Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 5 þetta På Skalholt eða hvort ástæðan var einhver önnur þá breytti Kamban verkinu nokkuð, stytti það og einfaldaði og var það sú útgáfa þess sem var frumsýnd hjá LR á jólum 1945. Verkið hefur verið vinsælt hjá þjóðinni síðan og mörg leik- félög spreytt sig á því, auk þess sýndi Þjóðleik- húsið árið 1982 leikgerð Bríetar Héðinsdóttur byggða á verkinu sem kölluð var Jómfrú Ragn- heiður. Kamban var vitaskuld ekki fyrstur að nota sér þessa stórdramatísku atburði úr Ís- landssögunni sem uppistöðu í skáldskap. Árið 1882 kom út skáldsagan Brynjólfur Sveinsson biskup eftir Torfhildi Hólm og 1913 birtist ljóða- flokkurinn Eiðurinn eftir Þorstein Erlingsson. Torfhildur lagði þannig út af „ritningunni“ að hún sýnir okkur Daða Halldórsson sem illmenni en Ragnheiði sem saklausa sveitastúlku. Kamb- an og Þorsteinn leggja það hins vegar þannig upp að Ragnheiður hafi verið hrein mey er hún sór eiðinn, og bæði hún og Daði hafi verið yf- irmáta ástfangin hvort af öðru. Sigurður Nordal vill reyndar meina að Þorsteinn hafi haft unað af þessu bannaða sambandi Ragnheiðar og Daða sökum eigin ástleysis á ungdómsárum en það er önnur saga. En Kamban er jarðbundnari, þrátt fyrir áherslu á hreina ást þeirra tveggja reynir hann í leikritinu einnig að finna sálfræðilegar skýring- ar á háttsemi Ragnheiðar, og eins og Kamban er einum lagið sér hann stóra sök hjá samfélaginu. Fyrsta sviðslýsing verksins gefur örlítinn keim af innsæi Kambans hvað varðar uppsetn- ingu og þá um leið ráðningu tákna á leiksviði, hann lýsir bæjarhlaði Skálholtsstaðar: [...] Snæviþakin torfþök lágra húsa fylla senuna. Þau eru í gömlum íslenzkum bæjarstíl - typpt þil í röð, oftast hæst í miðju – en á ýmsum aldri, sem ráða má af óendanlegum glundroða þeirra, allur þessi urmull húsa ýmist hornrétt eða hornskökk hvert við annað, allur þessi urmull bæj- ardyra, sunda, króka og kima gerir allt biskupssetrið að einum völundargangi, að einhverju sem er lokað, nota- legt, allt að því dularfullt. [...] (Í Skálholti, bls. 283, VI) Hér er margt að skoða, hinn mannlegi valda- píramídi sem okkur á eftir að verða ljós í leikrit- inu sést hér á húsaskipan, miðjuþökin gnæfa hæst og má þar kenna Brynjólf sjálfan, en utar eru hinir lægra settu. Og líkt og geistlegt valda- kerfið er þetta allt einhvern veginn „lokað“ og sé sú lokun virt er hægt að hafa það þokkalega „notalegt“ – annars ekki. Sviðið er „dularfullt“ eins og sú saga sem sögð verður, svo dularfullt að aldrei mun hið sanna koma í ljós. Það er vand- ratað í þessu völundarhúsi, bæði um holdlega krákustíga sem og í fylgispekt við guðdóminn sem hér „býr“ enda standa sumir eftir „horn- réttir“ en aðrir eru „hornskakkir“ og á skjön við tilveruna og almættið í sögulok. En Guðmundur Kamban telur sjálfur að honum hafi tekist að rata völundarhúsið – það er ljóst af leiknum. Þrátt fyrir oft á tíðum þunglamaleg samtöl í þessari eldri og lengri gerð leikritsins Í Skál- holti, þá er verkið allan tímann spennandi. Þrátt fyrir að maður, sem góður og gegn Íslendingur, kunni söguna um ægilega „heimilisólukku Brynjólfs biskups“. Sagan verður því ekki rakin efnislega hér. Kamban er hér mjög svo – sem oft áður og enn síðar – mjög hugleikin staða konunnar. Helga Magnúsdóttir í Bræðratungu sem mun hafa verið kvenskörungur mikill á sinni tíð, verður í meðförum Kambans afburða mann- eskja í alla staði; vissulega kvenskörungur