Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 4½ ÁRS FANGELSI Fyrrverandi aðalgjaldkeri, Landssíma Íslands, Sveinbjörn Kristjánsson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir 261 millj- ónar króna fjárdrátt. Árni Þór Vig- fússon og Kristján Ra. Krist- jánsson hlutu tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa tekið við og ráðstafað um 163 milljónum af fénu. Heimta ekki friðhelgi Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefist upp við að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að fram- lengja sérstaka friðhelgi banda- rískra hermanna gagnvart al- þjóðlega sakamáladómstólnum í Haag gegni þeir friðargæslu á veg- um SÞ. Talið er að upplýsingar um pyntingar Bandaríkjahermanna á íröskum föngum hafi ráðið úrslit- um í málinu. Ekki hætta af geislun Umfangsmiklar rannsóknir á geislaálagi flugáhafna hafa leitt í ljós, að sú starfsstétt býr ekki við hættu af völdum geislunar. Framkvæmdar voru mælingar á geimgeislun á flugleiðum Ice- landair í tengslum við rannsóknina. Reykingar stytta ævina Niðurstöður rannsókna sem staðið hafa í hálfa öld í Bretlandi gefa til kynna að reykingar stytti að jafnaði ævina um tíu ár. Konur í mál gegn Wal-Mart Um 1,6 milljónir kvenna, sem starfa eða hafa starfað hjá versl- anakeðjunni Wal-Mart í Bandaríkj- unum, hyggjast fara í mál við fyr- irtækið vegna meintrar kynja- mismununar. Þær benda á að konum séu að jafnaði greidd lægri laun en körlum. Y f i r l i t 28. JÚNÍ - 4. JÚLÍ Forsala miða í stúkusæti er eingöngu í Nesti á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða og í síma 514 40 30. Forsala aðgöngumiða er á eftirtöldum bensínstöðvum Esso: Kynnið ykkur dagskrána og leitið frekari upplýsinga á www.landsmot.is Forsala í stúkusæti er hafin! Ártúnshöfða Reykjavík Borgartúni Reykjavík Gagnvegi Reykjavík Geirsgötu Reykjavík Lækjargötu Hafnarfirði Stórahjalla Kópavogi Háholti Mosfellsbæ Fossnesti Selfossi Hlíðarenda Hvolsvelli Hyrnunni Borgarnesi Ábæ Sauðárkróki Leiruvegi Akureyri Bensínafgr. Egilsstöðum Bensínafgr. Varmahlíð Aðalstöðin Keflavík Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S L A N 2 5 1 1 2 0 6 / 2 0 0 4                                 ! " #          $         %&' ( )***                    +   Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Erlent 12/13 Viðhorf 30 Heima 16 Minningar 32/39 Höfuðborgin 17 Brids 42 Austurland 18 Dagbók 44/46 Landið 18 Listir 47/48 Akureyri 19 Fólk 50/53 Daglegt líf 20 Bíó 50/53 Neytendur 22/23 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 24/30 Staksteinar 55 Bréf 31 Veður 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnar- fulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkj- ustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl TÍKIN Móna, sem er af ensku setter- kyni, var sædd með innfluttu frystu sæði á Dýralæknastofunni í Garðabæ á þriðjudagskvöldið. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hundtík hefur verið sædd með innfluttu frosnu sæði hér á landi enda tiltölulega stutt síðan að opnað var fyrir þann möguleika. Allt gekk vel og er þess nú bara beðið hvort Móna verði ekki hvolpafull en á því eru góðar líkur. „Nú bíð ég bara í 62 daga en eftir tvær til tvær og hálfa viku ætti að sjást hvort þetta hefur gengið,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, eigandi Mónu. Sæði og dýralæknir frá Noregi Hann segir sæðið koma frá Noregi, úr veiðihundaræktun og undan hundi sem sé mjög efnilegur og hafi unnið til nokkurra stórra verðlauna. „Það var búið að finna þarna hund sem passaði henni [Mónu] vel, með svip- aða skapgerð og lundarfar.“ Vilhjálmur fékk dýralækni frá Noregi, sem er sérmenntaður á þessu sviði, til þess að sæða Mónu. „Það eru ekki mjög margir í heiminum sem hafa þessa þekkingu, þeir eru sárafá- ir að því er mér skilst. Það eru til tvær aðferðir við að sæða tíkur með frosnu sæði, annars vegar með skurð- aðgerð en hins vegar með þræðingu. Það er sú aðferð sem Norðmenn nota og var notuð í þessu tilfelli.