Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.02.1971, Blaðsíða 10
!nni í rokkinni N. .ulásarkirkjunni situr prestur, sem I agt hefur fyrir ró3a a3ra þjónustugerS en þá, sem hann lelur brýnasta: Að bjarga örvæntingarfullu fólki. ,fflýja ogsamúS-þaS er allur leyndardómurínn' - segir fortölu presturinn í Nikulásarkirkjunni Við skulum hugsa okkur, að við séum stödd í Kaupmannahöfn og hringjum í síma 121400. Það er 'Símanúmer hjálparþjónustu Niku iásarkirkjunnar. Sá, sem svarar í þann símann, er sjálfsmorðsprest urinn, sem svo er nefndur. Þetta nafn hefur hann hlotið af því, að hann er þanna við símann dag og nótt, reiðubúinn að telja um fyrir örvæntingarfú!],u fólki, sem finnst það ekki geta lifað lengur. Réttu nafni heitir hann Ole Jensen. j Þessi maður hefur með fortöl- um sínum, leiðbeiningum og hug- íhreystingarorðum talið kjark i æðimarga, sem voru að bugast, og það er á allra vitorði, að hann hefur ófáum mannslífum bjargað. Um alla Kaupmannahöfn er fólk, sem hann gaf þrek til þess að halda áfram að lifa, þegar öll sund virtust lokuð. Það á honum líf að launa og er honum mjög þakklátt fyrir hjálp hans, er því reið mest á. Hann hefur virðingu allra, sem til hans þekkja, og al-lir finna, að skarð væri fyrir skildi, ef hann hyrfi einn góðan veðurdag úr Nifculásarkirkjunni. Sjálfur segir Ole Jensen: — Ég er enginn töframaður. Ég hef ekkert bjargarráð á takteinum. Ég held meira að segja það sé alveg nauðsynlegt, að ég viður- kenni hreinskiTnislega, hversu Mt- ils ég er megnugur. En þegar fólk talar saman í fullum trúnaði og engu er leynt, glæðist oftast ein- hver vonarneisti og úrræði koma í leitirnar. Þegar fólk fer frá mér, veit ég þó að jafnaði ekki, hvað það tekur til bragðs. En við bjóðum því að koma aftur, og það gera flestir. Það er ekki af því, að okkur hér sé gefið neitt vald, heldur af því að við reynum að vera manneskjur. Þorri fólks gæti gert það, sem ég geri, ef það gæfi sér aðeins tíma til þess. Bara það eitt — að geta talað við einhvern — er örvænt ingarfullum manni mikils virði. Margir vita ekki um neinn, sem þeir geta snúið sér til í raunuim sín um, og iðulega getur eitt samtal, jafnvei við ókunnugan mann, bjarg að þeim, sem ekki finnst sér iíft. Mannást skiptir mestu máli. Sá, sem er gæddur mannást, getur auð veldlega bjargað mörgum manns Mfum. Fjöldi fóiks er einmana, og mannlegar tilfinningar hafa verið settar á krókbekk í þjóð félögum okkar. Gæti menn þessa, þarf þá ekki að undra, þótt sumir troðist undir. En hlýja og samúð geta grætt mörg sár. Það er allur leyndardómurinn. 130 lÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.