Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 2003 1 H verjir létu byggja þessi hús? Kaupmennirnir sjálfir, ríkið eða Mjólkursamsalan? Ég á við gömlu mjólkurbúðirnar og matvöruverslanirnar, lítil látlaus steinhús, líklega reist í kringum 1950, greina sig ekki frá öðrum húsum í kyrrlátum götum gróinna hverfa, nema hvað stofuglugginn er óeðlilega stór og með löngu út- skoti. Mjólkurbúðin í þessu húsi var starfrækt til ársins 1976. Eftir það var því breytt í íbúðar- hús en breytingarnar voru aðeins að innan og óbreyttur búðarglugginn varð að ankannaleg- um stofuglugga. Íbúi í húsinu, maður um þrítugt, hvarf spor- laust sumarið 1990, varð viðskila við vini sína á skemmtistað á laugardagskvöldi í júlí og þeir sáu hann ekki eftir það. Vinirnir sögðu hann hafa verið fremur þungbúinn og dulan þetta kvöld sem og raunar vikurnar á undan en það hafði þó hvorki valdið þeim áhyggjum né vakið grunsemdir. Bíllinn hans, blágrá Toyota Corolla árgerð 1988, stóð óhreyfður fyrir framan húsið í marga mánuði eftir hvarfið. Seint um haustið birtist ljósmynd af bílnum í DV ásamt frétt þess efnis að enn hefði ekkert spurst til mannsins og að- standendur hans hefðu ekki hreyft við bílnum. Blaðið fékk ákúrur fyrir fréttina sem þótti ónærgætin í garð eiginkonunnar en sagan segir að hún hafi ekki fengið sig til að snerta bílinn eftir að maðurinn hvarf. Margir vísuðu þó þeirri sögu á bug og spurðu hvers vegna í ósköpunum konan ætti að fælast bílinn fremur en aðra hluti í eigu mannsins eða sameign þeirra beggja. Þeir hinir sömu sögðu að konan hefði einfaldlega ver- ið þunglynd og framtakslaus eftir atburðinn, sem von var, og þess vegna ekki hreyft bílinn. Aðrir svöruðu hins vegar því til að konan væri ekki framtakslausari en það að hún hefði flutt úr húsinu skömmu eftir hvarfið og nákvæmlega þess vegna varð yfirgefið farartækið að frétta- efni. Reyndar var almannarómur miklu ónær- gætnari en nokkurn tíma blaðið: sumir sögðu að konan hefði haldið sleitulaust framhjá mannin- um og hann í örvinglan svipt sig lífi. Aðrir að hún hefði látið fyrirkoma honum og að bíllinn tengd- ist því eitthvað, enginn gat þó útlistað af nokk- urri skynsemi hvernig það hefði getað verið. Lögreglan grannskoðaði ekki bílinn enda var málið ekki rannsakað sem sakamál. Hann var síðan seldur snemma árs 1991. Enn þann dag í dag get ég fengið hroll í mig við að sjá svona bíla úti á götu. Þó hafði ég ekkert með hvarf manns- ins að gera, ekki nema hugsanlega sem lítill og ósýnilegur hlekkur í örlagakeðju hans, og hvarf- ið er mér jafnmikil ráðgáta og öðrum. Toyotuna sá ég rúmu ári áður en maðurinn hvarf, eða í apríl 1989. Manninn sjálfan sá ég aldrei nema á ljósmyndum. 2 Sumarið 1971 fór ég reglulega út í mjólkur- búð fyrir mömmu. Fyrir framan búðina stóð alltaf skærblár Ford Falcon árgerð 1960. Hann var skínandi hreinn og glansaði af bóni öllum stundum, ekki ryðblett að sjá. Alltaf stóð hann þarna á sama staðnum og engu líkara en hann væri aldrei hreyfður, líkt og bílar sem ekki eru ökufærir og jafnvel búið að taka af þeim núm- erin, en það átti svo sannarlega ekki við um hann. Stundum lifði ég mig inn í dagdraum þar sem pabbi átti þennan bíl, hafði keypt hann um morguninn, komið við í mjólkurbúðinni á heim- leið úr vinnunni til að kaupa mjólk og böggla- skyrið sem bragðaðist vel þegar mamma hafði hrært saman við það rjóma, eggjarauðu og ógrynni af sykri. Eftir andartak renndi pabbi í hlað heima á gljáfægðum Falconinum og byði mér í bíltúr á meðan