Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 MENNINGARSTOFNUN Sam- einuðu þjóðanna hefur nú hug á að bæta sjö nýjum verkum við hin klassísku undur veraldar, mannvirki á borð við Kínamúr- inn, Kólosseum í Róm og Risann á Rhodos. Um er að ræða metn- aðarfullt verkefni þar sem al- menningi um allan heim gefst færi á að kjósa um hver hin nýju undur skulu teljast en kosning fer fram á vefnum www.n7w.com fram til áramóta 2005/2006. Nú þegar hafa um 16 milljónir manna greitt atkvæði á vefnum, en vonast er til að 60 til 100 milljónir manna kjósi áður en yfir lýkur. 25 mannvirki voru tilnefnd af opinberum aðilum, mannvirki á borð við Eiffelturn- inn, Versali, Empire State- bygginguna, Frelsisstyttuna, Óperuhúsið í Sydney, Hagia Sofia-moskvuna í Istanbúl, Kreml, Taj Mahal á Indlandi og La Sagrada Familia, hina ófrá- gengnu kirkju Antonios Gaudis í Barcelona. Kjósendur mega þó einnig koma með sínar eigin uppástungur og getur listinn því tekið töluverðum breytingum. Endurvarp ímynda ECHOING Images: Couples in African Sculptures, eða Bergmál ímynda: Pör í afrískum skúlptúr- um er heiti sýningar sem nú stendur yfir í Metropolitan- safninu í New York. Sýningin þykir metnaðarfull en aðstand- endur hennar hafa leitast við að skrásetja meðferð þessa þema í 30 ólíkum menningarheimum þessarar stóru heimsálfu á tíma- bilinu frá 12. til 20. aldar. Sem dæmi um þá menningarheima sem við sögu koma má nefna Dogon, Lobi, Baule, Mangbetu og Sakalava. Verkin þykja ein- staklega fjölbreytileg og voru valin bæði með sjónrænt og menningarlegt gildi í huga. Púlsinn tekinn á nútímalist LISTSÝNINGIN sem nú stendur yfir í Serpentine-galleríinu í London hefur að mati gagnrýn- anda Daily Telegraph að geyma nokk- ur áhugaverð verk. Sýn- ingin nefnist State of Play og er ætlað að taka púls- inn á því sem er að gerast í nútímalist, nokkuð sem ekki tekst fyllilega að mati gagnrýnandans enda sé fullerfitt að henda reiður á þem- anu. Hann segir sýninguna engu að síður vel heimsóknarinnar virði og nefnir sérstaklega Kiss of Death, verk listamannanna Tims Nobles og Sue Webster, sem samanstendur af tveimur stöngum sem fyrir hefur verið komið á safni uppstoppaðra fugla og dýra. Skúlptúr listakon- unnar Sarah Sze, sem byggist á brunastigum New York-borgar, sé einnig áhugaverður, sér- staklega í ljósi óhugnaðarins sem hann veki með áhorfendum, sem og hið húmoríska verk Turner-verðlaunahafans Mart- ins Creeds. Hin nýju undur veraldar ERLENT Óperuhúsið í Sydney. Serpentine-galleríið. LANDSLAGSMÁLUN er aldagamalt fyrir- bæri og listasagan telur marga meistara. Að miðla umhverfi sínu á léreft er verðugt, sígilt og alltaf ótrúlega spennandi verkefni. Landslagsmálverkið hefur átt stóran þátt í að skapa sjálfsmynd tíma og þjóða. Í bók sinni Heimspeki landslagsins, (Hol- land, Ambo, 1970), kemst Ton Lemaire svo að orði: „Þróun landslagsins, sjálfsmyndar vest- rænnar hugsunar, er eins og spegill þar sem skoða má vestræna upplifun á rými: í fyrstu opnast hinn stóri heimur (með ferðum land- könnuða, innsk.). Síðan kemur til öruggt líf í eigin landi, innan þekkts sjóndeildarhrings, þar fylgir í kjölfarið hinn rómantíski einfari á ferð í dularfullu landslagi á ystu mörkum sam- félagsins, svo sameinast borg og sveit í stutta stund í birtu impressionismans, og loks leysist landslagið upp í ógnandi tómi þar sem sjálfið horfist í augu við rýmið sjálft.“ Ton Lemaire skiptir sögu landslagsmálunar upp í fimm þætti, og segir þann fyrsta snúast um að upp- götva umhverfið, landkönnun og landvinninga. Þar á tilkoma fjarvíddarinnar stóran þátt. Annar hluti er samkvæmt Lemaire frá 16. til 18. aldar, frá Pieter Breughel eldri til upphafs rómantíkur. Þetta er hin gullna öld Hollands. Þar birtist fyrst raunverulegt landslag, hvers- dagslegt umhverfi. Þegar rómantíkin kemur til sögunnar verður samband mannsins við náttúruna afar mikilvægt. Með rómantíkinni rofna tengsl hins hversdagslega og hins upp- hafna og í stað raunsæis tekur við landslag sem hugarástand, nokkuð sem málarar fást við enn í dag. Erkitýpa rómantíkurinnar birt- ist ekki síst í verkum Friedrich, maðurinn einn og lítill andspænis upphafinni náttúru. Vísindi og reynsla eru aðskilin, sama gildir um fegurð og sannleika. Í