en einhvern veginn eitthvað miklu meira en það. Styrkur, manngæska og tign þessarar konu er ekki alltaf á yfirborðinu í texta verksins en henni fylgir ætíð þung undiralda mannkosta, eins og þessi stutta tilvitnun í verkið sýnir; hér er allt komið í bál og brand, Ragnheiður hefur alið son sinn undir verndarvæng Helgu: BISKUP [...] Ef ég gerði skyldu mína, þá ætti ég að senda suður að Bessastöðum og láta böðulinn koma til að strýkja þig hér á hlaðinu í Skálholti. Það líður glott yfir varir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, og þegar faðir hennar sér það, nálgast hann hana aftur með krepptum hnefa. En nú stendur Helga Magnúsdóttir við hlið hennar, þegir, en stingur hendinni undir arm hennar. (Í Skálholti, bls. 364, VI) Næmni Kambans á kvenlegan styrk nær ekki endilega hámarki þarna, nokkru síðar nær hann – ekki bara að sýna okkur uppreisn Ragnheiðar og þrá eftir réttlæti – heldur einnig í sömu andrá stöðu móður hennar frú Margrétar; Biskup vill að Ragnheiður hlíti honum í einu og öllu gegn náðun og erfðarétti: BISKUP [...] og framfylgir okkar ráðum í því, sem þér og þinni framtíð er til hags og hollustu. RAGNHEIÐUR Yðar vilja, faðir minn, en ekki ráðum. BISKUP Einnig ráðum, dóttir mín. Hinum beztu, sem móðir og faðir geta ráðið barni sínu. RAGNHEIÐUR Yðar vilja, en ekki móður minnar, því hún hefur engan. (Í Skálholti, bls. 372, VI, leturbr. GB) Í þessari eldri gerð verksins kemur Hallgrím- ur sálmaskáld Pétursson lítillega við sögu undir leikslok, í raun tilgangslítið innskot í leikinn en sögulega athyglisvert innlegg. Hann birtist okk- ur sem kristgervingur, sá fyrsti í íslenskum leik- skáldskap; klæðnaður hans er ekki sem hjá öðr- um prestum, heldur: KLUKKUSVEINN Hann lítur út eins og múgamaður. (Í Skálholti, bls. 377, VI) Svo blandar hann geði við vinnumanninn Eyj- ólf, leggur honum lið í verkunum. En Ragnheið- ur sem liggur fyrir dauðanum á huggun í Pass- íusálmunum og: RAGNHEIÐUR [Við Helgu ...] Ég las líka sálminn, sem ég lét þig einu sinni heyra í Bræðratungu: „Allt eins og blómstrið eina“. Þá sagði ég við sjálfa mig: þetta á að syngja við gröf mína. En í því kom Guðrún inn og sagði, að síra Hallgrímur væri kominn. Og á sömu stundu hurfu mér allar hugsanir um dauðann. (Í Skálholti, bls. 379, VI) Svo kemur skáldið sjálft að dánarbeði hennar og líknar henni í anda Jesú Krists: SKÁLDIÐ Tekur handdúk hennar og þerrir svitann af enni hennar. Hann stendur ekki upp, hann segir hægt og glögglega við eyra hennar. Enginn hefur fært mér slíkar þakkir sem þér hafið gert nú, jómfrú Ragnheiður, enginn mun gera það síðar, því það þakklæti, sem kemur ekki á réttum tíma, kemur aldrei. Þá stendur hann upp. (Í Skálholti, bls. 383, VI) Ragnheiður Brynjólfsdóttir er hjá Guðmundi Kamban sambland af þjóðhetju og dýrlingi en fyrst og fremst er hún þó kona í samfélagi – eða öllu heldur – kona í samfélagsleysi þar sem hún þarf að svara öðrum til um meydóm sinn. Og þjást þaðan í frá. Hún lendir á sama báti og Vi- venne Montford – þó svo hún sé ekki vænd- iskona – Ragnheiður á einfaldlega ekki heima grímulaus á endalausum grímudansleik klerka- veldisins í Skálholti. Þess vegna skiljum við (Derfor skilles vi) var frumsýnt í Kaupmannahöfn 1939 en frumgerðin De arabiske telte kom út á bók í Danmörku 1921 og var frumsýnd sama ár í Dagmarleikhúsinu. Það má vel hafa gaman af þessum leik og að sönnu er umfjöllunarefnið klassískt. Kynslóðabilið