Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 4
HENRIK Larsson, mark-
varðahrellirinn frá Svíþjóð,
hefur fengið tilboð frá
Barcelona – beðið er eftir að
hann skrifi undir tveggja ára
samning eftir EM í Portúgal.
Þessi 32 ára miðherji, sem
hætti hjá Celtic á dögunum,
hefur verið orðaður við
Villareal á Spáni, en nú hafa
forráðamenn Barcelona gert
upp hug sinn.
Joan Laporta, nýkjörinn
forseti Barcelona, segir að
nú sé aðeins beðið eftir Lars-
son. „Hann verður að fá að
vera í friði meðan hann tek-
ur þátt í Evrópukeppninni í
Portúgal, þar sem hann hef-
ur leikið mjög vel. Við viljum
ekki trufla hann,“ sagði La-
porta í viðtali við Guardian í
gær. „Larsson veit að það
bíður samningur eftir hon-
um. Við höfum mikinn áhuga
á að fá hann til okkar.“
Barce-
lona bíður
eftir
Larsson
PORTÚGALSKA landsliðið í
knattspyrnu mætir því enska í 8-liða
úrslitum Evrópumótsins í knatt-
spyrnu á morgun. Viðureignin fer
fram á heimavelli Benfica í Lissabon
en heimamenn hafa ekki tapað
landsleik í höfuðborginni í 17 ár og
vonast til að engin breyting verði á
að þessu sinni.
CARLOS Alberto Parreira, sem
stýrði Brasilíu til sigurs á HM í
Bandaríkjunum fyrir 10 árum segist
veðja á að heimamenn vinni Evrópu-
keppnina í knattspyrnu að þessu
sinni, en landi Parreira, Luiz Felipe
Scolari, styrir einmitt landsliði
Portúgals um þessar mundir. Scol-
ari var þjálfari Brasilíu sem vann
HM í Japan og Suður-Kóreu 2002.
ALLS voru liðnar 2.257 mínútur
frá því Paul Scholes skoraði síðast
fyrir enska landsliðið í knattspyrnu
þegar hann náði að skora gegn Kró-
ötum í fyrrakvöld. Síðast skoraði
hann gegn Grikkjum í undankeppni
HM 6. júní 2001.
UMBOÐSMAÐUR þýska knatt-
spyrnumannsins Michael Ballack
segist hafa slitið viðræðum við
Barcelona þess efnis að Ballack
gangi til liðs við spænska stórliðið.
Ballack verður því áfram í herbúð-
um Bayern München á næstu leiktíð.
Hann er með gildandi samning við
félagið til næstu tveggja ára.
REAL Madrid er búið að blanda
sér í baráttuna um portúgalska
miðjumanninn Deco hjá Porto. Búist
var við að Deco fylgdi fyrrum fé-
lögum sínum, þjálfaranum Jose
Maurinho og varnarmanninum
Paulo Ferreira, til Chelsea en Real
Madrid hefur sýnt kappanum áhuga.
PORTO hefur enn fremur hafnað
tilboði Real Madrid í portúgalska
varnarmanninn Ricardo Carvalho.
Forráðamönnum Porto þótti tilboðið
það lágt að þeir höfðu ekki einu sinni
fyrir því að koma fram með gagn-
tilboð.
CHELSEA og Porto hafa náð sam-
komulagi um kaupverð á portú-
galska bakverðinum Paulo Ferreira,
en það ku vera 13,2 milljónir punda.
Aðeins á eftir að semja við leikmann-
inn sjálfan um launakjör.
FÓLK
Mattias Jonson var hetja Svía enhann jafnaði metin í 2:2 gegn
Danmörku á 88. mínútu og tryggði
Svíþjóð efsta sætið í C-riðli. Svíþjóð
mætir Hollandi, Þýskalandi eða Lett-
landi í 8-liða úrslitum en það ræðst í
kvöld hvaða þjóð fær það hlutskipti að
spila við Svía. Danir spila við Tékk-
land en Tékkar hafa nú þegar tryggt
sér efsta sætið í D-riðli.
Leikur Svíþjóðar og Danmerkur
var stórkostleg skemmtun og það var
snemma ljóst að hvorugt liðanna ætl-
aði að sætta sig við jafntefli. Jon Dahl
Tomasson kom Dönum yfir á 28. mín-
útu þegar hann skoraði stórkostlegt
mark af 20 metra færi. Henrik Lars-
son jafnaði metin fyrir Svía á 47. mín-
útu úr vítaspyrnu en Jon Dahl kom
Dönum aftur yfir á 66. mínútu. Ef
leikurinn hefði endað 2:1 hefðu Ítalir
komist áfram í 8-liða úrslitin á kostn-
að Svía svo framarlega sem Ítalir
myndu vinna Búlgaríu. Mattias Jon-
son sá til þess að það gerðist ekki þeg-
ar hann skoraði af stuttu færi framhjá
Thomas Sörensen, markverði Dana.
