Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F yrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins á kjördag hefur orðið ýmsum tilefni til að veitast að Morg- unblaðinu og halda fram ósann- indum um fréttaflutning þess. Athygli vekur að þeir tveir sem hafa haft sig hvað mest í frammi í þessu sambandi eru báðir fyrr- verandi ritstjórar Þjóðviljans heitins, sem ekki var sérstaklega annálaður fyrir faglega frétta- mennsku. Annar þeirra er Mörð- ur Árnason, sem nú er þingmað- ur Samfylkingarinnar, og hinn er Ólafur Ragnar Grímsson, sem undantekningarlítið hefur gegnt störfum forseta Íslands síðast- liðin átta ár. Fyrirsögnin sem kallað hefur á svo sterk viðbrögð frá þessum mönnum sem raun ber vitni var aðalfyr- irsögn for- síðu blaðsins og hljóðaði svo: „Auð at- kvæði verða birt sér- staklega í fyrsta sinn“. Mörður og Ólafur Ragnar telja að með þessari fyrirsögn hafi Morgun- blaðið snúið af þeirri braut að lýsa skoðunum blaðsins eingöngu í ritstjórnargreinum og nú séu fréttir þess farnar að litast af þeirri stefnu blaðsins sem birtist í leiðurum þess. En er það svo að auðu seðl- arnir hafi ekki verið fréttnæm- astir í þessum kosningum? Nei, vitaskuld ekki, það þarf ekki ann- að en líta á úrslitin til að sjá að í auðu seðlunum felast helstu tíð- indi kosninganna. Greinilegt er, og það þekkja flestir sjálfsagt af samtölum við ættingja, vini og kunningja bæði fyrir og eftir kosningar, að mestar vangaveltur hafa spunnist í kringum auðu seðlana. Það þarf raunar ekki að vísa til einkasamtala í þessu sambandi, það er meira að segja hægt að vísa til frétta í Fréttablaðinu og þó verður það blað tæplega sakað um að sýna Ólafi Ragnari ekki fullan stuðning og vel það. Í stórri fyrirsögn í Fréttablaðinu hinn 20. júní síðastliðinn, tæpri viku fyrir kjördag, sagði: „Mesta spennan er um auðu seðlana“. Í annarri stórri fyrirsögn, sem birtist í Fréttablaðinu á kjördag, sagði: „Spennan í auðum seðlum og kjörsókn“. Í báðum tilfellum var verið að vísa til orða kennara í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands og greinilegt að þeim þóttu auðu seðlarnir helstu tíðindin og Fréttablaðinu fannst ástæða til að slá því upp með stórum fyr- irsögnum. Og þessi spenna var ekki síst til komin vegna þess að fólk hafði séð skoðanakannanir sem sýndu að mjög hátt hlutfall kjósenda ætlaði að leggja leið sína á kjör- stað til að skila auðu, eins og kom síðan á daginn. Voru þessar fréttir Fréttablaðsins túlkaðar sem sérstök árás á Ólaf Ragnar? Nei, einhverrra hluta vegna kusu þeir sem veittust að Morg- unblaðinu að líta framhjá því að aðrir höfðu verið sömu skoðunar um það hvað væri markverðast í forsetakosningunum. Árásirnar voru þess vegna full- komlega tilhæfulausar og vafalít- ið til þess ætlaðar annars vegar að hafa áhrif á úrslit kosning- anna, að minnsta kosti þær árásir sem Mörður setti fram á kjördag í ljósvakamiðlum, og hins vegar til þess að búa til einhverja skýr- ingu á því eftir á hvers vegna Ólafi Ragnari gekk jafn illa og raun ber vitni í kosningunum. En það er annað í þessu sem er sérstaklega umhugsunarvert fyrir okkur sem störfum sem blaðamenn á Morgunblaðinu, og það eru þau viðbrögð sem þessar árásir hafa fengið frá tilteknum aðilum. Eða öllu heldur skortur á viðbrögðum. Á síðustu mánuðum hefur iðu- lega verið bent á að fjölmiðlar innan Norðurljósasamstæðunnar kynnu að ganga erinda eigenda sinna og ýmis sannfærandi dæmi um fréttaflutning hafa jafnvel verið nefnd þessu til stuðnings. Gagnrýnin hefur komið úr ýms- um áttum, en að minnsta kosti þegar hún hefur komið frá for- ystumönnum