mamma hefði til kvöldmat- inn. Pabbi hafði átt ljósbláan Chevrolett árgerð 1955. Á sunnudögum var keyrt milli bílasalanna og við skoðuðum nýja og notaða bíla, bara amer- íska kagga, Mustang, Pontiac, Falcon, Chrys- ler. Chevrolettinn sá ég síðast þegar hann var hífður um borð í Gullfoss haustið 1969. Við mamma stóðum á hafnarbakkanum en pabbi á þilfarinu og veifaði til okkar á meðan skipið fjar- lægðist. Smám saman varð hann að punkti sem hvarf. Hann var á leiðinni til Ástralíu með við- komu í Danmörku. Sagði að í Ástralíu væri hægt að þéna peninga og þegar hann kæmi heim aftur myndi hann kaupa sér splunkunýjan kagga. Hann fór hins vegar hvorki til Ástralíu né kom heim aftur. Árum saman var hann tvístíg- andi yfir því hvort hann ætti að halda áfram suð- ur á bóginn eins og að hafði verið stefnt eða koma aftur heim til Íslands, en hann vissi aldrei í hvorn fótinn hann átti að stíga og varð um kyrrt í Danmörku árum og áratugum saman, landinu sem hann leit á sem viðkomustað, heim- ili til bráðabirgða. Dag einn þegar ég var að fitla við hurðahún- ana á Falconinum tók ég eftir því að læsingar- voru allir helstu flytjendur svartir. Víst voru dæmi um bleiknefja sem náð höfðu vinsæld- um, til að mynda Vanilla Ice sem sló í gegn óforvarandis 1990 og hvarf að segja jafn- skjótt aftur, og svo þremenningarnir í Beas- tie Boys sem náðu gríðarlegum vinsældum 1986 og hafa að mestu haldið þeim síðan, þótt lítið hafi heyrst frá sveitinni lengi. Hjá Beast- ie Boys voru textarnir ekkert sérstakir, víst súrir og skemmtilegir í sjálfu sér, en þeir eru fyrst og fremst byltingarmenn í tónlist og áttu eftir að hafa talsverð áhrif á því sviði. Fyrsti hvíti rapparinn sem náði að slá í gegn fyrir texta sína en ekki bara flutning og tón- list var aftur á móti Eminem sem sendi frá sér fyrstu breiðskífuna 1997. Ekki er bara að Eminem er afbragðs flytj- andi, einn sá besti sem nú er starfandi, heldur er hann góður textasmiður, flæðið gott og rímið frumlegt á köflum. Þegar honum tekst best upp standast fáir honum snúning. Það var þó ekki bara það sem menn hrifust af heldur hvað hann var óheflaður og mergjaður í textum. Ólíkt þeim svörtu röppurum sem hann ólst upp við leitaði Eminem innávið, orti um sitt eigið líf og vandamál af miskunnar- lausri hreinskilni, en sú afstaða, að höfund- urinn er miðpunktur textans, er áberandi hjá hvítum textasmiðum sem síðar verður komið að. Ágætt dæmi um það hversu snjall hann er í textagerðinni er í laginu No One’s Iller Than Me af fyrstu smáskífunni: New Lugz, give the crew hugs, guzzle two mugs Before I do drugs that make me throw up like flu bugs True thugs, rugged unshaven messy scrubs Whippin’ 40-bottles like the fuckin’ Pepsi clubs Fyrsta plata Eminem seldist í milljónaupp- lagi og þær næstu slógu öll sölumet. Fjöl- margir hafa amast við því hve berorður hann er í textum, en eins og hann hefur sjálfur bent á í texta þá er hann aðeins að segja það upp- hátt sem unglingarnir segja sín á milli þegar þeir fullorðnu heyra ekki til. Á skífunum hef- ur hann líka eytt talsverðum tíma í að svara þeim sem hamast hafa á honum samhliða því sem hann hefur greitt úr sálarflækjunum, en fátt virðist fara meira í taugarnar á honum en að hann sé kallaður fyrirmynd ungmenna: Follow me and do exactly what the song says: smoke weed, take pills, drop outta school, kill people and drink Óhlutbundið hiphop Talsverð gróska hefur verið undanfarin ár í því sem sumir hafa vilja kalla óhlutbundið hiphop, þar sem