Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 11
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjald-
kera Landssíma Íslands hf., í fjögurra og hálfs
árs fangelsi fyrir fjárdrátt upp á 261 milljón
króna á árunum 1999 til 2003. Meðákærðu, Árni
Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson,
voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir hylm-
ingu með því að hafa tekið við og ráðstafað um
163 milljónum króna af fénu sem Sveinbjörn
dró sér. Árni Þór hefur þegar ákveðið að áfrýja
dóminum til Hæstaréttar.
Þá var Ragnar Orri Benediktsson dæmdur í
8 mánaða fangelsi fyrir hylmingu upp á 30 millj-
ónir króna af Landssímafénu. Auður Harpa
Andrésdóttir, sem ákærð var fyrir hylmingu á
þremur milljónum króna, var sýknuð af ákæru.
Ákærði Sveinbjörn játaði fjárdrátt upp á 250
milljónir króna en neitaði afganginum sem
varðaði 10 milljónir króna vegna þátttökugjalda
vegna tölvuleikjamóta, svokallaðra Skjálfta-
móta Landssímans, þar sem hann dró í efa að
samanlögð fjárhæð væri rétt. Bar hann því við
að hafa að nokkru leyti lagt þátttökugjöld inn á
reikning Landssímans án þess þó að hann gæti
tilgreint nákvæmar fjárhæðir í því sambandi.
Þegar til þess var horft að hann játaði að hafa
dregið sér stóran hluta þátttökugjalda tölvu-
leikjamótanna, að hann annaðist sjálfur tekju-
skráningu gjaldanna og að ítarleg rannsókn á
bókhaldi Landssímans hefði ekki leitt í ljós að
þátttökugjöld hefðu verið lögð inn á reikning fé-
lagsins, þótti dóminum ekki varhugavert að
miða við að hann hefði dregið sér þátttökugjöld
í samræmi við fjárhæðir í ákæru.
Styrkur og einbeittur brotavilji
Að mati dómsins voru brot hans stórfelld og
áttu sér enga hliðstæðu. Eins og málið lá fyrir
miðaði dómurinn við að hann hefði ekki notið
nema hluta ávinnings af brotum sínum. Hins
vegar hafi brotavilji hans verið styrkur og ein-
beittur.
Varðandi þátt Árna Þórs og Kristjáns Ra.
sagði dómurinn að ákærur á hendur þeim
byggðust á að þeim hefði verið kunnugt um að
Sveinbjörn hefði með refsiverðum hætti komist
yfir og ráðstafað fjármunum Landssímans til
þeirra. Þeir neituðu sök og byggðu varnir sínar í
fyrsta lagi á því að ákæra í málinu fullnægði
ekki áskilnaði laga um meðferð opinberra mála.
Brotum þeirra væri lýst sem gáleysisbrotum í
verknaðarlýsingu ákæru, en þau væru heim-
færð aðallega undir 254. gr. almennra hegning-
arlaga, en til vara undir 264. gr. sömu laga.
Hylming skv. 254. gr. hegningarlaga væru
ásetningsbrot og því væri einungis hægt að sak-
fella þá fyrir hylmingu framda með ásetnings-
broti skv. 263 gr. hegningarlaga og laga um
meðferð opinberra mála.
Í dómi segir að í ákæru sé háttsemi þeirra
lýst sem hylmingu, með því að þeim sé gefið að
sök að hafa veitt viðtöku, haldið og ráðstafað
fjármunum, „þrátt fyrir að ákærðu hafi mátt
vera ljóst“ að vörslur fjárins í höndum með-
ákærða Sveinbjarnar hafi ekki stofnast með
löglegum hætti. Í þeim tilvikum er ákæruefnið
hafi varðað fjármuni er runnu til Alvöru lífsins
ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins ehf. hafi
háttseminni verið lýst með sambærilegum
hætti. Þrátt fyrir hin tilvitnuðu orð í ákæru yrði
að skilja verknaðarlýsingu hennar að öðru leyti
þannig að hún lýsti ásetningsbroti. Þá miðaði
tilvísun til refsiákvæða í ákærunni við slíka
heimfærslu en ekki gáleysisákvæði 263. gr.
hegningarlaga.
Að öðru leyti beindust varnir Árna Þórs og
Kristjáns Ra. að því að þeir töldu sig þess full-
vissa að Sveinbjörn hefði haft viðhlítandi heim-
ildir til að ráðstafa fjármunum Landssímans.
