Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 2003 15 Morgunblaðið/Þorkell Myndlistarkonan Dóra Rögnvaldsdóttir. MyndlistarkonanDóra Rögn-valdsdóttiropnar í dag sýningu með þrjátíu brons- skúlptúrum í Smíðum og skarti á Skólavörðustíg 16a. Dóra hefur verið með annan fót- inn í Ástr- alíu síðustu tvo áratugi, en fyrir átta árum lauk hún myndlistanámi í há- skólanum í Wollongong, sem er rétt utan við Sydn- ey. Sýning hennar í Smíð- um og skarti er fyrsta op- inbera myndlistarsýning hennar á Íslandi. Af hverju valdir þú að vinna með brons? „Ég kynntist bronsinu meðan ég var í náminu, bara sem einu mögulegu efni til að vinna með, og heillaðist af því. Ég steypi alla mína skúlptúra sjálf, en ég hef aðstöðu í iðn- skóla í Wollongong. Mér finnst alltaf afskaplega spennandi hver útkoman verður, því í hvert sinn sem þú hellir bronsinu í form þá veistu aldrei ná- kvæmlega á hverju þú átt von. Þetta er svona happ- drætti, t.d. veistu aldrei hvernig áferðin verður því það fer eftir sandinum hverju sinni.“ Er þetta langt vinnu- ferli? „Það er auðvitað afar margþætt, því ég byrjar með frummyndina sem ég fer með í málsteypuna. Ég hef aðallega verið að steypa í sandi og nota tvö- falt sandmót. Þegar búið að steypa verkið, þá er heilmikil vinna eftir því það er alls ekki komið með endanlega mynd. Þá þarf að hreinsa það, slípa og vinna áferð með sýrum eða öðrum göldrum til að ná lit úr bronsinu. Og síðan þarf að finna stein.“ Og í þetta sinn notar þú íslenska steina sem stöpla? „Já, ég kom með brons- skúlptúrana án stöpla og hef síðustu vikur verið að höggva út stein. Fyrst hafði ég hugsað mér að nota hraun, en féll síðan alveg fyrir grá- og blá- grýtinu. Þetta er einfald- lega svo fallegur steinn og passar afskaplega vel við bronsið, þannig að ég er mjög ánægð með íslensku steinana.“ Hvað getur þú sagt mér um formin? „Þetta eru líkamsform sem snúast öll um hreyf- ingu. Ég hef reynt að vinna gegn eðli málmsins, sem er þungur og fastur, og fá hreyfingu í líkamana líkt og þeir séu að stökkva eða svífa af steinstöpl- unum og út í rýmið.“ Hvert sækir þú inn- blástur? „Verk mín eru innblásin af frjálsræði og léttleika, samtímis gefa þau mann- lega veikleika varfærn- islega til kynna. Mér finnst verkin mín þó fyrst og fremst snúast um bjartsýni og búa yfir mikilli orku.“ Sýningunni lýkur form- lega 6. september þó að nokkur verkanna verði áfram uppi við bæði í Smíðum og skarti og Gall- eríi List. Svífandi bronslíkamar STIKLA Brons- skúlptúrar í Smíðum og skarti Næsta v ika Laugardagur Hallgrímskirkja kl. 12 Mark Anderson orgel. Árbæjarsafn María Guð- mundsdóttir sýnir muni og myndir úr flóka í Listmunahorni safnsins. Einnig á morgun. Kaffi Sólon kl. 17 Að þessu sinni er það Erla Þórarinsdóttir, sem mun opna sýningu. Erla valdi 3 stór verk á sýninguna, sem öll tákna á einhvern hátt tíma. Verkin eru unnin í olíu og silfri, á striga. Sýningunni lýkur 19. september. Sýningarstjóri er Sesselja Thorberg. Sunnudagur Hallgrímskirkja kl. 20 Mark Anderson orgel, Margrét Bóas- dóttir sópran. Flutt verða verk eftir Flor Peetersen, John Cooke, Harold Darke, Dietrich Buxtehude, Louis Vierne, César Franck og Olivier Messiaen. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 15 Ingólfur Arnarson mun leiða gesti Lista- safns Reykjavíkur um sýn- inguna Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi. Ingólfur valdi verkin á sýninguna, en henni er ætlað að veita innsýn í erlenda samtímalist í eigu ís- lenskra listasafna, einkasafna og einstaklinga. Sýningin stendur til 7. september. Hafnarhúsið er opið daglega frá kl. 10–17. Krókur á Garðaholti milli kl. 13 og 17 Góð aðsókn hefur verið að smábýlinu Króki á Garðaholti í Garðabæ í sumar. Bærinn er opinn fyrir almenning til sýnis næstu tvo sunnudaga milli kl. 13 og 17. Krókur er lítill bárujárns- klæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti al- þýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Í Króki var búið allt til ársins 1985. Krókur er á ská á móti sam- komuhúsinu á Garðaholti. Ókeypis aðgangur. