Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Pálsdótt-ir, Svínafelli, and- aðist á hjúkrunar- heimilinu á Höfn að kvöldi 27. júní síðast- liðinn. Sigrún fæddist í Austurbænum á Svínafelli 7. apríl 1926. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Sigurðardóttir, f. 4. ágúst 1893, d. 18 ágúst 1978, og Páll Pálsson, f. 4 febrúar 1889, d. 11. apríl 1954. Bróðir Sigrún- ar er Jón Páll Páls- son, f. 10. mars 1929. Hinn 25. apríl 1948 giftist Sig- rún Þorsteini Jóhannssyni frá Hnappavöllum, f. 7. sept. 1918, d. 26. sept. 1998. Foreldrar hans voru Jóhann I. Þorsteinsson, f. 13. febrúar 1881, d. 10. maí 1963, og Guðrún Jónsdóttir, f. 22. ágúst 1890, d. 3. desember 1974. Börn Sigrúnar og Þorsteins eru: 1) Guð- jón, f. 13. mars 1949. 2) Jóhann, f. 9. apríl 1952, kvæntur Hafdísi S. Roysdóttur, f. 14. janúar 1959. Þeirra börn eru Þorsteinn, f. 11. október 1991, Svan- hvít Helga, f. 3. apríl 1994, og Sigurður Pétur, f. 2. júlí 1999. 3) Pálína, f. 29. jan- úar 1955, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 3. febrúar 1954. Þeirra börn eru Sigrún Svafa, f. 8. febrúar 1980, sambýlismaður Skúli Freyr Brynj- ólfsson, f. 20. júní 1976, Dóra Guðrún, f. 9. febrúar 1984, og Steinunn Björg, f. 31. mars 1989. 4) Hall- dór, f. 2. október 1957. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Svínafelli, en eftir að hún giftist gegndi hún húsmóðurstöðu í Austurbænum meðan heilsa hennar leyfði. Síðustu æviárin dvaldi hún á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn, og átti þar heimili þar til hún var flutt á hjúkrunarheimilið skömmu áður en hún lést. Útför Sigrúnar fer fram frá Hofskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Þegar ég frétti að þú værir orðin veik og líkur væru á að þú ættir ekki langt eftir ólifað, flugu ótal hugsanir um kollinn minn. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu og því erfitt að kyngja því að svo verði ekki meir. Fyrstu minningabrotin mín eru úr eldhúsinu þínu þar sem á þeim tíma var alltaf margt fólk og nóg af mat. Ég var svo heppin að foreldrar mínir bjuggu hjá ykkur afa á tímabili og því hafði ég ótakmarkaðan aðgang að ykkar hlýja viðmóti og athygli. Oft sat ég og hlustaði á þig segja mér sögur á meðan þú varst eitthvað að stússast í eldhúsinu, þú sagðir mér sögur úr hinu raunverulega lífi og oft sögur úr þinni bernsku sem var að flestu leyti gjörólík því sem ég þekkti. Minnisstæðust er mér sagan um það þegar raflýsingin kom í gömlu bæina og ég hugsa oft um það enn í dag hvað það hefur verið mikil upplifun fyrir þig þegar hægt var að kveikja ljós með einum hnappi. Svo- leiðis sögur glæddir þú lífi svo að litla stýrið ég, sat alveg dolfallin að hlusta. Oft óska ég þess samt að ég hefði tekið betur eftir, því ég lagði því miður ekki nógu margt á minnið af öllum þessum skemmtilega fróð- leik. Þú varst húsmóðir af lífi og sál og vissir ekkert betra en að gefa fólki að borða. Enda var maturinn þinn með eindæmum góður, einfaldur alvöru íslenskur herramannsmatur. Við systur vorum fljótar að læra á þetta og nýttum okkur það stundum ef við vorum ekki alveg nógu sáttar við úr- valið hjá mömmu, þá stungum við af yfir lækinn og spurðum ömmu með sykursætri röddu hvort við mættum ekki fá smá graut. Það var í öllum til- vikum auðsótt mál, hennar uppáhald voru börn sem tóku vel til matar