Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 24.06.2004, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 10.10. Síðasta sýning Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.I. 16. 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV Frá framleiðanda Spider-Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Hvað gerist þegar tveir andstæð- ingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Sýnd kl. 6. Síðasta sýning Sýnd kl. 8. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.40. Með ísl. tali "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40 og 10.30. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. "..hreinn „gullmoli... Brilljant mynd.“ ÞÞ FBL 1/2 HL Mbl kl. 5.20, 8 og 10.40.  ÓÖH DV Frá framleiðanda Spider-Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Frábær og frumleg gamanmynd sem hefur svo sannarlega slegið í gegn í Bandaríkjunum Með Lindsay Lohan úr „Freaky Friday“  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK 30.000 manns á 19 dögum!!! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. ETERNAL SUNSHINE Kvikmyndir.is Í ENDAÐAN ágúst mun Græna ljósið – kvikmyndadreifing standa fyrir bandarískri kvikmyndahátíð í samstarfi við Sambíóin og Háskóla- bíó. Sýndar verða tíu nýjar óháðar bandarískar kvikmyndir og þar á meðal myndin Super Size Me sem vakið hefur gríðarlega athygli síðan hún var frumsýnd á Sundance- hátíðinni í janúar síðastliðnum. Um er að ræða heimildarmynd sem tekst á við skyndibitamenn- inguna í dag og er risinn McDo- nalds í forgrunni. Titillinn vísar í þann kost á McDonalds að láta stækka máltíðina og gæti íslenski titill myndarinnar verið „Má bjóða þér að stækka máltíðina?“, frasi sem margir kannast líklega við. Höfundur myndarinnar, Morgan Spurlock, mun af þessu tilefni heimsækja Ísland og verður við- staddur sérstaka viðhafnarforsýn- ingu á myndinni, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 20.30 í Háskólabíói. Mun hann svara spurningum áhorfenda eftir sýninguna og með honum verður kærasta hans, Alexandra Jamieson, grænmetiskokkur sem spilar stóra rullu í myndinni. Við dauðans dyr Í myndinni, sem er heimild- armynd, fylgjumst við með höfund- inum, Spurlock, þar sem hann gerir tilraun til að lifa einvörðungu á matseðli McDonalds í 30 daga. Setti hann sér ákveðnar reglur í þessu sambandi. Máltíðirnar urðu að vera þrjár; morgun-, hádegis- og kvöld- matur. Hann varð að borða alla rétti á seðlinum a.m.k. einu sinni. Ef honum væri boðið að stækka máltíðina yrði hann að þiggja það en hann mátti ekki hafa frumkvæði að því. Spurlock fékk til liðs við sig lækna og næringarfræðinga sem fylgdust með honum allan tímann. Skemmst er frá því að segja að eftir tuttugu og einn dag var Spur- lock nánast við dauðans dyr. Blóð- þrýstingurinn var kominn upp úr öllu valdi, lifrin nánast orðin að skorpulifur, þolið ekki neitt, kyn- lífslöngun engin auk þess sem þunglyndi sótti á hann. Og eina sem gat létt lund hans var máltíð á McDonalds en þá sveif hálfgerð gleðivíma á Spurlock. Læknar ráð- lögðu honum að hætta strax, en hann kláraði þó dæmið – og hélt lífi. Risaskammtar teknir af matseðli McDonalds í Bandaríkjunum hef- ur lítið gefið út á þetta en hættu með risaskammtana í kjölfar frum- sýningar myndarinnar. For- ráðamenn þar hafna því þó að það standi í einhverjum tengslum við myndina. Myndin var nýverið frumsýnd í Ástralíu og þar í landi hóf Mc- Donalds mikinn áróður gegn mynd- inni og lýsti forstjórinn því yfir að það væri hreint og beint heimsku- legt að borða bara mat frá Mc- Donalds og að matur þeirra eigi að- eins að vera partur af mataræði fólks. Spurlock fékk þó hugmyndina að myndinni þegar hann las að lög- fræðingar McDonalds halda því blákalt fram að maturinn á Mc- Donalds væri það hollur að fólk ætti að geta lifað af honum einum saman. Þessar yfirlýsingar komu í kjölfar kæru frá feitu fólki í Banda- ríkjunum, sem kærði McDonalds fyrir að gera það feitt. Spurlock vann til verðlauna á Sundance sem besti leikstjórinn fyrir Super Size Me og sló hún í gegn þar. Í kjölfarið hefur hún svo náð gríðarlegri hylli í heimalandinu og sat á topp 10 listanum yfir að- sóknarmestu myndir Bandaríkj- anna í þrjár vikur, sem er afbragðs- árangur fyrir heimildarmynd sem var gerð fyrir lítið fé. Heimildarmynd | McDonalds-maðurinn til Íslands Nærri því McDauður „Umm...borgari!