ríkisstjórnarinnar hafa ákveðnir menn gjarnan látið í sér heyra og talið gagnrýnina eða viðvörunarorðin vera sér- staka árás á störf fréttamanna þessara miðla. Svo sérkennilega vill til að einn þessara manna er einmitt fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans líkt og hinir tveir sem minnst hefur verið á hér að ofan, en það er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Í maí síðastliðnum lýsti hann til dæmis þeirri skoðun sinni að það að álíta að eignarhald gæti haft óæskileg áhrif á ritstjórnir miðla Norðurljósa þýddi að gagnrýn- endurnir óttuðust að „ríflega hundrað fréttamenn Norðurljósa séu viljugar endurvarpsstöðvar fyrir viðhorf og skoðanir eigenda Baugs. Í þessu felst að sjálfstæði og faglegur metnaður frétta- manna sé upp til hópa svo bág- borinn að þeir taki línuna frá eig- endum miðlanna.“ Með þessum hætti telur for- maður Samfylkingarinnar ástæðu til að koma fréttamönn- um á miðlum Norðurljósa til varnar þegar á það er bent að fréttaflutningur miðlanna kunni að litast af öðru en fréttamati. Ritstjórar DV og Fréttablaðs- ins hafa fylgt svipaðri línu og þóst móðgaðir fyrir hönd blaða- manna sinna þegar fréttaflutn- ingur miðla þeirra hefur verið gagnrýndur þó að lítið eða ekkert hafi farið fyrir efnislegum svör- um við gagnrýninni. Þögn ritstjóra DV og Frétta- blaðsins við árásunum á Morg- unblaðið – og þar með vænt- anlega á blaðamenn þess – kemur svo sem ekki á óvart. En það sem er sláandi nú er þögn formanns Samfylkingarinnar og ýmissa annarra sem hafa með svipuðum hætti komið til varnar fréttamönnum annarra miðla. Ef til vill eiga Össur og aðrir verj- endur miðla Norðurljósa eftir að koma til varnar Morgunblaðinu og blaðamönnum þess og finna að árásum Ólafs Ragnars og Marðar, en það er þó ólíklegt. Líklegra er að ekki hafi verið meiri alvara á bak við vörnina en svo, að þessir menn séu hæst- ánægðir með árásina á Morg- unblaðið og muni fremur taka þátt í henni en að gagnrýna árás- armennina. Fyrirsögn „Ef til vill eiga Össur og aðrir verjendur miðla Norðurljósa eftir að koma til varnar Morgunblaðinu og blaða- mönnum þess og finna að árásum Ólafs Ragnars og Marðar, en það er þó ólíklegt.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is Algengt er að ruglað sésaman föstum orða-samböndum eða á ein-hvern hátt rangt með þau farið. Athugull lesandi benti umsjónarmanni á nýlegt dæmi af þessum toga. Í Ríkisútvarpinu var fyrir skömmu fjallað um erlendan listamann. Þá var komist svo að orði að áhorfendur hefðu hrifist svo mjög af sýningu listamannsins ?að þeir hefðu hvorki haldið vatni né vindi. Orðatiltækið fá ekki vatni haldið er eldfornt og merkir svipað og orðasambandið geta varla tárum haldið eins og Jón biskup Vídalín orðar það eða geta ekki minnst á eitthvað ógrátandi eins og eld- klerkurinn Jón Steingrímsson kemst að orði. Dæmi um orða- tiltækið eru fjölmörg úr fornu máli og síðari alda máli og af þeim er al- veg ljóst að vatn vísar hér til tára. Í Heimskringlu segir frá því að Magnús konungur góði lést fyrir aldur fram (1047). Hann var harm- dauði allri alþýðu og í kvæði sem ort var eftir hann segir svo í umrit- un: Menn felldu mörg tár, þá er þeir báru konung í gröf; ... hús- karlar konungs héldu varla vatni ... síðan sat þjóð konungs oft hnip- in. Svipað dæmi er að finna í Sverris sögu þar sem greint er frá falli Magnúsar konungs Erlings- sonar: máttu nær engir vatni halda er til gengu og kysstu líkið. – Grátur vísar jafnan til sterkra til- finninga, oftast sorgar, en getur einnig átt við gleði. Það er því eðli- leg merkingarþróun