Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 7 hið afar fjölbreytta starf sem unnið er við Thea- ter Lübeck, sem býður borgarbúum upp á um- fangsmikið prógramm sem samanstendur af leikritum, óperum, söngleikjum, tónleikum og ýmiss konar dagskrám, eins og flest borgarleik- hús í Þýskalandi. Bara nú í febrúar eru m.a. á fjölunum jafn ólík verkefni og My Fair Lady, Litla hryllingsbúðin, Tosca, óperettan Der Vo- gelhändler, Hamlet, Cash on Delivery eftir Michael Cooney og Brotna krukkan eftir von Kleist að ógleymdri óperu Hafliða. Næsta dag hélt Hafliði áfram að kynna mig fyrir aðalpersónum óperuverkefnisins. Nú átt- um við stefnumót við stjórnandann Frank Max- imilian Hube, á öðru ágætu lübecksku kaffihúsi. Hube fæddist í Hamborg og hafði í upphafi í hyggju að gerast kirkjutónlistarmaður áður en hann ákvað að reyna fyrir sér sem hljómsveit- arstjóri. Hann hefur m.a. unnið við leikhúsið í Rostock, Leipzigóperuna og frá haustinu 2002 við Theater Lübeck. Auk þess var hann tónlist- arstjóri óperuhátíðarinnar Opera in the Ozarks í Arkansas í Bandaríkjunum árin 1996–2001. Efnilegar augabrúnir Hube er dökkur maður yfirlitum og sterkleg- ur. Hann hefur gert sér grein fyrir nokkru sem allir ungir hljómsveitarstjórar verða að vita: augabrúnir má ekki hemja, þær eiga að vera loðnar og miklar. Skoðið bara myndir af köllum eins og Furtwängler, Toscanini og Barbirolli. Með Hube í för er stór og mikill hundur, tík sem virðist eitthvað hafa misskilið þetta með að kasta og sækja. Hún er iðin við að losa sig við boltann sem þau hafa meðferðis og mænir svo bónaraugum á herra sinn þangað til hann lætur sig hafa að skríða undir borð og sófa að sækja hann. Þegar mér tekst loks að draga hann und- an húsgögnunum spyr ég hann hvenær hann hafi komið inn í verkefnið. „Það var í maí 2002 sem ég las textann og ég hreifst strax af honum. Ég fór þess á leit við að- alhljómsveitarstjóra leikhússins að fá að stjórna óperunni og hann gaf mér þetta hnoss eftir, enda eru nýjar óperur ekki hans sérsvið. Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á nýrri tón- list og stofnaði árið 1987 félag sem einbeitti sér að flutningi nýrra verka. Mér finnst maður vera svo frjáls þegar maður þarf ekki að burðast með aldagamla hefð sem segir til um það hvern- ig helst á að flytja tiltekið verk. Svo er líka stór- kostlegt að fá að vinna náið með tónskáldum eins og Hafliða. Hann hefur svo gríðarlegt vald á því að skrifa fyrir hljómsveit og auðveldar með því starf hljóðfæraleikaranna og hljóm- sveitarstjórans. Það hefur verið mér mikil ánægja að sökkva mér ofan í raddskrána og nú síðustu vikur að æfa verkið með hljómsveitinni og söngvurunum. Hafliða tekst á undraverðan hátt að fanga þetta sérkennilega andrúmsloft sem er að finna í textum Kharms með tónlist sinni. Þessi furðulega blanda gríns og alvöru verður áþreifanleg líka í tónlistinni.“ Mér lék forvitni á að vita hvort Hube gæti staðfest það sem Löschmann hafði sagt mér daginn áður um góða stemningu við æfingarn- ar. „Já, hópurinn er einstaklega samstilltur. Söngvararnir koma úr ýmsum áttum, fimm þeirra eru gestasöngvarar, en mér finnast allir átta söngvararnir hafa fallið saman eins og púsluspil. Ég bjóst við því að æfingatíminn yrði strembinn, því sönghlutverkin eru virkilega erfið, en þetta hefur allt gengið vonum framar. Mér finnst Clemens smellpassa í hlutverk Kharms og hann hefur náð frábærum tökum á því. Það má að sjálfsögðu ekki vanmeta hlut- verk leikstjórans Michaels Scheidls í þessu öllu saman, hann hefur stjórnað æfingunum með skemmtilegri blöndu af húmor og brjálæði!