Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 1
2004 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
AMMA ROONEYS HYGGST TAKA BINGÓ FRAM YFIR FÓTBOLTA / B2
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla, sem
tekur þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar,
kemur saman á fimmtudaginn á Laugarvatni þar
sem leikmenn gangast undir þrekpróf, að sögn
Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra
Handknattleikssambands Íslands og aðstoð-
arlandsliðsþjálfara. Ekki hefur verið tilkynnt
ennþá hverjir verða í landsliðshópnum sem býr
sig undir leikana. Reiknar Einar með að Guð-
mundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari
tilkynni val á 22 leikmönnum en af þeim er aðeins
leyfilegt að tefla fram 15 leikmönnum á Ólympíu-
leikunum. „Það er verið að hnýta síðustu lausu
endana í valinu um þessar mundir, allt verður
klárt á fimmtudaginn þegar undirbúningur
hefst,“ sagði Einar í gær.
Lokaundirbún-
ingur fyrir ÓL í
Aþenu að hefjast
Frá þeim tíma hefur Guðmundurverið meira og minna frá æf-
ingum og keppni vegna meiðsla í
hnjám en hann hef-
ur fjórum sinnum
slitið krossband í
hné á ferlinum.
Hann náði reyndar
að spila megnið af tímabilinu 2002
en oftast sem varamaður, og skor-
aði ekki mark. Tímabilinu 2003
missti hann algjörlega af, var þá
aðstoðarþjálfari KR en spilaði ekk-
ert, og það var ekki fyrr en í maí á
þessu ári sem hann var af alvöru
kominn inn í hóp KR-inga að nýju.
Það sem af er sumri hefur Guð-
mundur tekið þátt í sex af sjö leikj-
um KR í úrvalsdeildinni, þar af
fimm sinnum sem varamaður. Í
fyrrakvöld kom hann til leiks á 67.
mínútu og skoraði tvívegis á síð-
ustu fimm mínútum leiksins.
Fór á fyrstu fótbolta-
æfinguna í maí
„Þetta er búin að vera löng fjar-
vera, það má segja að ég hafi ekki
snert bolta af neinu viti í meira en
hálft annað ár, frá því í september
2002 þar til í byrjun maí. Í vetur
hef ég fyrst og fremst verið í
styrktaræfingum með Gauta Grét-
arssyni, sem hefur hjálpað mér
mikið, og fór ekki á mína fyrstu
fótboltaæfingu fyrr en í maí. Hnén
eru í merkilega góðu standi, ég get
reyndar ekki æft eins mikið og
aðrir og þarf að taka því rólega í
einn til tvo daga eftir leiki. Svo
hugsa ég bara um einn dag í einu
og reyni að njóta þess að spila fót-
bolta eins og ég get. Hver dagur til
viðbótar í boltanum er konfekt fyr-
ir mig. Það var vissulega gaman að
ná að skora þessi tvö mörk, maður
getur þetta greinilega ennþá,“
sagði Guðmundur við Morgunblað-
ið í gær.
Bjartsýnn að eðlisfari
Þrátt fyrir alla fjarveruna sagð-
ist hann aldrei hafa gefið upp von-
ina um að leika knattspyrnu að
nýju. „Ég er bjartsýnismaður að
eðlisfari og gerði mér alltaf vonir
um að geta haldið áfram. Það mun
ég gera eins lengi og líkaminn leyf-
ir, enda gerir maður ekkert
skemmtilegra en að spila fótbolta,“
sagði Guðmundur, sem verður þrí-
tugur í haust og er fimmti marka-
hæsti leikmaður KR í efstu deild
frá upphafi með 39 mörk.
Guðmundur Benediktsson, leikmaður
KR, er kominn í gang á nýjan leik
Hver dagur
í boltanum
er konfekt
fyrir mig
GUÐMUNDUR Benediktsson skoraði langþráð mörk fyrir KR-inga í
fyrrakvöld þegar þeir lögðu Fram að velli, 3:0. Þetta voru fyrstu
mörk Guðmundar á Íslandsmótinu í knattspyrnu í þrjú ár, eða síðan
hann skoraði jöfnunarmark KR gegn Breiðabliki, 1:1, á KR-vellinum
hinn 28. júní 2001.
Eftir
Víði
Sigurðsson
Landslið karla verður í eldlínunniá Ólympíuleikunum í Aþenu í
ágúst, 20 ára landslið pilta freistar
þess að verja Evrópumeistaratitil
sinn í ágúst í Lettlandi, en liðið varð
Evrópumeistari 19 ára landsliða í
fyrra. Þá tekur 19 ára landslið
kvenna þátt í lokakeppni Evrópu-
mótsins í Slóvakíu í lok júlí og í byrj-
un ágúst og loks verður 18 ára lands-
lið pilta á meðal þátttökuliða í
lokakeppni EM í Serbíu og Svart-
fjallalandi sem hefst eftir rúman
mánuð.
Til undirbúnings fara 20 ára
landslið pilta og 19 ára landslið
stúlkna á Opna Norðurlandamótið í
Gautaborg í byrjun júlí og verður
það einn helsti liður í undirbúningi
liðanna fyrir lokakeppni EM. Mótið
er haldið samhliða hinu árlega Par-
tille Cup-handknattleiksmóti ung-
menna sem fjölmörg íslensk fé-
lagslið taka þátt í að vanda.
Heimir Ríkarðsson, þjálfari 20 ára
landsliðs pilta, hefur valið 17 manna
hóp leikmanna til þess að taka þátt í
Opna Norðurlandamótinu, hópinn
skipa Björgvin Páll Gústavsson,
Pálmar Pétursson, Jón Árni
Traustason, Andri Númason, Andri
Stefan, Arnór Atlason, Árni Björn
Þórarinsson, Árni Þór Sigtryggsson,
Daníel Berg Grétarsson, Einar Ingi
Hrafnsson, Ernir Hrafn Arnarson,
Hrafn Ingvarsson, Ívar Grétars-
son, Jóhann Gunnar Einarsson, Kári
Kristján Kristjánsson, Magnús Stef-
ánsson og Ragnar Hjaltested.
Mikið að gera hjá HSÍ
„ÞAÐ hefur örugglega aldrei verið eins mikið um að vera hjá Hand-
knattleikssambandi Íslands að sumarlagi og nú,“ segir Einar Þor-
varðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, en fjögur landslið Íslands taka
þátt í stórmótum í júlí og ágúst.
■ Dregið í EM kvenna/B3
Reuters
Henrik Larsson, annar frá vinstri, fagnar ásamt liðsmönnum sínum eftir að Mattias Jonson jafn-
aði metin fyrir Svíþjóð gegn Danmörku í 2:2 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Leikurinn endaði
2:2 og það þýðir að Svíar og Danir komast áfram úr C-riðli í 8-liða úrslitin en Ítalir sitja eftir með
sárt ennið þrátt fyrir að þeir hafi sigrað Búlgaríu 2:1.