að orða- tiltækið fá ekki vatni haldið (yfir e-u/fyrir e-u/af e-u) geti vísað til hrifningar. Því er ekki að neita að umsjónarmaður hefur orðið þess misskilnings var að vatn sé talið merkja ‘þvag’ í þessu sambandi og viðbótin ... né vindi virðist af sama toga. Nú kann að vera að sumum þyki þessi þróun eðlileg, jafnvel bera vott um sveigjanleika tungu- málsins og sköpunarmátt, en um- sjónarmanni finnst slík málbeiting nánast fáránleg, en í þessu tilviki sem öðrum er best að hver dæmi eftir sínum smekk. Orðasambandið krukka í e-ð merkir í beinni merkingu ‘skera í e-ð’ (oft með ómarkvissum hætti), t.d.: Læknirinn vill krukka (eitt- hvað) í líkið. Í óbeinni merkingu merkir það ‘fikta við e-ð, breyta e-u’, t.d.: krukka í tillöguna/ frumvarpið. Eins og sjá má af dæmunum stýrir sögnin krukka í þolfalli enda vísar hún til hreyf- ingar. Nýlega las umsjónarmaður vandaða spennubók og rakst þar á eftirfarandi dæmi: Þú skalt ekki halda að þú getir krukkað í mér með þinni vasabókarsálfræði frá Bandaríkjunum eða nýaldarbulli. Hér virðist orðasambandið ?krukka í e-m merkja ‘hafa áhrif á e-n, hræra í e-m’ og ætla má að jafnt merkinguna sem fallstjórn- ina (þágufall) megi rekja til orða- sambandsins hræra í e-m. Um- sjónarmaður telur að hér sé um að ræða nýmæli og kann því reyndar illa. Skilyrði þess að breytingar af þessum toga nái að festa rætur í málinu er að þau orð sem um ræð- ir séu (orðin) ógagnsæ, í þessu tilviki sögnin krukka ‘skera’. Dæmi sem þetta sýn- ir eins og fjöl- mörg önnur að í íslensku fléttast oft saman málskilningur og málnotkun eða með öðrum orð- um málsaga og málbeiting. Gagnsæi málsins og tengsl við upprunann verða að mati umsjón- armanns seint of metin. Umsjónarmanni virðist að mál- far í útvarpi og sjónvarpi sé í stórum dráttum í góðu lagi. Vita- skuld geta fréttamönnum orðið á mistök eins og öðrum og ekki leggja þeir viðmælendum sínum orð í munn – hvorki í beinni né óbeinni merkingu. Sjónvarp og út- varp hefur löngum verið til fyr- irmyndar að þessu leyti enda á svo að vera. Þetta á þó því miður ekki alltaf við um textavarpið. Ætla mætti að þeim sem því stýra ætti að vera í lófa lagið að koma frá sér villulausum texta en því er ekki að heilsa. Umsjónarmaður les texta- varpið reglulega, stundum sér til leiðinda og gremju sökum frá- gangsins. Hér skal eitt nýlegt dæmi lagt í dóm lesenda, skáletr- anir eru mínar: Herinn réðist til atlögu skömmu eftir að uppreisnarklerknum Al- Sadr voru settir úrslitakostir. Bandarískar árásarþyrlur eru sagðar hafa fellt 57 skæruliða í einni árás. Starfsfólk tveggja spít- ala í nágrenninu segja að þangað hafi komið 23 látnir og 34 særðir Írakar (27.4.2004). Umsjónarmaður telur óþarft að ræða einstök atriði í ofangreindri klausu en telur að hér hljóti að vera hægt að gera betur. Það mun vart hafa farið fram hjá nokkrum manni að forseti Ís- lands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar eins og þráfaldlega hefur verið komist að orði. Um- sjónarmaður kann ekki við þetta orðalag, það samræmist ekki mál- kennd hans, og breytir það engu þótt í 26. grein stjórnarskrárinnar segi: „Nú synjar forseti laga- frumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi“. Ástæðan er sú að þgf.