Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1973, Blaðsíða 22
Y egf arandinn Ég stend óþolinmóður og bið eftir leið 5. Menntaskóli Reykjavikur horfir mildum augum yfir Lækjar- torgið. Maður, sennilega um fer- tugt, gengur til min og vaggar svo- litið. Ég reyni að lita i aðra átt, en hann klappar á bak mitt og segir. „Ja, nú er það ljótt með Vest- mannaeyjar”. Nú, hvái ég. — Já, þetta er nú allt að fara, þú veizt”. — Jæja svara ég. Vinlykt manns- ins kitlar mig i nefið, og ég hnerra æðislega. — Hvað er þetta maður, hnerrarðu i bliðunni? hrópar félagi minn upp yfir sig. Hanr. hristir höf- uðið með vanþóknunarsvip. Mér finnst spurningin ósköp óþörf og þegi. Bilarnir brjótast áfram. Sólin glampar á gluggum húsanna. Mini- pia með ferköntuð sólgleraugu strunsar fram hjá mér og mannin- um. Hún nýtur þess auðsjáanlega, að allir karlmenn gjóa til hennar augunum. — Sástu hana maður? Spyr gestur minn með ákafa i rödd- inni. — Nei, gellur óþarflega hátt i mér. —Hvaðer þetta maður? segir hann undrandi. Svo drattast hann af stað, og ég finn til með þessu ol- bogabarni þjóðfélagsins. Lækjartorgiö iðar af bilum og fólki. Allir virðast þurfa að flýta sér, og ég skammast min hálfvegis fyrir að standa og biða eftir strætisvagninum. Götuvitarnir blikka. Ýmist ryðst fólkið yfir þvera götuna, eöa bilarnir eftir henni endilangri. Ég halla mér i átt til pilts við hlið mér. Þegar ég spyr hann hvað klukkan sé, svarar hann. — Tvö. Og svo. — Eitthvað fleira? Ég þakka fyrir mig þurr i málrómi, en svo dettur mér i hug, að náunginn afgreiði i búð, og það lægir öldur reiði minnar. Nú kemur vasklegur pottormur með dagblöð, og ef ég les rétt af svip hans, er afráöið, að ég kaupi blað. Eins og steinrunninn stari ég upp i loftið. Eftir skamma stund lit ég niður, fullviss um að sá litli sé farinn. En hann biöur rólegur, með Viðtal við Þorbjörgu Hannibalsdóttur. Framhald af bls. 398. persónuleiki, sem treysti sér til að standa ein i heiminum, ef á þyrfti að halda. Nú sá ég allt i nýju ljósi. Fólkið heima, gallar þess og kostir, hafði eignazt sinn sérstaka blæ orsaka og afleiðinga i minum huga. Og þeim blæ hefur það haldiö siöan. Nú átti ég samanburð. Og þótt ótrúlegt sé, mig hefur aldrei borið upp á sker i starfi minu og fjölbreyttum atvik- um og athöfnum lifsins. Ég hef verið húsfreyja, kaupkona, bakari og hjúkrunar- koria siðan, náttúrlega allt upp á gamla móðinn. En alltaf finnst mér ég hafa búið að skólagöngunni á Firði og áhrifum frá kennaranum mlnum og fólkinu þar, sem var mér svo gott.___________________________________________________J Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aörar skrifstofur: sfmi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. - sigurbros á vör, og réttir blað i átt til min. Samvizkan stynur veiklu- lega og til þess að róa hana kaupi ég blaö. Peyinn flýtir sér að næsta manni og endurtekur sama leikinn með fullkomnum árangri. Það gleöur mig að samvizkan virðist i flestum vælandi. Nú sé ég tvær konur I háværum samræðum ekki langt frá mér. Af venjulegri forvitni, færi ég mig nær og legg við hlustirnar. — Þú skalt bara muna það, Jóna, hrópar önnur þeirra með gremjulegri rödd. — Ég man barasta ekki neitt svarar hin reiði- lega og lyftir handleggnum ógn- andi. Hópur fólks myndast nú kring um þessar málglöðu kvinnur. Lög- regluþjónn færir sig nær hættu- svæðinu, og þegar konurnar koma auga á hann, snarhætta þær og æða sin í hvora áttina. Vonsviknir áhorfendur ganga sina leið. Einn af þeim, maður með hökuskarð, taut- ar, — þessir lögregluþjónar. Svo hummar hann. Mér fer að leiöast biðin eftir strætisvagninum. Það er þó aðra sögu að segja af hinum, sem bíða. Þeirhlæja, eins og sé verið að sýna kvikmynd með Chaplin. Þetta lendir i fínustu taugar mínar, og kuldahrollur læsir sig niður bakið á mér. Snögglega stekkur sólin bak viö grátt ský, og þögn slær á allan hópinn. Ég brosi ofurvarlega út I annað munnvikið. En þá brýzt sólin framundan skýinu, og allir byrja áð tala á ný, endurnærðir eftir stutta hvild. Leið 5 kemur og ég er dauðfeg- inn. Siguröur ómar. Lausn á 16. alveÍ krossgátu l j a r * D ‘A H ú / S N T N A -5 /< r*'A * K£ A L £ Y I A M A N U A) A U £> A R L AUAA/VÞ 'A S /( l L I £) L Ut* * /1 'A L A /\l Æ J) 0 fl/1/ T AK F 'A& TA R > A V RPrR A U Al /V/v FR I Þ A X T u' Rn i A /tTl A A N S £ L R'O TPi T un NA AFL I i> A r 'o L A ' f\ L A U I R T i L /•? A F T A A/A tJ N o R O A C, 'A U N N l fil'AR A 7í 'o A 'o £>AM ‘A ■+ S K R I F S T o F U A 406 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.