“ Þegar hér er komið sögu hefur Daniela Bren- del, einn af dramatúrgunum hjá Theater Lü- beck, bæst í hópinn. Hafliði hafði sagt mér að hún hefði verið afar áhugasöm og liðleg allan vinnsluferil verksins og mér fannst því tilvalið að biðja hana að segja mér svolítið um forsögu verkefnisins. Norræna línan „Síðustu ár höfum við unnið að því hér hjá Theater Lübeck að kynna óperur norrænna tónskálda. Við höfum t.d. sýnt verk eftir Aulis Sallinen, Kaiju Saariaho og Hans Gefors. Það er ekki hlaupið að því að finna norrænar óperur og því kviknaði áhugi okkar fyrir þremur árum þegar við heyrðum um íslenskt tónskáld í Ed- inborg sem ætti í handraðanum verk sem ef til vill gæti orðið að óperu. Þetta voru Örsögur Hafliða sem þá var verið þróa áfram hjá tilraunastúdíói Ensku þjóðaróperunnar. Ég fór til London og varð hrifinn af því sem ég sá þar. Hið sama má segja um leikstjórann Michael Scheidl, en hann hefur beitt sér fyrir ýmsum spennandi og frumlegum verkefnum á sviði nýrrar óperulistar með félagi sínu NetZZeit í Vín frá 1984. Það var því ákveðið að Theater Lübeck og NetZZeit ynnu verkefnið í samvinnu við tilraunastúdíóið. Ýmislegt hefur svo gerst í millitíðinni, Þjóðaróperan hvarf úr myndinni, en sem betur fór auðnaðist okkur að ljúka vinnunni, eða komumst öllu heldur vonandi brátt á leiðarenda.“ Nú var tími til kominn fyrir mig að snúa aftur heim. Í farteskinu voru ofangreind viðtöl, nokk- urt magn af marsipani og óbifanleg ákvörðun um að snúa aftur til Lübeck um leið og að frum- sýningu kæmi. Áður en gerð verður stuttlega grein fyrir seinni ferðinni er rétt að fara nokkr- um orðum um margnefndan rússneskan rithöf- und. Annað var það nú ekki Daníil Kharms fæddist árið 1905 í Péturs- borg og hét í raun Daníil Ívanovitsj Júvatsjov. Skáldanafn hans ku vera samrunnið úr franska orðinu „charme“ og „Harm“ úr þýsku, en ekki þykir ólíklegt að nafn Sherlocks Holmes (borið fram Kolms á rússnesku) hafi einnig haft áhrif á nafntökuna. Árið 1927 var Kharms einn af stofnendum framúrstefnulistahópsins OBER- IU, sem sagðist vera „ný hersveit vinstrisinn- aðrar byltingarlistar“ sem leitaði „nýrra að- ferða til að nálgast hlutina“. Þetta gerði hópurinn m.a. með því að leiða saman listgrein- arnar. Andrúmsloftið í Sovétríkjunum varð þó æ óþægilegra fyrir listamenn sem vildu feta eigin brautir og Kharms tók það sama til bragðs og ýmsir starfsbræður hans á þessum tíma og hóf ritun barnabóka, en á þeim vettvangi gátu menn leyft sér hluti sem ekki voru liðnir annars staðar. (Það er svolítið gaman að skjóta hér inn eftirfarandi færslu úr einni af minnisbókum Kharms: Það er auðvitað grimmd að eitra fyrir börn. En eitthvað verður að gera við þau.) Barnasögurnar og -kvæðin voru svo að segja það eina sem birtist á prenti eftir Kharms á meðan hann lifði. Árið 1931 var Kharms handtekinn af leyni- lögreglunni og gerði sér fljótlega grein