-andlag með sögninni synja vísar jafnan til manns, t.d. synja e-m um e-ð/leyfi eða synja e-m e-s/aðstoðar. Í rit- málsskrá Orðabókar Háskólans er að finna 44 dæmi um sögnina synja og ekkert þeirra rennir stoð- um undir þá notkun sem fram kemur í stjórnarskránni. Í Ís- lenskri orðabók eru tilgreindar myndirnar synja e-m e-s, synja e-m um e-ð og synja fyrir e-ð og svipaða lýsingu er að finna í orða- bók Blöndals, að því viðbættu að þar er einnig gefin myndin synja e-s (benægte ‘neita’). Allt ber því að sama brunni, það er engin hefð fyrir myndinni synja e-u e-s. Því má loks bæta við að í yfirlýsingu sinni sneiddi Ólafur Ragnar hjá þessu orðalagi en þar sagði hann: „Ég hef því ákveðið ... að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum ...“ Úr handraðanum Flestir munu þekkja orða- sambandið klekkja á e-m í merk- ingunni ‘ná sér niðri á e-m; refsa e-m’, t.d.: fór hann á fund bræðra sinna og hugsaði nú að klekkja á þrjótunum og varaðist aðeins áleitni Jóns og klekkti nokkuð á honum að lokunum. Í nútímamáli klekkja stjórnmálamenn á and- stæðingum sínum, ekki ósvipað því er menn berja á e-m. Upphafleg merking sagnarinnar klekkja virð- ist einmitt vera ‘berja’, en orða- sambandið á trúlega rætur sínar í kaþólskum sið. Í heimild frá 17. öld þar sem fjallað er um siðvenjur í pápísku segir: Með breiða enda á stólunum (stóla, kvk., ‘langur borði, hluti af messuskrúða presta og djákna’) klekkti prestur í koll- inn á þeim sem skriftuðust, eink- um á frillulífsfólki. Þeir sem stærri hluti brutu voru hins vegar leystir með þar til gerðum lausnarvendi. Presturinn las ákveðinn sálm og laust þá, sem skriftast höfðu, í höf- uðið eitt högg hvern. Er sálmurinn var úti tók hann til aftur og þá fékk sérhver þeirra er skriftast höfðu þrjú högg af lausnarvend- inum en djákni taldi með prest- inum svo eigi skytist (‘honum yrðu ekki á mistök við talninguna’). Sjónvarp og útvarp hefur löngum verið til fyrirmyndar að þessu leyti enda á svo að vera. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 31. þáttur Í MORGUNBLAÐINU hinn 26 júní sl. er frétt um að auð atkvæði verði birt sérstaklega í fyrsta sinn (sem reynist að vísu ekki alveg rétt). Í fréttaskýringu á síðu 8 sama dag er haft eftir Þórunni Guð- mundsdóttur, for- manni kjörnefndar í Reykjavík norður: Það er ekkert leynd- armál að ýmsir hafa lýst því yfir að þeir ætli að skila auðu og okkur finnst sjálfsagt að verða við því og og taka fjölda auðra atkvæða sérstaklega fram. Obbobbobb, er formaður kjör- nefndar að lýsa því yfir að nú verði tekið við auðum atkvæðum í fyrsta sinn (okkur finnst sjálfsagt að verða við því) sem er náttúrlega hártogun, eða við hverju finnst okkur sjálfsagt að verða? Ég minnist þess ekki að aðrir en Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist skila auðu. Kannski mér hafi yfirsést um ein- hverja. Þá má minna á að kosning er leynileg og ekki er hægt (síst kjör- stjórn í sínum störfum) að taka yfirlýsingar um það hvernig menn ætli sér að kjósa ígildi væntanlegs atkvæðis. Sem sé, fyrri spurn- ingin er: Hvaðan hafði kjörstjórn upplýs- ingar um hina ýmsu sem ætluðu að skila auðu? Og hin síðari: Höfðu þessir ýmsu eða aðrir ósk- að eftir þessari nýbreytni í birtingu við kjörstjórn? Ég tek fram að mér finnst ekkert óðlilegt að þessi háttur sé hafður á um birtingu atkvæða. Í næstu al- þingiskosningum verður kannski tekinn sérstaklega fram fjöldi breyttra atkvæðaseðla hvers fram- boðs. Ég er viss um að það muni fjölga þeim sem nýta þann rétt sinn, í dag er hann nánast alveg dauður. Er ekki ágætur tími til að fara að huga að því, breytingar eru skilaboð rétt eins og auður seðill er skilaboð til þeirra er í kjöri eru. Tvær fyrirspurnir til Þórunnar Guðmundsdóttur Ríkharð Brynjólfsson skrifar um forsetakosningar ’Hvaðan hafði kjör-stjórn upplýsingar um hina ýmsu sem ætluðu að skila auðu?‘ Ríkharð Brynjólfsson Höfundur er prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.