Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Qupperneq 14
hans mjög að verfcegum efnum, og hann dreif sig í skóla til þess' að geta síðar lagt stund á verk- fræði. Hann tók gagnfræðapróf'a Akureyri og stúdentspróf hér í menntaskólanum, þannig að hann las sjötta bekk utan skóla. Það var veturinn 1917—1918. Veturinn áð- ur, það er að segja 1916—1917 bjuggum við saman, bræðurnir, á Njálsgötu 48, uppi í risi. Ég taldist stunda yinnu, þótt stopul væri hún að vísu, en jafnframt var ég að lesa undir annan bekk Verzlunar- skóla íslands, sem þá var til húsa á Vesturgötu 14, ef ég man rétt. Veturinn þann arna vorum við*svo fátækir, bræður, að í heila viku gátum við ekki kveikt upp í ofn- inum. Georg sat og las í gömlum frakka með vettlinga á höndum. En að gefast upp? Nei, ekki nú alveg! Svo var það einn góðan veður- dag, að ég fékk einhverja snatt- vinnu, sem dugði til þess, að við gátum keypt okkur kol í ofninn. Þau bar ég á bakinu í gegnum bæinn og alla leið heim á Njáls- götu. Ég man, hve glaðin var mikil, þegar við vorum búnir að hvít- skúra gólfið, ofninn funheitur og herbergið þar með orðið eins og allt önnur vistarvera, hlý og nota- leg. Ég minnist enn þessara löngu liðnu daga í hvert skipti, sem ég geng fram hjá gamla húsinu okk- ar á Njálsgötu 48. — Georg hefur svo auðvitað haldið áfram námi og snúið sér að verkfræðinni? — Já, að vísu. Og það er bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur, þótt raunaleg sé. Hann lauk stúdentsprófi vorið 1918, og í ágúst það sama sumar sigldi hann til Kaupmannahafnar til verk fræðináms. Um haustið geisaði spanska veikin í Danmörku eins og á íslandi. Hana fékk Georg, og úr henni dó hann 6. desember um veturinn og þar með allar þær vonir, sem bSeði hann og aðrir höfðu bundið við nám hans og framtíð. Seinasta sumarið, sem Georg var hér heima7 vann ég við mótekju í Víðinesi á Kjalarnesi á vegum fé- lagsins Svörður h.f., sem þá hafði talsverð umsvif hér, þótt nú séu dagar þess löngu taldir. Bátur flutti okkur til Rtykjavíkur um helgar og aftur þaðan á sunnu- dagskvöldum. Svo var það einu sinni, þegar við vorum að fara frá Reykjavík, eftir að hafa dvalizt þar um helgina, að Georg gefck með mér niður á bryggju og kvaddi mig þar. Við vissum báðir, að hann myndi innan fárra daga sigla til Kaupmannahafnar, og hugðum gott til. Allir vissu, að honum myndi sækjast námið vel, því hann var frábær námsmaður og auk þess bæði reglusamur og duglegur. Og Garðsstyrk hafði hann hlotið svo ríflegan, að ekki þurfti að hafa áhyggjur af fjárhagnum í bráð að minnsta kosti. En þar sem ég nú hafði kvatt hann og var að horfa á eftir honum upp bryggjuna, greip mig undarlega sterk sorg og viðkvæmni, sem kom mér á óvart. Ef til vill hefur eitthvað lagzt í mig, ég veit það ekki, en svo mikið er víst, að Georg'.bróðir minn sá ég aldrei síðan, hvorki lífs né lið- inn. Hann var jarðsettur í Kaup- mannahöfn, og það hefur meira að segja ekki tekizt að finna leiðið hans, þótt reynt hafi verið. Alllöngu áður en ég frétti lát hans hafði mig dreymt, að verið væri að draga úr mér tönn. Þótt- ist ég kenna mikils sársauka við tanntökuna, og