Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI ÁGÚST BENT SIGBERTSSON TVEIR EINS hversu margir hafa fæðst og dáið síðan upphafs mannanna? hvað gerir þig að sérstöku sandkorni í þessum mannlega sandkassa? öll sandkorn eru eins tekur enginn eftir ef eitt hverfur vatnsins dropar rigna og þiðna, einn hverfur þá annar úr himnum sendur hvað hafa verið til mörg sandkorn og hversu margir dropar fylltu upp haf tímans, og síðan hefur hýst þá nokkra síðan eru mörg ár, margar ár runnið til sjávar, það fer ekki á milli mála lífið er tímaglas sem sífellt bæði fjarar út og fyllist á það eins og til stóð standa allir einir er þeir reyna að standa sig þótt að þéttsetin sé sandkassinn, eru allir einir á báti í þessu mannhafi þótt öllum gangi verr, í öldugangi er lífið alltaf kviksyndi, það er alltaf einhver sem mun sjá til þess sama hvað þú syndir og syndir geturðu ekki flúið þínar syndir sekkur stöðugt neðar og neðar, meðan þú förlast í fólksins minni þó það væri skýrt í þínu eigin minni þegar kristninni var skvett á þig nafn fest á þig, þá fljúga fiskisögur fljótt en fólkið gleymist ennþá fyrr og hvort sem þú eyddir lífinu með Kveldúlf eða edrú með Jesú þá sést nú að það eru alltaf fleiri fiskar í sjónum og flestir eru uppá fleiri fiska en þú það eru alltaf fleiri fiskar í sjónum og flestir eru uppá fleiri fiska en þú það eru alltaf fleiri fiskar í sjónum og flestir eru uppá fleiri fiska en þú Ágúst Bent Sigbertsson er meðlimur rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Í SLENDINGAR hafa átt í alda- löngu, óttablöndnu ástarsambandi við sjóinn. Öldum saman hafði þjóð- in framfæri sitt aðallega af jörðinni, við vorum bændaþjóð, svo að sjó- sókn skipti ekki miklu máli fyrir af- komu landsmanna. Bændur reru sumir til fiskjar handa sjálfum sér, en bátar þeirra voru jafnan litlir og leyfðu þeim ekki að róa langt frá landi. Þegar fram liðu stundir, stækkuðu bátarnir og sjósókn efldist verulega og varð sums staðar að álitlegri aukabúgrein meðfram ströndum landsins. Þó urðu ekki umtals- verð brögð að bátaútgerð fyrr en um miðja 19. öld; orðið útvegsbóndi birtist ekki á prenti fyrr en þá. Um þær mundir var vistarbandið enn við lýði. Bændur gátu beitt vinnuhjú sín hörðu og gerðu það margir, enda áttu þau ekki í önnur hús að venda. Vinnumenn voru gerðir út til fiskjar á opnum bátum og beinlínis sendir út í opinn dauðann í stórum stíl. Mannfallið var gríðarlegt: staðtölur sýna, að tíunda hverju karlmannslífi lauk með drukknun talsvert fram eftir öldinni sem leið, svo sem fram kemur í Sögu Íslands á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson. Halldór Laxness skrifaði magnaða rit- gerð um málið lýðveldisárið 1944 og nefndi hana ,,Hvert á að senda reikning- inn?“ Þar lýsir hann því, hversu ,,mann- fólkinu er kastað í sjóinn gegndarlaust eins og ónýtu rusli. Þessi sóun mannslífa er talin nokkurs konar sjálfsagður skatt- ur, sem þjóðin greiðir útgerðinni.“ Hann heldur áfram: ,,Upp og ofan er heims- styrjöld meinlaust grín hjá því að veiða fisk á Íslandi. Hvern er verið að afsaka og fyrir hverjum að hræsna með því að prýða þessa sóun mannslífa með heitinu ,,fórn“ og öðrum hátíðlegum nöfnum? Væri ekki nær að spyrja: Hvar er morð- inginn?