Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 29
að færa
von
r meðal
aratriði frá
bant sem
manni að
eit.
iat
g er fædd
yrst í Sviss
ol of Art
am hún
kjölfarið
ondon,
þar sem
þekkt-
íunda
rísku
n Michel-
og ítalska
Clemente.
undir lok
n misst
áhugann á því hvert listin var að
stefna og hóf að sinna heimsminjum
í gegnum sérstaka stofnun, ARCH,
sem hún sjálf setti á stofn.
Hún hafi síðan haldið innreið sína
á nýjan leik í heim nútímamynd-
listar með stofnun T-BA21 árið 2002.
T-BA21 hefur á skömmum tíma
safnað álitlegu safni nútímamynd-
listar eftir marga helstu myndlist-
armenn heims, eins og má glögglega
sjá á heimasíðunni www.tba21.org.
Meðal þeirra verka sem von
Habsburg hefur fest kaup á og má
sjá á heimasíðunni, er einmitt verk
Finnboga Péturssonar „Sphere“
sem sýnt var á hliðarsýningu Art
Basel, Art Unlimited, og vakti þar
mikla athygli. Þá á T-BA21 eina
myndröð eftir Gjörningaklúbbinn.
Listin að breytast
Von Habsburg segir að listin sé að
breytast hratt og að hún sjálf og aðr-
ir sem sýni myndlist í söfnum og
öðrum stofnunum þurfi að læra sitt
hlutverk alveg upp á nýtt. „Við þurf-
um að laga okkur að þeim lista-
mönnum sem starfa í dag, og virða
hin nýju landamæri listarinnar sem
eru orðin ótrúlega víðfeðm.“
En hvernig er listin að breytast?
„Listin hefur verið að breytast
mjög mikið. Fólk er nú í auknum
mæli að láta reyna á mörk framsetn-
ingar listarinnar og listamenn eru
farnir að búa til listaverk sem miklu
erfiðara er að setja upp inni á heim-
ilum.
Safnarar hafa nú þá skyldu að
vinna með opinberum söfnum og
sýningarrýmum við framsetningu
myndlistar, sem þeir hafa kannski
ekki átt að venjast.“
Von Habsburg segir að hin hefð-
bundnu söfn eins og Guggenheim í
New York séu orðin íhaldssöm og
hafi gleymt sér í markaðssetningu
og vörumerkjum (branding). „Ég sé
núna mörg ný og spennandi söfn í
Þýskalandi og í Austurríki þar sem
er verið að gera tilraunir með sam-
tímalist. Það er vettvangur sem hin
íhaldssamari söfn þurfa að líta til.“
Von Habsburg segir að ýmislegt
sé á döfinni hjá sér og T-BA21. Til
dæmis hafi verið rætt um að lána
verk úr safninu til Reykjavíkur. „Ég
vil nota hverja ástæðu sem ég get til
að komast aftur til Reykjavíkur. Svo
er ég að vinna að verkefni í Berlín
og mörgum verkefnum í Vín í Aust-
urríki.“
Varðandi mikilvægi þess fyrir
nýtt gallerí eins og i8 að komast að
með bás á Art Statements á Art
Basel og listamann á sýninguna Art
Unlimited, segir von Habsburg að
mikilvægið sé mikið enda Art Basel
miðja hins alþjóðlega myndlist-
arheims.
„Stjórnandi Art Basel, Samuel
Keller, ver öllum tíma sínum allt ár-
ið um kring í að fara um heiminn og
skoða myndlist í galleríum og söfn-
um til að sjá allt það nýjasta og
ferskasta, því allir safnarar vilja í
raun uppgötva nýja listamenn þegar
þeir koma á listastefnur. i8 er eitt
þessara nýju gallería og ég er stolt
af því að hafa átt þátt í því að i8
komst að með sýningu Finnboga
Péturssonar á Art Unlimited. Það
eru allir að tala um það verk. Ég er
mjög ánægð með að hafa hitt frá-
bæra listamenn í Reykjavík og hvatt
þá til að koma til Basel. Ég á samt
minnstan þátt í þessu öllu saman,
Edda Jónsdóttir hjá i8 hefur skipu-
lagt þetta af mikilli fagmennsku.
Vera gallerísins hér er mikilvæg til
að minna okkur á hve Ísland er mik-
ilvægt í okkar evrópska samhengi.
