Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Blaðsíða 5
var snöggan blett að finna í leik. Í báðum þess- um sýningum var umbúðum stillt í hóf, þessi klassísku verk fengu að njóta sín. Á þessum stutta tíma sem liðinn er af þessari öld verður ekki sagt að íslensk leikritun hafi farið mikinn. Þó ber að nefna það sem hvað best var gert í þeim efnum og kemur þá upp í hugann einleikur Völu Þórsdóttur, Háaloft, sem sýnt var í Kaffileikhúsinu á vegum Ice- landic Takeaway Theatre í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, en í verkinu nálgaðist Vala við- kvæm mál á ljúfsáran hátt en af hæfilegri al- vöru. Í þessari uppfærslu fóru þær Ágústa og Vala einstaklega einfalda en um leið áhrifaríka leið, leikrýmið hentaði fullkomlega og þar sem auðvelt hefði verið að „búa“ um verkið fóru þær þá leið að strípa það. Á Nýja sviði Borg- arleikhússins setti LR upp And Björk of co- urse ... eftir Þorvald Þorsteinsson, verk sem var „of course“ með því athyglisverðasta sem uppá var boðið, lágstemmdur leikur og sorg- legur húmor einkenndu þessa uppsetningu sem stýrt var af Benedikt Erlingssyni. Leik- arar fóru á kostum í sýningunni en hér verður þó nafn Hörpu Arnardóttur sérstaklega nefnt. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessi sýning hefði verið fyrstu gráðu umbúðaleikhús, svo er þó ekki, umbúðaleikhús kemur aldrei hreint fram, segir sjaldnast alla söguna og aldrei segir það hana eins og hún er. Werner Schwab var loks kynntur fyrir ís- lenskum leikhúsgestum þegar LR setti á svið verkið Öndvegiskonur, áhrifamikið leikrit. Uppsetningin var mjög fín og vakti töluverða athygli, Viðar Eggertsson leikstýrði. Vestur- port kynnti okkur írska leikskáldið Enda Walsh þegar kraftmikil sýning þeirra á verk- inu Diskópakk vakti verðskuldaða athygli í litla hjallinum í vesturbænum. Vesturport stimpl- aði sig í raun glæsilega inn í íslenskt leikhúslíf og er skemmst að minnast uppfærslu þeirra á Rómeó og Júlíu í samstarfi við Borgarleikhúsið og Íslenska dansflokkinn. Nú hefur þessari sýningu verið boðið til Young Vic leikhússins sem er í raun stórkostleg viðurkenning og finnst þeim sem hér stýrir penna að fólk geri sér ekki grein fyrir því hérlendis hvað Young Vic leikhúsið er í raun og hversu mikill heiður það er að vera boðin þangað með slíkum „brav- úr“ sem raun ber vitni. Þrátt fyrir miklar um- búðir er sú sýning ekki umbúðasýning. Sagan um elskendurna í Veróna heldur sér prýðilega og er hvergi prettuð, sýningin er heilsteypt í stíl og áræðni. Þrjú heljarstökk og ein róla not- uð tvisvar afþvíbara í annars hefðbundinni sýn- ingu hefði hins vegar bent til heiðarlegrar löngunar til að fylla umbúðaflokkinn. Ein besta og um leið umbúðalausasta sýning undanfarinna ára fór einnig fram í Borgarleik- húsinu í samvinnu þess og Strindberg-hópsins. Dauðadansinn í leikstjórn Ingu Bjarnason var sannkölluð leikhúsupplifun, sýning sem unnin var af alúð og vandvirkni og síðast en ekki síst af virðingu fyrir verkinu og höfundi þess en þá virðingu skortir því miður á stundum í íslensku leikhúsi. Það virðingarleysi er oft aumkunar- verð tilraun til róttækni ellegar enn aumkunar- verðara tilhlaup í átt að módernisma og gildir þá einu hvort hann er „prí“ eða „póst“, sá síð- arnefndi hefur stungið niður fæti í leikhúsinu ýmist dúðaður eða ber en ekki skilið eftir sig teljandi minnisvarða. Leikhópurinn Á senunni tók sig til og setti á svið leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff í leik- stjórn Stefáns Jónssonar, það er skemmst frá því að segja að sýningin féll vel í kramið enda góð í alla staði; verkið skemmtilegt, leikurinn frábær og leikstjórnin góð. Verðlaun þau sem þessari uppfærslu hlotnuðust á vordögum eru ekki tilviljun. Berkoff er að sjálfsögðu, þrátt fyrir allt og allt, meistari einfaldleikans, líkt og með Brecht væri auðvelt að eyðileggja verk hans með klúðurslegu ofhlæði þess sem á þar ekki heima. Á undanförnum árum hefur Möguleikhúsið fest sig enn frekar í sessi sem metnaðarfullt og ábyrgt leikhús sem setur listrænar kröfur til sjálfs sín. Þáttur þess í því að færa yngstu kyn- slóð þessa lands vandaðar leiksýningar er ómetanlegur hluti af því að ala upp listunn- endur. Leikhús sem sinnir börnum býr við þau forréttindi að þurfa ekki einu sinni að hugleiða umbúðir. Lab Loki hefur gert áhugaverðar til- raunir svo og Bandamenn og Egg leikhúsið en