“ Sjósókn á vondum bátum hjó djúp skörð í þjóðlífið. Þess voru ófá dæmi, að feður færu í sjóinn með fullorðnum sonum sínum og skildu ekkjurnar eftir með lítil börn. Það kom fyrir, að sjávarpláss misstu flestar fyrirvinnur sínar í einni og sömu sjóferðinni. Eigi að síður héldu menn áfram að æða til sjós í óhæfum bát- um. Hvers vegna? Ætli skýringin sé ekki sú, að menn þekktu ekki annað. Þessum ósið – að halda til hafs á ófærum bátum – var í fyrstu þröngvað upp á ófrjálsa vinnumenn í krafti vistarbandsins. Mann- fallið komst í vana. Og þegar vinnumenn voru loksins orðnir frjálsir að því að velja sér búsetu og verkveitendur á eigin spýt- ur og vélbátar höfðu leyst skúturnar af hólmi, þá var ósiðurinn búinn að taka sér bólfestu í vinnumenningunni og þjóðarsál- inni, nokkurn veginn eins og drykkju- skapur, skuldasöfnun og slagsmál á okkar dögum. Útvegsmenn áttu það jafnvel til að stækka lestarrýmið í skipum sínum, svo að hægt væri að drekkhlaða þau. Halldór segir í ritgerð sinni 1944: ,,Skipa- eftirlit ríkisins þyrfti þó vendilegrar rann- sóknar við fyrst af öllu, ef orsakir sjóslysa yrðu teknar til athugunar af vísindamönn- um eða leynilögreglu.“ Öryggi til sjós hefur að vísu aukizt til muna á síðari árum, enda hefur fiski- skipakosti þjóðarinnar fleygt fram. Eigi að síður standa Íslendingar ennþá að baki nálægum þjóðum í öryggismálum sjó- manna skv. tiltækum upplýsingum, sem eru þó af skornum skammti. Þetta er einn angi þess kæruleysis, sem hefur loðað við sjávarútveg Íslendinga frá fyrstu tíð og loðir enn, því að útgerðin hefur yfirleitt ekki þurft að lúta þess konar mannúðar- og markaðsviðskiptasjónarmiðum, sem þykja yfirleitt sjálfsögð í öðrum atvinnu- rekstri. Í sjávarútvegi bar ekki brýna þörf til þess að gæta ráðdeildar í rekstri, því að ríkisvaldið hljóp iðulega undir bagga, ef á þurfti að halda. Látum eitt dæmi duga til upprifjunar: Ólafur Thors, einn umsvifamesti stjórnmálamaður landsins um sína daga, var einnig fram- kvæmdastjóri Kveldúlfs, eins stærsta út- gerðarfélags á landinu, frá 1914 til 1939 og sat jafnframt lengi ásamt Jónasi Jóns- syni frá Hriflu í bankaráði Landsbanka Íslands, viðskiptabanka Kveldúlfs. Þarna var að öllum líkindum lagður grundvöll- urinn að eiginlegri sjálfsafgreiðslu sjáv- arútvegsins og Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í ríkisbankakerfinu og þá um leið að helmingaskiptum stærstu stjórn- málaflokkanna – fyrirkomulagi, sem hefur æ síðan markað efnahagslíf landsins. Í þessu sögulega ljósi verður það e.t.v. skiljanlegt, hvers vegna útvegurinn var undanþeginn aðhaldi markaðsaflanna líkt og landbúnaðurinn: þetta voru kaup kaups. Landbúnaður og sjávarútvegur njóta þó yfirleitt myndarlegs stuðnings af al- mannafé í iðnríkjum, landbúnaðurinn reyndar í mun stærri stíl hér heima en í nálægum löndum nema í Noregi og Sviss. Iðnríkin verja einum milljarði dollara á dag í að púkka undir eigin landbúnað – dagskammturinn nemur einum tíunda af gervallri landsframleiðslu Íslendinga á einu ári. Sem sagt: búverndarstefna iðn- ríkjanna gleypir Ísland allt á tíu daga fresti. Útvegurinn er einnig studdur leynt og ljóst, enda þótt aðferðin til þess hér heima hafi breytzt í áranna rás. Fyrr á árum var ríkisbankakerfið notað til að halda útvegsfyrirtækjum eins og Kveldúlfi á floti með gjaldeyrisfríðindum, lánum við vildarkjörum eða fyrirgefningu skulda á kostnað annarra viðskiptavina án þess að skerða hár á höfði eigendanna, enda sátu málsaðilar gjarnan báðum megin borðs og sömdu við sjálfa sig. Undangengin 20 ár hefur stuðningurinn við útgerðina verið veittur með úthlutun ókeypis aflaheimilda, sem eiga þó að heita þjóðareign skv. lög- um. Það er engin tilviljun, að aflakvóta- kerfið var tekið upp einmitt um það leyti, þegar vextir voru gefnir frjálsir og fjár- málastofnanir þurftu loksins