síns. Ég gleymi heldur aldrei þeirri tilfinningu að skjótast inn til ömmu og fá eina sjóðheita og stökka kjöt- bollu í höndina sem maður gat maul- að úti á hlaði. Kjötbollurnar hennar ömmu er sá allra besti matur sem ég hef smakkað og hef ég nú samt smakkað ýmislegt. Þú varst alltaf svo þolinmóð við okkur systurnar og hafðir okkur með í verkunum, við fengum oft að hjálpa þér að baka. Dóra systir var nú hrifnust af því að sleikja kremið af negrakossunum sem þú gerðir alltaf um jólin, ein- hvern tíma var kremið horfið af öll- um kökunum í dunknum þegar þú ætlaðir að fara að bjóða gestunum. Þú gast nú ekki annað en hlegið að þessum ljóshærða hrokkinkolli með bláu augun og fjarri þér að þú færir að skammast. Þú varst svo stolt af fjölskyldunni þinni og þér leið hvergi betur en með okkur öll samankomin við svignandi eldhúsborð af kræsingum. Þú varst oft mjög gamansöm og sagðir stund- um gamansögur af skemmtilegum atvikum frá fyrri tíð. Fátt notalegra í minningunni en að sitja við eldhús- borðið þitt með mjólk og köku, og veltast um af hlátri með öllu full- orðna fólkinu yfir sögunum þínum. Og svo hlóst þú og hristir höfuðið yf- ir þessu öllu saman. Þú varst af þeirri kynslóð sem upplifði tímana tvenna, ólst upp í torfbæ og lærðir gamla búskapar- hætti og vinnuaðferðir sem nútíma lausnir og ýmis raftæki hafa leyst af hólmi í dag. Ég er viss um að það hefur haft mikil áhrif á þína persónu og ýtt undir þann eiginleika þinn að taka á móti lífinu með því æðruleysi og rólyndi sem alltaf einkenndi þig. Á þinn rólega hátt hefur þú lagt mér margar mikilvægar lífsreglur sem hafa reynst gott veganesti út í lífið. Það hafa verið forréttindi að alast upp í návist þinni og betri ömmu hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Við systurnar eigum ótal ógleyman- legar minningar um góðar samveru- stundir og viljum þakka fyrir að hafa fengið að njóta þeirra með þér. Nú ertu aftur komin til afa og það er mikil huggun í því. Guð og góðir englar veri með ykkur báðum. Ástarkveðja. Sigrún Svafa og systur. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Sigrúnar Pálsdóttur, frænku minnar og fóstru. Ég hef oft hugsað um það hversu lánsöm ég var að fá að dvelja sum- arlangt um árabil hjá Sigrúnu Páls- dóttur og Þorsteini Jóhannssyni í Austurbænum á Svínafelli. Þar fékk ég gott veganesti fyrir lífið. Sigrún reyndist mér sem hin besta móðir. Hún var umhyggjusöm og elskuleg og kenndi mér margt. Þannig held ég að hún hafi reynst öllum þeim sem voru undir hennar verndarvæng. Ég minnist hennar sem fallegrar konu, sem bar sig vel, með hægláta framkomu, traust og örugg. Hún hló ekki oft en brosti ósjaldan og raulaði með útvarpinu, sístarfandi. Sigrún hafði yndi af kveðskap og var minnug á ljóð og sögur. Þetta var mikið menningar- heimili í Austurbænum hjá þeim Þorsteini og Sigrúnu. Vettvangur Sigrúnar var heimilið. Það var hennar ríki, og hún rak heimilið með miklum myndarbrag. Snyrtimennska og reglusemi voru henni í blóð borin. Oft voru tíu til tólf manns í heimili og auk þess mikill straumur gesta eins og var á gest- risnum heimilum í þá tíð. Störf hús- bóndans kölluðu ennfremur á mikla umferð. En þrátt fyrir annríki var alltaf tími til að gefa sig að gestum og gangandi. Sigrún kunni listina að geta haldið uppi samræðum við ókunnuga, háa sem lága, láta þeim líða