sýning þess á verkinu Shopping and Fucking var þó einhvern veginn á skjön við tíðarandann og „próvókerandi“ þættir verksins eldast illa og eru í raun dánir. Trúðarnir Barbara (Hall- dóra Geirharðsdóttir) og Úlfar (Bergur Þór Ingólfsson) voru töluvert í sviðsljósinu um tíma og voru sennilega aldrei betri en þegar þau túlkuðu Píslarsögu Krists með „sínum nefum“. En list trúðsins er kannski einmitt sú sem er hvað tærust, fjærst – ekki bara umbúðaleik- húsinu- heldur og umbúðasamfélaginu, en um leið er samningurinn sem talað var um hér að framan fáum mikilvægari en trúðnum. Ekki held ég að sé á neinn hallað þó að því sé haldið fram að róttækustu varanlegu aðgerð- ina til þess að reyna að skapa nýja vídd í ís- lensku leiklistarlífi á þessu tímabili eigi Guðjón Pedersen, leikhússtjóri LR. Hér er átt við þá ákvörðun hans að leyfa einum heilstæðum, mátulega stórum, leikflokki að vaxa og dafna á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þarna hefur myndast skemmtilegur kjarni, sem vinnur greinilega þétt saman og það traust sem þar ríkir hefur skilað sér til áhorfenda í mörgum mjög góðum sýningum. Benedikt Erlingsson hafði umsjón með þessum flokki og ljóst að hann og hans fólk vann vinnuna sína án þess að vera stöðugt að hugsa um umbúðir. Að öðru leyti hefur fátt verið til tíðinda í ís- lensku leiklistarlífi, ekki er að merkja neina byltingu og kannski má segja að gegnumsneitt vanti slagkraft, dirfsku til þess að gera metn- aðarfullar tilraunir en einnig dirfsku til þess að setja upp sígild verk á klassískan hátt. Slíkar klassískar uppsetningar kalla gjarna á tilraun- ir, framsækni og hugmyndavinnu; slíkar sýn- ingar kalla bókstaflega á andhverfur sínar, það sanna ótal dæmi og má nefna tilraunaleikhús Royal Shakespeare Company á síðustu öld sem eitt slíkt. Menn hefur svo sem greint á um það hvort leikhús geti í raun breytt samfélaginu, valdið umbreytingu á þjóðfélaginu, má þar t.d. nefna John McGrath. En jafnvel hann trúir því ein- læglega að leikhúsið geti skapað þrýsting á t.d. stjórnvöld og geti um leið styrkt einstakling- inn. Einn okkar besti leikari af yngri kynslóð- inni, Björn Hlynur Haraldsson, sagði í blaða- viðtali fyrir rúmu ári að íslenskt leikhús væri „fyrirsjáanlegt“. Þetta held ég sé hárétt grein- ing hjá Birni sem að hætti kokhraustra ungra manna segir einnig í sama viðtali: „Mín auðmýkt kemur fram í því að ég ber virðingu fyrir leikhúsinug finnst skelfilegt þeg- ar það er svívirt með endalausu drasli. Því níutíu prósent af leiksýningum er drasl. En kannski er það bara eðlilegt hlutfall í öllum listum.“ (DV 29/4 2002) Gefum okkur það að Björn hafi eitthvað til síns máls en gefum okkur þó að Björn sé að ýkja og „aðeins“ sextíu prósent af leiksýning- um sé drasl, þá vitum við vel hvar þær er að finna. Þær eru í allrahanda umbúðum, þess albúnar að; rjúfa samning áhorfenda og leik- ara, nauðga leikskáldum allra tíma, bródera drapperingar og leiktjöld með ódýrum pallíett- um og plastblómum. Viðhalda umbúðasam- félaginu og halda áfram að fela samtímann í flæði órökréttra langana í eitthvað annað og betra. Í allsnægtum samtímans hlýtur að vera komið að því að hinkra við og spyrja sig hvort „annað og betra“ hljóti ekki að vera falið í ein- földun, afturhvarfi og síðast en ekki síst í mannlegri samlíðun. Um þetta þarf hann einn- ig að snúast, samningurinn leikarans og áhorf- andans. Heimildir: Bennett, Susan, Theatre Audiences 2.ed. Routledge, London 1997. Bhabha, Homi K., The Location of Culture, Routledge, London 1994. Björn Hlynur Haraldsson, - viðtal í DV 29/4 2002. Fortier, Mark, Theory/Theatre 2.ed. Routledge, Lond- on 2002. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Alexei Borodin setti upp Djöflana, leikgerð á magnaðri sögu eftir Dostojevsky. „Ástæðan fyrir því að ég nefni þessa sýningu hér er þó sú að mér fannst hún einfaldlega magnaður leiklistarviðburður, framin af vandvirkni og metnaði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur er leikhúsfræðingur og kennir fræði- greinar við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hamlet og Draumur á Jónsmessunótt í leikstjórn Baltasars Kormáks. „Þessar tvær uppfærslur stjórnað af sama leikstjóranum eru einmitt ágætt dæmi um Shakespeare með og án umbúða.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. ÁGÚST 2003 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.