Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
fjallabilar@fjallabilar.is
Japan/U.S.A.
Öxulliðir í flestar
gerðir jeppa
FRAMÖXLAR Í
JEPPA
Kauptu næsta bílinn þinn beint frá
Kanada - Allar tegundir bíla á sölu
www.natcars.com
LENGI hefur sá sem þetta skrifar
heyrt farið fögrum orðum um BMW
M5 og lengi hefur hann haft löngun
til þess að keyra þann bíl. Tækifæri
gafst á dögunum að prófa þennan
grip, reyndar nokkuð hokinn af
reynslu og með yfir 50.000 km að
baki. Þetta er M5 árgerð 1999 sem
B&L á og hafði tekið upp í viðskipti
með nýjan bíl.
Það lúmska við þennan bíl er hve
lítið hann lætur fara fyrir sér. Ef ekki
væri M-merkingin aftan á honum og
18 tommu álfelgurnar og lágprófíl-
dekkin mætti ætla að þarna væri á
ferðinni bara venjuleg fimma af eldri
gerðinni. Hann er líka ósköp venju-
legur að innan; að vísu leðurklæddur
og með rafdrifnum sætum og minni
fyrir stillingar, en að öðru leyti frek-
ar hefðbundinn og jafnvel gamaldags
í samanburði við nýju gerðirnar af
BMW 5. Meira að segja enginn
geislaspilari, einungis kassettutæki í
útvarpinu. Það má líka sjá að bíllinn á
sér fortíð því hrukkur eru eðlilega í
leðrinu og hlutirnir ekki alveg nýir af
nálinni.
En skynfærin nánast umturnast
um leið og bíllinn er settur í gang.
Vélin öskrar strax við gangsetningu.
Þetta er fimm lítra V8-vél með tveim-
ur yfirliggjandi knastásum á hvora
strokkaröð og fimm ventlum á hvern
strokk. Þetta er ekki sama V8-vélin
og boðin var á þessum árum með
hefðbundnum gerðum BMW 5 og 7,
heldur sérsmíðaður race-mótor og
BMW sparaði ekkert til að gera hann
sem magnaðastan og um leið sem
léttastan með háþróaðri framleiðslu-
tækni og efnisvali. Hljóðið er gróft og
ógnvekjandi og það þarf ekki geisla-
spilara í bílinn þegar vélin hljómar
svona öfluglega.
Það er heldur ekkert sérstaklega
sportlegt við bílinn að innan – hann
virkar miklu frekar eins og vel búinn
lúxusbíll og meira að segja sætastað-
an er eins og menn eiga að venjast í
slíkum bílum. En um leið og ekið er af
stað gerbreytist viðhorfið til bílsins.
Þetta er sannkallaður úlfur í sauð-
argæru. Vélin skilar 400 hestöflum til
afturhjólanna í gegnum sex gíra
handskiptan kassa. Vélin skilar tæpu
81 hestafli á hvern lítra slagrýmis og,
það sem meira er, yfir 100 Nm togi á
hvern lítra slagrýmis. Það finnst líka
strax í akstrinum að BMW hefur ekki
verið að leggja megináhersluna á
mikið upptak, enda þótt það sé meira
en viðunandi í 5,3 sekúndum úr kyrr-
stöðu í 100 km, heldur frekar á togið,
sem virkar þannig á mann að bíllinn
er endalaust að hraða sér. Hann er
t.a.m. ekki nema 4,8 sekúndur úr 80
km/klst í 120 km/klst í fjórða gír. Og
þessi vél hefur ekkert á móti háum
snúningi og er ennþá að skila feikna-
vinnslu á milli 5.000 og 5.500 snún-
inga á mínútu í flestum gírum. Fram-
úrakstur er leikur einn í þessum bíl
og þegar við bætast frábærir akst-
urseiginleikar á öllum sviðum; ekki
síst alger líming í beygjum, stíf og
sportleg fjöðrun þá er ekki ofmælt að
hér sé á ferðinni einn af athyglisverð-
ari „performance“-bílum landsins,
jafnvel þótt fimm ára gamall sé.
