Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Síða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Síða 13
búðar. Þá var á Borðeyri hin fræga ftiisverzlun, sem margir kannast við. Átti ég löngu síðar eftir að verða starfsmaður hennar, en að því komum við nú seinna. Þú spyrð sjálfsagt, hvort ég hafi ekki orðið heillaður eða jafnvel ringlaður af öllu því, sem búðin hafði á hoðstólum og sveitadreng- ur á mínum aldri hafði aldrei séð, og jafnvel ekki einu sinni látið sig dreyma um. En nú kemur það, sem ég aldrei síðan hef getað út- skýrt fyrir sjálfum mér, hvað þá fyrir öðrum — nema ef eitthvað kynni að vera til, sem menn kalla forlög. Ég var ekki fyrr kominn inn í búðina en ég kom auga á brúðu. Og þótt hún hafi sjálfsagt ekki verið neitt sérstök að fegurð né frágangi, þá ákvað ég áð kaupa hana. Hana vildi ég eignast. En eitt er að óska sér, annað að fá óskina uppfyllta. Og hér var alvar- legur Þrándur í Götu. Hagalagð- arnir mínir voru ekki nándarnærri nógur kaupeyrir fyrir slíkt dýr- mæti. Móðir mín reyndi með öllu móti að tala um fyrir mér. Ég gæti keypt mér góðan vasahníf fyrir upptíninginn minn og kannski eitt- hvað annað að auki. Auk þess væri það alls ekki siður, að drengir ættu brúður. En við mig varð engu tauti komið. Ef ég fengi ekki brúð- una þá arna, stóð mér á sama um aðra hluti, svo vasahnífa sem ann- að. Og þar við sat. Sjálfsagt hefur mamma ráðstafað hagalögðunum mínum, ég keypti að minnsta kosti ekki neitt fyrir þá. Og ég fór frá Borðeyri — ógrátandi að vísu — en svo sárhryggur, að ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni á uppvaxtárárum mínum mátt þola annan eins harm. Það hvíldi drungi yfir heimferðinni, þótt veðrið væri gott. Á þessum sólbjarta vordegi held ég, að ég hafi lifað smækkaða mynd af ævisögu minni, eða með öðrum orðum samþjöppun hennar í erfiðleikum og söknuði eins dags. En um það er bezt að hafa ekki fleiri orð á þessum stað. — Mig langar að heyra fleira frá æskuárum þinum en þessa dapurlegu minningu, þótt hún sé út af fyrir sig nógu merkileg. — Já, það væri svo sem ekki nema sanngjarnt. Kollsá stendur við sjó og eru mjög fallegar víkur fyrir neðan bæinn, þar sem bók- Brandur Búason. staflega er allt krökkt af öllum hugsanlegum tegundum skelja, enda urðu þær einn ríkasti þáttur- inn í leikjum og bústangi okkar, barnanna. Þó er einn leikur okkar, bræðranna, sem mér er minnis- stæðari en allir aðrir. Það var að ríða priki. Við riðum geyst um grundir og skiptum um gang eftir því sem aðstæður buðu. Á einum stað á leið okkar hafði verið hlaðinn upp vegur og voru malargryfjur við báða enda. Er þessi vegarspotti í svokallaðri Brimvík. Það þótti mér merkilegt við leiki Georgs bróður míns, að hann notaði þessar gryfjur fyrir verksmiðjur. Veit ég þó satt að segja ekki, hvaðan honum hefur komið vitneskja um slík fyrirbæri, því að ekki var nú mikill bóka- kostur heima, hvað þá verksmiðj- Ljósmynd: Tímrnn — GE. ur væru þar til umræðu, fremur en annars staðar til sveita á þeim árum. Auðvitað var hann sjálfur æðsti yfirmaður verksmiðjanna og gaf þar sínar fyrirskipanir, þegar við komum þar á yfirreið okkar. Ég var aftur á móti með allan hug- ann við hesta mína og annaðist þá á meðan bróðir minn dvaldist í verksmiðjum sínum. Einkum var það Gráni minn, sem ég hafði miklar mætur á. Það var hvítt seljuprik. En selja var sérstök rekaviðartegund, einkum notuð til eldiviðar. En ég ætlaði að tala meira um Georg bróður minn. Ég sagði, að mér hefðu þótt verksmiíSjuleikir hans merkilegir. Þá átti ég við það, að þetta var eins og fýrirboði þess, sem síðar átti að verða. Þeg- ar hann el*/st, hneigðist hugur T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.