Morgunblaðið - 24.06.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BÍLL valt í fyrrakvöld við Sævarhöfða, á malarveg-
inum sem tengir saman Bryggjuhverfið og Stór-
höfða. Bílnum var ekið út af veginum og niður
brekku með þeim afleiðingum að hann valt og endaði
á hvolfi en ökumaður og farþegi virtust hafa sloppið
vel.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður á
þessari tengibrautinni enda vegurinn brattur og
hlykkjóttur og hafa íbúar í Bryggjuhverfinu kvartað
og sagt hann vera slysagildru.
Þorgrímur Guðmundsson, aðalvarðstjóri í umferð-
ardeild lögreglunnar, segir að borið hafi á miklum
hraðakstri á þessum vegarkafla. „Vegurinn er dálítið
hlykkjóttur sem kallar kannski ekki á að menn aki
hratt en samt er það svo að það hefur verið ekið
mjög hratt þarna, því miður.“
Þorgrímur segir að vegurinn þyki varasamur
vegna þess hve hlykkjóttur hann er og kalli á að
menn aki þar varlega. Hann segir þó að eftir því sem
hann viti best séu þessi mál til skoðunar hjá Reykja-
víkurborg, að gefnu tilefni raunar.
Varasöm leið milli Bryggju-
hverfisins og Stórhöfða
Ljósmynd/Jón Árni Jónsson
NIÐURSTÖÐUR rannsókna á veg-
um Geislavarna ríkisins og Geisla-
varnastofnunar Svíþjóðar á geim-
geislun á flugleiðum Icelandair hafa
leitt í ljós, að flugáhafnir búa við
álíka geislun og íbúar Svíþjóðar,
eða um 4 millisívert (mSv) á ári.
Þessar niðurstöður sýna fram á, að
ekki sé geisluninni um að kenna
þegar hugað er að aukinni sjúk-
dómatíðni flugáhafna.
„Í þessu verkefni hafa verið
framkvæmdar þúsundir mælinga
um allan heim, og tóku Geislavarnir
ríkisins þátt í verkefninu á flugleið-
um Icelandair,“ segir Sigurður M.
Magnússon, forstjóri Geislavarna
ríkisins í samtali
við Morgunblað-
ið, en efnt var til
fræðslufundar á
þriðjudag til að
kynna niðurstöð-
ur mælinganna á
íslensku flugleið-
unum.
„Með mæling-
unum hefur feng-
ist gott yfirlit yf-
ir geislaálag flugáhafna, og
sömuleiðis gott samræmi milli nið-
urstaðna reiknilíkana og niðurstöðu
mælinga. Það hefur staðfest áreið-
anleika reiknilíkananna,“ bætir
Sigurður við. Evrópusambandið
stendur fyrir rannsóknunum, og er
meginmarkmið þeirra að afla mæli-
gilda sem hægt væri að nota í þeim
tilgangi að bera saman og bæta nið-
urstöður reiknilíkana.
Álíka geislun áhafna
og í Svíþjóð
Sigurður segir geislunina sem
flugáhafnir verða fyrir vera nokkuð
stöðuga, og komi hún úr himin-
geimnum. „Geislunin á rætur sínar
að rekja til þess þegar heimurinn
varð til, og allir jarðarbúar verða
fyrir geislun frá getnaði til grafar.
Lofthjúpur jarðar verndar menn
fyrir geisluninni, en hún eykst með
aukinni hæð, og er meiri nær pól-
unum en við miðbaug,“ útskýrir
Sigurður.
Geimgeislunin er hluti svo-
nefndrar bakgrunnsgeislunar, sem
finna má í mismiklum mæli um
heim allan. Skiptir þar mestu hvaða
bergtegundir eru ráðandi á svæð-
inu.
„Á Íslandi er bakgrunnsgeislun
mjög lítil, aðeins um 1 mSv á ári. Til
samanburðar má geta þess að bak-
grunnsgeislun er um 4 mSv á ári í
Svíþjóð, álíka og íslenskar flug-
áhafnir búa við í vinnu sinni,“ segir
Sigurður að lokum.
Nýjar rannsóknarniðurstöður Geislavarna ríkisins og Geislavarna í Svíþjóð
Íslenskar flugáhafnir búa við
álíka mikla geimgeislun og Svíar
Sigurður M.
Magnússon
UMFANGSMIKIL leit var gerð að
belgískri konu sem villtist eftir
fjallgöngu á Heklu í fyrrinótt.
Fannst hún undir hlíðum fjallsins í
gærmorgun eftir næturlanga leit
og var vel á sig komin, að sögn Ein-
ars Brynjólfssonar í svæðisstjórn
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu.
Konan gekk á Heklu ásamt sam-
býlismanni sínum á þriðjudag. Þeg-
ar hátt var komið í fjallið skildi leið-
ir og maðurinn gekk á tindinn en
konan beið eftir honum. Maðurinn
fann hins vegar ekki konuna á nið-
urleiðinni og lét vita að konu sinnar
væri saknað. Voru allt að 50 björg-
unarsveitarmenn kallaðir út og sjö
leitarhundar. Rétt fyrir klukkan 6 í
gærmorgun fannst hún við góða
heilsu skammt frá bíl hennar og
sambýlismanns síns. Hafði hún ver-
ið á gangi alla nóttina og hafði með-
ferðis vatn og dósamat, svo ekki
væsti um hana, að sögn Einars.