menn segja ekki bara skilið við rímið, heldur einnig taktinn, sjá til að mynda plötu cLOUDDEAD, nýja plötu why, oaklandazulasylum, og sitthvað fleira sem Anticon-útgáfan bandaríska hefur gefið út. Á bak við slíkar tilraunir standa bleiknefjar, hvítir rapparar sem ólust upp við svarta rapptónlist en líka við hvítt rokk og tilrauna- tónlist. Víst eiga flestar af þeim tilraunum sem nú ber hæst eftir að gleymast þegar frá líður, en þær benda til þess að menn séu enn að endurnýja formið. Sjá til að mynda kan- adíska rapparann Noah23: check the junglistic jibber jaw at the drum and bass seminar with the troubadour peep the metaphor less is more when you’re at the reservoir glass half empty glass half full keep your eyes out for the crystal skulls rock the riddim with thoughts intelligent carve my name in it on the wet cement i triple the syllable with a titanium telescope medicine vehicle then i defeated the simpletons taking a chance on the nanobot bicycle delegate melting your element into a vacuous nebula gravity gripping up everything retina spotting the obvious entity coagulate caligula boiling point gwan culminate sustain the pulserate with a dubplate Fleiri kanadískir rapparar eru eftirtektar- verðir, til að mynda Josh Martinez sem samið hefur ótrúlega magnaðan texta um helförina og það hvernig stjórnvöld víða um heim sáu í gegnum fingur sér þar til sannleikurinn varð ekki umflúinn: See many Europeans felt that Jews were just pollution A problem finally solved by the Final Solution Where Communists, Jews, gypsies, and handicapped queers All became the target of irrational fears fed by the flames of state-sponsored propaganda Pólitískt rapp er reyndar í nokkurri upp- sveiflu hvort sem menn eru að berjast gegn alheimsvæðingu viðskipta, stríði í Írak eða Afganistan, skerðingu persónufrelsis eða bara almennt að amast við græðgi og mann- fyrirlitningu. Fróðlegt var til að mynda að fylgjast með viðbrögðum manna vestan hafs við árásinni á tvíturnana í New York 11. sept- ember 2001. Mjög algengt var að rekast á það viðhorf meðal svarta rappara að atburðurinn kæmi þeim ekki svo mikið við og að sam- kenndin sem skapaðist í kjölfarið væri til þess fallin að tefja réttindabaráttu þeirra. Sage Francis, einn besti textasmiður í rappinu í dag, sendi frá sér lagið Makeshift Patriot ári eftir árásina þar sem hann dregur fram mótsagnirnar í því að til þess að standa vörð um lýðræði og frelsi beiti menn aðferð- um sem skerða lýðræði og frelsi: So get your tanks and load your guns and hold your sons in a family huddle, Because even if we win this tug of war and even the score … humanity struggles. There’s a desperate need of blood for what’s been uncovered under the rubble, Some of them dug for answers in the mess … but the rest were looking for trouble. Byrjað á ensku Íslenskt rapp á sér ekki svo ýkja langa sögu. Fyrstu sveitirnar sem nokkuð kvað að voru Subterranean og Quarashi sem báðar urðu til um líkt leyti. Báðar komu fram um líkt leyti, 1995–1996, en þá varð hér ákveðin vakning og fleiri sveitir stofnaðar þótt ekki hafi borið eins mikið á þeim. Quarashi gaf út fyrstu íslensku rappskífuna, en aðal sveitar- innar hefur jafnan verið tónlistin frekar en textarnir sem voru á ensku líkt og hjá Sub- terranean. Textar þessara sveita voru alla jafna ágætlega saman settir en náðu ekki eins til áheyrenda og íslenskir textar áttu síðar eftir að gera. Greinilegt var að frumherjarnir í íslensku rappi þurftu að móta nýtt orðfæri og kynna nýja hugsun; ekki var hægt að sækja í sameiginlegan frasa- og slangursjóð eins og tíðkaðist í rappinu vestan hafs. Eins og liðsmenn Quarashi orðuðu það í viðtali skömmu áður en fyrsta plata hljómsveitar- innar kom út: „[Þ]ó Vesturbærinn sé eins og Bronx, þá erum við [bara] á Íslandi.