Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGVELLIR voru í gær einróma samþykktir á heimsminjaskrá Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) á fundi heims- minjanefndarinnar, sem haldinn er í Suzhou í Kína. Björn Bjarnason, for- maður Þingvallanefndar, ávarpaði nefndina eftir samþykkt hennar og lýsti ánægju yfir því, að Þingvellir hefðu hlotið þenn- an virðulega sess og þar með einnig komið Íslandi á þessa skrá. Björn segir við Morgunblaðið að sendinefnd Ís- lands hafi setið fundi í Kína síð- ustu fjóra daga og hlýtt á umræður um þá 48 staði sem teknir voru fyrir hjá heims- minjanefnd UNESCO. Afar lær- dómsríkt hafi verið að verða vitni að umræðunum og „dramatískara“ en hann hafi átt von á. Mikið sé á sig lagt við að koma stöðum inn á heims- minjaskrána. Heimsminjanefndin hafi sýnt því mikinn skilning að Þing- vellir hefðu sérstaka stöðu sem helgi- staður Íslendinga, uppspretta í lýð- ræðisskipulagi sem þingstaður og náttúruundur á heimsmælikvarða. „Það er alveg ljóst að sú mikla und- irbúningsvinna sem fram hefur farið undanfarin ár, við að fá Þingvelli við- urkennda, var mjög nauðsynleg og skilaði okkur glæsilegum árangri í þeim viðræðum og fundum sem við höfum verið á. Þegar kom að því að ræða Þingvelli var borið mikið lof á undirbúning af okkar hálfu, þá stefnumörkun sem við höfum lagt fram og allt sem við höfum gert til að koma til móts við sjónarmið þeirra sem leitt hafa okkur í gegnum þetta nálarauga. Það er ekki sjálfgefið að fá staðina viðurkennda og samkeppni um það mjög mikil,“ segir Björn. Meðal 800 staða í heiminum Með samþykktinni í gær eru Þing- vellir meðal tæplega 800 menningar- og náttúruminjastaða á heimsminja- skránni og er staðurinn þar með tal- inn hafa einstakt menningarlegt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Meðal slíkra staða eru pýramídarnir í Egyptalandi, Stonehenge í Englandi, Kínamúrinn, Taj Mahal-hofið og Galapagoseyjar. Þingvellir voru með- al 48 staða frá 33 þjóðlöndum sem voru teknir til umfjöllunar í heims- minjanefndinni. Ísland og Grænland voru að þessu sinni meðal fimm landa, sem fengu slíka viðurkenningu í fyrsta sinn. Höfðu fulltrúar nokk- urra staða ekki erindi sem erfiði og umsóknum þeirra hafnað. Björn segir það einnig hafa komið sér á óvart hvað umræðurnar fyrir nefndinni hafi verið harðar og pólitískar, alveg eins harðar eins og mest gerist á Al- þingi. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður er formaður nefndar, sem undirbjó umsóknina vegna Þing- valla, ásamt Sigurði K. Oddssyni þjóðgarðsverði og Ragnheiði H. Þór- arinsdóttur, sérfræðingi í mennta- málaráðuneytinu. Hafa þau setið fund nefndarinnar í Kína, auk Björns. Fyrirtækið Alta veitti einnig ráðgjöf við verkefnið auk erlendra sérfræð- inga. Langt undirbúningsferli Í fréttatilkynningu frá Þingvalla- nefnd kemur m.a. fram að þetta hafi verið langt undirbúningsferli, þar sem óháðir sérfræðingar hafi lagt mat á gildi staðarins og hvernig stað- ið er að verndun hans. Umsóknin um Þingvelli var lögð fram í febrúar 2003. Í framhaldi af umsókninni samþykkti Þingvallanefnd hinn 2. júní 2004 stefnumörkun næstu 20 ára fyrir þjóðgarðinn og einnig verkefna- áætlun. Ísland gerðist aðili að sáttmálanum um heimsminjaskrána árið 1995, en hann var samþykktur á þingi menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna árið 1972. Björn segir afar mikilvægt að hafa fengið stöðu Þingvalla viðurkennda á heimsvísu. Þýðingarmikið sé að vera kominn inn á heimsminjaskrána með- al 800 annarra staða í heiminum og ljóst að ekki muni draga úr ferða- mennsku á Þingvöllum. Aðalatriðið sé þó að hafa komist í gegnum þetta nálarauga heimsminjanefndar og staðist þær kröfur sem gerðar voru. Að sögn Björns er það ljóst að mik- ilvæg og góð reynsla hafi fengist ef ákveðið verður að sækja um fyrir fleiri staði hér á landi inn á heims- minjaskrá. Auk Þingvalla var af hálfu stjórnvalda lagt til árið 2001 að skoða Skaftafell sérstaklega og einnig voru nefndir staðir eins og Breiðafjörður, Núpsstaður, Keldur, Gásir, Reykholt, Víðimýri í Skagafirði, Surtsey, Mý- vatn, Herðubreiðarlindir og Askja. Þingvellir nú meðal pýramídanna og Kínamúrsins á heimsminjaskrá UNESCO Uppspretta lýðræðis og náttúru- undur á heimsmælikvarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þingvellir eru viðurkenndir sem einstakir á heimsvísu og eru þar í hópi 800 menningar- og náttúruminjastaða. Björn Bjarnason Lof var borið á umsókn Íslands um að koma Þingvöllum á heims- minjaskrá. Á fundi UNESCO í Kína var rætt