Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 16. ÁGÚST 2003 15 Morgunblaðið/Þorkell Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir og Að-alsteinn Ásberg Sigurðssonverða líkt og fyrr með stofu-tónleika á Menningarnótt. Að þessu sinni halda þau, ásamt Gunnari Gunnarssyni píanóleikara og Gunnari Hrafnssyni kontrabassaleikara, þrenna tónleika í gamla lestrarsalnum í Þjóðmenning- arhúsinu kl. 17, 19 og 21. „Þetta er þriðja árið sem við erum með tónleika á Menningarnótt og við köllum þá áfram stofutónleika, því við byrjuðum í stofunni heima og erum síðan búin að færa út kvíarnar,“ segir Aðalsteinn. Aðspurð hvernig bókasafnið henti til tónleikahalds segir Anna Pálína athygl- isvert hve góður hljómburðurinn sé. „Við vorum einmitt að hlæja að því um daginn að það er merkilegt með bókasöfn, þar sem gengið er um og sussað á fólk, hve ofsalega góður hljómburðurinn er oft. Þannig að þetta suss bergmálar í margar sekúndur. Óneitanlega er líka dálítið kikk að fá að hafa svolítið hátt á bóka- safninu,“ segir Anna Pálína hlæjandi og bætir við: „Okkur hefur lengi langað til að búa til tónleikaröð og kannski er þetta sú röð, þ.e. tónleikar á óvenjulegum stöð- um þar sem ekki eru haldnir tónleikar alla jafna. Það er aldrei að vita nema við verðum í sundlaug á næstu Menning- arnótt!“ Að sögn Önnu Pálínu og Aðalsteins verður dagskráin bland í poka. „Í raun munum við bara spila þetta eftir eyranu, það fer allt eftir því hvað kemur af fólki og á hvaða aldri,“ segir Anna Pálína. „Dagskrá tónleikanna þriggja ræðst al- gjörlega af áhorfendum. Við lítum yfir salinn og þá sjáum við á andlitunum hvað á að vera næst. Nóg er nú til af efninu hjá okkur. Við erum bæði með gamalt efni og glænýtt, þannig að það verður sitt lítið af hverju. Auk þess verð ég með smá ljóðaupplestur til að auka á fjölbreytnina, eins og ég er vanur,“ segir Aðalsteinn. Svo skemmtilega vill til að Menning- arnótt er ekki eina menningarhátíðin sem Anna Pálína og Aðalsteinn spila á nú um helgina því á sunnudagskvöld verða þau með útitónleika í tengslum við Ormsteiti austur á Héraði, nánar tiltekið á Trjá- safninu í Hallormsstaðarskógi. „Kikk að fá að hafa hátt á bókasafni“ STIKLA Söngdagskrá í Þjóð- menningarhúsi Næsta v ika Laugardagur Árbæjarsafn kl. 13 og 15. Sögugöngur á Menningarnótt. Guðný Gerður Gunn- arsdóttir borgarminjavörður verður með leiðsögn um Að- alstræti og Grjótaþorp og hefst gangan kl. 13. Páll V. Bjarna- son arkitekt verður með leið- sögn um gamla vesturbæinn og hefst sú ganga kl. 15. Lagt verður af stað í göngurnar hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála við Ingólfsnaust, Aðalstræti 2. Í Listmunahorninu sýnir Örn Sigurðsson útskorna gripi og húsgögn alla helgina. Ljós- mynda- safn Reykjavík- ur 14-22 Grófarhús- inu við Tryggvagötu 15, verður boðið upp á þá skemmtilegu nýbreytni að gest- ir geta látið mynda sig í nítjándu aldar stíl með bak- grunn og búninga við hæfi. Þá verður milli kl. 15-18 einnig kynning á sýningunni Frumefnin Fimm, Ferða- dagbækur Claire Xuan. Verður nánar farið í saumana á Ferðadagbókinni um Ísland með sérstakri áherslu á rúnir en Haukur L. Halldórsson mun gefa innsýn í heim þeirra og teikna upp búmerki, sem einn- ig voru þekkt sem nafnrúnir, fyrir gesti og gangandi. Laugaborg Eyjafirði kl. 16. Tónleikar: Kammersveitin Ísafold. Kompan, Kaupvangs- stræti 23 Akureyri, kl. 17. Kristján Guðmundsson opnar sýningu. Einnig verður til sýnis og sölu bókverk (Doktorsritgerð) eftir Sigrúnu Þor- steinsdóttur