Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Blaðsíða 7
\ Vi0 dyrnar meö æöi og augnaráði tryllts manns. — Guð minn góður! segir hann. Almáttugi guð! Og til þess að auðmýkja sig til fullnustu og freista þess að bægja máttar- völdum tortímingarinnar frá sér, stynur hann loks sárum bænar- rómi: — Elsku hjartans góði guð. . En snögglega snýr hann við blað- inu og setur traust sitt á sjálfs- hjálpina. Hann ryðst að litla vegg- skápnum, þar sem venja er að geyma sög og öxi til vonar og vara, brýtur glerhlífina með krepptum hnefa, en lætur svo verkfærin vera, þar sem þau eru, þegar hann nær þeim ekki umsvifalaust, olnbogar sig í gegnum mannþröngina eins og mannýgur boli, svo að hálfbert kvenfólkið byrjar aftur að veina, og stefckur út úr lestinni. Þetta gerðist allt í einni svipan. Og nú fyrst rann upp fyrir mér, að ég var sjálfur hræddur: fann ein- hvern óstyrk í bakinu, gat ekki kjmgt munnvatni mínu. Allir tróð- ust utan um lestarþjónmn, sem kominn var á vettvang með rautt auga. Konur með naktar axlir og bera arma neru á sér hendurnar. Við fórum af sporinu, sagði maðurinn — við fórum út af tein- unum. Það reyndist þó ekki rétt. En honum var orðið liðugra um málbeinið, eftir það sem gerzt hafði, hann lét settlegan embættis- tóninn lönd og leið, hrikalegur at- burður hafði slitið af honum tunguhaftið, og hann fór að tala við fólkið um konuna sína eins og þetta væru gamlir trúpaðarvinir hans: — Ég sagði við kerlinguna: Kona, segi ég, það er eins og það leggist í mig, að einhver fjandinn Ikomi upp á í dag. Og ætli það hafi ekki komið fram? Jú, allir gátu tekið undir það. Nu fór reykur að berast um vagninn, þykkur, kæfandi reykur, og enginn vissi, hvaðan hann kom. Þess vegna tókum við öll þann kost að hörfa út í náttmyrkrið. En út komumst við ekki nema stökkva til jarðar, því að hér voru engir brautarpallar, og þar á ofan hall- aðist vagninn til muna. En örvænt- ingin veitti kvenfólldnu, sem þrif- ið hafði í skyndi einhverjar flíkur til þess að fleygja yfir sig, áræði til þess að varpa sér út í myrkrið, og innan lítillar stundar stóðum við þarna öll á milli brautartein- anna. Það var niðamyrkur, en samt þóttumst vlB geta greint, að vagnarnir, sem næstir okk- ar voru, myndu mikið til óskaddaðir, þótt þeir höUuð- ust. En framar — um fimmtán eða tuttugu skrefum framar — þar voru haugar af braki. Menn með Utlar luktir hlupu fram og aftur kringum hrúgaldið, og þegar við komum nær, sáum við, hvernig vagnarnir höfðu risið upp á rönd. Okkur bárust tíðindi þaðan — óðamála fólk sagði frá: Við vorum fétt við litla brautarstöð í námunda við Regensburg, og vegna mistaka hafði hraðlestin okkar farið inn á aðra teina en vera átti og ekið aft- an á flutningslest, sem þar stóð, rutt henni á undan sér, molað öft- ustu vagnana og stórskaddazt sjálf. Stóra eimreiðin frá Maffei í Múnchen hafði brotnað í tvennt, verð sjötíu þúsund mörk. Og í fremstu vögnunum, sem lagzt höfðu hér um bil á hliðina, höfðu bekkirnir hnoðazt saman. Nei, eng- inn hafði farizt, guði sé lof. En menn höfðu heyrt, að gömul kona hefði verið dregin undan flakinu — þó kannaðist enginn við að hafa séð það. Að minnsta kosti hafði fólk kastazt hvað á annað, börn grafizt undir farangri og allir orð- ið dauðskelfdir. Farangursvagninn hafði tætzt í sundur, var sagt. Og hvar var það, sem verið hafði í honum? Það lá einhvers staðar í flakinu. Og þarna stend ég. Berhöfðaður járnbrautarstarfs- maður kemur hlaupandi. Það er stöðvarstjór.'æ.n, og með grátstaf- inn í iiverkunum hrópar hann ráð- villtur fyrirskipanir sínar til far- þeganna. Agi má ekki fara út um þúfur, hér verður að ríkja regla, og hann vill reka alla af brautar- teinunum inn í vagnana. En eng- inn tekur mark á orðum lians, því að hann er húfulaus og veit ekki sitt rjúkandi ráð: Aumkunarverð- ur maður! Ábyrgðin lendir sjálf- sagt á honum. Kannski hefur hann misst fótfestu sína í lífinu, kannski er úti um hann. Það hefði verið lítil háttvisi að spyrja hann um farangurinn. Annar starfsmaður kemur til okkar, haltrar til okkar, og ég þekki hann á viðhafnarmiklu yfir- skegginu: Þetta er stöðvarvörður- inn hranalegi og árvakri, sem ég sá í gærkvöldi — ríkisforsjáin, fað- ir vor allra. Hann haltrar álútur og styður annarri hendinni á hnéð á sér, og það er bara þetta hné, sem hann hefur áhyggjur af. — Æ-æ! segir hann, æ-æ-æ! — Nú-nú, hvað kom fyrir? — Æ, ég lenti þarna í kösinni, og ég fékk roknahögg á brjóstið. En ég bjargaðist, af því að ég komst upp um þakið — æ-æ-æ! „Bjargaðist" — „komst upp um þak:ð“ — þetta minnti á orðfæri blaðanna. Þessi maður talaði sjálf- sagt ekki oft um að bjargast. Hann hafði ekki aðeins lent í slysi, held- ur var hann þegar búinn að orða öll atvik við hæfi blaðanna. En T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 823

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.