BMW M5 er bíll sem freistar mjög
þungstígs hægri fótar og það er at-
hyglisvert að sjá hvernig BMW gerir
varúðarráðstafanir gegn slæmri
meðferð vélarinnar. Það er auðvitað
afleitt til lengdar fyrir vélina og
smurningu hennar að botngefa bíln-
um með hana kalda og þess vegna er
snúningshraðamælirinn þannig gerð-
ur að það kemur gulur litur á hann
strax frá 4.000 snúningum og gull-
itaða svæðið minnkar eftir því sem
vélin hitnar.
Það þarf sterka kúplingu til að
taka við þessu afli öllu og það hafa
víst nokkrar verið „steiktar“ í þess-
um bílum. Kúplingin er stór og er
lengi að slíta, sem er óhjákvæmilegt
með allt þetta vélarafl, en fyrir vikið
verður álagið á kúplinguna líka meira
en ella. Það eina í tækni þessa bíls,
sem er meira í takt við tiltölulega hóf-
stillt útlit hans en síður í takt við
sjálfa tæknina, er sex gíra handskipti
kassinn. Ekki að hlutföllin séu ekki
rétt í honum, eða því sem næst, held-
ur einvörðungu að það vantar meiri
sporttakta í skiptinguna; það er langt
á milli gíranna og maður saknar
kassa eins og í Z3 M eða Lotus Elise,
þar sem örstutt er milli gíra og skipt-
ingin verður mun hraðari fyrir vikið.
Ekki að það sé alveg nauðsynlegt í
þessum togmikla bíl því bíllinn nær
sómasamlegum þjóðvegahraða strax
í öðrum gír.
Eins og við mátti búast er M5 með
rafeindastýrðri spól- og skriðvörn.
Hún er aftengjanleg og þá breytist
karakter bílsins strax úr því að vera
öruggur en feiknaaflmikill í það að
vera reykspólandi dreki með hættu-
legri yfirstýringu. En þeir sem við
hana ráða njóta þá bílsins enn betur.
BMW 5 er einn af þeim bílum sem
setjast í sálina – hann getur verið
hagnýtur sem fjölskyldubíll en um
leið draumur bílaáhugamannsins
vegna fyrirhafnarlausrar og magn-
aðrar hröðunar og vinnslu.
Nýr BMW M5 kostar vel yfir tíu
milljónir króna, nota bene ennþá með
gamla útlitinu. Þessi notaði vagn fæst
fyrir um 5,5 milljónir króna hjá B&L.
Grimmur úlfur í sauðargæru
Morgunblaðið/Árni Torfason
gugu@mbl.is
Vél: Átta strokka V-vél
með fjórum yfirliggjandi
knastásum, 4.941 rúm-
sentimetri.
Afl: 400 hestöfl við
6.600 snúninga á mín-
útu.
Tog: 500 Nm við 3.800
snúninga á mínútu.
Hröðun: 5,3 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði: 250 km/
klst. (með takmarkara).
Gírkassi: Sex gíra hand-
skiptur.
Hemlar: 345 mm diskar
að framan, 328 mm
diskar að aftan, loft-
kældir.
Lengd: 4.784 mm.
Breidd: 1.800 mm.
Hæð: 1.432 mm.
Hjólhaf: 2.830 mm.
Eiginþynd: 1.795 kg
(með ökumanni).
Heildarþyngd: 2.290 kg.
Farangursrými: 460 lítr-
ar.
Verð: 5,5 milljónir kr.
BMW M5
Vélin er V8, 5 lítra og skilar 400 hest-
öflum og 500 Nm togi.
Snúnings-
hraðamæl-
irinn litast
gulur þegar
vélin er köld.
Vörumerki BMW M5 er fjögur púströr.
M5 hentar ekki síður sem fjölskyldubíll og er vel búinn.
Árgerð 1999, BMW M5,
í engu tapað töfrunum.
REYNSLUAKSTUR
BMW M5
Guðjón Guðmundsson