Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 07.11.1971, Side 16
INGIBJORG ÞORGEIRSDOTTIR: Dag skal aS kveldilofa Árið 1935 kom út lítil bók fyrir jólin — sem út af fyrir sig var engin nýlunda. Þó vakti útkoma þessa bólcarkorns nokkra athygli, þótt hvorki væri stórt í broti né breitt á kjöl og innibyrgði aðeins níu smásögur. En það stigu þarna fram. af blöðum þess svo margar og fjölbreyttar lífsmyndir — eink- anlega af olnbogabörnum og ein- stæðingum. Þarna var hann Stjáni litli og hans ágæti vinur. Hvort maður kannaðist ekki við snáðana. Eða litla stúlkan við búðarglugg- ann, bergnumin af dlri dýrðinni fyrir innan. Og þarna er Milla og Agnes og þarna Steinvör. Skelfing gátu þær verið ólíkar allar. Eða þá íyrrverandi kvennaljóminn eftir- sótti, sem hvergi fann frið nema í kyrrð og einveru fjallanna! Og hverjum varð ekki minnisstæð unga stúlkan, sem alltaf var að þrá og leita — leita að einhverju stór- kostlegu, dásamlegu, sem hlaut að vera til og bíða hennar — einhvers staðar — og þannig mætti halda áfram. Allar þessar myndir voru svo eðlilegar og lifandi í öllum sín- um einfaldleik og látleysi, að ekki ▼arð unö>n því komizt, að þær stöldruðu við hjá lesandanum, eða eins,og Einar H. Kvaran sagði í formálsorðum fyrir bókinni. . . „sumpart svo átakanlegar, og sum- part einhvern veginn svo furðu- lega sannar, að þær líða ekki úr minni“. Það var ekki um að villast, nýr höfundur liafði kvatt sér hljóðs, óvenjulega þroskaður þó, þar sem bláþræðir og vankantar byrjand- ans virtust þegar yfirstignir, þótt hér væri á ferð fyrsta bókin frá hans hendi. Við þetta bættust svo, að höfuridurinn var kona — hús- móðir á fimmtugsaldri. Það var sannarlega ekki á hverjum degi í þann tíð, að kvenfólk kæmi frarii fyrir alþjóð með ritsmíðar sínar og skáldskap. Enn síður grunaði þá nokkurn, að þessi kona yrði á einhver afkasta- mesti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Nú, 36 árum eftir útkomu fyrstu bókar Elínborgar Lárusdóttur, hafa frá hennar hendi komið alls þrjá- tíu bækur, sem skipta má í þrjá aðalflokka: í fýrsta lagi skáldsög- ur — bæði smásagnasöfn og lang- ar skáldsögur, en til þeirra teljast sagnabálkarnir Förumenn — í þrem bindum — og Horfnar kyn- slóðir — í fjórum bindum. í öðru lagi ófáar bækur, sem innihalda skráðar ævisögur, ævisöguþætti, minningar og frásagnir. Að síðustu eru bækur, sem fjalla um dulræn efni og segja frá ís- lenzku fólki með merkilega, dul- ræna hæfileika. Ég hef þegar getið lítillega fyrsta smásögusafnsins — fyrstu bókar Elínborgar. Má óhætt segja, að þar hafi hún strax náð í sinn rétta tón, þann tón, sem átti eftir að einkenna allar hennar smásög- ur, tóninn, sem gaf jafnan til kynna eitthvað ósvikið, látlaust og satt. Enda sumar þessar sögur hennar raunar að mestu raunsann- ar frásagnir í smásöguformi, svo sem sögurnar í Hvítu höllinni, en þannig á þeim tekið, að í höndum höfundar verða þær flestar fágað- ar perlur. Má hiklaust telja Elín- borgu í hópi okkar snjöllustu smá- sagnahöfunda, enda hlaut sagan Ástin er hégómi verðlaun í al- heims-smásögukeppni í Bandaríkj- unum fyrir nokkrum árum eins og kunnugt er. Vissulega óvæntur en verðskuldaður lieiður fyrir höfund inn og þjóð hans. Þessi smásaga hefur — auk enskunnar — verið þýdd á fjölmargar þjóðtungur. Þá hefur og smásögusafnið Hvíta höll- in verið gefið út á ensku. Söguefni smásögunnar — og styttri sögubóka sinna — sækir Elinborg alla jafna í samtímann. Nokkru öðru gegnir um flestar Iengri sögur hennar og sagnabálka. Þar seilist höfundurinn gjarnan um öxl og opnar ökkur dyr inn til genginna kynslóða. Þó mun ekki lengra seilzt í Förumönnum en svo, að sjálf mun Elínbong í bernsku og æsku ekki hafa svo lít- ið komizt í kynni við þetta utan- garðsfólk. Þarf varla að efa, að mannlífið, sem Elínborg dregur fram í Förumönnum, á sterkar Eiinborg Lárusdóttir rætur í hvoru tveggja: eigin reynd og samferðugum sögnum. Förumennirnir í þrem bindum komu út á tveimur árum (1939— ‘40). Hafi Elínborg ekki þegar ver- ið orðin þjóðkunn, varð hún það áreiðanlega fyrir Förumennina sína. Þeim tók þjóðin opnum örm- um, enda lesnir svo að segja á hverju byggðu bóli. Sögusvið hins sagnabálksins — Horfnar kynslóðir, — sem er ætt- arsaga, er aftur 18. öldin ofanverð og nokkuð fram á þá nítjándu. Það er tími Skúla fógeta, Móðu- harðindanna og Napóleonsstyrjald- anna, og mun því að því leyti tveim til þrem kynslóðum á undan Föru- mönnum, þótt verkið komi seinna frá höfundarins hendi. Þar mun og efnisviðurinn að verulegu sótt- ur í heimahérað höfundar, þar sem örlagaþættirnir urðu bezt treystir lifandi frásögnum og minnum. í Horfnum kynslóðum mætum við einnig förufólkinu, þessum stéttleysingjum hins fábrotna þjóð- félags, sem sannarlega var þó allt annað en stéttlaust. Prestarnir, ásamt þeim fáu öðrum, sem fyrir- fundust skólagengnir, voru óum- deilanlega yfirstétt, sem ekki var auðveld fátækum almúgamannin- um að seilast upp til. Og stórbænd- ur og óðalsbændur mynduðu stétt, sem ólíkt meira átti undir sér en óbreyttur vinnulýður og kotungar. Hjá báðum þessum stéttum voru ættartengsl og sifjabönd næsta sterk og ættrækni mjög í heiðrl 332 If niNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.