Hið listræna framlag Íslendinga í
Basel í ár er umtalsvert og hefur
vakið eftirtekt. Hér snýst allt um
tengsl og að kynnast og tala við fólk,
og fullt af fólki, bæði áhrifamiklir
safnarar og sýningarstjórar, hefur
kynnst i8 hér úti í Basel. Basel er
frábær staður og ég er góð í því að
tengja fólk saman,“ segir Francesca
von Habsburg.
ja fólk saman
Morgunblaðið/Þóroddur
Habsburg er aðdáandi hljómsveitarinnar.
ncesca von Habsburg og Samuel Keller, stjórn-
i Art Basel listastefnunnar, skemmtu sér vel.
York og Los Angeles, stofnaði hún árið
ARCH-stofnunina sem hefur það að
miði að varðveita heimsminjar og hefur
engið þó nokkur verðlaun fyrir störf sín
sviði. Árið 2002 stofnaði hún svo nútíma-
tofnunina T-BA21 sem getið er í grein-
hér annars staðar á síðunni.
Gift inn í sögufræga fjölskyldu
rónessan giftist inn í hina sögufrægu
psku Habsborgarætt 25. september árið
en eiginmaður hennar er Karl von
burg erkihertogi, elsti sonur erki-
gans Otto von Habsburg sem er beinn
gi Karl Franz Josef Ludwig Hubert
g Maria von Habsburg síðasta keisarans
turríki (1916–1918) og síðasta konungs
verjalands. Karl þessi var sonur erki-
gans Otto Franz Joseph, yngri bróður
ertogans Franz Ferdinand en morðið á
m hleypti fyrri heimsstyrjöldinni af stað.
bsborgarættin var ráðandi valdaætt í
pu sem hertogar, (æðstu þjóðhöfð-
ingjar), í Austurríki á árunum 1282–1453,
sem erkihertogar, á árunum 1453–1804 og
sem keisarar á árunum 1804–1918. Einnig
sem konungar á Spáni 1516–1700 og sem
keisarar í „Holy Roman Empire“, forvera
Þýskalands nútímans, í nokkrar aldir fram
til ársins 1806.
Eiginmaðurinn á Evrópuþinginu
Karl von Habsburg er fæddur 11. júní
1961. Hann hefur meðal annars setið á Evr-
ópuþinginu á árunum 1996–1999 og var
kjörinn yfirmaður UNPO, The Unrepres-
ented Nations and Peoples Organization, ár-
ið 2002 en það eru óháð samtök sem berjast
gegn ofbeldi, berjast fyrir mannréttindum,
lýðræði, umhverfisvernd og umburðarlyndi.
Þau Francesca von Habsburg og Karl von
Habsburg búa í Salszburg í Austurríki og
eiga þrjú börn; Eleonore Jelena, fædda 28.
febrúar 1994, Ferdinand Zvonimir, fæddan
21. júní 1997, og Gloriu, fædda 15. október
1999.
frægri fjölskyldu
Átröskunarteymi sem hefurstarfað við geðdeildLandspítala – háskóla-sjúkrahúss síðustu þrjú
ár hefur ekki bætt við skjólstæð-
ingum frá áramótum sökum mann-
eklu og hefur nýjum átrösk-
unarsjúklingum
verið vísað á al-
menna göngu-
deild á geðdeild.
Tvö ár eru síðan
þingsályktun-
artillaga var
samþykkt sam-
hljóða á Alþingi
um að fela heil-
brigðisráðherra
að sameina þver-
faglega þjónustu þeirra sem hafa
sérþekkingu á átröskun svo bjóða
megi upp á sérhæfða meðferð fyrir
átröskunarsjúklinga á öllum aldri,
en engin ákvörðun þar um hefur
verið tekin enn.
Guðlaug Þorsteinsdóttir, geð-
læknir á almennri geðdeild LSH og
ein þeirra sem stofnuðu átrösk-
unarhópinn árið 2001, segir að al-
gjört ófremdarástand ríki nú í mál-
um átröskunarsjúklinga. Á
síðastliðnum þremur árum hafi að
jafnaði einn til þrír nýir sjúklingar
leitað eftir meðferð hjá teyminu í
hverri viku. Hún hefur ekki tölu um
hversu margir hafi þurft á þjónust-
unni að halda frá því hætt var að
bæta við sjúklingum eftir áramót, en
ætla megi að ekki hafi dregið úr
þörfinni.
Guðlaug segir að mikil þörf sé á
þjónustunni, en tilfinnanlega vanti
meðferðarúrræði fyrir þessa sjúk-
linga. Skortur sé á starfsfólki á geð-
deildinni og það vanti fé til að hægt
sé að ráða fólk. Af þessum sökum
hafi verið ákveðið að gera hlé á inn-
töku nýrra sjúklinga um síðustu ára-
mót.