vel og finnast þeir hjartanlega velkomnir. Árið 1990 fékk Sigrún heilablóð- fall sem hún náði sér aldrei til fulls af. Geta til tjáskipta minnkaði en hugurinn var skýr og hún las mikið eftir það. Þorsteinn féll frá árið 1998. Síðustu árin dvaldi Sigrún á Skjól- garði á Höfn, en kom eins oft og hún gat heim í Svínafell og hugurinn fór vissulega aldrei þaðan. Að leiðarlokum vil ég þakka kynn- in við einstaka konu sem ég á svo margt gott að þakka. Svafa Sigurðardóttir. Í sveitinni forðum sofnaði maður á kvöldin við hljótt fótatak sístarfandi konu. Svo vaknaði maður að morgni við sama fótatakið, eins og hún hefði unnið alla nóttina. Gengið eins og klukkan, sem tifaði allan sólarhring- inn. Í hádeginu þegar komið var heim af túninu var hún enn að. Eins á kvöldin. Engu líkara en hún þyrfti ekki einu sinni að eta, eins og við hin sem sátum undir borðum hennar. Andstætt klukkunni knúinni af upp- dreginni fjöður, var hún ekki knúin af slíkri fjöður, heldur þeirri sem leið yfir kálfskinn og skildi eftir í slóð sinni sögu þjóðarinnar. Hún var eins og tíminn sjálfur, eilífðin. Og þó hún hafi nú kvatt þennan heim, er líkara því að maður sjálfur hafi sofnað og eigi eftir að vakna við fótatak hennar næsta dag. Ég, sem þetta rita, dvaldi sex sum- ur í faðmi frændfólks míns í Svína- felli og í faðmi skógivaxinna undir- hlíða Öræfajökuls. Ég var eins og eitt barna Sigrúnar Pálsdóttur hús- freyju í Austurbænum í Svínafelli. Það þurfti ekki mörg orð eða hvöss svipbrigði til að skilja hvað mátti og hvað mátti ekki. Ég var eins og lítill ungi sem flaut léttilega á þungum niði tímans. Og sólin hún glampaði af mjúkum öldum þessa fljóts. Ég þurfti enga fjöður, sem knúði mig móti straumnum, ekki heldur væng gegn andbyri. Allt var svo auðvelt og létt. Maður var í góðum höndum. Ég skildi ekki af hverju ég fékk hrós en það auðnaðist mér á þann hátt að ekkert væri sjálfsagðara, en að eiga það skilið. En nú skynja ég betur, en nokkru sinni fyrr hvers virði þetta var. Það hefur mörg gullmyntin síð- an ávaxtað sig og orðið að fjársjóði, Rínargulli, sem ég mun hringa mig um eins lengi og klukka mín tifar. Ég vil einnig minnast eiginmanns Sigrúnar, sem líka var skyldur mér, Þorsteins Jóhannssonar bónda, kennara, vegavinnustjóra og skálds. En hann lést fyrir nokkrum árum. Einnig hann með reynslu kynslóð- anna kenndi mér þær einföldu lífs- reglur sem nægja í lífsins ólgusjó. Eins konar stuðlar og höfuðstafir, þegar maður yrkir sína eigin lífsslóð. Hann var líka eins og tíminn sjálf- ur. Af tungu hans runnu fornsögurn- ar ljóslifandi. Hetjur riðu fyrir aug- um manns um Litla Hérað. Og af fingrum fram náði sviðið enn lengra aftur til fortíðar. Ég man vel þegar töðugjöld voru, og geldá slátrað á túninu austan við bæinn. Við unga fólkið fylgdumst með álengdar og fjær lágu hundarnir í grasinu og biðu átekta. Þegar lifrin var numin brott, skar Þorsteinn krossmark í hana og lagði síðan í trog. Þegar komið var að hjartanu var það tekið úr gollurhús- inu, og hann skar leiftursnöggt tvær totur af því, sem hann fleygði út á völlinn, en lagði síðan hjartað var- lega í trogið. Ég spurði hvers vegna hann gerði þetta. Hann vissi það ekki, en sagði að pabbi sinn og afi hefðu gert þetta og sennilega þeir langfeðgar eins langt aftur og menn mundu. Löngu seinna var mér ljóst hvað þetta þýddi. Rætur