fyrir því að best væri fyrir hann að játa á sig þá glæpi sem á hann voru bornir. Hann lýsti því yfir að hann hefði unnið skemmdarstörf á uppeldi hinnar nýju sovésku kynslóðar og þurfti fyrir vikið að þola nokkurra mánaða útlegð í borginni Kúrsk. Næstu ár hélt hann áfram að skrifa fyrir skrifborðsskúffuna (eða áðurnefnda ferða- tösku) en fékk þó áfram birt barnaefni, þar til árið 1937 að ritbannið varð algjört. Fimm ár líða og á meðan Sovétmenn berjast hatrammri baráttu við innrásarlið Hitlers árið 1941 er Kharms handtekinn á ný, sakaður um að hafa með uppgjafartali grafið undan baráttuþreki þjóðarinnar. Hann átti ekki afturkvæmt og varð hungurmorða í fangelsissjúkrahúsi í Len- íngrad 2. febrúar 1942. Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem textar Kharms fóru smám saman að vekja þá athygli sem þeim bar og skáldið öðlaðist sess í hópi bestu skálda Sovétríkjanna fyrir seinna stríð og í flokki fremstu absúrdista 20. aldarinn- ar. Löngu áður en Eunesco og Beckett gerðu leikhús fáránleikans að þekktri stærð hafði Kharms opnað dyrnar að jafn fjarstæðukennd- um heimi í sýningum OBERIU-hópsins. Leik- þættir hans, sögur og textabrot varpa stillilega hryllilegu ljósi á skelfingu Stalíntímans, um leið og svartur húmorinn og óvæntar og skarpar at- hugasemdirnar halda athygli lesandans sívak- andi. Pílagrímsferð nr. 2 Nú er ég loks sestur í sætið mitt í Stóra saln- um í Theater Lübeck og frumsýningin á Die Wält der Zwischenfälle eða Viröld fláa að hefj- ast (þessi skringilega stafsetning er runnin undan rifjum Kharms sem skrifaði „mur“ en ekki „mir“ fyrir „veröld“ á rússneskunni). Um leið og hljómsveitin hefur leik sinn (í gryfjunni sem ég þekki svo vel) velti ég því fyrir mér hvernig konan við hliðina á mér, kona á besta aldri og rúmlega það, muni taka því sem í hönd fer. Svo hugsa ég ekki meira um það því tónlist- in fangar mig og heldur mér föngnum allt til enda sýningarinnar, níutíu mínútum síðar. Ég þekki þennan galdur frá fyrri verkum Hafliða, Passía kemur auðveldlega upp í hugann. Hér er eitthvert ómótstæðilegt flæði sem skýrist bæði af því að nostrað er við hvert smáatriði, hvergi er dauður punktur, og að hver ný hreyfing er rökrétt framhald þess sem á undan kom. Sú staðreynd að verkið samanstendur af fimmtán söngatriðum og millispilum á milli þeirra nær ekki að stöðva þetta flæði. Hitt verður að segjast að á meðan tónlistin streymir áfram lygn eða sviptivindasöm eftir atvikum og textar Kharms vekja til skiptis furðu og kátínu (þeir eru sýndir á skjá svo ekk- ert fari forgörðum) missir sviðsetningin flugið endrum og sinnum. Sviðsmyndin, sem er unnin af Noru Scheidl, eiginkonu leikstjórans, er vel heppnuð. Fyrst sjáum við neðanjarðarlestar- stöð, kannski í Rússlandi, síðar opnast sviðið og við blasir malbikaður götubútur sem sveigist upp svo persónurnar virðast ekki eiga undan- komu auðið. Hlutverk Michaels Scheidls er að fylla þessa leikmynd af lífi í níutíu mínútur og það tekst oft á tíðum með miklum ágætum, en stundum er eins og hann nái ekki alveg að halda í við þá Hafliða og Kharms. Söngvararnir eru afar góðir sem hópur og syngja rytmískt flóknar og skemmtilegar línur sínar vel í „ensemble“. Sem einstaklingar eru þeir þó misjafnir, jafnt