Það hefði ekki verið fyrr en í símtali Sveinbjarn-
ar og Kristjáns Ra. í maí 2003 að ákærðu hefðu
orðið heimildarskorturinn ljós. Sveinbjörn hefði
frá upphafi staðfastlega haldið því fram að hann
hefði frá fyrstu tíð látið í það skína að hann hefði
fullt umboð Landssímans til að annast lánafyr-
irgreiðslu til ákærðu.
Að mati dómsins voru fjárhæðir sem runnu
til Árna Þórs og Kristjáns Ra, Alvöru lífsins og
Íslenska sjónvarpsfélagsins, stórfelldar eða
rúmar 163 milljónir króna. Í öðru lagi stóð yf-
irfærsla fjármuna frá Landssímanum til
ákærðu eða félaga þeim tengdum yfir í nærri
þrjú ár. Í þriðja lagi hefði í engu tilvika verið
gengið frá undirritun lánaskjala, einnar eða
annarrar gerðar, eða rætt um ábyrgðir eða
tryggingar tengdar fyrirgreiðslum til ákærðu
eða félaga þeirra, svo sem gera varð ráð fyrir
miðað við þær fjárhæðir sem um var að ræða. Í
fjórða lagi leit dómurinn til þess að yfirlit eða
önnur skrifleg gögn um skuldastöðu ákærðu og
félaga þeirra hjá Landssímanum bárust þeim
aldrei. Að lokum var litið til þess að ákærðu
gerðu enga tilraun til þess að halda utan um
þær fjárhæðir sem þeir og félög þeirra fengu
frá Landssímanum. Hafi bókhald Alvöru lífsins
þannig ekki verið fært og hefðu lögmæt skatt-
skil félagsins síðast átt sér stað fyrir rekstr-
arárið 1998. Hafi þetta verið til þess fallið að
leyna viðtöku fjár frá Landssímanum.
Þegar til alls þessa var litið var það niður-
staða dómsins að framburðir Árna Þórs og
Kristjáns Ra. stæðust engan veginn. Enda þótt
þeir hafi í upphafi kunnað að hafa litið á um-
ræddar greiðslur sem lán sem þeim hafi borið
að endurgreiða, hafi þeim ekki getað dulist að
Sveinbirni var óheimilt að ráðstafa fé Lands-
símans. Án tillits til þess hvort og þá hvenær
þeim hafi orðið ljós ásetningur Sveinbjarnar
hafi þeim hlotið að vera ljós heimildarskortur
hans að þessu leyti og þar með refsiverð hátt-
semi hans. Voru þeir því sakfelldir.
Um Ragnar Orra Benediktsson sagði dóm-
urinn að framburður hans gæti ekki staðist og
hafi honum ekki getað dulist að Sveinbirni hafi
verið óheimilt að ráðstafa fénu til hans og Haf-
skipa ehf., Hanas ehf. og Lífstíls ehf. Án tillits
til þess hvort og þá hvenær Ragnari Orra hafi
orðið ljós ásetningur Sveinbjarnar hafi honum
hlotið að vera ljós heimildarskortur Sveinbjarn-
ar og var hann því sakfelldur.
Sakir fyrndar á 2 árum
Um Auði Hörpu Andrésdóttur sagði dómur-
inn að ekki hafi komið fram í málinu að hún hafi
átt hlut í félögum sem aðrir ákærðu í málinu
hafi tengst eða að hún hafi borið ábyrgð á
rekstri þeirra eða rekstrareiningum þeim
tengdum. Gögnin hafi heldur ekki leitt í ljós
önnur tengsl hennar og Sveinbjarnar en fram-
burðir þeirra hafi gefið til kynna. Í því ljósi væri
varhugavert að telja sannað að hún hafi vitað
um ólögmæta tilurð þeirra fjármuna sem hún
ráðstafaði að fyrirmælum Sveinbjarnar. Var
hún því ekki sakfelld fyrir peningaþvætti fram-
ið af ásetningi.
Að mati dómsins veitti Auður Harpa ólög-
mætum ávinningi viðtöku á bankareikning sinn
og ráðstafaði honum að fyrirmælum Svein-
bjarnar. Sú ráðstöfun hafi ekki verið tilviljun,
þar sem hún hafi tekið þá ákvörðun að aðstoða
hann við að framselja tékka er óumdeilanlega
stöfuðu frá Landssímanum en ekki Sveinbirni
svo sem ljósrit af þeim báðum hafi skýrlega bor-
ið með sér. Að mati dómsins varð að meta þá
ráðstöfun ákærðu til gáleysis. Með þeirri hátt-
semi gerðist ákærða sek um brot gegn 4. mgr.