Þorsteins náðu enn lengra, en hann grunaði sjálfan. Óafvitandi hafði Þorsteinn, þarna í túninu heima á Svínafelli, fært fórn- ir. Helgað Þór lifrina og fært ásnum Ullin ullinseyru hjartans. Og fulltrú- ar Ullins á jörðinni, bestu vinir Frið- riks mikla Prússakonungs, tóku við þeim, þarna á grasbalanum. Þegar ég sagði svo Þorsteini þetta, hló þessi trúaði maður léttilega með glampa í augunum. Og maður skildi þá vel að forfeður okkar slógust ekki á Alþingi árið þúsund. Að leiðarlokum munu þessi heið- urshjón, frændur mínir og vinir, hvíla hlið við hlið á Hofi. Og farfugl- arnir munu heimsækja þau og votta þeim virðingu sína. Á greinum reyn- is við gröf þeirra munu þrestir syngja. Eilífð, eilífð. Sigurður V. Sigurjónsson. Innilegar þakkir fyrir öll yndis- legu árin sem ég dvaldi í Austurbæn- um og órofa vináttu síðan. Öll fallegu sendibréfin sem byrjuðu með ynd- islegu ávarpi og enduðu á: „Þín ein- læg vina Sigrún.“ Það er margt sem rifjast upp einmitt núna og eftir situr söknuðurinn og um leið þakklætið fyrir að hafa átt þessar perlur í minningunni sem þú áttir mikinn hlut í að skapa. Ég leyfi mér að festa hluta af þeim á þetta blað þó ég hefði átt að vera búin að gera það fyrr og senda þér. Um vorið 1946 þegar ég kom í Austurbæinn varstu ung og fínleg heimasæta sem tileinkaðir þér þær handmenntir sem umsvifamikið heimili gerði kröfur til, enda sjálfs- þurftarbúskapur vart úr sögunni. og vílaðir ekki fyrir þér að ganga í öll verk af miklum dugnaði og seiglu. Ég fann hve mikið traust var borið til þín og hve þú varst traustsins verð. Ef ferðafólk, einkum erlent, bar að garði og þú úti við heyvinnu breiddi Helga hvítt lak á Ekruna, þ.e. brekk- una fyrir ofan bæinn, sem táknaði að hún þyrfti aðstoðar við. Þótt þú ynn- ir verk þín hljóð þá hrópaði fjarvera þín á okkur hin sem eftir vorum, einkum þegar mikið hey lá undir. Sveitastörf voru mér framandi og því hefur eftirtekt mín verið meiri en ella, einkum verksvið ykkar kvennanna og hve hlutur ykkar var mikill, en fór samt svo lítið fyrir, en samt valt líf og heilsa heimilisfólks- ins á þeim aðbúnaði sem þið unnuð og því atlæti sem þið veittuð. Ýmis áhöld sem nú eru á söfnum voru á þessum tíma í fullri notkun, en þykja nú dýrmætir safngripir. Farið er að taka þau fram í dagsljósið og blása af þeim rykið og gleymskunni og rifjuð upp gömul handverk sem telst nú til heimilisiðnaðar og fagfólk, listakon- ur og menn okkar tíma, hafa hafið til vegs og virðingar og er það þakk- arvert. Heimilisiðnaður var í heiðri hafður í Austurbænum og man ég sal- únsteppi sem þú ófst í ýmsum litum sem er skilgreindur samkvæmt Ís- lenskri orðabók sem: „sérstök vefn- aðargerð, munsturband (yfirband) á einskeftugrunni, oft ofið í rúm- ábreiður“. Einnig vélprjónaðirðu peysur með fallegu munstri og gafst mér slíka og var ég heldur en ekki upp með mér, einkum í útreiðatúr- um, því þær voru hreinustu spariflík- ur. Þið konurnar á heimilinu höfðuð kembt og spunnið bandið. Garnið varð að vera jafnt og vel spunnið svo það flæktist ekki í vélinni og skapaði vandræði, ef ég man rétt. Kynntist ég þar hvernig ull var komið í fat. Þegar lita þurfti bandið var það einn- ig litað heima úr völdum íslenskum jurtum sem sóttar voru út í guðs græna náttúruna og virtist vera mik- il nákvæmnisvinna Eins er mér minnisstætt hve ég var þakklát og