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Hallveig Rún- arsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari. Nor- rænt síðsumar. Sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, þjóð- lagaútsetningar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, söngflokkurinn Haugtussa eftir Edvard Grieg og sönglög eftir Jean Sibelius. Miðvikudagur Háteigskirkja kl 20.30 Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Tilefnið er tónleikaferð til Filippseyja. Fimmtudagur Nasa kl. 22 Tangódagar í Reykjavík: Útgáfutónleikar Le Grand Tangó, sem er að hluta til íslensk tangósveit ásamt Agli Ólafssyni og Olivier Manoury, bandoneónleikara. Einn fremsti tangódansari Argentínu, Cec- ilia Gonzalez ásamt frakk- anum, Jean-Sebastien Ramp- azzi, sýna tangódansinn, eins og hann er dansaður í Buenos Aires um þessar mundir. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudegi. menning@mbl.is. Sjá einnig mbl.is/staður og stund. MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratug- urinn. Í tengslum við sýn- inguna eru einnig sýndar ljósmyndir eftir Hans Malm- berg sem hann tók í Reykja- vík árið 1951. Til 1.9. Gerðarsafn: Sýning á mál- verkum Jóhannesar Kjarvals úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Sumarsýn- ingin „Hvað viltu vita?“ Þar eru til sýnis upplýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Framlengd til 5.9. Brýr á þjóðvegi 1. Ljós- myndasýning Gunnars Karls Gunnlaugssonar. Framlengd til 21.9. Handverk og hönnun, Aðalstræti 12: Á sum- arsýningunni er bæði hefð- bundinn listiðnaður og hönn- un úr fjölbreyttu hráefni. Til 31.8. i8 Klapparstig 33: This is me, This is You eftir Roni Horn 13/09/03 Opið fimmtudaga og föstudaga 11–18 og laug- ardaga frá kl. 13–17. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14–17. Höggmyndagarðurinn alltaf opinn. Listasafn Íslands: Sum- arsýning – Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Úr eigu safns- ins – Sýnishorn íslenskrar hönnunar 1952–2002. Að auki eru munir í eigu nokk- urra hönnuða, sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir. Til 1.9. Listasafn Árnesinga Safneignin og samtíminn er sýning á verkinu Old but useful eftir þær Hönnu Chris- tel Sigurkarlsdóttur og Mel- korku Huldudóttur og verk eftir Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Kjarval og fl. meistara Listasafn Reykjanes- bæjar: Sossa Björnsdóttir. Til 31.8. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. 2004. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Innsýn í al- þjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – stríð er ný þemasýning úr Erró- safneigninni. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5: Ragna Sigrún- ardóttir sýnir 24 olíumálverk. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Claire Xuan. Til 1.9. Norræna húsið: Liv Blå- varp - Skartgripir. Til 19.10. Vestan við sól og norðan við mána. Ragnar Th. Sigurðs- son ljósmyndari og Ari Trausti Guðmundsson rithöf- undur og jarðeðlisfræðingur. Til 31.8. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýn- ingar. Til 14.9. Svipmyndir af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara. Safn – Laugavegi 37: Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Til 10. okt. Sjóminjasafn Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Gripir úr Þjóðfræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Skaftfell Seyðisfirði: Sól- veig Alda Halldórsdóttir sýn- ir verk sitt Upp-skurður á Vesturveggnum í Skaftfelli Bistro. Til 5.9. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir er stað- arlistamaður Skálholtsskóla árið 2003. Til 1.9. Icelandic Art Gallery. Skólavörðustígur 25. Sjöfn Har sýnir málverk. Galleríi Sævars Karls: Cesco Soggiu og Karl Kristján Davíðsson sýna myndverk.Til 28. ágúst. Fjöruhúsið á Hellnum, Snæfellsnesi: Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir. Smá- myndir unnar í þurrnál og vatnsliti. Til 31.8. Hafnarborg: Guðbjörg Lind. Anna Jóelsdóttir. Til 8.9. Nýlistasafnið: Sýningar félaga Gjörningakúbbsins, Heimis Björgúlfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Til 7.9. Gallerí Skuggi: Valgarður Gunnarsson. Til 23.8. Kling og Bang: Danski ljós- myndarinn Peter Funch. Til 31.8. arts.har Skólavörðustíg 25a. Sjöfn Har. Til 14.9 Skólavörðustígur 14 Sýn- ing Arkitektafélags Íslands. Út ágústmánuð. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyr- irhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Grease, lau., fös. Poppea, lau. Iðnó: 22.30 Pentagon. fös. Iðnó kl. 20.30 Light Nights. Ferðaleikhúsið sýnir þjóðsögur o.fl. á ensku sun., mán., fös. Skemmtihúsið við Lauf- ásveg kl. 20.30: Ferðir Guðríðar á ensku sun. Á frönsku fös. lau. NÆSTSÍÐUSTU helgi Sum- arkvölds við orgelið í Hall- grímskirkju kemur fram banda- ríski organistinn og kennarinn Mark Anderson. Hann er Ís- lendingum að góðu kunnur, því hann hefur komið fram á veg- um Sumarkvölds við orgelið áður auk þess sem hann hefur haldið námskeið hér fyrir stjórnendur barnakóra á veg- um söngmálastjóraembættis þjóðkirkjunnar. Mark er org- anisti við öldungakirkjuna í Chestnut Hill í Fíladelfíu í Penn- sylvaníu auk þess sem hann kennir við Westminster Choir College í New Jersey. Á sunnu- dagskvöldinu syngur Margrét Bóasdóttir sópransöngkona með Mark í einu verkanna. Á fyrri tónleikunum, í dag kl. 12, leikur Mark fjögur verk. Hið fyrsta er Kórall eftir belg- íska tónskáldið Joseph Jongen og svo leikur hann sálmforleik- inn Was Gott tut, das ist wohl- getan eftir Johann Pachelbel. Hluti sálmforleikja meistara Bachs er í nótnabókum og hafa heiti eins og hinir 18 Schübler forleikir eða forleikirnir úr Orgelbüchlein. Eitt safnið eru Neumeister forleikirnir og leik- ur Mark fimm þeirra. Síðasta verkið á þessum tónleikum er A Song of Triumph eftir Oliphant Chuckerbutty. Tónleikarnir annað kvöld kl. 20 hefjast á verki belgíska tón- skáldsins Flor Peeters, Specul- um Vitae eða Spegli lífsins, sem hann samdi árið 1935. Verkið er samið við kvæða- flokk eftir Jef Simons. Verkið er í fjórum þáttum og er hugsað sem samspil tveggja ólíkra hljóðfæra, sópranraddar og orgels. Næst á efnisskránni eru tvö verk eftir bresk tónskáld sem þó fóru hvort í sína áttina. John Cook bjó lengst af í Ameríku og þekktasta verk hans, Fan- fare, endurspeglar klassískan enskan hátíðarbrag. Hitt verkið er Elegy eftir Harold Drake. Hann starfaði alla tíð í Eng- landi, var m.a. organisti í Cornhill í 50 ár samfleytt. Elegy merkir trega- eða sorg- arkvæði og flutning þessa verks tileinkar Mark Anderson öllum sem sakna ástvina vegna stríðsátaka eða hryðjuverka. Frá hinum engilsaxneska heimi færir Mark Anderson sig til Þýskalands, því næst á efnis- skránni er Prelúdía í g-moll eft- ir Dietrich Buxtehude og síðan Sónata nr. 6 eftir Felix Mend- elssohn-Bartholdy. Sónatan er í þremur köflum. Fyrst er unnið með sálminn Vater unser im Himmelreich, þá er fúga sem notar brot úr sálmalaginu og lokakaflinn endurspeglar líka stef úr sálminum. Síðasta verk tónleikanna er Transports de joie úr L’Ascen- sion eftir Olivier Messiaen. Mark Anderson hefur víða komið fram á tónleikum, í Bandaríkjunum og Kanada, í Þýskalandi og Japan, á Íslandi og Puerto Rico. Tónleikar hans hafa m.a. verið hljóðritaðir af BBC og NPR. Sem tónskáld hefur Mark Anderson hlotið ýmis verðlaun bæði fyrir sálma og kórverk. Námskeið í Bústaðakirkju Mark Anderson mun kenna á námskeiði í sálmaspili/ litúrgískum orgelleik, sem Bú- staðakirkja gengst fyrir í sam- vinnu við Tónskóla þjóðkirkj- unnar. Námskeiðið verður haldið í Bústaðakirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 18.30–21 og verður áhersla lögð á að- ferðir við að efla almennan safnaðarsöng. Skráning á námskeiðið í Bú- staðakirkju og allar nánari upplýsingar fást hjá Guðmundi Sigurðssyni, organista Bú- staðakirkju. Mark Anderson í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Sverrir Mark Anderson og Margrét Bóasdóttir koma fram í Hallgrímskirkju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.