og Kristján, sem kom út fyrr á þessu ári. Sýning Kristjáns er opin daglega frá kl. 14 til 17 til 4. september. Art Icelandic Gallery kl. 20. Sjöfn Har opnar mál- verkasýningu í nýju galleríi að Skólavörðustíg 25a og á Menningarnóttina er opið fyrir almenning frá 20-23. Harm- ónikkusnillingarnir Tatu Kant- omma og Ólafur B. Ólafsson leika fyrir gesti. Sunnudagur Árbæjarkirkja kl. 11 Lúther og djass. Djasskvartett Björns Thoroddsen leikur útsetningar Björns á sálmum Martins Luth- ers við guðsþjónustu í kirkj- unni. Árbæjarsafn. Barna- og fjöl- skyldudagskrá Ratleikur verður fyrir alla fjölskylduna, húla- keppni og kassabílar. Hægt verður að leika sér með leggi og skeljar og margt fleira. Í Ár- bænum verða bakaðar lumm- ur, þar er folald, kálfur, kindur og hænur. Teymt verður undir börnum frá kl. 13-15 bæði laugardag og sunnudag. Mánudagur Stykkishólmskirkja kl. 20. Tónleikar: Kammersveitin Ísa- fold. Þriðjudagur Borgarneskirkja kl. 20. Tónleikar. Kammersveitin Ísa- fold. Miðvikudagur Listasafn Reykjanesbæjar kl. 20. Tónleikar Kamm- ersveitin Ísafold. Fimmtudagur Listasafn Íslands kl. 20. Tónleikar Kammersveitin Ísa- fold. MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratug- urinn. Í tengslum við sýn- inguna eru einnig sýndar ljósmyndir eftir Hans Malm- berg sem hann tók í Reykja- vík árið 1951. Til 1.9. Gerðarsafn: Sýning á málverkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Sumarsýn- ingin „Hvað viltu vita?“ Þar eru til sýnis upplýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Framlengd til 5.9. Brýr á þjóðvegi 1. Ljós- myndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar. Framlengd til 21.9. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Á sum- arsýningunni er bæði hefð- bundinn listiðnaður og hönnun úr fjölbreyttu hrá- efni. Til 31.8. Hótel Edda Laug- arbakka: Teikningar Hall- dórs Péturssonar úr Grettis sögu. Til 17.8. i8 Klapparstig 33: This is me, This is You eftir Roni Horn 13/09/03 Opið fimmtudaga og föstu- daga 11-18 og laugardaga frá kl 13-17. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14 -17. Höggmyndagarðurinn alltaf opinn. Listasafn Íslands: Sum- arsýning – Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Úr eigu safns- ins – Sýnishorn íslenskrar hönnunar 1952–2002. Að auki eru munir í eigu nokk- urra hönnuða, sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir. Til 1.9. Listasafn Reykjanes- bæjar: Sossa Björnsdóttir. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmund- ur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – stríð er ný þemasýning úr Erró- safneigninni. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Nýir tímar í íslenskri samtíma- ljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Listhús Ófeigs Skóla- vörðustíg 5: Ragna Sig- rúnardóttir sýnir 24 olíu- málverk. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Vestan við sól og norðan við mána. Ragnar Th. Sigurðsson ljós- myndari og Ari Trausti Guð- mundsson rithöfundur og jarðeðlisfræðingur. Til 31.8. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. Svipmyndir af Ragnari Kjartanssyni, myndhöggv- ara. Safn – Laugavegi 37: Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Til 10. okt. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Gripir úr Þjóðfræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Skaftfell Seyðisfirði: Sól- veig Alda Halldórsdóttir sýnir verk sitt Upp-skurður á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro. Til 5.9. