Morgunblaðið - 26.05.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.05.2004, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 B 3 bílar ÞAÐ er nú staðfest að BMW er að koma á markað með alvöru sport- hjól í sumar, fyrr en búist hafði verið við. BMW hefur haldið hjólinu að mestu leyndu fyrir pressunni og strítt henni aðeins með óskýrum og hreyfðum myndum af hjólinu á vefsíðu sinni. Sjóræningjamyndir úr höfuðstöðvum BMW birtust af hjól- inu um daginn á ísraelskri vefsíðu og hafa nú ratað til Evrópu. Á þeim má sjá verklegt sporthjól með nokkuð óvenjulegum útlits- einkennum, eins og margformuðum bensíntanki og gagnsæjum aftur- öxli, og án forþjöppunnar sem búið var að spá að yrði í hjólinu. Léttara og kraftmeira Búast má við að BMW verði fylli- lega samkeppnishæft við kraft- mestu japönsku og ítölsku hjólin með þessum grip, en framleiðend- urnir hafaþegar látið hafa eftir sér nokkur atriði um nýja K1200S sporthjólið. Þeir segja hjólið upp- fullt af tækninýjungum og hafa óvenjugóða aksturseiginleika og gnótt af afli. BMW segir að afl sem hlutfall af þyngd verði að minnsta kosti 50% betra en í K1200RS hjólinu. Samkvæmt heimild- armönnum innan BMW-verksmiðj- anna verður vélin 1.157 rúmsenti- metra, fjögurra strokka og mun halla 55° fram til að ná 50/50 þyngdardreifingu. Vélin er ekki meiri um sig en 600-mótor þannig að hægt var að hafa hana neð- arlega í grindinni og fá samt góða veghæð í beygjum. Samkvæmt sumum heimildum er vélin 160 hestöfl sem ætti með lítilli heild- aþyngd að gera BMW kleift að keppa við Suzuki Hayabusa eða Kawasaki ZX-12. Hægt mun vera að fá annan tölvukubb í hjólið sem bætir við 10–15 hestöflum. Hjólið verður með drifskafti eins og lang- flest BMW-hjólin hingað til, en sér- stakt við það er að það er allt smíðað úr léttmálmum og er því viðbragðsbetra en áður. Þannig næst nánast sama viðbragð og úr keðjudrifnu hjóli með öllum kostum drifskaftsins, eins og litlu viðhaldi. Síðast en ekki síst verður nýja hjólið með hinum einstaka Hoss- ack-framenda og nýjustu kynslóð ABS-hemlalæsivarnar fyrir mót- orhjól. Heyrst hefur að Cycle World-tímaritið í Bandaríkjunum verði fyrst til að fá að taka í grip- inn sem gefur hugmynd um hvar búast má við því á markað fyrst. Í Evrópu kemur það líklega fyrst fyr- ir almenningssjónir á Intermot- mótorhjólasýningunni í München í september. Njáll Gunnlaugsson BMW-of- urhjólið kemur í sumar Hjólið virkar allt létt að sjá og takið eftir sérkennilega formuðum bens- íntankinum sem setur sérstæðan svip á hjólið. Drifskaftið verður nú vinstra megin í hjólinu líkt og í K3 til- raunahjólinu sem kynnt var árið 1980. Drifskaftið er úr álblöndu og til að spara þyngd er miðjan með gati þar sem sést í gegnum hjólið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.