Morgunblaðið - 24.06.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.06.2004, Qupperneq 1
Nærri því McDauður McDonalds-skelmirinn Morgan Spurlock til landsins | Menning 50 Ver | Leitin að heppilegustu aflareglunni  Hafið er hraðbraut framtíð- arinnar Viðskipti | Efnahagsbati í Bandaríkjunum Hættir sem deild- arforseti HR Íþróttir | Þjóðverjar sendir heim  Fyrsti sigur Víkinga Úr verinu, Viðskipti, Íþróttir SAMKVÆMT nýrri rannsókn voru um 78% kvenna sem stunda nám við háskóla í Nýju-Delhí, höfuðborg Ind- lands, beittar kynferðislegu ofbeldi á heimilum sínum í æsku. Könnunin var gerð á vegum RAHI, samtaka sem vinna með fórn- arlömbum sifjaspella. Viðtöl voru tek- in við 1.409 konur á aldrinum 18–26 ára sem stunda nám í 39 háskólum í Nýju-Delhí. Í ljós kom að 42% ger- enda eru frændur en 4% feður og bræður. Þá eru 26% gerenda grann- ar, 23% fjölskylduvinir og þjónar en 10% karlkyns kennarar. Anuja Gupta, forstöðukona RAHI, segir að yfir helmingur þátttakenda í könn- uninni hafi verið misnotaður af fleiri en einum manni, þar af 30% af tveim- ur en 22% af þremur eða fleirum. „Misnotkunin var allt frá kynferð- islegu tali, ósæmilegum faðmlögum og kossum, þukli, að gerendur höfðu fróað sér fyrir framan fórnarlömbin og sýnt þeim klámmyndir, upp í munnmök og samfarir,“ sagði Gupta. Hún bætti við að 78% stúlknanna hefðu verið misnotaðar á fleiri en einn hátt. Lögreglan í Nýju-Delhí segir að 90% þeirra 300 kvenna sem leituðu til hennar í fyrra vegna nauðgunar hafi verið nauðgað af kunningja eða nán- um ættingja. 78% sættu kynferðisofbeldi Nýju-Delhí. AFP. FJÓRIR aðilar hafa kært ákvörðun fjar- skiptayfirvalda í Búlgaríu um úthlutun far- símaleyfis þar í landi til búlgarska landsím- ans BTC, sem er í meirihlutaeigu Viva Ventures. Meðal eigenda Viva Ventures, með Björgólf Thor Björgólfsson í farar- broddi, eru Síminn, Straumur og Burðarás. Þrjú símafyrirtæki hafa kært leyfisveit- inguna, en BTC fékk farsímaleyfið án út- boðs og gegn greiðslu 54 milljóna leva, eða um 2,4 milljarða íslenskra króna. Telja hin símafyrirtækin að með leyfisveitingunni hafi búlgörsk fjarskiptayfirvöld brotið þar- lend lög, sem kveða á um að bjóða skuli út öll farsímaleyfi. Þá kærði embætti saksókn- ara ákvörðunina fyrir nokkrum dögum þar sem talið var að hún stangaðist á við þar- lend samkeppnislög. BTC fékk farsíma- leyfið afhent sl. fimmtudag. Deilt um far- símaleyfi BTC í Búlgaríu  Fjórir/D1 FORSÆTISRÁÐHERRA bráða- birgðastjórnar Íraks, Iyad Allawi, hefur beðið ríki Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, um hjálp, m.a. við „þjálfun og aðra tæknilega aðstoð“. Hann hefur hins vegar ekki óskað eftir herliði á vegum bandalagsins. James Appat- hurai, talsmaður NATO, segir að ráðherrann hafi lagt óskina fram á mánudag og verður bréf hans sent til stjórna NATO-ríkjanna. Beiðni Allawis verður rædd á fundi banda- lagsins í Tyrklandi í næstu viku. Embættismaður hjá bandalaginu sagði að í bréfinu kæmi fram að „brýn þörf“ væri á aðstoð við verk- efni eins og að „þjálfa íraskar her- sveitir, útvega búnað og annars konar tæknileg mál“. Sextán ríki af 26 aðildarríkjum NATO hafa þegar sent hersveitir til Íraks. Frakkar og Þjóðverjar, sem hafa útilokað að senda eigin her til Íraks, hafa lýst því yfir að eigi bandalagið að láta til sín taka í Írak verði að koma um það ósk frá írösk- um stjórnvöldum. Allawi bið- ur NATO um hjálp Brussel. AP.  