Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.2003, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 2003 3 Ég, Fjölnismenn, Tómas Jónsson og fleiri nefnist grein eftir Einar Má Guðmundsson þar sem hann fjallar um menningarlega sjálfsmynd og möguleika þjóðarinnar. Hann segir: „Við þurfum að vera raunsæ og framkvæma hið ómögulega. Eða með öðr- um orðum: allt þarf að vera í stöðugri endurskoðun, ekkert má taka sem gefið.“ Hljóðritun hófst hérlendis fyrir hundrað árum. Í tilefni af því rifjar Njáll Sigurðsson upp sögu hljóðritunar hér á landi og rekur tækniþró- unina sem hefur verið ævintýraleg. Sigurður Pálsson hefur sent frá sér síðustu bókina í ljóðabóka tylft sinni sem hófst með útkomu bókar- innar Ljóð vega salt árið 1975. Guðbjörn Sigurmundsson skrifar ýtarlegan ritdóm um bókina er nefnist Ljóðtímavagn. FORSÍÐUMYNDIN er af hluta verks eftir Leif Breiðfjörð er nefnist Skáldið. Steindur gluggi (110x57 sm, 1997). Þ að er oft talað um kortaæði í okkur landsmönnum núna þegar jólin nálgast og við viljum gera öllum gott, og kannski ekki síst sjálfum okkur stundum. Þá er tjaldað til þeim kortum sem til eru og segulröndin rispuð fram úr hófi þannig að til eru dæmi um að fólk þurfi að endurnýja kortin sín eftir jólaæð- ið. Svo spá menn í hvort ekki sé hægt að borga af einu kortinu með öðru og þá er komin af stað svona veltuvítahringur eins og í gamla daga þegar menn veltu ávís- unum milli reikninga vegna þess hve lang- an tíma það tók fyrir tékkann að fara í gegnum kerfið. En ef við Íslendingar erum kortaóðir hvað varðar notkun þeirra – þá eru Bret- ar kortaóðir hvað varðar fjölda þeirra. Ég nota oft nærri enga peninga á Ís- landi. Einvörðungu kortið. Enda slitnar það hratt. Hér úti í Englandi þar sem ég bý nú um stundir nota ég kortið helst í veggjar- vél og bölva smámyntinni þess á milli. Hins vegar er stöðugt verið að bjóða mér kort eða skylda mig til að nota kort. Og það eru engin jólakort. Í fyrsta lagi er ég með kortin mín tvö að heiman sem ég nota sífellt minna nema til að millifæra pening inn á reikning í banka hér úti. Það tók að vísu óendanlega langan tíma að fá reikning hér úti. Ég var farinn að velta því fyrir mér hvaða skugg- ar væru í fortíð minni sem þvældust svona fyrir. Ef ég tek nú smá útúrdúr hér og segi söguna af því þá er það þannig að Bretar eru enn með hjartað í brókinni vegna 11. sept. 2001. Maður gæti haldið að Leeds hefði þurrkast út. Við fórum í tvo banka og sóttum um reikning. Það tók klukkustundarviðtal í hvorum banka að yfirfara pappíra að heiman sem fullyrtu hélt ég að við hjónin værum sómasamlegir viðskiptavinir og ekki með glæpaferil á bakinu. Eitt aðalmálið var að staðfesta hvar við ættum heima. Það gat gerst t.d. með reikningi frá rafveitunni eða símanum. Svo þurfti að fá staðfest hvar við höfðum átt heima næst á undan. Þ.e. á Íslandi. Þegar búið var að standa í bréfa- samskiptum við annan bankann og hlusta á Vivaldi í símsvaranum þeirra mínút- unum saman þá fannst þeim við hæfi að bjóða okkur viðskiptakjör af svipuðum toga og tíu ára barn fengi, enda að stofna reikning í fyrsta sinn. Hinn var skárri en það tók samt á sjöttu viku að fá á hreint að við værum ekki elsk að bin Laden og Saddam. En það hefur gengið vel síðan og elsku- legt fólk í bankanum okkar. Við fengum bankakort sem getur allt sem við viljum, kort út af heimabankanum og nú bönkum við að vild og hlustum helst ekki á Vivaldi, sem raunar var ágætis lagasmiður og tón- skáld. En aftur að kortum. Maður er með tvö bókasafnskort og stúdentakort – af því maður er nú orðinn háskólastúdent aftur. Svo er kort frá íþróttafélaginu mínu, kort til að hlaða inn- eign á símann minn, kort til að borga vatnsreikninginn, kort til að borga skatt- ana mína svo nokkuð sé nefnt. Held það séu ein fjórtán kort í veskinu mínu og öll í notkun. Svo streyma inn tilboð um fríkort hjá einstökum verslunum, kort til að bjarga fjármálunum (sem ég reyndar taldi í góðu lagi!), kort til að versla upp á afslátt í verslunum – borga