Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 N ú eru rétt rúmir tveir ára- tugir liðnir síðan Hafliði Hallgrímsson, sellóleik- ari og tónskáld, ákvað að verða Hafliði Hallgríms- son tónskáld, rétt og slétt. Hann hafði gert sér grein fyrir því að hann gat ekki þjónað tveimur herrum með góðu móti, lagði sellóið sitt til hliðar og einbeitti sér að tón- smíðum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Fiðlukonsertinn Poemi frá 1983 var hlaðinn verðlaunum og í kjölfar hans hefur fjöldi at- hyglisverðra tónverka runnið úr penna Hafliða. Nú síðast hlaut sellókonsert sem saminn var fyrir norska sellósnillinginn Truls Mørk frá- bæra dóma bæði á Bretlandseyjum og í Noregi og ekki má gleyma því að meistaraverkið Passía var gefið út á geisladiski fyrir skemmstu af hinu þekkta finnska útgáfufyrirtæki Ondine. Fréttir af því að frumsýning á fyrstu óperu Hafliða stæði fyrir dyrum í Theater Lübeck í gömlu Hansaborginni Lübeck í Norður-Þýska- landi vöktu því áhuga undirritaðs, sem ákvað að leggja land undir fót og athuga málið. Óperan er byggð á textum eftir rússneska rithöfundinn Daníil Kharms (1905–1942), sem hefur verið Hafliða hugstæður allt frá því góður vinur hans leiddi hann inn á braut hans einn góðan vetr- ardag fyrir meira en tuttugu árum. Árið 1997 samdi hann tónlist við og í kringum nokkrar af sögum Kharms í verkinu Mini Stories eða Ör- sögum, sem hann túlkaði m.a. sjálfur á ógleym- anlegan hátt ásamt Caput-hópnum í Salnum í fyrra, og þetta verk varð í raun kveikjan að óp- erunni eins og nánar verður komið að síðar. Bull og fáránleiki „Ég hef ekki áhuga á öðru en „bulli“, á því sem hefur enga praktíska þýðingu. Ég hef ein- ungis áhuga á fáránlegum hliðum mannlífsins,“ skrifaði Daníil Kharms í dagbók sína árið 1937 og það mega heita viðeigandi einkunnarorð skálds sem óhætt er að setja í flokk með fremstu absúrdistum bókmenntasögunnar. Vopnaður úrvali af skrifum Kharms á tveimur bókum hélt ég í ferðalagið og velti fyrir mér hvernig hægt væri að búa til óperu úr þessum stuttu, hnitmiðuðu og fjarstæðukenndu textum. Eins og stundum gerist reyndist raunveru- leikinn skrýtnari en skáldskapurinn, því þegar á leiðarenda var komið skýrði Hafliði mér frá því að frumsýningunni hefði verið frestað vegna veikinda. Þetta gátu fjarstæðurnar í sögum Kharms ekki búið mig undir. Merkilegt að ferðast hundruð kílómetra leið í lofti, á láði og í legi með sérstakt markmið í huga, en hafa ekki erindi sem erfiði vegna ágangs örvera á önd- unarfæri sópransöngkonu. Þetta opnaði augu mín fyrir því hversu viðkvæm leikhúsvinnan er: það þarf í raun ekki mikið til að hið flókna og margbrotna samspil tækni, muna og lista- manna missi taktinn. Í þessu tilviki var nátt- úrulega ekki hægt með stuttum fyrirvara að kalla á aðra söngkonu í hlutverkið, eins og um hverja aðra Víolettu væri að ræða, og því ekki annað að gera en að fella sýninguna niður og bíða eftir bata sópransins. Tónsmiðurinn tók öllu umstanginu sem svona uppákomur hafa í för með sér af stóískri ró og virtist hafa meiri áhyggjur af langt að komnum landa sínum en nokkru öðru. Hann bauðst til þess að liðka fyrir viðtölum og úr varð að við mæltum okkur mót við aðalsöngvara sýn- ingarinnar, tenórinn Clemens-C. Löschmann, á kaffihúsi stutt frá leikhúsinu. Clemens-C. Löschmann er ungur söngvari, fæddur í Berlín, en hefur verið búsettur í Bremen undanfarin ár og kennir við tónlistar- háskólann þar í borg. Hann býður af sér afar góðan þokka, er blíður og innilegur, einn af þessum mönnum sem manni finnst maður hafa þekkt í langan tíma strax við fyrstu kynni. Hann segir „heimavöll“ sinn vera óperur Moz- arts og hann syngur guðspjallamanninn í stór- verkum Bachs líka oft og gjarna, enda „ætlaði ég að verða prestur, en gerði mér svo grein fyr- ir því að ég gæti „prédikað“ af meiri krafti og frammi fyrir stærri söfnuðum með hjálp tón- listar fimmta guðspjallamannsins.