264. gr. hegningarlaga.
Refsing vegna brota á þessum ákvæðum
varðar fangelsi allt að 6 mánuðum en fyrnast á
tveimur árum. Brot ákærðu voru framin í apríl
2001 en hún var fyrst yfirheyrð af lögreglu 4.
júní 2003. Voru sakir því fyrndar og ákærða
sýknuð.
246 milljóna kr. skaðabótakröfu Landssím-
ans í málinu var vísað frá dómi á þeim forsend-
um að hún var margskipt og nam umtalsverðum
fjárhæðum. Þá höfðu ákærðu krafist þess að
bótafjárhæðir yrðu lækkaðar án þess þó að mál-
ið hafi verið flutt með þeim hætti að unnt væri
að taka viðunandi afstöðu til slíkrar máls-
ástæðu. Með vísan til þessa var það niðurstaða
dómsins að skaðabótakrafan þyrfti aðra og
frekari umfjöllun en hér yrði komið við og var
henni vísað frá.
Málið dæmdu Símon Sigvaldason dómsfor-
maður, Helgi I. Jónsson dómstjóri og Skúli
Magnússon héraðsdómari. Verjendur voru
Helgi Jóhannesson hrl. fyrir Sveinbjörn, Brynj-
ar Níelsson hrl. fyrir Auði Hörpu, Gestur Jóns-
son hrl. fyrir Árna Þór, Ásgeir Þór Árnason hrl.
fyrir Kristján Ra. og Sigmundur Hannesson
hrl. fyrir Ragnar Orra. Sækjandi var Jón H.
Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra.
Fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssímans dæmdur í 4 1/2 árs fangelsi fyrir fjárdrátt
Brot þykja stórfelld og
eiga sér ekki hliðstæðu
Fyrrverandi forsvars-
menn Íslenska sjón-
varpsfélagsins dæmd-
ir í 2 ára fangelsi
Morgunblaðið/Þorkell
Verjendur og tveir sakborninga mættu í dóminn en aðalsakborningarnir voru fjarverandi.
EFTIRFARANDI yfirlýsing barst í gær frá
Símanum vegna dóms Héraðsdóms Reykja-
víkur í Landssímamálinu:
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að
þeirri niðurstöðu í dag, að fjórir ákærðu, í
svonefndu Landssímamáli, hefðu verið sekir
fundnir um refsiverð brot í samræmi við
ákæru ríkislögreglustjórans í málinu. Í
þessu felst, að lagður er grundvöllur að
bótaskyldu þeirra aðila gagnvart Símanum.
Niðurstaða dómsins var hins vegar sú, að
fjárkröfum Símans, eins og þær voru lagðar
fram í hinu opinbera máli, var vísað frá
dómi. Taldi dómurinn bótakröfuna þurfa
aðra og frekari umfjöllun en við verður
komið í sakamáli. Símanum var á rannsókn-
arstigi málsins veittur kostur á að setja
fram bótakröfur í málinu, á grundvelli sér-
stakrar heimildar í lögum um meðferð op-
inberra mála. Frávísun slíkrar kröfu frá
dómi, hefur hins vegar ekki neina efnislega
þýðingu um slíkar bótakröfur.
Að mati Símans felur dómur héraðsdóms í
dag í sér, að lagður hefur verið grunnur að
bótaskyldu þeirra sem dæmdir voru til refs-
ingar. Síminn mun leita viðeigandi úrræða
gagnvart umræddum aðilum í samræmi við
niðurstöðu héraðsdóms, eftir atvikum með
einkaréttarlegum úrræðum.
Yfirlýsing
frá Símanum
„ÞETTA er besta byrjun í Haffjarð-
ará í að minnsta kosti áratug, fyrsta
þrjá og hálfan daginn veiddust 28
laxar og margir tóku grannt og
sluppu. Auk þess var 15 þriggja til
fjögurra punda sjóbleikjum landað.
Þessi mikla veiði náðist þrátt fyrir
erfið veðurskilyrði, sólskin og mik-
inn hita,“ sagði Einar Sigfússon,
annar eigenda Haffjarðarár, í sam-
tali við Morgunblaðið, en veiði í ánni
hófst sl. föstudag.