um 48 staði. RAGNAR Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Bláskógabyggð- ar, segir það ánægjuleg tíð- indi að Þingvellir hafi end- anlega komist á heims- minjaskrána og hlotið þann virðingarsess sem staðurinn eigi skilið. Hann segir það óhjá- kvæmilegt að aðsókn muni aukast verulega á Þingvelli og áhrifin á ferðaþjón- ustu í sveit- arfélaginu verði almennt jákvæð. Ragnar segir að nú þurfi að huga áfram að aðal- skipulagi þjóðgarðsins, sem væntanlega klárist um næstu áramót. Þingvellir á heims- minjaskrá undirstriki enn frekar að ferðaþjónusta og afþreying sé það sem íbúar Bláskógabyggðar lifi á og muni gera í náinni framtíð í ríkara mæli. Mikið að gerast „Ég var nýlega staddur í Kyoto í Japan, þar sem nokkrir staðir eru á heims- minjaskrá. Maður fór sér- staklega á þessa staði, þeir eru kynntir það vel, og heimafólk bendir sér- staklega á þá. Þingvellir hafa verið ofarlega í huga fólks en þeir verða enn ofar eftir þetta og Íslendingar munu vonandi benda inn- lendum og erlendum gestum sínum á að koma þangað,“ segir Ragnar og bendir á að heilmikið sé jafnan að gerast á Þingvöllum, ekki síst í sumar. Nefnir hann sem dæmi fornleifauppgröft fyrir börn og skipulagðar göngu- ferðir um svæðið. Aðsóknin mun aukast verulega að Þingvöllum Ragnar Sær Ragnarsson HRÚTAFJARÐARÁ og Breiðdalsá voru opnaðar síðastar laxveiðiáa á fimmtudaginn. Tveir laxar veiddust í Hrútu á fyrstu vaktinni og urðu menn laxa varir á 4–5 veiðistöðum. Breið- dalsá var óveiðandi vegna vatnavaxta á opnunardaginn, en í gærmorgun fóru menn og kíktu á Neðri Beljanda, settu í fjóra laxa en misstu alla, þar af tvo boltafiska í löndun. Þröstur Elliðason, leigutaki beggja áa, sagðist bara ánægður með gang mála, „það er talsvert líf og þetta lofar góðu“, sagði Þröstur. Byrjar vel Á heildina litið byrjar vertíðin vel í ár, sérstaklega vestanlands og suð- vestan, en vestast á Norðurlandi er einnig líflegt, t.d. í Blöndu og Mið- fjarðará. Athygli vekur að smálax gengur víða óvenjusnemma og veit það stundum á miklar göngur. Hæst í gær var Norðurá með 349 laxa, helm- ingi meira en í fyrra, en Þverá/ Kjarará var með 208 laxa. Síðan kom Langá með 178, Laxá í Kjós og Haf- fjarðará með um 170 hvor og Blanda með 140 stykki. Af öðrum góðum má nefna Miðfjarðará sem var komin í 80 laxa, en aðrar ár voru með færri laxa, þó sumar væru síst lakari í ljósi færri stanga. Má þá nefna Straumfjarðará, Laxá í Leirársveit og fleiri. Að koma til Nú er stórstreymt og fiskur víða að hellast inn. Laugardalsá við Djúp gaf t.d. 16 laxa á einum degi í vikulokin og rauk heildartalan þá á augabragði í 22 laxa. Góður kippur var einnig kom- inn neðan Æðarfossa í Laxá í Aðaldal eftir afar dapra daga. Menn hafa líka orðið varir við göngur ofar í ánni, m.a. á Nes- og Árnesveiðum. Er það bæði smár lax og stór og er sá smái nokkuð á undan áætlun. Silungaslóðir Góð veiði er í Litluá, bæði eru menn, að sögn Pálma leigutaka, að draga væna stað- bundna urriða, og einnig er sjóbirtingur byrjaður að sýna sig og er t.d. nokkuð líflegt á köflum í vatnaskil- unum við Bakkahlaup. Nýlega settu tveir veiðimenn t.d. þar í yf- ir 20 fiska og lönduðu þar af mörgum. Brunná opnaði líf- lega og fengu menn á annan tug vænna silunga. Ýmsar fréttir berast víða að, t.d. hafa menn fengið góð skot í Frosta- staðavatni, mest 1–2 punda bleikju, en þar mun hafa veiðst ein 5 punda nýverið. Þá hafa menn verið að fá allt að 6 punda bleikjur í Brúará, en í Þingvallavatni hefur murtan tröllrið- ið öllu að undanförnu. Hún tekur svo fljótt og grimmt að menn ná ekki að sökkva flugunni niður á kuðunga- bleikjuna. Líf í síðustu ánum Fjögurra punda bleikja tekur flugið þegar hún finnur fyrir flugunni … ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur unin í Jafnaseli kemur til með að vera opin 11–21 alla daga vikunnar, en afgreiðslutíminn er lengri en tíðkast hefur í lágvöruverslunum og er þannig reynt að koma betur til móts við þarfir neytenda að sögn Sigurjóns Bjarnasonar, rekstrar- stjóra Krónunnar. KRÓNAN opnaði nýja verslun við Jafnasel í Breiðholti í Reykjavík í gær. Var slegið upp grillveislu í til- efni opnunarinnar þar sem starfs- fólk Krónunnar tók á móti gestum með veitingum. Opnunarhátíð stendur yfir um helgina með opn- unartilboðum og kynningum. Versl- Ný verslun Krón- unnar í Breiðholti Morgunblaðið/Eggert Við opnun Krónunnar í gær, frá vinstri: Sigurjón Bjarnason rekstrarstjóri, Gunnar Sigurbjörnsson verslunarstjóri og Bjarni Jakobsson markaðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.