Stefnt er að því að hefja starfsem-
ina aftur í haust en Guðlaug segir
nauðsynlegt að tryggja fjárhags-
legan stuðning áður.
Í nóvember í fyrra skilaði nefnd
sem landlæknisembættið skipaði til-
lögum til heilbrigðisráðherra um
hvernig væri best að sinna átrösk-
unarsjúklingum og er nú beðið eftir
svari frá ráðherra.
Í nefndinni sátu fulltrúar frá át-
röskunarteymum fullorðins-
geðdeildar LSH og Barna- og ung-
lingageðdeildar. Auk þeirra var
fulltrúi frá Speglinum og sjálfstætt
starfandi sálfræðingur sem hefur
langa reynslu í meðferð á átrösk-
unarsjúklingum.
Vilja sérstaka
meðferðarmiðstöð
Nefndin lagði til að stofnuð yrði
meðferðarmiðstöð á Íslandi fyrir
einstaklinga með átraskanir sem
myndi þjóna öllum aldurshópum.
„Auk öflugrar göngudeildar teljum
við nauðsynlegt að opna dagdeild
fyrir einstaklinga með átraskanir,
sem er opin fimm daga vikunnar og
sem þyrfti að manna þannig að hægt
væri að taka við 8–10 sjúklingum.
Göngudeildin og dagdeildin þurfa að
geta veitt þverfaglega þjónustu, með
t.d. lækni, sálfræðingi, félagsráð-
gjafa, næringarráðgjafa og hjúkr-
unarfræðingum. Við teljum einnig
að það þurfi lítið meðferðarheimili,
sólarhringsheimili fyrir veikustu
sjúklingana, sem yrði ekki staðsett á
spítalalóðinni, og myndi taka við
sjúklingum eftir að sjúkrahúsvist
lýkur. Þar yrði einstaklingum hjálp-
að að endurhæfa sig til að komast
aftur út í þjóðfélagið, hvort sem það
er í vinnu eða nám og ná tökum á
sínum sjúkdómi. Þar væri hægt að
vera í jafnvel 1–2 ár, en þetta úrræði
væri fyrir veikustu sjúklingana.
Dagdeildin yrði aftur á móti fyrir þá
sem geta búið heima hjá sér, hafa
góðar félagslegar aðstæður og eru í
einhverri virkni,“ segir Guðlaug.
Hún minnir á að margir séu orðn-
ir langeygir eftir aðgerðum. Ekkert
hafi gerst þrátt fyrir að þingsálykt-
unartillaga hafi verið samþykkt á
Alþingi vorið 2002 um að byggja upp
þverfaglega þjónustu á Íslandi fyrir
einstaklinga með átraskanir og eng-
ir peningar hafi fylgt þessari sam-
þykkt.
Ekkert stöðugildi á geðdeild
vegna átröskunarsjúklinga
Guðlaug segir að í dag séu engin
stöðugildi á geðdeildinni fyrir með-
höndlun átröskunarsjúklinga og sér-
hæfingu skorti. Ef sjúklingur með
lystarstol þurfi að leggjast inn sé
hann lagður á almenna geðdeild,
móttökudeild, þar sem með-
allegutími sé orðinn mjög stuttur
vegna niðurskurðar. „Þetta getur
gengið í stuttan tíma en þar sem
ekkert meðferðarheimili tekur við
sjúklingnum eftir að bráðahætta er
liðin hjá dragast innlagnir oft óhóf-
lega á langinn. Slíkt er mjög óheppi-
legt fyrir sjúklinginn og getur hrein-
lega tafið fyrir bata.“
Guðlaug er geðlæknir í almennum
geðlækningum. Í teyminu hafa verið
auk hennar félagsráðgjafi og hjúkr-
unarfræðingar og næringarráðgjafi.
„Næringarráðgjafinn er t.d. í 40%
vinnu á spítalanum og sinnir öllu
geðsviðinu, allri barna- og unglinga-
geðdeildinni og svo þessu verkefni
aukalega þannig að það er lítill tími.“
Guðlaug segir að í dag sé þó starf-
andi meðferðarteymi á legudeildinni
sem hún vinnur á, deild 33 C, en það
sé bundið við þá sjúklinga sem séu
það veikir að það þurfi að leggja þá
inn. „Í vetur höfum við verið fjórar,
fyrir utan hjúkrunarfræðingana hér
á deildinni, sem höfum sinnt þessu.