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir er stað- arlistamaður Skálholtsskóla árið 2003. Til 1.9. Icelandic Art Gallery. Skólavörðustígur 25. Sjöfn Har sýnir málverk. Galleríi Sævars Karls: Cesco Soggiu og Karl Krist- ján Davíðsson sýna mynd- verk.Til 28. ágúst. Fjöruhúsið á Hellnum, Snæfellsnesi: Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Smámyndir unnar í þurrnál og vatnsliti. Til 31.8. Gallerí Dvergur: Geir- þrúður Finnbogadóttir Hjörvar: „The weight of significance.“ Til 17.8. Hafnarborg: Guðbjörg Lind. Anna Jóelsdóttir. Til 8.9. Nýlistasafnið: Sýningar félaga Gjörningakúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Til 7.9. Gallerí Skuggi: Valgarður Gunnarsson. Til 23.8. Kling og Bang: Danski ljósmyndarinn Peter Funch. Til 31.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyr- irhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm- .is undir Fréttir. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Grease, mið., fim., lau., lau. Pop- pea, fös., sun., fös., lau. Loftkastalinn: Ain’t Mis- behavin’, lau., sun., mán. Iðnó:kl. 16 og 20 Penta- gon. lau. Iðnó kl. 20.30 Light Nights. Ferðaleikhúsið sýnir þjóðsögur o.fl. á ensku sun.. mán, fös. Skemmtihúsið við Lauf- ásveg kl. 20.30: Ferðir Guðríðar á ensku sun. fim. Á frönsku mið. fös. lau. Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona opn- ar sýninguna TM ör- ugglega á menning- arnótt í húsnæði TM á jarðhæð Morg- unblaðshallarinnar í Aðalstræti 6. Sýn- ingin stendur frá kl. 13–23. Hún sam- anstendur af ýmsum öryggisskúlptúrum og ljósmyndum. Örygg- isskúlp- túrar Öryggisskúlptúr við eldhússtörfin. MYNDLISTARMAÐURINN Sólveig Alda Halldórsdóttir sýnir verk sitt, Upp-skurður, á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro á Seyðisfirði. Verk Sólveigar samanstendur af texta sem unninn er upp úr dagbókarfærslum William Burroughs og hennar eigin. Beat-skáldið William Burroughs varð m.a. þekktur fyrir að finna upp hinn svokallaða „cut-up“ stíl en þaðan er nafn sýningarinnar komið. Sólveig útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands í vor og er Upp-skurður önnur einkasýning hennar. Sýningin stendur til 5. september. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11.00 til 24.00 Upp-skurður á Skaftfelli Upp-skurður Sólveigar Öldu. Á Menningarnótt í Reykjavík mun listahátíðin List án landamæra standa fyrir sýningu og sölu á handverks- og listmunum í Pósthússtræti 13, bakatil. Sýndir verða munir frá nokkrum vernduðum vinnustöðum en þeir eru Ásgarður, Iðjuberg og hæfingarstöðv- arnar á Akureyri og í Keflavík. Sýn- ingin verður opnuð kl. 14 laugardag- inn 16. ágúst en kl. 16 munu M&M dúettinn og sönghópurinn Blikandi stjörnur skemmta vegfarendum á torg- inu milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatlaðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, fé- lags fólks með þroskahömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroska- hjálp, Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatl- aðra, Sérsveit Hins hússins og vinnu- stofuna Ásgarð, stendur fyrir hátíðinni þar sem listsköpun fólks með þroska- hömlun verður í brennidepli. Nú þeg- ar hafa hátt á þriðja tug viðburða litið dagsins ljós á List án landamæra í Reykjavík og á Sólheimum í Gríms- nesi. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt árið og nær hátíðin hámarki með átta daga listahátíð um mánaðamótin okt.-nóv. Handverks- sýning á Menningarnótt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.