Morten Olsen, þjálfari Dana, sagði
að það væri algjör vitleysa að Danir
og Svíar hefðu samið fyrir leikinn að
honum skyldi lykta 2:2. „Það er fárán-
legt að halda því fram að það hafi ver-
ið ákveðið fyrirfram að leikurinn
skyldi enda 2:2. Allir sem sáu leikinn
hljóta að hafa séð að hvorugt liðanna
spilaði upp á jafntefli,“ sagði Morten
Olsen.
„Þetta voru sanngjörn úrslit. Það
var mikil barátta í 90 mínútur en við
spiluðum ekki nægilega vel í fyrri
hálfleik. Í síðari hálfleik byrjuðum við
að stjórna leiknum og sem betur fer
kom jöfnunarmarkið undir lokin,
sagði Lars Lagerback, þjálfari Svía.
Franco Carraro, formaður ítalska
knattspyrnusambandsins, er ekki í
vafa um Danir og Svíar hafi samið um
2:2 jafntefli. „Þegar maður horfir á
hvernig leikurinn þróaðist sérmaður
að liðin ætluðu að skilja jöfn 2:2,“
sagði Carraro.
Trapattoni trúir ekki að Danir
og Svíar hafi samið um jafntefli
„Ég hef enga trú á því að Danir og
Svíar hafi samið um 2:2 jafntefli. Ég
er stoltur af ítalska liðinu og við get-
um borið höfuðið hátt eftir þessa
keppni. Við áttum skilið að sigra Svía
en því miður jöfnuðu þeir undir lokin
gegn okkur og það varð okkur mjög
dýrkeypt. Ítalska liðið hefur verið
mjög óheppið í Portúgal og heppnin
var svo sannarlega ekki með okkur í
kvöld þegar Danir og Svíar gerðu 2:2
jafntefli,“ sagði Giovanni Trapattoni,
þjálfari ítalska landsliðsins.
Ítalía lenti 0:1 undir gegn Búlgaríu
á 45. mínútu þegar Martin Petrov
skoraði úr vítaspyrnu. Simone Perr-
otta jafnaði metin fyrir Ítali á 47. mín-
útu og lengi vel leit út fyrir að leik-
urinn myndi enda 1:1. Þegar ein
mínúta var komin fram yfir venjulega
leiktíma tryggði Antonio Cassano
Ítölum sigurinn þegar hann skoraði
fallegt mark.
ReutersMattias Jonson skorar jöfnunarmark Svía gegn Dönum á 88. mínútu.
Martröð Ítala
að veruleika
MARTRÖÐ Ítala varð að veruleika í gærkvöld þegar Svíþjóð og Dan-
mörk gerðu 2:2 jafntefli í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem þýddi
það að Ítalir áttu ekki möguleika á að komast í fjórðungsúrslitin,
sama hvernig leikur þeirra við Búlgaríu fór. Ítalía sigraði Búlgaríu
2:1 og fékk fimm stig í riðlinum eins og Danmörk og Svíþjóð en Sví-
ar og Danir voru með hagstæðari markatölu en Ítalir í innbyrðis við-
ureignum liðanna.
SIGURÐUR Ingimundar, landsliðs-
þjáflari karla í körfuknattleik, hefur
undanfarnar vikur búið landsliðið
undir þrjá leiki við Belga nú í vik-
unni. Hann hefur verið með átján
manna hóp og ætlar ekki að fækka í
honum fyrir leikina í vikunni – fyrsta
leikinn í Borgarnesi annað kvöld.
„Það verða fleiri en tólf menn sem
spila þessa þrjá leiki og líklegast fá
flestallir tækifæri að reyna sig. Ég
mun því ekki fækka í hópnum fyrr en
eftir þessa leiki,“ sagði Sigurður í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Í þennan hóp vantar nokkra sem
flestir körfuknattleiksáhugamenn
hefðu viljað sjá í hópnum. „Logi
Gunnarsson er meiddur, hann var
búinn að fara svo oft úr axlarlið að
hann fór í aðgerð. Damon og Brent-
on eru líka meiddir og Jón Arnór er
að spila í sumardeild úti í Bandaríkj-
unum, en hann kemur vonandi til
okkar í næsta verkefni og hugsan-
lega Damon og Brenton líka,“ sagði
Sigurður.
Íslenska landsliðið er þannig skip-
að: Fannar Ólafsson, Magnús Gunn-
arsson, Jón N. Hafsteinsson, Arnar
Freyr Jónsson og Halldór Halldórs-
son, sem allir eru úr Keflavík. Hlyn-
ur Bæringsson og Sigurður Þor-
valdsson koma úr Snæfelli, Friðrik
Stefánsson og Páll Kristinsson úr
Njarðvík, Páll Axel Vilbergsson og
Morten Þór Szmiedowicz úr Grinda-
vík, Eiríkur Önundarson og Ómar
Örn Sævarsson úr ÍR, Sævar Har-
aldsson, Haukum, Lárus Jónsson,
Hamri, Pálmi Sigurgeirsson, Breiða-
bliki, Jakob Sigurðsson, Birming-
ham Southern og Helgi Magnússon,
Catawba College.
Flestir fá
tækifæri
gegn Belgíu