Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Síða 8
'hvað gagnaði það méi? Hann var ekki þannig á sig komtsn, að hann gæti sagt mér, hvar ég ætti að leita að handritinu mínu. Og ég sneri mér að ungum manni, sem kom glaður og sviphýr og státinn frá haugunum, þar sem töskurnar úr farangursvagninum lágu á víð og dreif. — Maðurinn getur sagt sér sjálf ur, að það veit enginn, eins og þar er umhorfs. — Raddblærinn var óminning til mín um það, að ég skyldi hrósa happi að hafa slopp- ið sjálfur. — Það liggur þar allt hvað innan um annað, kvenskór og . . ., sagði hann og bretti granirnar til þess að gera mér viðurstyggð eyðileggingarinnar skiljanlega. — Þér verðið bara að koma, þegar farið verður að hreinsa til. Kvem skór... Þarna stóð ég. Aleinn og ein- mana stóð ég þarna í myrkrinu á milli brautarteinanna og skoðaði hug minn. Hreinsa til! Handritið mitt átti að lenda í einhverri hreinsun. Sjálfsagt yrði það eyði- lagt, fótum troðið, rifið sundur: Listvefnaður minn, glitsaumur og víravirki — völundarhúsið, sem ég hafði fellt saman af svo miklu hug- viti — vökunætur mínar, metnað- ur minn og sómi — hjartarætur sjálfs mín! Hvað átti ég til bragðs að taka, ef það færi forgörðum? Ég átti ekkert afrit af því, sem hafði þegar verið fært í letur, af því sem mér hafði þegar tekizt að vefa saman og fága til fullnustu og gefa lif og hljóm. Svo að ekki væri minnzt á minnisblöðin mín og allt amstrið, sem þau höfðu kostað mig — allt þetta, sem ég hafði viðað að mér á mörgum árum og safnað í forðabúr mitt: heyrt, séð og les- ið, fágæt vitneskja, sem ég hafði heyjað mér með kænsku, dýr- mætar perlur, hrammsaðar af græðgi. Hvað átti ég til bragðs að taka? Ég ráðgaðist rækilega við sjálfan mig, og það varð ályktun mín, að ég yrði að byrja á nýjan leik. Með þeirri þolgóðu seiglu, sem leyndist með lágt settri veru, er séð hefur dýrmætum ávexti skarpskyggni sinnar og marg- slungnu eljuverki tortímt, skyldi ég hefjast handa á ný eftir andar- taks ringl og ráðaleysi og reisa allt frá grunni, er forgörðum hafði far- ið. Kannski yrði það ögninni auð- veldara í seinna skiptið... En nú voru slðkkvlliðsmenn konmir á vettvang með kyndla, sem vörpuðu rauðum bjarma yfir vagnakasirnar, og þegar ég gekk fram með lestinni að fremstu vögn- unum, uppgötvaði ég, að farang- ursvagninn var lítið skaddaður og töskurnar alveg óskennndar. Varn- ingurinn, sem lá á víð og dreif á jörðinni, var úr vöruflutningalest- inni. Þá létti mér, og ég fór að gefa mig að fólkinu, sem stóð þarna í hvirfingum, skrafaði saman og kynnti sig fyrir bræðrum sínum og systrum í slysninni, þandi gúla og kvað upp dóma. Það virtist öll- um koma.saman um, að lestarstjór- inn hefði komið í veg fyrir stór- slys með því snarræði að þrífa í fárhemilinn á síðustu stundu. Ann- ars, sagði fólk, hefði hér orðið hroðalegt slys, vagnarnir lagzt sam an eins og harmónika og allt farið í stöppu, og sennilega hefði lestin oltið niður bratta brekkuna þarna á vinstri hönd. Þetta var lestar- stjóri, sem sagði sex. Hann sást þó hvergi, og enginn hafði séð honum bregða fyrir. En sagan um afrek hans barst mann frá manni með- fram allri lestinni, og allir rómuðu kappann, sem enginn vissi hver var. — Þessi maður, sagði einn í hópnum og