“ Einstaklega litrík tónlist Löschmann hefur einnig sungið mikið af nýrri tónlist og státar m.a. af hlutverkum í óp- erum eftir Wolfgang Rihm, Hans Werner Henze og Michael Tippett á verkefnaskrá sinni. Hann þekkti hvorki til tónlistar Hafliða Hall- grímssonar né skrifa Daníils Kharms þegar hann var ráðinn til þessa verkefnis, en ber þeim báðum afar góða sögu, nú þegar hann hefur kaf- að ofan í list þeirra. Raunar hælir hann Hafliða svo mikið að það var eins gott að hið afar hrós- fælna tónskáld settist í nokkurra borða fjar- lægð frá okkur. „Tónlist Hafliða er einstaklega litrík, það er stórkostlegt að heyra öll blæbrigðin sem hann nær út úr hljómsveitinni. Þetta er frjáls, mjúk og áheyrileg tónlist, sem ætti að vera jafnvel þeim sem ekki þekkja mikið til nýrrar tónlistar auðveld áheyrnar.“ Er þetta tæknilega erfið tónlist fyrir söngv- arana? „Já, hlutverk mitt er mjög erfitt. Ég syng til að mynda langt einsöngsatriði undir lok óper- unnar, það er eiginlega eina einsöngsaría verksins, og þar þarf ég að spanna rúmlega tveggja áttunda tónsvið. Það var líka dálítið erf- itt að læra þetta hlutverk utan að því það er fullt af litlum tilbrigðum við það sem á undan er komið. Þetta er hins vegar vel syngjanleg tón- list og Hafliði hefur greinilega allan tímann haft það í huga að söngraddirnar heyrðust og að textinn kæmist til skila.“ En hvað hefur textinn að segja? Þetta er röð stuttra, óskyldra örsagna, furðulegra leikþátta og heimspekilegra vangaveltna, er ekki svo? „Jú, við fyrstu sýn mætti ætla að sögurnar og atvikin sem þær greina frá eigi ekki margt sam- eiginlegt, en í þeim öllum má þó finna hárfína gagnrýni, jafnt félagslega sem pólitíska, og skarpskyggna skoðun á því hvernig samskipt- um okkar mannanna er háttað. En hlutverk mitt, sem eins konar sögumanns, er líka brú á milli þessara fimmtán sagna og þátta. Í raun má segja að ég sé Daníil Kharms, þar sem ég geng um sviðið á meðal hinna persónanna og skrái hjá mér það sem ég sé og ýmislegt sem mér dettur í hug. Ferðataskan sem ég skil ekki við mig og geymir öll skrifin mín er atriði sem er tekið úr ævisögu Kharms. Höfundarverk hans varðveittist á ótrúlegan hátt í ferðatösku sem vinur hans tók í sína vörslu rétt áður en Kharms var handtekinn af mönnum Stalíns og var síðan geymd í gangi fjölbýlishúss í Leníngrad um tuttugu ára skeið.“ Að sögn Löschmanns hefur hann lesið allt sem hann hefur komist yfir um og eftir Kharms og sú grandskoðun hefur hjálpað honum mikið við persónusköpunina. En hann laumar því að mér að suma drætti í persónunni hafi hann reyndar fengið að láni frá tónskáldinu, án þess að fara nánar út í þá sálma. Æfingatímabilið segir hann hafa verið sérstaklega ánægjulegt. Alþjóðlegt verkefni „Þetta er óneitanlega alþjóðlegt verkefni: tónskáldið íslenskt og búsett í Skotlandi, texta- höfundurinn sálugi rússneskur, leikstjórinn austurrískur, hljómsveitarstjórinn þýskur og söngvararnir m.a. frá Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð. Það bar þó aldrei á neinum samskipta- örðugleikum og ég minnist þess hreinlega varla að hafa átt jafn gott og snurðulaust samstarf við kollega mína í leikhúsi. Ég fann það líka strax í byrjun að leikstjórinn Michael Scheidl og aðrir aðstandendur sýningarinnar höfðu brennandi áhuga á þessu verkefni og það kveikti í mér. Væntingarnar voru miklar og ég hef enga trú á öðru en að sýningin muni standa undir þeim, þó við verðum að bíða eftir svarinu við þeirri spurningu nokkra daga í viðbót.