Hóta/12 Iyad Allawi framhald friðargæsluverkefnis í umboði SÞ. Bandaríkin hafa að sögn fréttavefjar BBC gert tví- hliða samninga við alls 89 ríki um að þau muni ekki draga bandaríska hermenn fyrir dóm- stólinn í Haag en leysa með öðr- um hætti mál sem upp geta kom- ið. Talið er að hvatning Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra SÞ, um að undanþágan yrði ekki fram- lengd hafi haft mikil áhrif. Ann- an hefur frá upphafi andmælt harðlega undanþágunni, hann segir hana grafa undan dóm- stólnum og hæpið að hún sé lög- leg. Annan sagði í liðinni viku að yrði undanþágan samþykkt nú í kjölfar pyntinganna í íröskum fangelsum yrði það hneisa fyrir ráðið. valdið klofningi“. Sáttmáli um sakamáladómstólinn var gerður 1998 í Róm og tók hann til starfa í fyrra. Hafa alls 94 ríki nú stað- fest sáttmálann en ekki Banda- ríkin. Bandaríkjamenn eru víða með friðargæslulið á vegum SÞ en fengu tveggja ára undanþágu frá dómstólnum er hann tók til starfa. Þeir óttast að ella muni andstæðingar þeirra misnota ákvæði sáttmálans til að koma risaveldinu í vanda. Hótuðu Bandaríkjamenn að draga sig út úr friðargæslu á vegum SÞ. Að- ildarríki sáttmálans segja að tryggt sé í ákvæðum hans að ekki sé hægt að misnota hann í pólitískum tilgangi. Ekki er ljóst hver afstaða Bandaríkjamanna verður næst þegar greidd verða atkvæði um BANDARÍKJAMENN hafa gef- ið upp á bátinn tilraunir sínar til að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að framlengja um eitt ár ákvæði um sérstaka frið- helgi bandarískra friðargæsluliða gagnvart lögsókn hjá alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag. Ljóst þótti að ekki væri nægur meirihluti, níu af 15, í ráðinu fyr- ir að framlengja undanþáguna. Talið er að upplýsingar um pynt- ingar bandarískra hermanna á íröskum föngum í Abu Ghraib- fangelsi í Bagdad hafi ráðið úr- slitum í málinu. Starfandi sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, James Cunn- ingham, sagði stjórnvöld í Wash- ington hafa dregið tillögu sína til baka að þessu sinni til að forðast „langvarandi umræður sem gætu Bandaríkin krefjast ekki lengur friðhelgi Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. göngufólkið var að orna sér við bálið sem var kveikt í fjörunni að göngu lokinni. Harmonikkuleikari var með í för og leiddu söngelskir göngugarpar fjöru- söng og var vel tekið undir. SELTIRNINGAR efndu til léttrar Jónsmessugöngu í gærkvöld. Kristján Sveinsson sagnfræðingur var með í för og sagði m.a. sögu Gróttuvitans. Bar ljós- myndara Morgunblaðsins að við Seltjörn þar sem Morgunblaðið/ÞÖK Jónsmessugleði í Seltjarnarfjöru FAHD, konungur Sádi-Arabíu, bauð í gær sakaruppgjöf þeim liðs- mönnum hryðjuverkasamtaka í landinu, sem gæfu sig fram við yf- irvöld innan mánaðar. Kom þetta fram í ræðu, sem Ab- dullah bin Abdul Aziz krónprins flutti fyrir hönd konungsins, sem lengi hefur verið sjúkur. Af ræð- unni mátti ráða, að ríkið myndi gefa hryðjuverkamönnum upp sakir en þeir yrðu samt að fá fyr- irgefningu ættingja þeirra, sem þeir hefðu hugsanlega skaðað eða drepið. Í ræðunni sagði, að þeir, sem yrðu ekki við þessu kalli, yrðu upprættir miskunnarlaust. Býður sak- aruppgjöf Riyadh. AFP. ♦♦♦ FYRRVERANDI aðalgjaldkeri Landssíma Íslands, Sveinbjörn Kristjánsson, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir 261 milljónar króna fjárdrátt. Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson, fyrrum forsvarsmenn Ís- lenska sjónvarpsfélagsins, hlutu tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa tekið við og ráðstafað um 163 milljónum af því fé sem Sveinbjörn dró sér. Ragnar Orri Benedikts- son var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir hylmingu 30 milljóna en Auður Harpa Andrésdóttir var sýknuð af ákæru um hylmingu. Bæði Árni Þór og Kristján Ra. neituðu sök og hefur Árni Þór þegar ákveð- ið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að dóm- urinn hafi vísað fjárkröfum Símans frá og talið hana þurfa aðra og frekari umfjöllun. Með dóminum hafi verið lagður grunnur að bótaskyldu þeirra sem dæmdir voru og Síminn muni leita viðeigandi úrræða gagn- vart þeim, eftir atvikum með einkaréttar- legum úrræðum. Dómur héraðsdóms í Landssímamálinu Hlaut 4½ árs fangelsi  Brot/11 Tveir aðrir hlutu tveggja ára fangelsi ♦♦♦ Indverskar háskólastúlkur lýsa æsku sinni STOFNAÐ 1913 170. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.