“ Bandarískt rapp var allsráðandi hér á landi eins og víða annars staðar, en fyrir atbeina bræðranna Erps og Eyjólfs Eyvindarsona bárust hingað evrópskir straumar í útvarps- þættinum Skjaldbökunni sem þeir sáu um en þeir höfðu heillast af hiphopi löngu áður. Báð- ir áttu eftir að koma mjög við sögu í íslensku rappi. Með fyrstu sveitum sem ég heyrði rappa al- mennilega á íslensku var Tríó Óla Skans sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1997. Eftir það fór að bera meira á íslensku rappi og árið 2000 sigraði rappsveitin 110 Rottweil- erhundar af öryggi í Músíktilraunum, en sveitin tók sér síðar nafnið XXX Rottweiler- hundar. Á næstu mánuðum var nokkuð um að sveit- ir gæfu út heimabrennda kynningardiska eða smáskífur, nefni Skytturnar og Mezzias, en fyrsta eiginlega rappskífan á íslensku, Stormurinn á eftir logninu, kom út 2001. Flytjandi var áðurnefndur Eyjólfur Eyvinds- son, sem tekið hafði sér listamannsnafnið Sesar A. Á Storminum er meðal annars að finna eftirfarandi línur: Gerðusvovel og keyptu yfirlýsingu um óvirkan smekk merkjagalla sniðnir svo þú líkist helst týndum hlekk sem ekki næga athygli í æsku fékk áttu erfitt með skapa þinn eigin stíl situr bara og bíður eftir meðaljónslíf sæki þig í Volvoskutbíl Rottweilerhundarnir sendu líka frá sér plötu fyrir þessi jól og vöktu gríðarlega at- hygli á ámóta forsendum og Eminem á sínum tíma; textar voru ótrúlega kraftmiklir og krassandi, ekki var til sú goðgá að ekki væri hún viðruð, nafngreindir menn dregnir sund- ur og saman í háði. Húmorinn var svo beittur og beiskur á köflum að önnur eins plata hefur ekki komið út á Íslandi fyrr eða síðar. Margt er vel gert í textum, þótt sumt eldist ekki vel eins og siður er með dægurpólitíska texta. Sjá til að mynda þennan bút úr Bent nálgast af fyrstu skífunni þar sem Ágúst Bent Sig- urbertsson fer á kostum: Ég er Hann, Ég er Jahve, Jah, ég er fokking Óðinn … Ég skapaði heiminn á sjö dögum og eyði honum á jafnmörgum náttúruhamfarir á fyrsta degi og engisprettur á öðrum þriðja, fjórða, fimmta, sjötta bæti á ykkur kvölunum kem svo sjálfur á sjöunda degi til að ráða ykkur af dögunum. Glímt við hinstu rök tilverunnar Meðal stofnenda 210 Rottweilerhunda var Elvar Gunnarsson, sem notar listamanns- nafnið Hr. Kaldhæðinn. Hann stofnaði síðar rappsveitina Afkvæmi guðanna með félaga sínum og þeir hafa til að mynda flutt pólitíska texta, meðal annars gegn stríðsrekstri í Írak. Þar á bæ hafa menn líka glímt við hinstu rök tilverunnar: Ég fékk bréf frá Guði skrifað með ósýnilegu bleki Gat þó ekki greint rithöndina skrifað með óskiljanlegu letri Sá síðar að það var fullt af stafsetningarvillum bréfið var lýsing af honum klæddan einræðis- herransskikkju Hvernig hann gat leitt mig og tekið mínar ákvarðanir Hvernig hann fyrirgefur mér það sem ég gerði honum eintómar ásakanir Hvernig það væri einhver annar sem sýnir mér freistingar Í daglegu lífi, kvenhold, eign annarra og vínveitingar Í textum Rottweilerhundanna er oft að finna vísanir í áfengisneyslu og kvennafar, mikið rætt um rommkokteila og lauslætis- drósir, beyglur, og í þeim er víða sótt fanga, vísað í barnabækur og -leikrit, gamla söng- texta og