Við þurfum miklu fleira starfsfólk og
betri aðstöðu og þá getum við sinnt
þessu betur. Ég hef trú á því að það
sé tímaspursmál hvenær verði sett-
ur í þetta peningur og það verði
byggð hér upp markviss þjónusta
fyrir þessa sjúklinga,“ segir Guð-
laug.
Átröskunarteymið byrjaði sem
grasrótarstarf innan spítalans. „Við
sem höfum sinnt þessu höfum gert
þetta sem nokkurs konar aukabú-
grein. Við höfum haft áhuga á þessu
og viljum koma að því að byggja upp
þjónustuna. Við höfum séð neyðina
og þörfina. Þetta er ákveðið grasrót-
arstarf sem byrjaði hérna og vatt
upp á sig þar til við sáum að við gæt-
um ekki starfað svona við óbreyttar
aðstæður, án þess að fá einhver
stöðugildi í þetta og fleira hæft
starfsfólk til að sinna þessu svo vel
væri. Þess vegna er málið aðeins í
biðstöðu því við höfum verið að bíða
eftir að heyra frá ráðuneytinu.“
Hentar illa fyrir
langtímameðferðir
Í dag er sjúklingum með átrask-
anir vísað á almenna göngudeild
geðdeildar. „Hún er skipulögð þann-
ig að hún sinnir fyrst og fremst
bráðamóttöku og skammtíma-
meðferð. Ætlast er til að öll eft-
irmeðferð og langtímameðferð fari
fram í heilsugæslu eða á einkastof-
um. Þar sem átraskanir eru lang-
vinnir sjúkdómar kemur þetta illa
við þennan sjúklingahóp. Að hluta til
er þetta vegna stefnu spítalans að
vera fyrst og fremst bráðasjúkra-
hús,“ segir Guðlaug.
Átröskunarteymið vinnur enn
með þá einstaklinga sem voru teknir
inn í hópinn fyrir áramót. „Við höf-
um verið starfandi í þrjú ár og við
höfum marga skjólstæðinga sem við
höldum áfram að sinna. Einnig tök-
um við þá sjúklinga sem þurfa að
leggjast inn á deild 33 C, sem hefur
sérhæft sig í inniliggjandi meðferð
þessara sjúklinga,“ segir Guðlaug.
Í skýrslunni fyrir ráðherra kemur
fram að sé miðað við tölur um tíðni
átraskana í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum megi búast við um
24 nýjum sjúkdómstilfellum lyst-
arstols (anorexia nervosa) árlega og
36 tilfellum lotugræðgi (bulimia ner-
vosa). Líkur á að einstaklingar með
átröskun fái bata aukast því fyrr
sem sjúkdómurinn greinist og með-
ferð hefst. Rannsóknir hafa sýnt að
um 50% lystarstolssjúklinga hafa
náð að halda eðlilegri þyngd fimm
árum eftir greiningu á sjúkrahúsi,
um 20% hafa slæmar horfur og um
5% deyja innan tíu ára frá grein-
ingu. Horfur sjúklinga með lotu-
græðgi eru svipaðar en dánarhlut-
fall er lægra.
Tíðni átröskunarsjúkdóma hefur
farið vaxandi í vestrænum löndum á
síðustu árum og hefur aðsókn í með-
ferð og alvarlegum tilfellum fjölgað
síðustu ár hér á Íslandi. Í skýrslu
nefndarinnar segir að Ísland standi
öðrum Norðurlandaþjóðum langt að
baki hvað varðar meðferð átrösk-
unarsjúklinga. Í Svíþjóð séu t.d. 40
sérhæfðar meðferðarstofnanir fyrir
sjúklinga með átraskanir.
Átröskunarteymi geðdeildar LSH hefur ekki getað bætt
við sig sjúklingum frá áramótum
Ófremdarástand
í málefnum
átröskunarsjúklinga
Brýnt er að byggja upp þverfaglega
þjónustu fyrir sjúklinga með átröskun
en ekkert bólar enn á slíkum á úrræð-
um. Nína Björk Jónsdóttir ræddi við
Guðlaugu Þorsteinsdóttur geðlækni í
átröskunarteymi geðdeildar LSH.
Morgunblaðið/Golli
Átröskunarsjúkdómar leggjast á fólk af
báðum kynjum og á ýmsum aldri. Til át-
raskana teljast sjúkdómar eins og lyst-
arstol (anorexia), lotugræðgi (bulimia),
lotuofát (binging) og offita.
nina@mbl.is
Guðlaug Þorsteins-
dóttir geðlæknir.