Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 3
Garðatorgi Garðabæ s: 565 6550
EM íþrótta-
gallar fyrir
börn
EM fjölskyldutilboð
4 ostborgarar
Stór franskar
2L kók
aðeins 1890
Smábitinn Síðumúla 29 / 533 1061
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
GARÐAR B. Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá
Akranesi, gekk í gær til liðs við 1. deildarlið Vals og
samdi við Hlíðarendafélagið til hálfs þriðja árs, eða út
tímabilið 2006.
Garðar er 21 árs sóknarmaður og hefur spilað með
ÍA allan sinn feril. Hann hefur aðeins leikið þrjá af sex
leikjum Skagamanna í úrvalsdeildinni í sumar, einn í
byrjunarliði. Í fyrra lék hann 17 af 18 deildaleikjum ÍA
og skoraði 3 mörk, og auk þess sigurmarkið í bikarúr-
slitaleiknum gegn FH. Hann ætti að styrkja stöðu Vals-
manna enn frekar en þeir eru með þriggja stiga forystu
í 1. deildinni og hafa unnið fimm af fyrstu sex deilda-
leikjum sínum á tímabilinu.
Hjá Val hittir Garðar fyrir þrjá fyrrum félaga sína úr
Skagaliðinu, þá Baldur Aðalsteinsson, Hálfdán Gísla-
son og Ólaf Þór Gunnarsson. „Það er góður styrkur að
fá Garðar, sem er reyndur leikmaður sem hefur orðið
Íslands- og bikarmeistari,“ sagði Börkur Edvardsson,
formaður knattspyrnudeildar Vals.
Garðar til liðs
við Valsmenn
ÓVÆNT úrslit urðu í karlaflokki á Wimbledonmótinu í
tennis í gær þegar Rússinn Marat Safin tapaði fyrir
landa sínum Dmitry Tursunov, 4-6, 7-5, 6-3 og 7-6. Saf-
in hefur ekki gengið vel á Wimbledon í gegnum tíðina
en honum líkar ekki að keppa á mótinu. „Það hentar
mér ekki að keppa á Wimbledonmótinu og mér leiðist
mótið,“ sagði Safin eftir að hafa tapað fyrir Tursunov.
Tim Henman frá Bretlandi, sem er í fimmta sæti
styrkleikalista mótsins hjá körlum, lenti í nokkrum
vanda gegn Ruben Ramirez Hidalgo frá Spáni, en hafði
þó sigur, 3-1, eftir að hafa lent undir, 1-0, og unnið 7-6 í
næsta setti.
Serena Williams, sem á titil að verja á Wimbledon-
mótinu í tennis, var ekki sannfærandi þegar hún vann
Jie Zheng frá Kína, 6-3 og 6-1, á öðrum degi mótsins í
gær. Óvæntustu úrslitin í kvennaflokki voru þegar
Elena Dementieva frá Rússlandi, sem var raðað í sjötta
sæti á styrkleikalista mótsins, tapaði fyrir tékknesku
stúlkunni Söndru Kleinovu, 4-6, 6-1, 4-6.
Safin féll úr keppni
á Wimbledon
a
ks
a
-
-
í
d-
n-
k-
y
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
handknattleik lenti í hörkuriðli þeg-
ar dregið var í riðla í forkeppni
heimsmeistaramótsins 2005, en for-
keppnin fer fram í haust. Ísland
dróst í riðil með Litháen, Makedón-
íu, Póllandi, Slóvakíu og Tyrklandi.
Ekki er enn ljóst hvar leikið verður
en víst að keppni í riðlinum fer
fram 23. til 28. nóvember nk., en
gengið verður frá hverjir gestgjafar
verða á næstu dögum. Tvær efstu
þjóðirnar komast áfram í leiki um
sæti á heimsmeistaramótinu en þeir
leikir eru áætlaðir í fyrrihluta júní
á næsta ári og skera úr um hvaða
þjóðir komast á heimsmeistaramót-
ið sem fram fer í Rússlandi í des-
ember 2005.
Í hinum riðli forkeppninnar eru,
Aserbaídsjan, Búlgaría, Grikkland,
Ítalía, Portúgal og Sviss.
Morgunblaðið/ÞÖK
r fagna marki þeirrar fyrrnefndu. Sif skoraði annað mark KR í 4:1 sigri
d og komust KR-stúlkur með sigrinum í þriðja sæti deildarinnar.
Ísland í hörkuriðli í
undankeppni HM
Leikur KR og Breiðabliks byrjaðirólega. Liðin skiptust á að
sækja án þess að skapa sér færi en
þegar leið á leikinn
tóku KR-stúlkur öll
völd á vellinum.