íslenskar glæpasögur. Alla jafna tekst hljómsveitinni vel upp að skapa nýjan hugmyndaheim, en of snemmt er að segja til um hvort hér eigi eftir að myndast textalegur menningarkimi líkt og erlendis þar sem sum- ir textar eru ekki nema samansafn almennra rappfrasa. Pólitísk afstaða textahöfunda er nokkuð áberandi á plötum hljómsveitarinnar og þá hörð vinstrimennska sem á þó meira skylt við anarkíska róttækni, enda eru menn líka gagnrýndir á vinstri vængnum. Róttækni er reyndar alláberandi í textum margra íslenskra rappsveita og vekur að vissu leyti athygli því pólitík er jafnan víðs- fjarri í íslenskum rokktextum. Dæmi um póli- tíska texta er til að mynda lagið Jihad á plötu Rottweilerhundanna, en þar er að finna þessa setningu: „Vestrænt frelsi er að mega segja hvað sem er meðan enginn heyrir það,“ sem á sér samsvörun í orðum Ice-T í Morgunblaðs- viðtalinu forðum: „Menn leggja einungis áherslu á að ég hafi rétt til að tala, en í því felst að það skipti ekki máli sem ég er að segja, bara að ég hafi rétt til að segja það.“ Verður til séríslenskur rappstíll? Eins og getið er hafa íslenskir rappsmiðir þurft að fara eigin leiðir í að skapa séríslensk- an rappstíl og svo er einnig með bófarappið; það hljómar ekki trúverðugt að menn séu að chilla í Breiðholtinu með byssu í vasanum, krakk í pípunni og beyglur upp á arminn. Það er þó ýmislegt sem hægt er að amast yfir, meðal annars peningamál, og svo er það kryt- ur milli rappara, sem er jafnan vinsælt yrk- isefni, sjá eftirfarandi dæmi úr laginu Þú skuldar með XXX Rottweilerhundum, Erpur yrkir: Í íslensku hipphoppi þá geturðu bara tapað það er eins og lána Lalla Johns pening, þú færð ekkert til baka menn bara taka án þess að þakka fyrir sig og sína en ég ver það sem mér ber eins og Palestína svo gegn mér áttu ekki séns eins og Taívan gegn Kína tilgangslaust eins og spila með teninga upp á tyrkneska peninga ég er ekki maðurinn svo ekki benda það er ekki mér að kenna að tippið á mér sé lengra en ferill Stuðmanna Þó ekki sé til á Íslandi eiginlegt fátækra- hverfi og ekki sífelldir skotbardagar eigum við þó okkar bófarapp eins og sannaðist með fyrstu breiðskífu Móra, sem sendi frá sér plötu á síðasta ári með svo svæsnum textum að mönnum stóð ekki á sama. Plötunni var gríðarvel tekið, ekki síst fyrir áreynslu- og æsingalausan textaflutning, og fyrir vikið vöktu mergjaðir textarnir enn meiri ógn og ótta: Ég er steiktasti mannfjandi á þessu landi stundum er það blessun oftast vandi ekki halda að mér standi á sama mér finnst ekkert gaman að vera alltaf til ama en hey jafnvel Dalai-Lama hefur sína galla þótt hann hafi þá fáa en ég sé með þá alla. Móri á einnig þá góðu línu sem yfirskrift þessarar samantekar er fengin úr: og þótt ég þegi þá fær ekkert því breytt að ef íslenskan er notuð rétt þá verður tungan hárbeitt Íslenskt rapp og íslenskt hiphop er enn að mótast og óljóst hvort það á eftir að ná þeim þroska að til verði sameiginlegur hugmynda- sjóður sem menn eru ófeimnir við að sækja í. Rapptextasmiðir eru misjafnir, sem vonlegt er, en þeir bestu eru vissulega prýðileg skáld, hafa vald á sterku líkingamáli, kunna það góða íslensku að þeir geta leyft sér að teygja á málinu og sveigja það að hugmyndunum sem þeir eru að tjá. Víst njóta þeir ekki enn sömu virðingar og þeir sem bókmenntafræð- ingar kalla skáld, en skáldin öfundast út í þá fyrir gróskuna, hugrekkið og ekki síst áhrifin sem textar þeirra hafa. arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.