“ Vilhjálmur segir að alltaf sé ein- hver áhætta að dæmið gangi ekki upp. Þesi dýralæknir hafi hins vegar sætt fleiri þúsundir tíka og árang- urinn sé um 80%. Þegar það hafi ekki heppnast hafi tíkin í flestum tilvikum ekki verið tilbúin eða þá eitthvað hafi verið að sæði eða tík. „Ég er nokkuð vongóður. Ég skoðaði sjálfur sæðið í smásjá og það var mjög lifandi þann- ig að ég er nokkuð viss um að sá þátt- ur hafi verið í góðu lagi. En maður veit auðvitað aldrei,“ segir Vil- hjálmur. Móna sædd með innfluttu frosnu sæði OSMO Vänskä, aðal- stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á árunum 1993–96, snýr til Íslands næsta vetur og stjórnar hljómsveitinni á sérstökum viðhafnartón- leikum í Háskólabíói 9. desember, þar sem verða flutt verk eftir Jón Leifs og finnsku tónskáldin Sibelius og Einojuhani Rautavaara. Einleikari á tónleikunum verður enn einn Finninn, Jaakko Kuusisto fiðluleikari. Osmo Vänskä tók við hljómsveitinni af landa sínum Petri Sakari, og þótti þroska hljómsveitina af miklum metnaði á þeim tíma. Hann stjórnaði hljómsveitinni í tón- leikaferð til Banda- ríkjanna árið 1996, þar sem hún lék með- al annars í Carnegie Hall í New York við gríðargóðar undir- tektir. Þetta er í fyrsta sinn sem Osmo Vänskä stjórnar Sin- fóníuhljómsveit Ís- lands frá því hann kvaddi hana á sínum tíma, en hann er nú stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Osmo Vänskä hefur hlotið mikið lof á síðustu árum fyrir túlkun sína á meistaraverkum tónbókmenntanna. Osmo Vänskä snýr aftur Osmo Vänskä ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins býðst nú sú nýjung hjá Fríþjónustu blaðsins að sækja blað sitt á flestum sölustöðum Morgunblaðsins úti um landið, gegn framvísun Fríþjónustu- miða. Áskrifendur sem vilja nota þessa þjónustu þurfa að hafa sam- band við áskriftardeild til að fá Frí- þjónustumiðana senda. Þetta er sér- staklega handhægt fyrir þá áskrifendur sem ekki ætla sér að dvelja lengi á sama stað í fríinu. Jafnframt býðst sú nýjung að láta senda blaðið til vina eða ættingja meðan á fríinu stendur. Undanfarin sumur hefur áskrifendum staðið til boða að láta safna blaðinu fyrir sig á meðan þeir eru í fríi eða að fá blaðið sent á nýjan dvalarstað svo fremi blaðberi sé á staðnum eða póstur borinn út. Þá býðst áskrifendum áfram að fá blaðið sent plastað og merkt á valda sölustaði blaðsins nærri helstu sumardvalarsvæðum. Ný þjónusta fyrir áskrif- endur Morg- unblaðsins MAÐURINN sem drukknaði í höfninni á Þing- eyri á þriðjudags- kvöld hét Guð- mundur Friðgeir Magnússon, til heimilis að Brekkugötu 2, Þingeyri. Hann fæddist á Suðureyri við Súganda- fjörð 2. maí árið 1927 og var ókvænt- ur og barnlaus. Drukknaði í Þingeyrar- höfn LÖGREGLAN á Ísafirði handtók pilt á átjánda ári í gærmorgun og fann í fórum hans um 60 grömm af kanna- bisefnum. Pilturinn var handtekinn er hann kom með áætlunarvél frá Reykjavík. Var honum sleppt að loknum yfir- heyrslum, en hann sagðist hafa ætlað efnið til eigin neyslu. Pilturinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála en hins vegar legið undir grun, samkvæmt upplýs- ingum frá Ísafjarðarlögreglunni. Tekinn með 60 grömm af kannabis DÓMKIRKJUGESTIR settust fyrir utan kirkjuna í góða veðrinu í gær og fengu sér kaffi og meðlæti. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, brá á það ráð að hafa kaffi utandyra eftir bænastund. Er bænastundin haldin í hádeginu á miðvikudögum allan ársins hring. Hjálmar segir að fólk mæti á bænastund- ina af fúsum og frjálsum vilja og um 30 til 70 manns sæki bænastundina í hverri viku. Morgunblaðið/Ásdís Setið og spjallað eftir bænastund ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.