“ www.supersizeme.com HILMAR Oddsson hlaut á þriðju- dag aðalverðlaun kvikmyndahátíðar- innar Art Film Festival í Slóvakíu fyrir bestu leikstjórn fyrir kvik- myndina Kaldaljós. Þess má geta að önnur mynd í leikstjórn Hilmars, Tár úr steini, var einnig í keppni á þessari hátíð árið 1997. Í fréttatil- kynningu frá Kvikmynda- miðstöð segir að hátíðin leggi áherslu á að sýna listrænar kvikmyndir. Annar ís- lenskur leik- stjóri, Börkur Gunnarsson, var einnig með myndina Sterkt kaffi í keppninni. Kvikmyndir| Kaldaljósi vel tekið Hilmar verð- launaður Heimasíða hátíðarinnar er: http://www.artfilm.sk/ Hilmar Oddsson HEIMILD hefur fengist til að selja fleiri miða á tón- leika bandarísku þunga- rokksveitarinnar Metallica í Egilshöll. Alls höfðu selst upp um 15 þúsund miðar á tón- leikana en nú hafa tónleika- haldarar að sögn fengið leyfi fyrir því að selja 3 þús- und miða til viðbótar, bæði á A- og B-svæði. Seljist þeir miðar upp munu alls 18 þúsund manns sækja tónleikana sem yrðu langstærstu einstöku inni- tónleikar í Íslandssögunni. Miðasala verður í versl- unum Og vodafone í Síðu- múla og Akureyri og á www.farfuglinn.is og hefst laugardaginn 26. júní kl. 12.00. Er það von tónleika- haldara að þetta aukna miða- framboð muni anna hinni miklu eft- irspurn sem verið hefur eftir miðum. Fjöldi blaðamanna mun að sögn koma til landsins frá Evrópu og Bandaríkjunum gagngert til að fylgjast með Íslandsför Metallica. Auk þess hefur sveitin boðið um- boðsmönnum sínum og starfs- mönnum plötufyrirtækisins víða um heim á tónleikana, sem ætti að geta orðið kjörið tækifæri fyrir íslensku sveitirnar sem hita upp, til að sýna hvað í þeim býr. Áður hefur verið kunngjört að Mínus hiti upp en nú hefur Brain Police einnig verið bætt á dagskrána sem gerir hana að von- um enn þá feitari. Metallica| Þrjú þúsund fleiri miðar í boði 18 þúsund manna tónleikar Metallica slær nýtt Íslandsmet í Höll Egils 4. júlí næstkomandi.                                              ! " #       $ % & '         $(  ) *% #                          !" # $ %   %   (     )    $ $ $    ' '*  '   %               + % % % , - . / 0 ++ +1 2 +3 +- 4 1 +2 +/ +, +0 #  , + + + - . - / - 1 4 , 2 +, - ,  0 +- 4    ! "#$% &'()* #& &+&, &") #-.&!/#/,0'&(1&  56 7 *8 9  $8 :;6 568 < 8 < * 8 9  ;568 ' ;56856  56 < 8 < * #58  ;56  56 7 *8 :;6 568 9  $  ;568 = 8 56  ;568 = 8 56 9  $  56 7 *8 9  $  56 7 *8 :;6 568 <  :;6 56  56 7 *8 9  $8 < * #5 =  ' ;56  56 7 *8 :;6 568   *>?   ;56 ' ;56 =  < ' ;56  56 7 * :;6 56 EINN þekktasti útvarpsmaður/ plötusnúður Bretlands, Tony Black- burn, hefur verið rekinn frá útvarps- stöðinni Classic Gold Digital í Bret- landi. Þetta gerðist í gærmorgun. Ástæðan? Jú, hann spilaði lög með Cliff Richard of oft að mati forráða- manna stöðvarinnar. Deilur hófust á milli Blackburn og tónlistarstjóra stöðvarinnar þar sem stjórinn, Paul Baker, hafði sent Blackburn illskeytt rafbréf þar sem hann þvertók fyrir það að Blackburn myndi spila fleiri lög með Cliff – enda væri það á móti stefnu stöðv- arinnar. Blackburn er gert að lúta ákveðnum spilunarlista en hann ákvað að ganga gegn honum vegna ítrekaðra óska frá hlustendum um að fá að heyra eitthvað með Cliff. Hann reif því varnaðarbréfið í tætlur í morgun með viðhöfn og spilaði því- næst tvö lög með Cliff, „We Don’t Talk Any More“ og „Living Doll“ Blackburn var rekinn með það sama í kjölfarið en vinur hans segir að hann vonist til þess að það sé hægt að leysa málið svo hann geti snúið aftur til vinnu hið fyrsta. Stál í stál Útvarp | Tony Black- burn rekinn fyrir að spila Cliff Richard www.classicgolddigital.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.