn til mín — hann vakti ósjálfrátt virðingu manns. Hann vissi, að við hjónin vorum annarrar skoðunar en hann (hann hafði yfirgefið jafnaðarmenn og gerzt kommúnisti er við kynnt umst honurn), en eigi að síður fór vel á með okkur. Trú hans á sovét skipulagið var svo afdráttarlaus, að hann hélt uppi nær því barna- legum vörnum fyrir hreinsanir Stalins á fjórða áratug aldarinnar, og enginn hefði þurft að ætla sér að sannfæra hann um, að sjúkleg ur ótti Stalíns við svikræði hefði hrundið þessum málaferlúm af stað. íhaldsmenn réðust oft hatram lega á Nexö og neru hónum þvi Hjalmar Söderberg. um nasir, að hann, sem setzt haíði að i Dresden í fyrri daga og naut styrks á fjárlögum Dana, væri si fellt að hnjáta í þjóð sína og stjórn- málaflokka hennar. En föður landsást hans var ósvikin, og það var verðugt, er porgaryfirvöld í Kaupmannahöfn létu reisa honum minnisvarða. Sænskur rithöfundur, sem legið hefur i gröf sinni í meira en aldar fjórðung, er enn lesinn og dáður. Hann er meira að segja ástgoð sænsks æskulýðs. Það er Hjálmar Söderberg. Veldur þvi nöpur matinfyrirlitn ing hans og innilegur lífsleiði? Varla mun svo vera. Eða þá hríf andi náttúrulýsingar hans frá Stokkhólmi fyrir aldamótin, þegar bærinn var að brevtast úr dálitl Oertrud Rung og Georg Brendes. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB 137

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.