Fyrsta mark leiks-
ins kom á 17. mín-
útu eftir góðan undirbúning Hólm-
fríðar Magnúsdóttur en það var
Guðlaug Jónsdóttir sem skoraði
markið af stuttu færi. KR hélt
áfram að sækja en það var ekki
fyrr en á 42. mínútu sem þær náðu
að bæta við öðru marki. Edda
Garðarsdóttir tók aukaspyrnu við
vítateigshornið vinstra megin og
skaut föstu skoti sem Elsa Ein-
arsdóttir varði en hún náði ekki að
halda boltanum. Sif Atladóttir var
fyrst að átta sig og skaut boltanum
í tómt markið. Staðan orðin 2:0 og
þannig var hún í leikhléi.
Blikastúlkur komu grimmar til
leiks í seinni hálfleik og áttu nokkr-
ar snarpar sóknir en náðu þó ekki
að ógna marki KR að ráði. Það var
þó Katrín Gunnarsdóttir sem skor-
aði þriðja mark KR-inga á 63. mín-
útu eftir glæsilega sendingu Guð-
nýjar Einarsdóttur og eftir það var
aðeins spurning hversu stór sigur
KR-stúlkna yrði. Fallegasta mark
leiksins kom á 78. mínútu þegar
varamaðurinn Anna Berglind Jóns-
dóttir skoraði með viðstöðulausu
skoti utan teigs, óverjandi fyrir
Elsu í marki Breiðabliks. Blika-
stúlkur náðu að minnka muninn
undir lok leiksins og þar var Ólína
G. Viðarsdóttir að verki með lag-
legum skalla en rétt áður hafði
Sandra Sif Magnúsdóttir átt skot í
þverslá.
Sigur KR var fyllilega verðskuld-
aður og það var ekki fyrr en undir
lokin sem Blikastúlkur fóru að ógna
marki KR. Varnarleikur KR var
mjög sterkur og áttu Blikastúlkur í
mesta basli með að koma boltanum
fram hjá Guðrúnu Sóleyju Gunn-
arsdóttur auk þess sem Edda Garð-
arsdóttir og Hólmfríður Magnús-
dóttir áttu góðan leik. Enn fremur
var Sif Atladóttir spræk þegar
hennar naut við en hún þurfti að
fara meidd af leikvelli snemma í
seinni hálfleik. Í frekar döpru liði
Blika bar langmest á Söndru Sif
Magnúsdóttur auk þess sem Ólína
Viðarsdóttir átti ágætis spretti en
aðrar áttu rólegan dag.
KR sigraði
verðskuldað
KR-stúlkur höfðu sætaskipti við Breiðablik eftir leik liðanna í Vest-
urbænum í gær. KR sigraði örugglega með fjórum mörkum gegn
einu og skutust þar með í þriðja sæti deildarinnar. Í Grafarvogi juku
Valsstúlkur forskot sitt á ÍBV í fjögur stig þegar þær sigruðu Fjölni
0:3 og í Garðabæ fékk FH sitt fyrsta stig þegar liðið gerði jafntefli
við Stjörnuna, 1:1.
Magnús Geir
Eyjólfsson
skrifar
HERMANN Hreiðarsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, er á leið til
Kína ásamt félögum sínum í Charl-
ton Athletic en liðið fer þangað í æf-
ingaferð seinnipartinn í júlí. Leikið
verður gegn kínversku liðunum Ji-
anlibao og Guangzhou 22. og 25. júlí.
OTTO Baric sagði í gær lausu
starfi sínu sem landsliðsþjálfari Kró-
atíu í knattspyrnu. Króatar féllu úr
keppni á EM í Portúgal í fyrrakvöld
þegar þeir töpuðu, 4:2, fyrir Eng-
landi. Líklegt þykir að Zvonimir
Boban, fyrrum landsliðsmaður
Júgóslavíu og síðan Króatíu og leik-
maður AC Milan, taki við starfinu.
ÞRÍR af reyndustu leikmönnum
svissneska landsliðsins tilkynntu í
gær að þeir hefðu spilað sinn síðasta
landsleik en Sviss féll úr keppni á
EM í fyrrakvöld. Það eru sóknar-
maðurinn Stephane Chapuisat,
markvörðurinn Jörg Stiel og miðju-
maðurinn Fabio Celestini.
GABRIEL Batistuta, markahrók-
urinn frá Argentínu, er mjög
spenntur fyrir því að fá að leika á ný
með Fiorentina á Ítalíu. Liðið varð
gjaldþrota og var fellt niður í 4. deild
en er nú komið upp í 1. deildina á ný.
Batistuta fór til Roma og varð meist-
ari þar en hefur í vetur spilað í Kat-
ar. „Mig langar svo sannarlega til að
spila eitt tímabil enn með Fiorent-
ina, ég hef ekki þurft að taka of mikið
á í Katar og náð mér í ökklunum á
ný, og er tilbúinn í slaginn.“
FÓLK
S
g
m
a