hvað leik og söng varðar, og Clemens Löschmann stendur upp úr. Hann minnir stundum á saklausan hálfbróður Bus- ters Keatons, þar sem hann flækist ráðvilltur um sviðið og fylgist með tilburðum sögupersóna sinna allt þar til hann verður sjálfur leiksoppur þeirra og er pakkað saman og hent í ruslatunnu eftir æsilegan eltingarleik. Die Wält der Zwischenfälle er sannarlega óvenjuleg ópera, já, engri annarri lík. Hvílíkur léttir til dæmis að vera laus við allt ástarvafst- ur! Hér eru engar ástararíur, engir ástardúett- ar, engin óendurgoldin ást eða ást í meinum. Bara alls engin ást! Jú, reyndar eitt afar óvenjulegt erótískt atriði, en það leysist fljót- lega bókstaflega upp, því föngulegir kvenlegg- irnir sem lofsungnir eru losna af konunni og öðlast við það sjálfstætt líf (birtast meira að segja um alla Lübeckborg á auglýsingarplakati um sýninguna). Og það er góð tilbreyting að þurfa ekki að fylgja línulegri framvindu at- burðarásar frá A til Ö heldur geta týnt sér um stund í litlum, skrítnum smáheimum. Að ekki sé nú talað um hvað það er hressandi að verða vitni að óperusýningu sem leyfir sér að reyna dulítið á þanþol áhorfenda varðandi viðtekinn smekk og „comme il faut“. Fagnaðarlætin að lokinni sýningunni voru mikil, þótt einstaka óánægjuraddir hafi heyrst líka. Og konan við hliðina á mér? Hún fagnaði tónskáldinu með svo hvellu bravóhrópi að ég heyrði ekkert meira með hægra eyranu það kvöldið. Þeir sem eiga leið um Norður-Þýskaland á næstu mánuðum eru sannarlega hvattir til að koma við í Lübeck og berja þessa íslensk/rúss- nesk/þýsk/austurrísku óperu augum. Áhuga- sömum er bent á heimasíðu leikhússins (www.theaterluebeck.de) þar sem finna má upplýsingar um sýningardaga. Einnig skal þess getið að NetZZeit mun sýna Die Wält der Zwischenfälle í mars á næsta ári í Vín. Svo verð- um við að fá að sjá þetta stykki hér heima líka! GAGNRÝNI um Die Wält der Zwischen- fälle eftir Hafliða Hallgrímsson hefur þeg- ar birst í átta þýskum fjölmiðlum. Dóm- arnir eru mjög jákvæðir þegar á heildina er litið. Hér á eftir fara nokkur brot. Jürgen Feldhoff skrifar dóm undir yf- irskriftinni Atriði frá Absúrdistan í Lübec- ker Nachrichten: „Tónlistin er afar rytmísk og býr yfir blæbrigðaríku litaspili. Tónskáldið notar kammerhljómsveit með miklu slagverki að viðbættu píanói, selestu, harmóníumi og vindvél. (...) Spennan byggist hægt og ró- lega upp í óperunni, í síðustu atriðunum er hún nærri því óbærileg. Hér skapar tón- skáldið ofsafengið finale sem seint mun hverfa úr minni. (...) Lübeckfílharmónían fann strax á frumsýningunni leiðina inn í tónaheim Hafliða Hallgrímssonar undir stjórn Franks Maximilians Hubes. Úr varð frábærlega fjölbreytt hljómmynd, sem ljómaði sér í lagi í kammermúsíkölsku köfl- unum. Tenórinn Clemens-C. Löschmann var framúrskarandi í hlutverki sögumanns- ins. Hann söng erfitt hlutverk sitt með glæsibrag, jafnvel í hæstu hæðum var tónn hans öruggur og hljómfagur. Ekki var hægt að heyra að sópransöngkonan Chan- tal Mathias væri nýstigin upp úr veikind- um. (...) Í lokin var söngvurum, hljóðfæra- leikurum, leikstjóra og tónskáldi fagnað lengi, vel og innilega. Það gerist ekki oft þegar um nýja tónlist er að ræða.