aðallega, en einnig mismunandi félagslegt umhverfi á Íslandi og í Danmörku er efni þessa leiks. Aðalumfjöllunarefnið er hið sí- gilda „heimur versnandi fer“ þema. Fulltrúar eldri kynslóðarinnar í þessu létta stofudrama (höfundur kallar það reyndar gamanleik sem er að mínu mati fullhraustlega til orða tekið) hafa stöðugar áhyggjur af hinum yngri; léttúð þeirra og meintu frjálslyndi – sérstaklega í ástarmál- um. „Tíðarandinn“ er óábyrgur, „samtíð okkar“ er slæm og það ríkir „upplausnartíð“. En þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa hlutirnir ekki breyst svo mjög. Hinir eldri eru einungis dug- legri við felur og leynimakk – siðferði þeirra er ekkert á hærra stigi en hjá þeim yngri. Öruggt er að Kamban lét eftir sig eitt óklárað leikrit þ.e. Þúsund mílur (De Tusind Mil). Verk- ið er „gleði í fimm þáttum“ og er það að finna í heildarútgáfunni frá 1969 í þýðingu Lárusar Sigurbjörnssonar, sennilega hefur Kamban átt í erfiðleikum með að finna þessu verki viðeigandi endalok. Fjórir fyrstu þættirnir eru ágætir, en sá síðasti er eins og út úr kú enda lét Kamban verkið ekki – frá sér fara – ef svo má segja. Af textanum má ráða að verkið er greinilega skrif- að í eða við stríðsbyrjun. Leikurinn gerist að mestu í „norrænni höf- uðborg fyrir heimstyrjöldina síðari“ síðasti þátt- urinn gerist hins vegar á „Miðjarðarhafsströnd Frakklands“ og það sem athyglisverðast er „tveim árum eftir styrjaldarlok“! En eins og kunnugt er mörkuðu einmitt styrjaldarlokin dauða Kambans. Og í þessum skrýtna þætti spáir Kamban enn nýju stríði. Olaf Westerling er sendiráðsfulltrúi í utanrík- isþjónustunni, hann er fær náungi en hefur verið haldið niðri sökum pólitískra hrossakaupa og refsskapar einstakra embættismanna, sérstak- lega ráðneytisstjórans Bruneliusar. Hann hefur verið margsvikinn um embætti en þegar leik- urinn hefst lítur út fyrir að það sé að rætast úr hjá Westerling og að hann eigi að verða sendi- herra í Madríd. Kamban kynnir okkur hagan- lega aðstæður í þessum fyrsta þætti en undir lok hans er þó ljóst að enn á ný sitja menn á svikráð- um við Westerling og það getur brugðið til beggja vona með að hann fái stöðuna. Í öðrum þætti komumst við að því að enn og aftur hefur Brunelius klekkt á Westerling, sá síðarnefndi hefur reiðst og hætt hjá utanríkisþjónustunni og stendur nú uppi atvinnulaus og er að komast í fjárhagsleg þrot, hann þarf að selja hús sitt – byrja upp á nýtt – og hann heitir á Ödu konu sína að fylgja sér af stað og hann vitnar í kín- verskt máltæki: WESTERLING [...] Þúsund mílur liggja fyrir fæti þín- um. ADA Hvaða þúsund mílna veg hefur þú í huga? WESTERLING Það er vegurinn sem nú liggur fram undan okkur, sem við eigum að ganga saman. Hann hefst hér, þar sem ég á ekkert, veit ekkert, hef brotið allar brýr að baki. Ég hef einsett mér, að svo miklu leyti sem ger- legt er, að þola engum framar að hafa íhlutun um ham- ingju okkar, en við verðum að gera okkur ljóst frá þessari stundu, að markinu verður ekki náð í stökkum eða með brögðum, aðeins hægt og bítandi, skref fyrir skref.