að byrja að lúta markaðslögmálum, svo að stjórn- málamenn höfðu ekki lengur tök á því að veita niðurgreiddu lánsfé úr bönkum og sjóðum í útvegsfyrirtæki og ýmsan annan óreiðurekstur. Iðnaður, verzlun og þjón- usta, sem sjá yfirgnæfandi hluta þjóð- arinnar fyrir vinnu, hafa goldið þessarar sérmeðferðar sjávarútvegsins, og þá einn- ig landsbúskapurinn í heild. Hvers vegna hefur fólkið í landinu látið bjóða sér þessa forgangsröðun mann fram af manni? Nú þykknar þráðurinn. Hér virðast þrjár hugsanlegar skýringar koma helzt til álita. Hin fyrsta er fljótafgreidd. Sumir virðast halda það enn, að sjávar- útvegur sé höfuðatvinnuvegur Íslendinga, enda þótt innan við tíundi hver maður vinni nú við veiðar og vinnslu (og fisk- vinnsluverin þurfi í síauknum mæli að ráða til sín útlendinga, af því að Íslend- ingar kæra sig ekki lengur um að verka fisk). Næsta skýring er ekki bundin við Ísland. Franskir bændur telja sig verð- skulda sérmeðferð af hálfu almannavalds- ins: þeir álíta sumir, að því er virðist, að þeir yrki jörðina í sérstöku umboði for- sjónarinnar, svo að það gengur þá í þeirra augum guðlasti næst að stinga upp á hag- kvæmu búskaparlagi til að létta þungum byrðum af herðum almennings og þriðja heimsins, enda bregðast margir bændur Frakklands ókvæða við öllum tillögum í þá átt. Þriðja hugsanlega ástæðan til land- lægrar þolinmæði gagnvart sérmeðferð sjávarútvegsins hér heima er ramm- íslenzk. Margir Íslendingar hafa samúð með sjósókn vegna þess, að sjórinn hefur verið bæði gjöfull og greypur. Um örlæti hafsins þarf e.t.v. ekki að hafa mörg orð: sjávarútvegur átti að sjálfsögðu drjúgan þátt í umsköpun íslenzks samfélags á öld- inni sem leið, enda þótt forsenda fram- sóknarinnar í efnahagslífinu væri aukin verkmenning og menntun og fiskivæðing landsbyggðarinnar hæfist ekki fyrir al- vöru fyrr en eftir 1970 og þá fyrir tilstilli stjórnmálamanna, því að fram að þeim tíma var Reykjavík helzti útgerðarstaður landsins. Gjafir náttúrunnar geta þó reynzt vera blendin blessun, svo sem hrakfarir flestra olíuríkja vitna um og margra annarra ríkja, sem gera út á hrá- efni. Lélegt ástand fiskstofna víða um heim, einkum af völdum ofveiði á tækni- öld, er angi á sama meiði. Örlæti getur snúizt upp í andhverfu sína. Mikið mann- fall við sjósókn á sinni tíð ýtti undir um- burðarlyndi gagnvart þessum atvinnuvegi. Jóhann Sigurjónsson skáld talaði um hugsunarlaust örlæti hafsins. HUGSUNARLAUST ÖRLÆTI HAFSINS RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N gylfason@hi.is Blöð og fólk á blýöld nefnist grein eftir Gísla Sigurðsson þar sem hann rifjar upp fyrstu ár sín í blaða- mennsku á sjöunda áratugnum. Sagt er frá blaðamönnum, vinnubrögðum, umfjöll- unarefnum og fleiru í þessari fyrri grein. Gásir standa við Hörgárósa um 11 km norðan við Akureyri en þar var helsta haf- skipahöfn Norðurlands á 12. öld. Howell M. Roberts og Orri Vésteinsson segja frá fornleifarannsóknum sem nú standa yfir á Gásum. Rapp er tónlistarstefna sem á sér sennilega lengri uppruna en flesta grunar. Árni Matthíasson rekur sögu rappsins og leggur mat á skáldskapinn sem það geymir en írska nóbelsskáldið Seamus Heaney lét hafa það eftir sér nýlega að Eminem væri eitt af áhugaverðustu skáldum samtímans. Mjólk til spillis nefnist smásaga eftir Ágúst Borgþór Sverr- isson sem greinir frá vafasamri heimsókn ungs manns í mjólkurbúð sem hann kom oft í á barnsaldri. FORSÍÐUMYNDIN er af bandaríska rapparanum Eminem. Reuters.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.