“ Christoph Kalies skrifar fyrir Schleswig- Holsteinischer Zeitungsverlag: „Það kemur nokkuð á óvart að Theater Lübeck skuli hætta sér út í þá óvissu að frumsýna óperu í absúrdstíl. En sá sem sér Die Wält der Zwischenfälle eftir íslenska tónskáldið Hafliða Hallgrímsson sannfær- ist um að þetta verk gæti orðið á óperu- sviðinu það sem Beðið eftir Godot er í leik- húsheiminum – klassískt absúrdverk. (...) Ein ástæða fyrir því hversu vel hefur tekist til er sótsvartur húmorinn í textum Rúss- ans Daníils Kharms. Önnur ástæða er blæ- brigðarík, þétt, litrík, heit og meira að segja fyndin tónlist Hafliða Hallgrímsson- ar. Þriðja ástæðan er svo nostursamleg sviðsetning Michaels Scheidls sem veitir söngvararahópnum og hljómsveitinni undir stjórn Franks Maximilians Hubes svigrúm til að syngja og spila af mikilli leikgleði. (...) Hafliði Hallgrímsson ætlar sér ekki þá dul að vita svarið við tilvistarspurningum Kharms, en hann hittir á réttan hljóm fyrir hvert atriði þessarar fyrstu óperu sinnar.“ Ekkert stríð við hefðina Georg-Friedrich Kühn sagði m.a. í pistli sínum í Kultur Heute í þýska ríkisútvarp- inu: „Þetta verk vekur stanslaust furðu áhorfenda með því sem virðist vera sjálf- sagt, úr hinu sjálfsagða spretta hlutir sem ekki eru svo sjálfsagðir, og sífellt er vakin athygli á bilinu á milli þess sem virðist vera og þess sem er. (...) Tónlist Hafliða Hall- grímssonar stendur ekki í neinu stríði við hefðina. Hún er stuðningsnet sem fjar- stæðukenndar smámyndir Kharms stökkva af eins og af fjaðradýnu. Og í umfangs- miklum millispilum manar hún fram kyn- legt andrúmsloft, sem getur minnt á Sjos- takovitsj, og kveikir í huganum myndir úr æviferli Kharms.“ Lutz Lesle skrifar í Die Welt: „Tónskáldið litar melódramatísku atriðin fimmtán og forspilið, millispilið og eftirspil- ið með söngrithætti, hljóðfæravali, hljóm- blöndun og stílskiptum á svo fjölbreytileg- an hátt að sú hryllingsmynd sem dregin er upp af mannskemmandi blekkingum sam- félagsins verður þrátt fyrir allt þolanleg. Leikstjórn Michaels Scheidls svarar fjöl- breytilegri tónlistinni með margvíslegum myndum og uppákomum á sviðinu.“ Jürgen Kesting í Frankfurter Allge- meine: „Til að særa ekki „heilagleika orðsins“ hefur Hafliði Hallgrímsson að mestu tón- sett textann þannig að hverju atkvæði fylgir aðeins einn tónn og um leið gætt þess að línurnar séu söngrænar. Vegna nærfær- innar notkunar á hljómsveitinni má skilja hvert orð. Þar að auki er textinn sýndur á skjá fyrir ofan sviðið. Tónlistin fer afar ljúf- lega í eyra með löngum tremólóum sínum, litbrigðum í stórum hljómflötum og yfir- gripsmiklum einleikslínum.“ Fyrir Deutsche Presse-Agentur skrifar „lno“ eftirfarandi: „Tónlist Hafliða Hallgrímssonar er skýr í uppbyggingu, einkennist af kröftugri hrynjandi og í þeim atriðum þar sem finna má hvassa satíru á einræði stalínismans er tónlistin nánast óþægilega dramatísk. Frank Maximilian Hube stjórnar Fílharm- óníusveit Hansaborgarinnar Lübecks með styrkri hendi.“ Beðið eftir Godot óperunnar Ljósmynd/Halldór Hauksson Marc Adam leikhússtjóri hjá Theater Lübeck (t.v. fyrir miðju) þakkar Michael Scheidl leikstjóra og söngvarahópnum fyrir frábæra sýningu. Hafliði stendur hugsi á hægri kanti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.