[...] (Þúsund mílur bls. 236, VII) Og Ada fylgir manni sínum þó svo að hún sé á báðum áttum. Í þriðja þætti, sem gerist fjórum árum síðar, er ljóst að Westerling-hjónin hafa náð sér á strik á nýjan leik, hann er orðin mikils metinn í viðskiptalífinu og hans bíður forstjóra- staða og stjórnarseta í stórfyrirtæki í þungaiðn- aðinum. Honum eru gerð tilboð til að hverfa til annarra starfa og jafnvel enn veigameiri, en Westerling er trúr því sem honum hefur verið falið – í því felast einmitt helstu mannkostir hans. Þá er það að hans gamli fjandmaður Brunelius skýtur upp kollinum – eins og skratt- inn sjálfur – og býður nú gull og græna skóga en er sem fyrr aðeins að hugsa um eigin hag. West- erling sér í gegnum hann og neitar honum um að taka að sér að verða formaður í viðskiptasendi- nefnd sem á að halda utan um viðamikla samn- inga við Bandaríkjamenn, en það sem Brunelius hafði í huga með þessu tilboði var fyrst og fremst að tryggja sjálfum sér sendiherrastólinn í Washington. Westerling snýr á hann, verandi gildandi í viðskiptalífinu gerir hann Bruneliusi ljóst að þar sem nú séu viðsjárverðir tímar þá séu vopnin í hans höndum: WESTERLING [...] Já, hr. Brunelius, hið furðulega hef- ur skeð sem afleiðing af hinni alvarlegu afstöðu, sem allir verða að horfast í augu við, að skipa þarf sendiherra í Washington í samráði við fulltrúa iðnaðarins. (Þúsund mílur bls. 266, VII) Og það er einmitt Westerling sem er þessi „fulltrúi“ og þegar Brunelius gerir sér grein fyr- ir því er honum öllum lokið, hann reynir þó með hótunum að klóra í bakkann en Westerling er með unnið tafl: WESTERLING Hana, þar hvarf maðurinn aftur! Á bak við skuggasnert af máttlausri ógnun. Tími minn er úti. – Nei þér stöðvið mig ekki upp frá þessu, ég hef þegar of margar mílur að baki. (Þúsund mílur bls. 269, VII) Ég hirði ekki um að greina hér frá efnisatrið- um fimmta þáttar enda er greinilegt að hann er eins konar tilraun til að enda verk sem í raun er þegar lokið. Það er nefnilega merkileg stað- reynd að Þúsund mílur er bara þokkalegasta leikrit og það er vel leikhæft og gerir sig full- komlega séu fyrstu fjórir þættirnir leiknir. Þar er allt; ris og fall og endurupprisa Westerling- fjölskyldunar, þar eru dapurleg örlög þeirra sem urðu fyrir barðinu á Bruneliusi og makleg málgjöld hans. Hið göfuga þema – þú uppskerð eins og þú sáir – er minnið í þessu lítt þekkta leikriti Guðmundar Kambans. Hitt er svo annað og kannski ekki svo óskylt að Kamban reyndi árangurslaust að komast að í íslensku utanrík- isþjónustunni nokkrum árum síðar (1943) og hefur þá kannski ef til vill kynnst af eigin raun valdabrölti því sem þar ku tilheyra. Það var í Torino á Ítalíu 1926 og varð eitt um- talaðasta og um leið undarlegasta mál sinnar tegundar í Evrópu á síðustu öld. Málið er þekkt sem „Bruneri – Canella“ málið eða mál „Smemorato di Collegno“, mál Collegno minn- isleysingjans. Fréttir af málinu voru í öllum helstu dagblöðum Ítalíu í ein fimm ár. Málavext- ir verða ekki raktir hér en þetta mál er undir- stöðuefnið í leikritinu Stórlæti. Stórlæti (Grand- ezza) kom út í Danmörku 1941 og er eitt af þeim verkum Kambans sem lengi hefur legið óbætt hjá garði – samið aðeins fjórum árum fyrir dauða skáldsins virðist það hafa dáið á einhvern yfirskilvitlegan máta. Leikritið er ágætt og um- fjöllunarefnið allrar athygli vert. Leikurinn fjallar um mann sem hefur misst minnið og tilraunir hans og þeirra sem að hon- um standa – eða öllu heldur telja sig að honum standa – til þess að færa sönnur á það hver hann sé í raun. Á mjög skemmtilegan hátt notar Kamban þessar aðstæður til þess að deila óvægilega á óvönduð vinnubrögð þeirra fjöl- miðla sem þrífast á upphrópunum og æsingi. Í verkinu segir nefnilega frá blaðamanni sem nærist á sögu hins minnislausa manns og beitir