Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ásdís Toyota Corolla Verso: Miðjusætaröðin fellur slétt ofan í gólfið eins og öftustu sætin. Örfá handtök þarf til að breyta bílnum í sendibíl. Opel Zafira: Annað aftursætið hefur verið lagt slétt niður í gólfið. Einnig er hægt að velta miðjusætabekknum upp að framsætisbökum. VW Touran: Miðjubekkur lagður upp að framsætisbökum. Hægt er að fjarlægja miðjusætin úr bílnum og skapa enn meira rými. NÚ þegar eru á markaði fjórir sjö sæta fjölnotabílar í C-flokki, þ.e.a.s. þeim stærðarflokki bíla sem kenndur hefur verið við Golf, og innan tíðar bætist sá fjórði við, Renault Scenic II. Fyrstur á markað árið 1999 var Opel Zafira, sem vakti þá mikla athygli fyr- ir svokallað Flex-7 sætakerfið og naut þess í næstum fjögur ár að vera því sem næst einn um hituna. Í fyrra kom síðan á markað Peugeot 307 SW og VW Touran, sem hefur hlaðið á sig viðurkenningum og loks á þessu ári Toyota Corolla Verso með Easy Flat-7 sætakerfinu og má greinilega heyra samhljóm í nafngiftinni við sætakerfið í Opel. Allir þessir bílar eru eingöngu boðnir sjö sæta hér- lendis. Gerður var samanburður á sæta- kerfum þessum bíla. Hann leiddi í ljós að hvert kerfi hefur margt til síns ágætis en það kerfi sem er auðveldast í notkun er Easy Flat-7 kerfið í Co- rolla Verso. Úr fólksbíl í sendibíl með fjórum handtökum Miðjusætaröðin, sem skiptist 60/40, þ.e.a.s. eitt fullvaxið sjálfstætt sæti og annað sambyggt fyrir tvo farþega, er á sleða og því hægt að auka fótarýmið eða minnka það eftir aðstæðum. Bíl- arnir þrír eiga það allir sameiginlegt að vera með miðjusæti á sleða. Hvort sætið í Verso er fellt niður með einu handtaki, með því að toga í þar til gerðan spotta, og falla þau þá slétt of- an í gólfið. Tvö lítil barnasæti eru í öft- ustu sætaröð og þau eru felld hvort í sínu lagi með einu handtaki. Þannig tekur það örfáar sekúndur, og fjögur handtök, að breyta bílnum úr sjö manna fólksbíl í tveggja manna bíl með miklu flutningsrými, eða alveg frá framsætisbökum að afturhlera. Tvö handtök þarf hins vegar til þess að reisa hvort aftursæti í upphaflega stellingu. Stóri kosturinn við þetta kerfi er hve auðvelt það er í notkun og hversu mikið flutningsrýmið verður. VW Touran er með svipuðu sæta- kerfi en þar munar þó helst því að miðjusætaröðin, sem er þrjú sjálf- stæð sæti, öll á sleða, er felld niður í þrennu lagi og þarf til þess samtals sex handtök. Fyrst er sætisbakið fellt niður og síðan er sætinu sjálfu velt upp að framsætisbökunum. Með þessu móti gengur dálítið á farang- ursrýmið í samanburði við Easy Flat-7 kerfið í Verso, nema þau séu fjarlægð hvert fyrir sig úr bílnum. Það þarf í raun ekki nema tvö hand- tök til að fjarlægja hvert sæti en ókosturinn er sá að koma þarf sæt- unum fyrir í geymslu. Sætakerfið í Peugeot 307 SW er í raun nauðalíkt kerfinu í Touran. Þar eru miðjusætin sjálfstæð sæti sem hægt er að velta upp að framsætis- bökum eða fjarlægja úr bílnum. Heill miðjubekkur í Zafira Elsta sætakerfið er í Opel Zafira einfaldlega vegna þess að hann er elsti bíllinn af þessum þremur. En Opel var á sínum tíma brautryðjandi á þessu sviði og hefur tekið forystu hvað varðar snjallar lausnir í sæta- kerfi í öðrum stærðarflokki, þ.e.a.s. í b-flokki með Meriva-fjölnotabílnum, sem byggður er á sama undirvagni og Opel Corsa. 