Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 3 Guðmundur Kamban á enn erindi við okkur, segir í grein Guðmundar Brynjólfssonar um leik- ritun Kambans. Lesið er í flest verka hans en meðal þeirra eru perlur eins og Vér morðingjar, Skálholt og Marmari. Robert Lowell var eitt af mestu skáldum Banda- ríkjanna á síðustu öld. Jóhann Hjálmarsson skrifar um nýútkomna heildarútgáfu á ljóðum hans. Viröld fláa nefnist fyrsta ópera Hafliða Hallgríms- sonar sem frumflutt var í borgarleik- húsinu í Lübeck í Þýskalandi fyrir skömmu. Halldór Hauksson var við frumsýninguna og segir frá. Gabriel Garcia Marquez gaf út sjálfsævisögu sína á síðasta ári. Milan Kundera ritar grein í tilefni af útkomunni þar sem hann rekur fyrstu kynni sín af verkum Marquezar. FORSÍÐUMYNDIN er af verki Gerðar Gunnarsdóttur, Vináttu og friði, í alþjóðlegum höggmyndagarði Changchun-borgar í Jilin-héraði í Kína. E inhvern tíma las ég bók sem átti að reyna að skýra hvers vegna Hitler komst til valda í Þýskalandi. Það gekk illa hjá höfundinum. Það var nefni- lega ekki auðvelt að finna svar. Hvar sem hann bar nið- ur rakst hann á það að skýr- ingarnar áttu illa við. Sem dæmi mátti taka þá kenningu að Þjóðverjar hefðu ver- ið tilbúnir að meðtaka röklitlar hugmyndir nasista vegna þess að þeir hafi verið illa upplýstir. Raunin var önnur. Þjóðverjar voru þá, eins og í dag, einhver best menntaða og upplýsta þjóð jarðar. Í dag finnst mér það sérstakt, í heimi velmegunar og menntunar, að horfa á hvernig hindurvitni og ófreskjur vaða uppi, sem aldrei fyrr. Nú eru þetta engar venjulegar ófreskj- ur. Mest áberandi nú um stundir er sagan af Hringadróttni, en einnig má nefna hann Harry Potter. Báðir eiga rætur að rekja til hulduheima og báðir eiga í höggi við ólýs- anlega vond öfl, en – þótt ég kunni að vera að ljósta einhverju upp – þá hefur hið góða betur. Eða alla vega það sem við einfaldir lesendur teljum hið góða. Það fer líklega eftir því hvorum megin víglínunnar menn standa. Þessar tvær sögur eru þó ágætar að því leyti að þær eru skáldsögur. Ekki er til sá maður sem heldur því fram að þau Rowl- ing og Tolkien hafi skapað þennan heim úr einhverju öðru en hugskoti sínu. Það eru þó til einstaklingar sem búa sér til huliðsheima og halda því fram að þeir séu til. Við minnumst til dæmis þeirra sem lögðust út við Snæfellsjökul og vildu hitta geimverur. Vissulega varð mikið geim á staðnum og þannig kannski komu saman helstu geimverur landsins. Hátíðin varð líklega saklausari en venjuleg verslunar- mannahelgi og að minnsta kosti hlaust af minni skaði en af geimverum í venjulegri geimverubíómynd. Bíógeimverurnar virð- ast nefnilega fremur ótótlegt fólk ef satt skal segja. En það er ekki nóg með að orkar Tolki- ens og vitsugur Rowlings heilli okkur, svo ekki sé nú talað um aðra þætti þeirra bóka. Og við látum fallerast dolfallin yfir hugar- flugi höfundanna og hæfileikum kvik- myndagerðarmannanna, sem hlutgera þessar sögur af mikilli snilld. Hins vegar má kannski segja að þessar bækur gefa sig ekki út fyrir að vera sann- leikur eða staðreyndir. Þær eru þvert á móti úr öðrum heimi eða veruleika, þannig að ekki verður um villst. Að vísu eru bæk- ur Tolkiens náttúrulega eins og gagnrýni á stríð, stríðsrekstur og styrjaldir. Mér finnst alltaf þegar ég les þessa texta að hið illa afl sem átti að leggjast yfir heim hob- bitanna og Gandalfs gæti hafa verið, í hans huga, afl eins og fasisminn og Sauron hinn illi væri þá Hitler eða viðlíka geðsleg per- sóna. Það er í raun alveg ótrúlega merkilegt að skoða á hversu mörgum vígstöðvum hjávísindi eða hjátrú getur risið upp. Eitt það magnaðasta er vitaskuld störnuvísindi ýmiskonar. Meira að segja á seinni árum hafa áhrifamiklir stjórnendur látið stjörnuspámenn segja sér til. Einna fræg- astur var ráðgjafi Nancy Reagan, sem í framhaldinu lét skilaboðin ganga til bónda síns Ronalds. Hins vegar hafa menn margsýnt fram á að gangur himintungla hefur hreifst til frá því spekin varð til. Samt hefur fólk gaman af því að spá í spil og bolla, þótt flestir skilji líklega að það er einungis til gamans gert og varlegt að trúa því sem sagt er. Þetta eru eins konar töfrabrögð og töfrabrögð eru alltaf blekking. En það eru fleiri dæmi. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hve heppilegt það er, þrátt fyrir allt, að menn eru á einu máli um það hverjir og hvað stóð á bak við árásina á Bandaríkin í september 2001. Önnur mál virðast vandleystari, þó svo ítrekað hafi verið sýnt fram á um hvað málin snúast. Eitt dæmið er kvikmyndin JFK en í henni eru settar fram fjölmargar kenn- ingar um morðið á Kennedy án þess að nokkurt tillit sé tekið til staðreynda. Eitt er að Lee Harvey Oswald hafi notað riffil sem var þeirrar gerðar að ekki hefði verið hægt að skjóta úr honum þeim fjölda skota sem skotið var á þeim tíma sem raun ber. Ég sá nýverið liðlega áttræðan mann gera slíkt í fróðlegum þætti um Kennedy og með eins riffli. Fleiri kenningar voru tekn- ar af lífi í þeim þætti. Hvort það hefur eitt- hvað að segja er annað mál. Nýjasta draugasagan er vitaskuld hörm- ungarsagan um dauða Diönu prinsessu. Þar hefur leyndin og vandræðagangur frönsku lögreglunnar og breskra stjórn- valda leyst úr læðingi fjölda samsæris- mála. Alltaf vont þegar ekki er hægt að tala hreint út. Tákn af himnum, örlagatrú, yfir- skilvitlegar skýringar og margt annað lifir góðu lífi. Menn halla sér að steinum og leita ókunnra krafta, japla á alls konar efn- um og raða mublum upp á vissa vegu, allt í þeim tilgangi að bæta líf sitt. Hjátrú er nátengd fordómum og for- dómar eru eingöngu til þess fallnir að skipta upp samfélögum og valda illindum. Gildir þar einu hvort við erum að tala um kynjafordóma, kynþáttafordóma eða slags- mál milli stuðningsmanna íþróttaliða. Það skánar ekki þegar litið er á dagskrá sjónvarpsstöðva og menn sjá þætti um galdrafólk, blóðsugur og blóðsugubana, drauga og fjölmargt annað. Þegar menn átta sig á því að aðaláhorfendur þessara þátta eru börn sem ekki þekkja stað- reyndir málanna, vita ekki hvað er rétt og rangt þá munu þeir jafnframt sitja uppi með það síðar að börnin eru uppfull af ranghugmyndum og umsnúnum sannleika. Þetta hef ég oft orðið var við í kennslu minni. Sjónvarpsþættir sem fjölluðu um elt- ingaleiki við geimverur voru framan af settir fram með þeim hætti að ætla mátti að þeir byggðust á staðreyndum. Þegar fram liðu stundir urðu þeir fáránlegri og augljósari í rangfærslum sínum. En vitaskuld heitir þetta frelsi. Frelsi fylgir ábyrgð og til að geta borið þá ábyrgð verður fólk að skilja umhverfi sitt. Og þess vegna verður að mennta fólk þannig að það skilji hvenær það er verið að skemmta því og hvenær verið er að blekkja það. Og í ljósi þess hvernig auglýsingaheimurinn beitir blekkingum og hálfsannleika þá veit- ir ekki af. Gott dæmi eru ofnæmisprófaðar vörur, lífrænt ræktaðar og umhverfisvænar. Margt af þessu er til mikilla bóta og mjög mikilvægt en sumt er undir fölsku flaggi. Til að átta sig á slíku þurfa menn að skilja áletranirnar og líkingamálið. Sumir verja hjátrú sem skemmtileg skringilegheit sem enginn taki mark á. Hins vegar seljast mun fleiri bækur um slík mál en t.d. eðlisfræði og sum sagn- fræðirit seljast mun betur ef í þau er sett eitthvað æsandi. Sama gildir um kvik- myndir. Frægt dæmi eru kvikmyndirnar um Titanic og Skylmingaþrælinn sem báð- ar voru settar fram sem eins konar raun- veruleg útgáfa en voru það hvorug. Skemmtilegar engu að síður. Það versta er að börn hafa alist upp við neikvætt hugarfar í þessum efnum. Skólar eru leiðinlegir, bækur ekki áhugaverð af- þreying og staðreyndir óspennandi. Allt þarf að vera skemmtilegt. Meðan svo er verður illa spyrnt við fót- um gegn útþynningu skynseminnar. HJÁTRÚ RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N BENEDIKT GRÖNDAL FYRR OG NÚ Er það ei enn hin sama sól, sem að á gylltum hjálmum skein, er Óðinn hjörva galdur gól, og gunnar logi nísti bein? Er það ei enn hinn sami sjór, sem að Hringhorna í faðmi bar, er flutti Baldur feiknastór fram um grátsollnar öldurnar? Náttúran er það eilíft band, allan er tímann sameinar; um auðan lífsins ægisand ótal hún breiðir rósirnar. Fornöldin lifir alltaf í augnabliki, sem kemur nýtt, og hennar gullnu glampaský geislunum verma brjóstið hlýtt. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826–1907) var skáld og fræðimaður. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S . EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.