öllum klækjum til þess að hafa sem mest út úr þeirri stöðu sem minnisleysið hefur komið hon- um í. Það fer ekkert á milli mála að með verki þessu er Kamban að senda þeim blaðamönnum tóninn sem hann taldi að hefðu haft horn í síðu sinni og leitast við að koma á hann höggi þannig að verk hans fengju aldrei að njóta sannmælis. En Kamban var þess fullviss að slík ósanngjörn umfjöllun hefði staðið stórlega í vegi fyrir því að hann næði meiri frama. Vöf (Komplekser) kom út í Kaupmannahöfn árið 1941 en áður hafði verkið verið flutt í Dan- marksradio, leikritið ber það nokkuð með sér að vera samið sem útvarpsleikrit en það er þó ekk- ert því til fyrirstöðu að það geti gengið á sviði. Hér er um hreinræktaðan gamanleik („gaman- leikur í þrem þáttum“ segir skáldið sjálft) að ræða og er hann efnislega frekar rýr, grunn- hugmynd skáldsins er satíra á hugmyndafræði Freuds um dulvitundina. Ekki er að sjá af verk- inu að Kamban hafi nú beint verið þaulkunn- ugur þeim fræðum heldur hafi hann haft af þeim nasasjón. Leikurinn er ágætlega fyndinn og frekast þá þegar Kamban gleymir Freud. Í verkinu er gert óspart grín að hégómlegum þáttum í fari fólks t.a.m. útliti og klæðaburði. Vegna náttúru útvarpsleiksins þá treystir þetta leikrit meira á skop tilsvara og orðræðu frekar en á sviðslegar „situasjónir“. Ýmislegt í leikrit- inu er greinilega unnið upp úr smásögunni Þeg- ar konur fyrirgefa sem Kamban skrifaði rúmum tuttugu árum fyrr og birtist í Eimreiðinni árið 1920. Vöf bætir litlu við höfundarverk Guð- mundar Kambans en rýrir það heldur ekki á nokkurn hátt. Guðmundur Kamban var sem fyrr segir ein- staklingshyggjumaður en hann var um leið al- þjóðasinni enda uppi í þá tíð er slíkt gat farið saman því þá voru skástífur aðrar en nú í ís- lenskri pólitík. Hans mottó var svipað því sem birtist í Sendiherranum frá Júpíter: SENDIHERRANN [...] Mennirnir hugsa ekki enn hnattrænt, heldur þjóðrænt. Jörðin stynur undir öllum sínum föðurlöndum. (Sendiherrann frá Júpíter, bls. 246, VI) Með öðrum orðum Kamban á fullt erindi í dag. Kjarninn í svo mörgum verka hans um hið gallaða skemmandi samfélag mannanna á enn við í dag. Kamban á enn hrós skilið, Kamban á enn þakkir skyldar en – „jú þar er snurðan“ – Íslendingar hafa aldrei þakkað Guðmundi Kamban – altént gerðu þeir það ekki á réttum tíma. Helstu heimildir: Ellmann, Richard, Oscar Wilde, Penguin Books, London 1988. Guðmundur Kamban, Skáldverk - ritsafn I-VII, AB, Reykjavík 1969. -----------------, „Þegar konur fyrirgefa“ Eimreiðinn, Reykjavík 1920. Helga Kress, Guðmundur Kamban æskuverk og ádeilur, Studia Islandica 29., Menningarsjóður, Reykjavík 1970. Kristján Albertsson, Í gróandanum, Helgafell, Reykjavík 1955. Sigurður Nordal, „Þyrnar – ritgerð“, í Þyrnum Þorsteins Erlingssonar, Helgafell, Reykjavík 1943. Steinn Steinarr, Kvæðasafn og greinar, Helgafell, Reykjavík Toldberg, Helge, Jóhann Sigurjónsson þýð. Gísli Ás- mundsson, Heimskringla, Reykjavík 1966. Torfhildur Hólm, Brynjólfur Sveinsson biskup, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Reykjavík 1912. Wilde, Oscar, Wilde: The Complete Plays, Methuen Drama, London 1998. -----------, Kvæðið um fangann þýð. Magnús Ásgeirsson, Akrafjall, Reykjavík 1954. Þorsteinn Erlingsson, Eiðurinn, Helgafell, Reykjavík 1974. ------------------------- ÐA SAMFÉLAG Höfundur er leikhúsfræðingur og kennir fræðigreinar við leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.