eftir minni og borga smá vexti – um 30% á ári (ekki nema 3% á mánuði!). Kort á kort ofan. Sannarlega hægt að kortleggja líf mitt. Það sem er svo makalaust í þessum til- boðskortum öllum er tvennt. Annars veg- ar hvernig þeim er lætt inn á fólk og hins vegar hvernig fólk kennir kortunum um fjárhagsvanda sinn. Sem það leysir svo stundum með því að fá sér nýtt kort. Þegar kortin eru markaðssett þá er lögð áhersla á viðskiptavildina. Menn fá kort án nokkurrar fyrirhafnar, að sögn. Líklega er það nú ekki rétt en látum það vera. Hvers vegna ætti ég að fá mér kort? Jú, segir auglýsingin, – af því lífið er leikur. Ellegar af því þú átt það skilið. Nú eða þá til að létta þér lífið. Til að safna punktum fyrir ekkert. Raunar er þetta viðkvæðið víða. Þú færð allt þetta fyrir ekki neitt. Jamm og jæja. Ekkert mál. Ekkert að borga, engin fyrirhöfn og endalausir afslættir. En svo koma greiðsludagarnir hjá fólki og þá skellur í skoltunum. Sum kortin bjóða litla vexti eða enga vexti gegn því að menn haldi uppi ákveðinni lágmarks- neyslu. Og hún er ekki lítil og hana þarf að borga. Og ef hún er ekki borguð þá bresta á þvílíkir vextir að sjálft banka- kerfið hefur verið tekið á beinið og spurt hvað það haldi að verðbólgan í landinu sé. Mesta fjörið varð í haust þegar æðsti yf- irmaður eins stærsta bankans lét út úr sér að honum dytti ekki í hug að nýta sér kreditkort. Þau væru alltof dýr og hann varaði börn sín við þeim. Næstu daga voru fjölmiðlarnir fullir vandlætingu og birtu myndir af honum með frúna upp á arminn ásamt mati á verðmætum þeim sem þau báru á sér í skartgripum. Síðan fóru fjölmiðlarnir hamförum í málinu og seldu fjölmargar auglýsingar um greiðslukort í leiðinni. En þó gekk fram af mér að heyra talað við fólk sem var miður sín yfir því hversu djúpt í skuld það hafði sokkið og kenndi kortunum um. Nýútskrifað háskólafólk var illa skuldsett vegna þess að það þurfti jú að halda uppi líffstíl sínum í fatnaði og öðru á meðan það var í námi. Og fyrir vik- ið var það svo skuldsett að það gat sig hvergi hreyft. Vesalings fólkið. Datt því ekki í hug að lifa á færri aur- um og gera minna? Og hverjum var um að kenna? Dæmi hver sem vill en ég greiði atkvæði með sjálfstæðum einstaklingum. En allt um það. Nú fyllast búðirnar af öðruvísi kortum. Og þau eru litrík og fal- leg og miklu skemmtilegri en öll plast- kortin mín til samans. Það eru jólakortin sem hér er átt við. Og hafi ég einhverntíma kvartað yfir því að jólin byrjuðu snemma sumstaðar á Ísa- landinu þá held ég að Bretar eigi metið. Jólaskraut birtist hér í október, jóla- varningur sömuleiðis og fyrir 1. nóvember heyrði maður jólalög leikin í verslunum. Jólakökurnar yndislegu, sem er líklega það besta sem Bretar búa til matarkyns, fyrir utan indverskan mat og annað sem ég má líklega ekki nefna á prenti, hafa verið á boðstólum í tæpan mánuð, þegar þetta er ritað um miðjan nóvember. Þrettán jólasveina segja þeir. Til hvers? Eru jólin ekki nógu löng samt? Með þessu sendi ég óskir um gleðileg jól til þeirra sem þetta lesa. Og hinna líka. KORTAJÓL OG JÓLAKORT RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is PÉTUR GUNNARSSON AÐVENTA Nóturnar þreifa sig áfram í laglínu; Heims um ból hlg ... glh ... helg eru mær/jól. Setur mark sitt á allar athafnir blokkarinnar líka þær óhátíðlegustu. Pétur Gunnarsson (f. 1947) á meðal annars að baki tvær ljóðabækur, skáldsögur og þýðingar. Ljóðið Aðventa birtist í nýútkominni bók er nefnist Að baki daganna (2003) og inniheldur samnefnda nýja ljóðabók auk fyrstu ljóðabókar Péturs, Splunkunýr dag- ur, sem kom út árið 1973. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N EFNI Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér tvær þýðingar á árinu. Um er að ræða tvær af áhugaverðustu skáldsögum síðustu ára, Hina feigu skepnu eftir bandaríska rithöfundinn Philip Roth og Friðþægingu eftir Ian McEwan. Þröstur Helgason ræðir við Rúnar Helga um sög- urnar og þýðingarvinnuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.