Fannst heil á
húfi við Heklu
RÍFA á fyrrverandi húsnæði
Landssímans að Sölvhólsgötu 11
fyrir lok ágúst í sumar. Ríkiskaup
hafa auglýst eftir tilboðum í nið-
urrif hússins, sem er fimm hæða
steinhús, alls 3.500 fermetrar, auk
350 fermetra geymslu. Lands-
smiðjuhúsið, Sölvhólsgata 13, mun
standa áfram, en þar hafa leiklist-
arnemar Listaháskólans haft að-
stöðu undanfarin ár. Landssíminn
rak fjölþætta starfsemi í húsinu
um áratuga skeið, til dæmis jarð-
símadeild, lager og radíódeild.
Starfsemi Símans flutti úr húsinu
árið 2001.
Rif hússins er hluti af undirbún-
ingi byggingar stjórnarráðsins
fyrir dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti, umhverfisráðuneyti og heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyti.
Gerð var ítarleg athugun á ástandi
hússins með tilliti til hvort það
mætti nýta áfram og talið hag-
kvæmara að rífa það og byggja
nýtt. Haldin var samkeppni um
hönnun húss fyrir ráðuneytin vor-
ið 2002, og varð hugmynd Frank-
en Architekten GmbH í Þýska-
landi hlutskörpust. Nýja
ráðuneytahúsið á að ná frá hús-
næði Ríkisfjárhirslu að Lands-
smiðjuhúsinu, á lóðunum númer 9
og 11 við Sölvhólsgötu. Það verður
um 4.800 fermetrar og var upp-
haflega ætlunin að það yrði tekið í
notkun í ársbyrjun 2005. Þeim
framkvæmdum var síðan frestað
síðastliðið haust.
Leiksmiðja leitar að húsnæði
Sérsveit lögreglunnar hefur not-
að húsið til æfinga undanfarna
mánuði, en vorið 2003 fékk Þjóð-
leikhúsið inni í húsinu og starf-
rækti þar Leiksmiðju. Að sögn
Stefáns Baldurssonar þjóðleik-
hússtjóra var fullur vilji til að
halda starfi smiðjunnar áfram í
húsinu frá leikhússins hendi en þá
hafi verið búið að ráðstafa því.
„Við glöddumst yfir því að fá að
vera þarna meðan á því stóð. Þau
verkefni sem ætlunin var að hafa
næst í smiðjunni frestuðust fram á
komandi leikár, og erum við á
höttunum eftir spennandi hráu
húsnæði fyrir leiksmiðjuna,“ sagði
Stefán í samtali við Morgunblaðið.
Að sögn Halldórs Árnasonar hjá
forsætisráðuneytinu var ákveðið
að ráðast í að rífa húsið nú í sum-
ar, þrátt fyrir að ekki væri séð
fyrir hvenær bygging nýja hússins
hæfist. Væri þá miðað við að verk-
inu væri lokið áður en skólastarf
hæfist í næsta húsi á vegum
Listaháskólans á komandi hausti.
„Húsið verður ekki notað framar
fyrir nokkra starfsemi, og er því
ekki um að ræða en að rífa húsið,
enda gæti það verið hættulegt um
að fara,“ sagði Halldór í samtali
við Morgunblaðið.
Rífa á fyrrverandi hús Landssímans við Sölvhólsgötu í Skuggahverfinu
Rýmt fyrir væntanlegum
stjórnarráðsbyggingum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sölvhólsgata 11 sem rífa á er í forgrunni, en einnig sést í Sölvhólsgötu 13.
!"###
$%&
$
' & $#( (
(
)
HAFSTEINN Garðarson, hafn-
arvörður Grundarfjarðarhafnar,
segir að vegna hertra reglna um
siglingarvernd hefðu mál sem tengj-
ast hvalveiðiskipum
verið skoðuð með
tillti til markaðs-
setningar hafn-
arinnar en hrefnu-
veiðiskipin er m.a.
vopnuð skip.
Í yfirlýsingu sem
Morgunblaðinu
barst frá hafn-
arstjórn Grundarfjarðar, vegna
fréttar sem birtist á vef Bæjarins
besta, kemur m.a. fram að það að
hafnarstjórn hafi bannað hrefnu-
veiðiskipum að koma til Grund-
arfjarðar séu rangtúlkanir á erindi
hafnarstjórnar til sjávarútvegsráðu-
neytis. Bent er á að vegna bréfs frá
Ríkislögreglustjóra til allra lög-
reglustjóra hafi í upphafi yfirstand-
andi hrefnuveiðitímabils verið hvatt
til aukins eftirlits vegna veiðanna. Í
bréfinu hafi verið taldar upp 13
hafnir og hafi Grundarfjarðarhöfn
verið ein þeirra. Hafi því verið óskað
eftir því við sjávarútvegsráðuneytið
að höfnin væri tekin út af skrá yfir
löndunarhafnir hrefnuveiða.
Hrefnu ekki landað
í Grundarfirði
KJARASAMNINGUR Félags bóka-
gerðarmanna og Samtaka atvinnu-
lífsins var samþykktur í atkvæða-
greiðslu bókagerðarmanna.
Samningurinn kveður m.a. á um
3,25% upphafshækkun launa frá 17.
maí. Gildir hann til ársloka 2007.
Á kjörskrá voru 1.189 félagar.
Atkvæði greiddu 294 eða tæplega
25%. Af þeim samþykktu 76% eða
223 en 63 greiddu atkvæði gegn
honum.
Félag bókagerð-
armanna samþykkir