Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 5

Morgunblaðið - 26.05.2004, Síða 5
UM tuttugu þúsund manns lögðu leið sína í Laugardalshöll um síð- ustu helgi þar sem Sportbílasýningin fór fram. Þetta er í fjórða sinn sem sýning af þessu tagi er haldin og er óhætt að segja að hún hafi aldrei verið glæsilegri. Fyrir utan stóru nöfnin, Ferrari Enzo, Lamborghini Gallardo, Lotus Elise og ótalda Mercedes- Benz, BMW og Porsche voru þarna handsmíðaðir bílar og breyttir bílar auk þess sem bílaumboðin sum hver sýndu það sportlegasta úr sínum herbúðum. Brimborg var t.a.m. með myndarlegan bás þar sem frumkynntir voru einir átta nýir bílar með sportgenum. Volvo S60 R er 300 hestafla lúxusportbíll með hátæknivæddu fjórhjóladrifi. Hann var á 18 álfelgum og 235/45 R18 Pirelli dekkj- um, með sportleðurinnréttingu og tölvustýrðri sportfjöðrun. Volvo S60 Sport var líka frumsýndur með 180 hestafla vél og glæsilegu spoilerkitti, sportleðurinnréttingu, á 17" álfelgum. Volvo S40 T5 er spennandi 220 hestafla bíll og þá ekki síður Ford Focus ST170, 173 hestafla villidýr, en hann sýnir forsmekkinn af því sem koma skal hjá Ford á næstu misserum í sportbílum. Hann er búinn sóllúgu, Recaro stólum með ST sportleðurinnréttingu, ESP stöð- ugleikastýrikerfi og xenon ljósum. Frá Citroën voru C2 VTR með 110 hestafla vél, Citroën C3 SX með Panorama risasóllúgu sem nær yfir stóran hluta þaksins. Nýr BMW X5 B&L sýnir nær alla línuna frá BMW, þ.m.t. 3 línuna, 5 línuna, X3, og nýjan X5 með nýju útliti og búnaði. Stjarnan á bás B&L var X5 jeppinn sem hefur fengið nýtt útlit. Hann var kynntur með nýjum og frísklegum framenda og er hann jafnframt nú búinn xDrive kerfinu sem BMW eigendur kynntust fyrst í X3 jepplingnum. Auk þess voru á sýningunni tveir sérlega glæsilegir sportbílar frá BMW, 645i og Z4, svartir á lit. Lexus sýndi SC 430 kúpubak og einnig hinn hófsamari LS 430 auk lúxussportjeppans RX300. Þar voru að vísu engar nýjungar á ferð en alltaf gaman að sjá vel hannaða bíla. Bernhard ehf. kynnti Peugeot 206 RC, 180 hestafla rakettu, og 307 CC með rafknúnu þaki, og þarna mátti líka sjá breiða línu frá Volkswagen, allt frá Polo upp til Touareg. Ingvar Helgason sýndi í anddyri Laugardals- hallar Nissan Z 350, aflmikinn tveggja sæta sportbíl sem byggir á gömlum grunni. Við hlið hans var síðan sýndur líka í fyrsta sinn Nissan Murano, stórglæsilegur lúxussportjeppi, en sá bíll er ekki fluttur inn á vegum umboðsins. Auk alls þessa mátti þarna sjá einn aflmesta sportbíl landsins, Mercedes-Benz SL 55 AMG með Carlsson-breytingu, Mercedes- Benz SLK árgerð 2005 með nýja laginu sem fyrirtækið Sparibíll- .is er með til sölu og síðast en ekki síst kvartmílubíl Þórðar Tóm- assonar, sem sagður er aflmesti bíll landsins. Óvenju glæsi- legri sportbíla- sýningu lokið Aðstandendur sýningarinnar, Guðbergur, Kristín, Sylvía og Brynj- ólfur við Ferrari Enzo á Sportbílasýningunni í Laugardalshöll. Ljósmynd/Haraldur Þór Stefánsson Ford Cobra - eftirlíking af AC Cobra, afar laglegur að sjá. Willys ’41 er aflmesti bíll landsins með 1.700 hestafla vél. Snarpur Lotus Elise 111S, sá eini sinnar tegundar á landinu. Mercedes Benz SLK, frumsýning á nýja laginu hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 B 5 bílar ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Mikið úrval af notuðum dekkjum 13 - 14 - 15 - 16 - 17 og 18 tommu. Eigum einnig nýja og notaða sólaða hjólbarða Eldshöfða 6 s. 567-6860 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s BMW sýndi hugmyndabílinn M5 með V10-vél á bílasýning- unni í Genf síðastliðið vor. Með þessu minnir BMW óneitanlega á að fyrirtækið smíðar vissulega V10-vélar, þótt einkum hafi þær fram til þessa verið settar í Formúlu 1-bíla BMW-Williams-liðsins. Nýi M5 hugmyndabíllinn er sem sagt með götubílaút- færslu af sömu Formúla 1- vélinni og það hlýtur að boða nýja tíma fyrir unnendur sportbíla. Hugmyndabíllinn er með sömu yfirbyggingu og nýr BMW 5 en undir vélarhlífinni er fyrsta V10-vélin fyrir götu- bíl frá BMW og hún skilar 500 hestöflum og 500 Nm togi. Bíllinn á að ná 100 km hraða á vel undir fimm sek- úndum. Gírkassinn er líka nýjung hjá BMW og hann er þróaður út frá Formúlu 1 tækni. Þetta er sjö gíra rað- skiptur og beinskiptur kassi. Eins og BMW 5 er M5 hugmyndabíllinn með undir- vagn sem að mestu er gerður úr áli og fremri hluti yfir- byggingar er sömuleiðis úr áli. Þótt bílarnir séu líkir greinir M5 sig frá fólksbíln- um með öðruvísi loftinntök- um að framan og aftan og að aftan eru líka fjögur púströr. Að auki er hugmyndabíllinn á 19 tommu álfelgum og 8,5 tommu breiðum dekkjum að framan og 9,5 tommu að aft- an. BMW tekur það skýrt fram að hér sé einungis um hugmyndabíl að ræða og ekki sé von á framleiðslubílnum fyrr en á næsta ári. Menn þykjast þó nokkuð vissir um að BMW mun ekki valda aðdáendum sínum vonbrigð- um þegar á hólminn er kom- ið. Loftinntök eru á hliðunum. Gerbreyttur en áfram með fjórum púströrum. M5 hugmyndabíll með V10-vél

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.