Morgunblaðið - 24.06.2004, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.2004, Side 6
Arnar hafði ekki þungar áhyggjur af málefnum framhaldsskólanna. NOKKRIR unglingar sem Morg- unblaðið ræddi við í gær höfðu flestir áhyggjur af málefnum fram- haldsskólanna. Hulda Pétursdóttir var enn að bíða eftir svari frá Borgarholts- skóla. Hún sagðist ekki hafa hug- mynd um hvert svarið gæti verið en að margir unglingar hefðu fengið neitun frá skólum sem þeir settu sem fyrsta val. Hulda sagðist að- eins vita um einn nemanda sem ætlaði ekki í skóla en að allir aðrir væru búnir að sækja um. Aðspurð sagði Hulda það ekki vera jákvætt ef unglingar sem vildu stunda nám kæmust ekki inn í skóla. Arnar Garðarsson sagðist ekki hafa þung- ar áhyggjur af málinu. Hann væri nokkuð öruggur um skólavist og teldi að þeir nemendur sem ekki fengju inni þyrftu ef til vill að leggja meira á sig. Jón Theódór Jónsson, Hilmar Pétursson og Ægir Már Jónsson voru sammála um að það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á unglinga að komast ekki inn í framhalds- skóla. Þeir færu þá út á vinnumark- aðinn og myndu sennilega ekki snúa aftur í nám. „Þetta er mjög lé- legt. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að hysja upp um sig brækurnar og redda þessu,“ sagði Jón Theódór. Skólarnir geta stækkað við sig Aðalheiður Ragna Óladóttir, Edda María Birgisdóttir, Birgir Lúðvíksson og Erling Þór Birgis- son sögðu það mjög slæmt ef nám- fúsir unglingar kæmust ekki inn í skóla. Það væri ábyggilega erfitt að vera hafnað um skólavist. Þau lögðu til að annaðhvort yrði byggð- ur nýr skóli eða hver skóli myndi stækka svolítið við sig og skapa þannig pláss fyrir alla þá nemendur sem hafa áhuga á að stunda nám. Einn viðmælenda Morgunblaðs- ins hafði ekki fengið inngöngu í þann skóla sem var fyrsta val en nafn hennar fór þó á biðlista. Morgunblaðið/Eggert Hulda var enn að bíða eftir svari frá Borgarholtsskóla. Edda María, Birgir, Erling Þór og Aðalheiður Ragna lögðu til að skól- arnir stækkuðu við sig svo hægt yrði að taka við öllum nemendum. Tilvonandi nýnemar við framhaldsskóla landsins í óvissu með skólavist Hafa áhyggjur af málefn- um framhaldsskólanna Jón Theódór, Ægir Már og Hilmar voru vissir um að það væri erfitt fyrir unglinga að vera synjað um skólavist. FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLINN í Hamrahlíð (MH) hefur hafnað 140 nýnemum um skólavist, sem luku grunn- skóla í vor. Alls bárust skólanum 470 umsóknir fyrir næsta vetur, þar af 370 frá nýnemum. Því voru 230 nýnemar teknir inn og til við- bótar aðeins 30 eldri nemendur. Að sögn Sigurborgar Matthías- dóttur, aðstoðarskólameistara MH, er skólinn stokkfullur og munu frekari fjárveitingar frá stjórnvöldum hafa lítið að segja, MH hafi einfaldlega ekki nægt rými til að taka við fleirum að þessu sinni. Beðið sé eftir því að húsnæðið verði stækkað, þannig að MH geti tekið við 100–150 nem- endum til viðbótar. Þurfti að hafna 140 nýnemum MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur tilkynnt öllum framhalds- skólum að taka inn alla nýnema á hausti komanda og greint þeim frá því að þeir muni fá auka- fjárveitingu til að mæta auknum kostnaði. Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður ráðherra, segir að þetta þýði að allir sem séu að ljúka 10. bekk og vilji komast að í framhaldsskóla eigi að geta það. Hann segir kostnaðinn vegna þessa muni nema um 200 millj- ónum á þessu ári, þ.e. vegna haustannarinnar. Fjárlög séu ákveðin með árs fyrirvara og í þeim byggi menn á reynslu síð- ustu ára og þótt menn hafi vitað að stór árgangur væri að koma inn hafi menn ekki vitað end- anlega hversu hátt hlutfall myndi sækja um skólavist. Það liggi ekki fyrir fyrr en tölur um það berist. Þær hafi borist um miðja síðustu viku og þá hafi komið í ljós að nær 100% af árganginum hafi sótt um að komast að í fram- haldsskóla. Við því hafi nú verið brugðist. Aukafjárveiting til framhaldsskólanna FULLTRÚAR átakshóps Höfuð- borgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð munu afhenda borgar- verkfræðingi þær upplýsingar sem hópurinn býr yfir vegna tillagna hans um Hringbrautina. Málið var rætt í borgarráði í fyrradag að frumkvæði Ólafs F. Magnússonar og kom ósk frá embætti borgarverkfræðings um að fá gögnin í kjölfar þess. Í dag er síðasti borgarstjórnar- fundur fyrir sumarleyfi og segja fulltrúar átakshópsins að ef ekki verði fjallað um gatnamót Hring- brautar og Bústaðavegar fyrr en í byrjun september sé of skammur tími fyrir gatnamálayfirvöld að end- urhanna þau. Af þessum sökum mun átakshópurinn í upphafi fundarins af- henda borgarfulltrúum báðar tillögur sínar, þ.e. um Hringbraut í stokk og gatnamótin við Bústaðaveg. Örn Sig- urðsson, einn talsmanna hópsins, segir það gert í þeirri von að borg- aryfirvöld sjái sig um hönd og reyni að fresta framkvæmdum eða flýta rannsókn á þessum tillögum og þá ekki síst að gatnamótunum við Bú- staðaveg. Kynntu tillögur sínar á fundi læknaráðs LSH Fulltrúum samtakanna var í gær boðið að koma á fund læknaráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss og kynna tillögur sínar um Hringbraut- ina. Að sögn Arnar Sigurðssonar, skiptir tillaga hópsins um gatnamót Hringbrautar og Bústaðavegar fram- tíðaruppbyggingu Landspítalans mjög miklu máli. Vegna þeirrar upp- byggingar, sem nú sé í undirbúningi, viti menn hjá LSH ekki hvort þeir eigi að þróa sig fyrir norðan eða sunnan gömlu Hringbrautina. „Ég held að okkar tillaga hafi fallið þeim mjög vel,“ segir Örn en tillagan snýst um að þar verði venjulegt hringtorg og svo venjulegar tengingar niður í stokkinn sem Hringbraut lægi í. Hringtorg við Hring- braut og Bústaðaveg Í VIÐEY var handagangur í öskj- unni í gær, þegar unglingarnir í Vinnuskólanum voru að raka sam- an heyi af tjaldstæðinu og ganga frá því vegna skátamóts sem hefst í eynni í dag, en þá munu fimm hundruð skátar mæta á svæðið, tjalda, taka lagið, glíma við þrautir og stunda skemmtilega útivist í þeirri frábæru náttúruperlu sem Viðey er. Krakkarnir voru að vísu misdug- legir og sumir höfðu fundið nýstár- legar aðferðir við að vinna. Þótt bæði blaðamaður og ljósmyndari hefðu unnið garðstörf hafði þeim aldrei dottið í hug að hægt væri að raka liggjandi, en hugviti ungling- anna eru engin takmörk sett. Unga fólkið var þó stórskemmtilegt og sagði einn verkstjórinn að sú launa- lækkun sem fylgdi því að fara úr skrifstofustarfi í útivinnu með hressum krökkum borgaði sig út í ystu æsar. Þá sýndu krakkarnir mikla nær- gætni við spóa sem átti hreiður í ná- grenninu og gáfu honum nægt rými til að liggja á eggjum sínum, enda ungarnir alveg að skríða út. Þessi ungi maður var ekkert að slóra, þótt kátína brytist út þegar ljós varð sú langa leið sem hann valdi með hjólbörurnar á áfanga- stað, án efa til að ná góðu spjalli við stúlkurnar mörgu og fríðu. Undirbúa skátamót í Viðey Morgunblaðið/Árni Torfason BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að opna svonefnt símaver Reykjavíkurborgar, þar sem aðgangur yrði að borgarstarf- seminni í gegnum eitt símanúmer. Samkvæmt samþykkt borgarráðs er stefnt að því að opna símaverið í febrúar á næsta ári. Í tillögum vinnuhóps borgarinnar um símaver segir m.a. að hlutverk símaversins yrði að auðvelda borg- arbúum og öðrum viðskiptavinum borgarinnar að nálgast upplýsingar og þjónustu borgarinnar. Eitt símanúmer fyrir borgina ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.