Einar bætti við að lax væri dreifð-
ur um alla á og væri bæði stórfiskur
og smár á ferð, þeir stærstu upp í
14–15 pund. Þegar leið á veiðiskap-
inn veiddu nær allir veiðimenn með
gárubragði.
Ingvi Hrafn Jónsson var kátur á
bökkum Langár, sagði byrjunina nú
þá bestu í manna minnum. „Það er
aðeins 23. júní og áin komin yfir 100
laxa. Þetta er með ólíkindum,“ sagði
Ingvi. Hann bætti við að 17 hreist-
ursýni hefðu verið tekin og allur
fiskurinn því úr náttúrulegu klaki.
„Við eigum því sjógönguseiðin öll
eftir,“ bætti Ingvi við.
Lofar góðu
„Það eru komnir tólf á land eftir
fyrsta daginn og fiskur upp um alla
á, mest 5 til 8 punda fiskur. Þetta lof-
ar mjög góðu fyrir framhaldið,“
sagði Egill Kristjánsson, staðarhald-
ari við Grímsá, í gærdag, en þá hafði
áin verið opin í sólarhring.
„Við áttum ekki endilega von á
miklu eftir smálaxaleysið í fyrra, en
það komu samt fjórir á land í opnun
og nokkrir sluppu. Þetta er ekki
mikið magn enn þá, en sá fiskur sem
kemur stoppar ekki niður frá, held-
ur rýkur í gegnum Flóðið og hverfur
inn á dal,“ sagði Pétur Pétursson,
leigutaki Vatnsdalsár, í gærdag, en
þá var fyrsta hollið að ljúka veiðum.
Mikill risi sleit 18 punda taum
veiðimanns í Hólakvörn í Vatns-
dalnum um helgina. Veiðimaðurinn
var Guðjón Engilbertsson sem var
með 10 feta títanstöng frá Scierra
og fluguna Maríu eftir Ólaf Vigfús-
son. „Að þessu voru vitni, en menn
eru ekki á eitt sáttir hvort laxinn var
25 pund eða 30, við skulum bara
sættast á 27 pund! En látum það
vera, fiskurinn óð niður úr kvörn-
inni og niður Skriðuvað og ég hefði
ekki trúað því að hægt væri að taka
100 metrana á 9,8 sekúndum í full-
um veiðimannaskrúða, en ég held
bara að Guðjón hafi gert það. Og
skórnir hljóta að vera góðir, því
hann datt aldrei á hausinn. En grín-
laust þá var þetta feiknalegt æv-
intýri og stórkostlegt að fá að fylgj-
ast með svona glímu.“
Héðan og þaðan
Það er loks komið líf í Laxá á Ás-
um, veiðimaður veiddi t.d. fjóra í
beit í hylnum Kóka og fleiri lutu í
gras, auk þess sem menn sáu laxa
nokkuð víða. Blanda er líka að skila
góðu og dagsveiðin þar að fara í 7–8
laxa og eru margir mjög vænir, 12
til 15 pund. Þá er góður gangur í
Laxá í Kjós og Norðurá. Í Kjós
veiddist m.a. 15 punda flugufiskur í
Kvíslafossi.
Fljúgandi byrjun
í Haffjarðará
Morgunblaðið/Einar Falur
Sett í lax á Brotinu í Norðurá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
FASTEIGNAMAT ríkisins
hefur lokið endurmati fasteigna
að beiðni sveitarstjórnar
Fjarðabyggðar. Það tekur til
íbúðarhúsnæðis og íbúðarlóða í
sveitarfélaginu og hækkar um
tæplega tvo milljarða króna 1.
september nk.
Yfirfasteignamatsnefnd
hækkaði á síðasta ári fasteigna-
verð á íbúðarhúsnæði og lóðum
í Fjarðabyggð um 20%. Bæjar-
stjórn óskaði í kjölfarið eftir
endurmati, þar sem hækkunin
þótti ekki í samræmi við raun-
verulegt verð fasteigna á svæð-
inu. Heildarhækkunin er nú
25% og hækkar fasteignamat
íbúða og íbúðalóða úr rúmlega
7,2 milljörðum í 9,6 milljarða
króna.
Unnt er að skila inn athuga-
semdum til ágústloka.
25% hækkun
fasteigna í
Fjarðabyggð