montin er ég klæddist gráa fallega regngallanum sem þú saumaðir mér, en slíkar skjólflíkur áttu flestir, a.m.k. á Svínafelli. Efnið var úr loftbelg sem fannst á Virk- isárjökli, sem sennilega hafði borist inn til landsins á stríðsárunum. Ára- tugum síðar komust svipaðir gallar í tísku og þykja nú ómissandi í úti- legum. Enn gengu einstaka eldri menn og konur í sauðskinnsskóm og fylgdist ég grannt með hvernig skórnir voru gerðir og einnig lepparnir sem inn í þá voru lagðir voru hannaðir og sagt frá hvernig ungar stúlkur lögðu metnað sinn í að gera þá sem vand- aðasta og fallegasta. Minnisstætt er mér þegar Hafra- fellið var smalað sem úfnir og illfærir skriðjöklar Skaftafells- og Svína- fellsjökuls umluktu. Sérstakan bún- að þurfti til að ganga jökulinn og var hann heimaunninn. Man ég að þið mæðgur saumuðuð sérstaka skó úr nautshúð á föður þinn og bróður vegna þeirrar ferðar. Sjálfri fannst mér þetta ægileg svaðilför, vitandi af óhuggulegum frásögnum frá fyrri tímum um faldar jökulgjár og sprungur er leyndust víða í jöklinum sem auk þess var á lúmskri hreyf- ingu að hætti skriðjökla og ekki þótti mér Hafrafellið árennilegt til að elt- ast þar við styggar rolluskjátur, en það var ekki að finna á karlmönn- unum á Svínafelli sem bjuggust til þeirra farar með kaðlahespur á öxl- um og broddstafi í höndum glaðir í bragði. Þeir virtust vera að fara í hreina ævintýraferð, þó vantaði jeppa, radartæki og annan bráð- nauðsynlegan búnað sem tíðkast í dag. Það merlar enn í minningunni þegar uppskipun stóð fyrir dyrum og þurfti þá einnig sérstakan búnað fyr- ir þá sem að uppskipun stóðu, en eft- irvæntingin var mikil þegar komið var heim með góssið sem pantað hafði verið um veturinn hjá deildar- stjóranum sem fór þá á milli bæja til að skrifa niður pantanir. Drengir og telpur sáu stundum drauma sína rætast og fengu e.t.v. margblaða vasahnífa, svuntuefni og jafnvel súkkulaðipakka sem varð að endast út árið. Konur báru saman fallegu sirsefnin sín og fyrr en varði prýddu þær töðuflekkina í önnum heyskapar í sínum fallegu mismunandi lituðu og munstruðu kjólum, þ.e.a.s. þær sem ekki höfðu komist upp á lag með að klæðast samfestingum eða smekk- buxum við útiverkin. Annað sumarið mitt í Austurbæn- um varstu trúlofuð Steina. Ég man hve þið voruð hamingjusöm og sam- rýnd. Fljótlega tók móðurhlutverkið við og þar varstu stærst. Hið göfugasta í lífi okkar er ást, er móðir ber til sinna barna. Hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpsta kjarna. Hún veitir ljós, sem ljómi bjartra stjarna. (Ágúst Böðvarsson.) Þú varst heil í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þess naut ég og þess nutu börnin mín sem fengu að dvelja hjá ykkur Steina á sumrin. Fyrir það allt og fleira sendum við héðan frá mínum ranni okkar inni- legustu kveðju og þakkir. Nú tef ég ekki lengur, elsku Sig- rún mín, því ég veit að Steini bíður þín með farskjótana eins og forðum og saman renna gæðingarnir með ykkur svo frjáls frá öllu jarðnesku amstri út í hina undurfögru nátt- lausu veröld, þar sem birkiilmurinn berst að vitum, ljúfur lækjaniður að eyrum og sumardýrðin skartar sínu fegursta ykkur til dýrðar. En þið þurfið ekki að fara langt, því þannig er Öræfasveitin um Jónsmessu. Þín einlæg vina, Bryndís. SIGRÚN PÁLSDÓTTIR Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.