bandaði hendinni út í myrkrið, þessi maður hefur bjarg- að okkur öllum. Og allir kinkuðu kolli til samþykkis. En lestin okk- ar hafði villzt af vegi, og nú var nokkuð í húfi, að ekki kæmi önn- ur lest og æki aftan á hana. Þess vegna röðuðu slökkviliðsmennimir sér aftan við aftasta vagninn með logandi blikkkyndla — og jafnvel ungi maðurinn glaðlegi, sem hræddi mig með því, hvernig skórnir af kvenfólkinu höfðu dreifzt út um allt, hafði tekið sér í hönd kyndil, sem hann sveiflaði, ókominni og ósýnilegri lest til við- vörunar. Smám saman fór að greiðast úr verstu flækjunni, og ríkisforsjáin, faðir vor og verndari, hafði endur- heimt virðulegt látbragð sitt. Sím- skeyti liöfðu verið send og gripið til allra hugsanlegra varúðarráð- stafana, og svo rann hjálparlest frá Regensburg með mestu gætni inn i járnbrautarstöðina, og stórir ljós- kastarar vörpuðu skærri birtu yfir valinn. Okkur farþegunum var hó- að saman og sagt að bíða átekta inni í litlu stöðvarhúsinu. Við staul uðumst éfram með vaðsekki og íerðatöskur, sumir með reifað höí uð, milli fylkinga forvitinna heima- manna inn í biðsalsnefnuna, þar sem við þrengdum okkur saman eins og gripir í rétt, og klukku- stundu síðar var öllum troðið inn í aukalest upp á von og óvon. Ég var með farmiða á fyrsta farrými (því að það voru aðrir, sem borg- uðu), en það var ekki mikils virði, því að það kom á daginn, að allir tóku þetta farrými fram yfir hin, svo að hvergi var meiri þröng en þar. Þegar mér heppnaðist seint og síðir að finna mér knappt oln- bogarými, hvern skyldi ég þá hafa séð gegnt mér, króaðan inni í skoti? Jú, herramanninum í ökkla- hlífunum, riddarann orðprúða, hetju mína. Litli hundurinn hefur orðið viðskila við hann. Hann var tekinn af honum, og líklega er hann, þvert ofan í öll réttindi að- alsins, spangólandi í svartholi, rétt aftan við eimvagninn. Herramaður- inn er líka með gulan farmiða, sem ekki er að neinu hafður, og hann hleypir sér í kút, hann gerir til- raun til þess að rísa upp gegn kommúnismanum, gegn þessum hóflausa jöfnuði í keisaradæmi járnbrautarslyssins. En einhver orðhákurinn hreytir úr klaufum: — Þér ættuð að þakka fyrir, að þér hafið sæti! Og með fýldum svip sættir herramaðurinn sig við þesp hörmung alla. En hver er það, sem tveir slökkviliðsmenn leiða nú inn á milli sín? Smávaxin kona í nauð- slitinni kápu — sama kerlingin og stóð á þröskuldi þess afbrots að fara inn á annað farrými í Miinch- en. — Er þetta fyrsta farrými? spyr hún hvað eftir annað. Er þetta í raun og veru fyrsta far- rými? Og þegar menn hafa hver af öðrum fullvissað hana um það og rýmt til fyrir henni, lætur hún fallast á bekk og stynur: Guði sé lof, og hallar höfði að flosi hans eins og þá fyrst sé henni borgið. Klukkan fimm komum við í Hof, og þá var orðið bjart af degi. Þar fengum við morgunverð, og þar komst ég í hraðlest, sem skilaði mér og mínu til Dresdenar, þrem- iir klukkustundum eftir áætlun. Já, þetta var járnbrautarslysið, sem ég lenti í. Einhvern tíma hlaut að koma að því. Ifvort sem rök- fræðingar heimsins fallast á það eða ekki, þá finnst mér mikil lík- indi til þess, að ég lendi ekki í öðru eins í bráð. J.H. þýddi. 824 ItUINN — SUNNUDAGSBLA0

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.