“ Já, samtal okkar Clemensar dró sannarlega ekki úr áhuga mínum á óperu Hafliða, en það var ekki um annað að ræða en að salta þann áhuga um sinn úr því sem komið var og þiggja í staðinn leiðsögn tónskáldsins um hinn sögu- fræga gamla miðborgarkjarna Lübeckborgar. Þessi borg, sem um aldir var sjálfstætt borgríki og í fararbroddi meðal verslunarveldanna við Norður-Atlantshafið, er fræg fyrir gotneskar kirkjur sínar (þeirra þekktust er Maríukirkjan, þar sem Dietrich Buxtehude var organisti í þrjátíu ár og hélt uppi svo mögnuðu tónlistarlífi að hinn ungi Bach kom fótgangandi alla leið frá Arnstadt til að leita innblásturs) og fyrir að hafa alið af sér stórskáld á borð við þá Mann- bræður og Günter Grass. Ekki má heldur gleyma hinu víðfræga Lübecker Marzipan, ein- hverju gómsætasta marsipani sem fyrirfinnst á jarðarkringlunni. Gönguferð okkar Hafliða um stræti þessarar fallegu borgar og fróðleikskorn hans um menn og málefni minnti mig á annan slíkan túr sem við fórum saman fyrir nokkrum árum í heima- borg hans, Edinborg. Alveg eins og þá sló það mig hversu mikilli þekkingu og innsæi hann býr yfir á ýmsum sviðum menningar og mannlífs. Ætli orðið „kúltíveraður“ nái ekki einna best ut- an um þennan sjaldgæfa eiginleika, ef manni leyfist að nota það á hinu ástkæra. Önnur fiðla Langur dagur var enn ekki á enda því mér tókst að verða mér úti um miða á leikrit sem sýnt var seint um kvöldið í Theater Lübeck og fékk því þrátt fyrir allt að sjá hinn fallega og smekklega skreytta sal leikhússins. Sjónar- hornið var reyndar ekki það sem maður á að venjast sem almennur leikhúsgestur, því leik- ritið, Æfing með hljómsveit eftir Frakkann Jean-François Sivadier, gerist, eins og titillinn ber með sér, á óperuæfingu og fer fram í kring- um hljómsveitargryfjuna, þar sem áhorfendur sitja í stólum hljóðfæraleikaranna, nauðugir viljugir (ég var í annarri fiðlu). Ýmislegt var gert til að auka sýndarveruleikatilfinninguna og í miðju klíðum var okkur „hljóðfæraleikur- unum“ t.d. tjáð að við ættum frí í kvöld, þar eð frumsýningunni á óperu Hafliða Hallgrímsson- ar hefði verið frestað! Þessi sýning í leikstjórn leikhússtjórans Marcs Adams kom mér skemmtilega á óvart og gaf góða hugmynd um VIRÖLD FLÁA Fyrsta ópera Hafliða Hallgrímssonar tónskálds, Die Wält der Zwischenfälle eða Viröld fláa, var frumsýnd í borgarleikhúsinu í Lübeck í Þýskalandi í síðustu viku. HALLDÓR HAUKSSON, sem var á vettvangi, ræðir hér við nokkra af aðstandendum sýningarinnar og segir frá verkinu og höfundi textans, rússneska rithöf- undinum Daníil Kharms. Ljósmynd/Halldór Hauksson Hljómsveitarstjórinn Frank Maximilian Hube, leikstjórinn Michael Scheidl og tenórsöngvarinn Clemens-C. Löschmann glaðir á góðri stundu að frumsýningu lokinni. Ljósmynd/Thomas M. Jauk Clemens-C. Löschmann í hlutverki sögumanns óperunnar. Hann heldur dauðahaldi í töskuna góðu sem geymir öll skrif hans og þanka. Einu sinni var rauðhærður maður sem hafði hvorki augu né eyru. Hann var líka hárlaus svo það er aðeins í vissum skiln- ingi hægt að kalla hann rauðhærðan. Hann gat ekki talað því munn hafði hann ekki. Hann hafði heldur ekkert nef. Hann hafði ekki einu sinni hendur eða fætur. Og magi var ekki í honum og bak- laus var hann, hrygg hafði hann ekki heldur og bara alls engin innyfli. Það var ekki neitt! Það er því óskiljanlegt um hvern er verið að ræða. Best að tala ekki meira um hann. Daníil Kharms Blá stílabók nr. 10 Árni Bergmann þýddi. Lengi hafa menn velt því fyrir sér hvað vit og heimska séu. Og þá kemur mér at- vik í hug. Þegar frænka mín gaf mér skrifborð sagði ég við sjálfan mig: „Nú sest ég við þetta skrifborð og fyrsta hugmyndin sem ég bý til við þetta skrifborð verður of- boðslega viturleg.“ En ég gat ekki fiskað upp neina hugmynd sem væri sérstak- lega viturleg. Þá sagði ég við sjálfan mig: „Gott og vel. Fyrst mér tókst ekki að fá stórvit- urlega hugmynd þá set ég einhverja full- komlega heimskulega hugmynd á blað.“ En ég gat heldur ekki látið mér koma neitt framúrskarandi heimskulegt í hug. Það er skelfing erfitt að koma sér út á ystu nöf. Það er auðveldara að halda sig á miðjunni. Miðjan krefst ekki neinna átaka. Miðjan er jafnvægið. Þar er engin barátta. Daníil Kharms Svíta Árni Bergmann þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.