Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1972, Blaðsíða 13
Jóhann Hjaltason: Frá kyni til ( J. Hj. tók saman, eftir ýmsum heimildum, aðallega C. Grimberg Verdens historie I. 1959.) Sagt hefur verib, að fljót Indlands og Kina, ásamt fallvötnunum miklu, Nil, Efrat og Tigris, hafi verið nokkurs konar móðurmjólk þeirra fornþjóða, á hverra herðum menningarskeið vorra tima hvilir. Vegna staðhátta sköpuð- ust hin fyrstu skipulögðu þjóðfélög i nánd þessara stórfljóta. Þangað er þvi upphafsins að leita i bókmenntum, vis- indum og listum. Menning og skipulag gömlu þjóðfélaganna á árbökkunum, var þó vissulega ekki eingöngu hlýju loftslagi að þakka og kornfrjórri jörð, heldur miklu fremur áreynslu og erfiði við áveitur og skurðagröft. Erfiði, sem bókstaflega neyddi til skipulags og sameiginlegra átaka. Þar, sem náttúran færir lifsbjörgina upp i hend- ur manna átakalaust eða átakalitið, þurfa þeir ekki að leggja hart að sér. Þar stendur lika allt i stað, og litil sem engin breyting verður á lifnaðarhátt- um og lifskjörum manna, svo hundr- uðum og þúsundum ára skiptir. A vor- um dögum hafa menn þess augljós dæmi, i steinaldarþjóðfélögum Suður- hafseyja. Það er vinnan, hugvitið og erfiðið, sem i þvi er fólgið að gera jörðina sér undirgefna, sem skapar menningu. Árið 1856 fundu verkamenn nokkrir mjög sjaldgæfa hluti i helli einum hjá Neanderdal, i nánd við borgina Dusseldorf i Þýzkalandi. Vegna fund- ar þessa urðu visindamenn allmiklu fróðari en fyrr, um tilveru forsögu- legra manna. I fyrrnefndum helli, undir lagi af sandi og leir, voru sem sé steinrunnar leifar af beinagrindum, er ákaflega mikið liktust venjulegum mannabeinum. Hæð hauskúpunnar var litil, ennið lágt og afturkembt, en beinþykkildi mikil yfir augum, þ.e. af- ar þykkir brúnabogar, sem veitt munu hafa hinu mikilsverða liffæri, augun- um, ágæta vernd, gegn hverri þeirri hættu er ógnaði. Allt þetta til samans, gerði útlit þessarar hugsanlegu mannveru býsna dýrslegt og sýndi, að hún var óbrotnari og einfaldari i likamsgerð en jafnvel allra l'rumstæðustu þjóðkyn, sem nú eru uppi, eins og til dæmis Astraliu- negrar og Eldlendingar. Um gildi þessa fundar fyrir visindin var svo deilt, bæði hart og lengi. Þvi verður og ekki neitað, að hann var næsta ófullkominn, að þvi leyti, hve beinin voru fá. Margir kunnir náttúru- fræðingar héldu þvi fram, að hauskúp- an væri af fávita (idiot) eða manni, sem á barnsaldri hefði þjáðst af bein- kröm, er vanskapað hefði höfuðskel- ina, en gigtveiki siðar á ævinni hefði svo fullkomnað verkið, og aflagað beinagrindina að öðru leyti. Enn aðrir álitu, að höfuðkúpan væri að ævagöml- um Kelta eða jafnvel Hollendingi. Og meira að segja þá gizkuðu sumir á, að beinaleifar þessar stöfuðu frá Kó- sakka, sem á dögum Napóleons- styrjaldanna hefði villzt af leið og fundið skjól i skúta þessum, unz hann geispaði golunni. Fyrri hluti Samt sem áður var það álit margra visindamanna, að þessar nýfundnu beinaleifar mundu stafa frá árdögum mannkynsins á jörðinni, kynflokki, sem liðinn væri undir lok fyrir tugum alda. Þá urðu menn ásáttir um að nefna hann eftir fundarstaðnum, og kalla kynflokk þennan Neanderdals- menn (Homo neanderthalensis). Sennilegt er talið, ab mannverur þess- ar hafi verið uppi á siðustu isöld, fyrir um það bil eitt hundrað þúsund árum eða svo samhliða dýrategundum, sem nú eru útdauðar, eins og til dæmis ull- hærðum nashyringum, hellabjörnum, hellahýenum o.s.frv. Steingerðar leif- ar þessara dýra hafa siðar fundizt, i nánd við Neanderdalshellinn. Frá sama timaskeibi þekkja menn einnig leifar hellaljóna, úruxa, villihesta og ullhærðra fila, þ.e. hinna svonefndu „mammúta”. Samhliða nýjum og nýjum fornleifa- fundum, óx svo þekking manna i þess- um efnum. Árið 1886 fundust i helli ein- um, hjá borginni Namur i Belgiu, tvær beinagrindur, af gerð Neanderdals- kynsins. Þótt beinagrindur þessar væru heillegri og betur varðveittar en kyns Jóhann Hjaltason. leifar þær, sem fundust þrjátiu árum fyrr hjá Neanderdal, voru þær samt sem áður nokkuð skertar. Á annarri hauskúpunni voru kjálkabeinin þó sæmilega heilleg. En sá hluti andlits- ins jók mjög á dýrslegt útlit Neander- dalsmanna. Munnbein og tanngarðar sköguðu mikið fram, og haka var næstum engin. en hakan er einmitt eitt af „aðalsmerkjum” nútimamanna og sérlega mikilsveröur likamshluti, þvi að á hana innanverða er festur nokkur skerfur þeirra vöðva, sem hreyfa tunguna, helzta talfæri mannsins. Þar eð hökubein Neanderdalsmanna voru svona litilfjörleg og vanþroskuð, eink- um hjá elztu kynslóðum þeirra, höfum vér ástæðu til að ætla, að talgeta þeirra hafi verið sáralitil, á nútima- visu. Samanburður á gerð heilans við nútimamanninn, leiðir og hið sama i ljós. Þegar árin liðu, var það kerfis- bundnum fornleifagreftri að þakka, að fram kom mikill fjöldi nýrra fundar- staða Neanderdalskynsins, i Frakk- landi, Belgiu, Þýzkalandi, Spáni, Italiu o.s.frv. Einn áhugaverðasti fundurinn varð þó i Króatiu árið 1899. Sunnudagsblaö Tímans 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.