Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Qupperneq 2
★★ í Reykjavík er tiltakan- 1 legt húsnæðisleysi. Fjöldi fólks er á hrakhólum og fær hvergi húsaskjól — hírist jafnvel í bílum, geymslum og aumum skúrum, auk þess sem Hjálp- ræðisherinn hefur skotið yfir skjólshúsi til bráðabirgða. Flest er þetta fólk með ung börn, því að ótrúlega margir virðast haldnir því óskemmtilega liug- arfari að amast við barnafjöl- skyldum og setja þeim stólinn fyrir dyrnar, ef þær falast eft- ir leiguíbúð. Þannig hefur þjóð félagið á hornum á sér, nær því í bókstaflegum skilningi, það fólk, sem er að ala upp næstu kynslóð, nema það eigi sjálft eignir og meiri peninga en gengur og gerist um ungt fólk. í skjóli húsnæðisskorts- ins í höfuðborginni hefur svo tillitslítið og fégráðugt fólk spennt húsaleigu upp úr öllu valdi, og það er ekki aðeins, að svimhárrar leigu sé oft kraf- izt fyrir dýrar íbúðir og vand- aðar, heldur einnig alls konar greni og hjalla, sem ekki eru fólki bjóðandi og hafa eigend- urna lítið kostað. Þeir, sem standa báðum fótum í jötu i mannfélaginu, okra þannig á þeim, sem í neyð eru og eiga í þröngri vök að verjast. í því sama landi, þar sem fjöldi manna er boðinn og búinn til þess að stofna sjálfum sér i lífs- hættu til þess að bjarga þeim, sem í voða hafa ratað á sjó eða landi, veður uppi fólk, sem virðist kinnroðalaust reiðubúið til þess að gera sér annars konar neyð að féþúfu, ef það sér nokkurt færi á, og hikar ekki við að leggjast á þá, sem oft hafa af minnstu að taka til þess að fylla pyngju þeirra —v einstæðar konur með börn á framfæri, ungt fólk á náms- braut, vanheilt fólk og barn- margar fjölskyldur fátækra manna. Það eru vargar í vé- um, sem svo' fara að, og slæm- ir þjóðfélagsþegnar. Og það er vondur gróði og óhreinir pen- ingar, sem fengnir eru með því að setja aðþengdu fólki afar- kostii. Þeir eru meiri menn, sem neita sér um slíka peninga en hinir, sem girnast. ★★ Víkjum að öðrum þætti þessa máls: Er það ekki eitt- hvað bogið við það, að slíkur húsnæðisskortur skuli vera í höfuðborginni? Hér hafa verið byggð reiðinnar ósköp af íbúð- arhúsnæði. Upp hafa risið heil hverfi með húsasamstæður svo ríflegar, að þar ætti að rúm- ast viðlíka margt fólk og í all- sæmilegu þorpi. Á sama tíma hefur mannfjölgun í bænum ekki verið nándarnærri jafnör og áður, meira að segja mun minni hlutfallslega en víða annars staðar. Þess er að vísu að gæta, að hingað sækir að vetrinum margt fólk, sem á heima annars staðar, vegna þess að hér hefur verið hrúg- að saman á einn stað allflest- um skólum, sem einhverja telj- andi' sérmenntun veita. Eigi að síður er þessi húsnæðisskortur næsta óeðilegur. En gátan er auðráðin: íbúðarhúsnæði er hér laklega nýtt. Allir, sem eitthvað þekkja til í bænum, geta bent á sæmilega rúmgóð hús, þar sem tvær hræður liafast við — kannski aðeins ein manneskja. Sömu sögu er að segja um fjöl- margar fiannastórar íbúðir. Þetta er ýmist auðugt fólk, sem gerir svona rausnarlega við sjálft sig, eða roskið fóik, sem situr eftir í rúmgóðum, húsa- kynnum, þegar börnin eru flutt brott. Loks er mikið af íbúð- um, sem eru með öllu mannlaus- ar, jafnvel mánuðum saman, einkum af þeim sökum, að þær á að seljaj þegar í þær fæst boð, sem eigandinn vill sætta sig við, eða íbúarnir fjarver- andi langtímum saman. í raun og veru mun því til nægjanlegt húsnæði, þótt það sé ekki boð- ið á leigu. Það er í eigu og umsjá fólks, sem ekki hefur viljað vinna það til húsaleig- unnar að fá ókunnugt og að- vífandi fólk í námunda við sig. ★★ í landinu hefur lengi ver- ið geigvænlegur læknaskortur, og það er líkt um hann og hús- næðisskortinn í Reykjavík, að úr honum verður ekki bætt í skyndi, svo að til frambúðar sé. En bráðabirgðalausnar hef- ur verið leitað. Heilbrigðismála- ráðherrann, hinn níddi og út- hrópaði Magnús Kjartansssn, hefur sjálfur snúið sér til ís- lenzkra lækna, innan lands og utan, og farið þess á leit við þá, að þeir reyni að ráða á þessu bót í bili af þegnlegri hollustu, unz tími hefur unnizt til þess að uppræta orsakir læknaskortsins. Við þessu hef- ur verið vel vikizt og drengi- lega og virðist mega vænta þess, að vandræðúnum verði afstýrt allvíða. Þetta er athyglisvert fordæmi, er sýnir það, sem vænta mátti, að drenglund er mörgum gefin og verður sér ekki til skammar, ef til hennar höfðað á réttum forsendum. ★★ Húsnæðismálin í höfuð- borginni eru viðfangsefni borg- arstjórnar Reykjavíkur. Félags- málastofnun heitir ein deild þess stjórnkerfis, er hún hefur á sínum vegum. Til þeirrar stofn unar snúa þeir sér, er hvergi fá þak yfir höfuðið. Nú hefur svo verið í haust, að þessi stofn um hefur ekki reynzt þess um- komin að leysa þarfir húsnæð- isleysingjanna nema þá að mjög takmörkuðu- leyti. Nú er það ósköp fánýtt verkefni að skrá hjáparbeiðni fólks, sem ekki er unnt að liðsinna, en hús- Framhaid á 838. síðu. iiniciainniiiaiiiiÐicnmanaagBÐiiug’.au m «18 llHLNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.