Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 4
Lífsljósin „Ég veit um land, þar sem lifsljós barnanna loga”, sagði dulfróð kona við þann, er hér ritar. — „Enginn lif- andi maður hefur stigið þar fæti, þvi að landið er i riki Guðs i óendanleika himinsins. Aðeins örfáum sjáendum hefur tekizt að sjá inn fyrir geisla- tjaldið, sem skilur milli þess og sýni- legra mannheima. Þessi Ijós eru ljós ófæddu barnanna. Hver og eitt þeirra býr i undurfögru blómi, sem skýlir þvi, unz það er tilbúið til að leggja af stað. Lifsneisti ófædds barns tendrast við komu þess”. „Ljósin hljóta þá að vera mjög mörg og land þeirra stórt”, sagði sá, er hér ritar. „Stórt eða smátt , það skiptir ekki máii”, svaraði dulfróða konan oé hún hélt áfram: „Ef til vill á eitt laufblað meiri stærð en öll jörðin. Það fer eftir þvi, hvaða mælistika er notuð. Hver dropi djúps- ins er jafn merkilegur og djúpið sjálft. Geturðu mótmælt þessu?” Þegar hún sá enga tilburði til and- svars, hélt hún áfram: „Ekkert verður til úr engu. Þegar ást manns og konu hefur fullkomnazt, þá er lifsljósið, sem ber i sér sál barns þeirra, komið. Það glæðist við ást og umhyggju allt frá upphafi. unz leið þeirra um jörðina er lokið. Þá sameinast það aftur riki Drottins, sem einn ræður, hvort það verður sent aftur til jarðarinnar eða ekki. Eigi það að koma fær það dvalar- stað i eilifðarblómi, unz þess timi kemur. Þannig er lifið. Það er ljós i garði ódauðleikans”. Fleiri voru ekki i það sinn orð dul- fróðu konunnar, en sá, er hér ritar, geymdi þau i minni, unz hann skráði þau á blað. (Reykvisk saga.) Rjúpan hvíta Rjúpan var særð skotsári. Henni hafði þó tekizt að leynast fyrir veiði manninum og lá undir barði hvit i hvit- um snjó. Nei, ekki lengur hvit, þvi að rautt bringublóð rann hægt i frostkyrr- unni og litaði hana rauðum straumum, sem svo blönduðust snjónum, sem hún fól sig i. — Það er svo sárt, svo sárt, hugsaði rjúpan. . . .Fyrir stuttri stund siðan f 0Dót)legcirz sognírz [ var hún sæl og ánægð með félögum sinum að kroppa lauf af barði, sem loðnir fætur þeirra gátu auðveldlega snjóhreinsað. Þá glumdi við skelfi- legur hávaði og eldblossi barst inn i hópinn. Eitthvað sárt og beitt stakkst inn i bringu rjúpunnar, sem flögraði burt og fól sig undir barði. En nú var rjúpunni svo kalt. Skjálfti fór um hana, er lifsblóðið rann örar út um bringusárið. Skyndilega fann hún þó yl sumarsins nálgast sig gegnum frostkaldan daginn. Hreiðrið hennar i lyngmó var allt i einu komið til henn- ar. Hún dróst upp i hreiðrið og breiddi blóði drifna vængi yfir litlu ungana sina, en i þvi sama bili brustu augu hennar. Móðurástin hafði borið rjúp- una inn i dauðannt en kvöldd-rifan breiddi mjallarlin sitt yfir hana. Hvit- una inn i dauðann, en kvölddrifan Séð í glugga Skiiin milli skærrar rafbirtu annars vegar og myrkurs vetrarkvöldsins hins vegar, eru skýrt afmörkuð með gluggarúðum heimilanna. Glugga- tjöld. sem nú orðið hylja heila gler- veggi, draga að visu úr áhrifum þeás- ara andstæðna ljóss og myrkurs. Þegar litlir oliulampar lýstu lágar og gluggafáar baðstofur. varð fólk eigi minna vart mismunarins. enda var hann þá langt um meiri. sem gefur að skilja. Kæmi gestur á bæ á fyrstu tug- um þessarar aldar. bar honum að berja þrjú greinileg högg á bæjardyr, svo að sýnt væri. að þar væri mennsk- ur maður á ferð. en ekki draugur eða illvættur. Væri hins vegar orðið áliðið kvölds. var oft guðað á glugga með orðunum: Hér sé Guð. Hvorutveggja var þá talið til almennrar venju og þvi illa tekið. væri út af brugðið. Piltur nokkur i sveit norðanlands lék þann gráleik. að venja komur sinar á næstu bæi. siðla kvölds. berja eitt högg á bæjardyr. en birtast i gluggum með útbúna hryllingsgrimu i þvi skyni að hræða fólk. Tókst honum þetta um hrið og fór alda myrkfælni og draug- hræðslu um dalinn og þótti öllum illt öðrum en piltinum. Kom þar að haldinn var hrepps- nefndarfundur um málið og sýndist sitt hverjum um úrræði. Hreppstjór- inn, sem hafði grun um hvernig á reimleik þessum stæði, hét verð- Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka safnaði og skráði. Eirikur Smith teiknaði myndir. ★ iaunum þeim, er losaði sveitina við þennan leiða kvöldgest. Varð bóndi nokkur, ungur og þrekmenni mikið, til að taka að sér verkið. Pilturinn, sem þessum ófögnuði olli, var að sjálfsögðu ekki nærstaddur á fundinum og fékk engar fréttir af honum, þar sem málið fór leynt. Hélt hann uppteknum hætti á kvöldferðum sinum, en nú var setið um hann. Bóndinn ungi var á stöðugum nætur- ferðum og eitt sinn greip hann strák i dulargervi á baðstofuglugga. Bóndi tók piltinn, þrælbatt hann og flutti heim með sér. Þegar þangað kom, fór hann með strák út i skemmu og kag- hýddi hann, svo að lá við meiðingum. Hét bóndi nú að gera uppskátt nafn piltsins fyrir yfirvöldum, en piltur bað sárlega fyrir sér. Bliðkaðist bóndi loks og leysti pilt, en lét hann lofa sér að leggja niður með fullu og öllu slik prakkarastrik. Efndi piltur það og varð annar maður siðan. en aldrei sagði bóndi frá þessu né vitjaði verðlauna, þótt tekiö hefði fyrir reimleikana. Pilturinn varð gegn maður og þóttist eiga bónda þessum allt að launa. (Hrútfirzk sögn) Horft í eld Horfðu ekki of fast i eldinn. drengur, sagði gömul kona, sem sveið kinda- lappir frammi i hlóðaeldhúsi. við þann, sem hér ritar. þá barn að aidri. ..Eldurinn er ekki til þess fallinn. Hann er þeirra vinur. sem kunna að gæta hans. hlúa að honum, fela hann á kvöldin og hýrga hann með þurri tað- flögu að morgni. og sú gamla tók i nef- ið úr pontu sinni og lét svo dæluna ganga. jafnframt þvi, að hún sveið lappirnar. ..Það var drengur. sem ég kannaðist við, sem aldrei sat sig úr færi að glápa i eld. Hann sagðist sjá þar kynja- 964 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.