vaknaði við það. Síðar á ævinni átti mig eftir að dreyma tanntöku á undan ástvina- missi. — En hvað um sjálfan þig? Fórst þú ekki í Verzlunarskólann haustið 1918 eins og þú hafðir bú- ið þig undir að gera? — Ég kannaði möguleikana á því, og komst að raun um, að ég þyrfti að eiga að minnsta kosti eitt þúsund krónur í peningum, ef ég ætti að geta greitt fæði og hús- næði heilan vetur, auk inntöku- gjalds í skólann og staðizt óhjá- kvæmileg bókakaup. En ég átti ekki nema 380 krónur til í eigu minni og sá ekki nokkur ráð til þess að bæta þar neinu við. Ég réði mig því til múrara upp á frítt fæði og eina krónu í kaup á dag. Liðu svo nokkrar vikur. Þá frétt- ist lát Georgs bróður míns hingað heim, og fór ég þá norður í Hrúta- fjörð til foreldra minna. Var hvort tveggja, að ég þóttist vita, að þeim myndi verða þetta þungt áfall, sem líka reyndist rétt, og svo fann ég líka sjálfur mjög til einstæðings- skapar eftir lát bróður míns. Það var nú ekki heldur hægt að segja, að frá miklu væri að fara í Reykja- vík um þær mundir. Bæjarlífið var dauflegt, atvinnuleysi árvisst og landlægt, og því síður en svo ánægjulegt að vera hér fyrir þá, sem ekki höfðu annað á að treysta en daglaunavinnu. — Þú hefur þá verið feginn að koma aftur heim á æskustöðvarn- ar? — Já, svo sannarlega. Frá Reykjavík hafði ég einskis að sakna 'eins og málum var komið. Það er nú líka svo, að grasið og gróður--' moldin bjóða okkur velkomin, þeg- ar mölin og steinsteypan hafa brugðizt. — Settist þú nú um kyrrt heima í sveit þinni? — Það átti talsvert eftir að teygjast úr veru minni þar að því sinni. Ég dvaldist heima í foreldra- húsum um veturinn, án þess að gera mér neina áætlun um fram- tíðina. Svo gerðist það á útmánuðum, að Heinrich Theódórs, verzlunar- stjóri við Riisverzlun, kom heim til okkar og falaðist eftir að fá mig til afgreiðslustarfa við verzl- unina. Þetta þótti mér merkilegt. Ég hafði orðið að hverfa frá þeirri ætlan minni að fara í Verzlunar- skólann um haustið, en nú bauðst mér vinna við þekkta verzlun með þaulæfðum mönnum. Ég skildi vel, að þetta var áhætta. Það var með öllu óvíst, að mér tækist að vinna þau verk, sem mér yrðu ætluð, og mætti því eins búast við því, að ekki yrði ýkjalangt í veru minni við verzlunina. — Þetta hefur þó allt farið vel? — Já, reyndar bar ekki á öðru. Það hefði verið ómyndarskapur að hafna svo góðu boði að óreyndu. Nógur væri tíminn að gefast upp, þegar sýnt yrði að starfið ætti ekki við mig. En í stað þess að vinna við verzlunina í nokkrar vikur eða daga, urðu það full átta ár, sem ég vann þar. Þessi rösk átta ár bjó ég hjá þeim hjónunum, frú Ásu og Heinrich Theódórs. Heimili þeirra var í alla staði til fyrir- myndar, og þaðan á ég margar góðar minningar. Frúin var stór- myndarleg húsmóðir, og reyndi oft á útsjón hennar, þrek og dugnað. Það var gestkvæmt hjá þeim, eins og^algengt er um heimili verzlun- arstjóra, og alltaf fengu allir gist- ingu, sem þar kvöddu dyra. Það var alls ekki óalgengt, að gestir væri þetta sjö og átta, og það jöfn- um höndum dag- og næturgestir. 830 TÍHINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.