7-Flex-kerfið í Zafira er þannig gerð að miðjusætaröðin er einn heill bekkur og því ekki hægt að fella niður einstök sæti. Þó er hægt að fella niður sætisbökin hvert fyrir sig. Ef breyta á innanrýminu í Zafira í sem mest flutningsrými þarf að fella niður sætisbökin og færa bekkinn, sem er á sleða, upp að framsætisbök- unum, og velta bekknum síðan upp. Þannig gengur hann nokkuð á flutn- ingsrýmið. Það sem stendur eftir er að Corolla Verso er eini bíllinn í þessum flokki sem myndar alveg slétt rými frá framsætisbökum að afturhlera og sætakerfið er að auki einfaldast í notkun. Stærðir, rými og verð má síð- an sjá í upptalningu hér til hliðar. Mismunandi sætakerfi í c-flokki fjölnotabíla 2 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar Farangursrýmið í málum Volkswagen Touran: Öll sæti uppi: 121 lítri. Öll sæti niðri: 1.989 lítrar. Lengd farangursrýmis: 155 cm með öll sæti niðri. Breidd farangursrýmis: 129 cm með öll sæti niðri. Grunnverð: 2.350.000 kr. Toyota Corolla Verso: Öll sæti uppi: 63 lítrar (upp að beltum). Öll sæti niðri: 1.563 lítrar (upp að beltum). Lengd farangursrýmis: 186 cm með öll sæti niðri (miðað við bíl- stjórasæti í fremstu stöðu), 163 cm (miðað við bílstjórasæti í öftustu stöðu). Breidd farangursrýmis: 143 cm. Grunnverð: 2.390.000 kr. Opel Zafira: Öll sæti uppi: 150 lítrar. Öll sæti niðri: 1.705 lítrar. Lengd farangursrýmis: 153 cm. Breidd farangursrýmis: 147 cm. Grunnverð: 2.290.000 kr. Peugeot 307 SW: Öll sæti uppi: 138 lítrar. Öll sæti niðri: 1.328 lítrar. Lengd farangursrýmis: 181 cm. Breidd farangursrýmis: 145 cm. Grunnverð: 2.199.000 kr. gugu@mbl.is „ÉG sá einhvern tíma svona bíl við hliðina á SLK-bíl og langaði strax í hann,“ segir Guðvarður Gíslason veit- ingamaður, sem á einn glæsilegasta sportbílinn sem sýndur var á Sport- bílasýningunni í Laugardalshöllinni, og það þótt hann sé kominn til ára sinna. Þetta er Mercedes-Benz SL 190, rauður tveggja sæta bíll árgerð 1958, með blæju og hvítri leðurinn- réttingu. Guðvarður flutti bílinn inn frá Bandaríkjunum. „Hann var ágæt- lega farinn, með báðum stuðurum heilum, en ég lét króma margt upp á nýtt en annað keypti ég að utan. Það þurfti að skipta um bæði afturbrettin og sjóða dálítið í botninn á honum. Vélin var tekin upp og farið í allt sem heitir bremsur, hjólaskálar og þess háttar. Leðrið í bílnum var orðið tætt og ljótt en ástand sætanna var gott. Fyrirtæki í Þýskalandi, sem sérhæfir sig í að sníða leðurinnréttingar í svona bíla, seldi mér áklæði á sætin. Mælarnir og vélin eru upprunaleg. Ég skipti langmest við sérhæfð fyrirtæki í Þýskalandi. Þar veit ég um sex eða sjö fyrirtæki sem sérhæfa sig í sölu á varahlutum og uppgerð á svona bíl- um. Bíll af þessu tagi er seldur á 4,5–5 milljónir kr. í Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segir Guðvarður. Borin virðing fyrir bílnum Bíllinn stendur meira inni í bílskúr hjá Guðvarði en úti á götu en hann segir að bíllinn veiti sér mikla ánægju og greinilegt að menn bera virðingu fyrir hlutum af þessu tagi. „Það tók mig rúmlega sex ár að gera bílinn upp og það fóru miklir peningar í þetta. Ég fékk aðstoð góðra manna við verkið. Það voru t.d. mágar mínir sem sprautuðu bílinn og tóku upp vélina,“ segir Guðvarður og bætir við að það sé gaman að keyra bílinn. Hann séná- kvæmur í stýri og bremsurnar öflug- ar, „en maður verður að vera mjög vakandi gagnvart annarri umferð. Ég hef ekki viljað vera að þenja bílinn mikið því það getur svo margt gerst með svona gamla bíla. Ég ber virðingu fyrir bílnum og er ekki að misþyrma honum,“ segir Guðvarður sem er fjór- um árum yngri en bíllinn og hann seg- ir að sennilega séu tveir aðrir bílar af þessari árgerð til hér á landi. Hann notar bílinn ekki dags daglega en í góðu veðri fer hann á honum niður í miðbæ Reykjavíkur og leggur honum fyrir utan veitingastaðinn sinn, Apó- tekið. „Það er mikil virðing borin fyrir bílnum þar. Útlendingar sem hér eiga leið um taka nánast undantekning- arlaust myndir af bílnum. Hann er orðinn eitt af kennileitum miðbæj- arins,“ segir Guðvarður. Rauði blæjubíllinn hans Guðvarðar veitingamanns Orðinn eitt af kennileitum miðbæjarins Morgunblaðið/ÞÖK Guðvarður við nýuppgerðan Mercedes-Benz SL 190. Vélarhlífin opnast fram á við í Bens- anum góða. Bíllinn er hinn glæsilegasti og greini- lega hefur verið nostrað við hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.