bók sinni fjallar Le- maire einnig um að fram komi ný manngerð, listamaðurinn eða lærdómsmaðurinn sem dragi sig í hlé frá skarkala heimsins og leiti skjóls í náttúrunni, skil verða milli náttúru og menningar. Blómatími landslagsmálverka á nítjándu öld og Barbizon-skólinn í Frakklandi einkenndist af þessari hugsun. Það sem næst tók við var impressionisminn, ný kynslóð kom fram sem sóttist ekki eftir rómantík „mynd- rænna“ staða heldur uppgötvaði að allur heim- urinn er þess virði að mála hann og birtan sjálf varð viðfangsefni þeirra. Í impression- ismanum má sjá sameiningu menningar og náttúru, borgar og sveitar. Á svipuðum tíma kemur ljósmyndin fram sem einnig leitast við að fanga augnablikið og breytir um leið sögu málverksins óafturkallanlega. Á 20. öld kemur svo expressionisminn til sögunnar og hið súr- realíska og metafýsiska landslag, því þegar ljósmyndin var orðin fær um að birta raun- sæja mynd af heiminum hlaut málverkið að leita inn á við í leit að sjálfi einstaklingsins. Hver er þá staða landslagsmálverka nú í upphafi 21. aldar, hvað segja þau okkur, hvert er hlutverk þeirra í menningu okkar, sjálfs- mynd okkar? Málarar á borð við Eggert Pét- ursson, Georg Guðna og Guðrúnu Einarsdótt- ur til dæmis velta þessari spurningu fyrir sér í verkum sínum um leið og þau birta að hluta til tíðarandann á mismunandi hátt. Málarar í dag njóta frelsis sem aldrei fyrr við vinnu sína, þeim er frjálst að sækja aftur í listasöguna, blanda saman stílum, allt er leyfilegt og einu kröfurnar sem við gerum er að útkoman sé áhugaverð list, ég held raunar að aldrei hafi verið eins mikið ævintýri að vera málari og í dag. Landslag sem hugarástand Nú standa yfir tvær sýningar á landslags- málverkum, í Húsi málaranna sýnir Hrafnhild- ur I. Sigurðardóttir verk sín og í Gallerí Fold Elín G. Jóhannsdóttir. Hvorug þeirra málar raunsæjar myndir þó yfirbragð þeirra sé í raunsæislegum stíl. Hrafnhildur sækir í minn- ingar bernsku sinnar og Elín í hugmyndir um sjálfið sem eyju. Verk Hrafnhildar eru róm- antísk, þar má sjá hina upphöfnu, fögru nátt- úru. Það að Hrafnhildur noti minningar sínar en ekki náttúruna sem fyrirmynd bendir til að hugsun hennar einkennist af hinni rómantísku hugsun um að fegurð og sannleikur fari ekki saman. Verk Elínar varpa einnig ljósi á innri sýn en hún notar náttúruna sem staðgengil hugmynda um sjálfið. Hvorug þeirra veltir fyrir sér möguleikum málverksins í dag, af- stöðu sinni með tilliti til ríkjandi tíðaranda, þær staðsetja ekki sjálfar sig við upphaf 21. aldar heldur sækja aftur í tímann, kjósa ekki að taka þátt í því ævintýri sem tíðarandinn býður upp á heldur leita til löngu kunnugs myndmáls. Málurum er vissulega frjálst að nota kunnugt myndmál í verkum sínum en áhorfandinn gerir þá kröfu að slíkt sé gert á meðvitaðan hátt og helst vildi hann fá að vita hvað vakir fyrir listamanninum með því. Elín endurtekur á sýningu sinni sama mótíf- ið í öllum myndunum, sker sem speglast í vatni, með litlum breytingum. Hún sýnir 20 myndir sem hanga afar þétt. Ég er ekki viss um að það fari vel á því að sýna alla þessa ser- íu í einu lagi, svo keimlíkar eru myndirnar. Heildin hefði orðið sterkari með því að velja og hafna. Það er gott og gilt að rannsaka við- fangsefni sitt til hlítar en ef rannsóknin leiðir fátt nýtt í ljós er kannski ekki ástæða til að draga hana alla fram í dagsljósið. Sýning Hrafnhildar Ingu er öllu fjölbreytilegri og skemmtilegri, hér eru tilþrif og tilfinning í verkunum og listakonan þreifar fyrir sér á ýmsan hátt. Einna best tekst henni upp með tilbrigði við rigningarúða. Hrafnhildur er efni í færan málara en verk hennar eru ekki frum- leg og má sjá áhrif ýmissa íslenskra málara gæta í þeim án þess að það virðist beinlínis ætlunin að vitna til þeirra. Það væri spennandi að sjá sýningu eftir Hrafnhildi þar sem hún nálgast viðfangsefni sitt á ákveðnari og per- sónulegri máta og meira í takt við tíðarand- ann, íslenska landslagsmálverkinu er fengur í leiknum málurum. Kortagerð og fljúgandi teppi Í Rauðu stofunni í Galleríi Fold sýnir Sonja Georgsdóttir myndir unnar á síðustu tveimur árum. Sonja er búsett í New York og hefur eftir að námi lauk aðallega unnið með kort af ýmsum toga, landakort og borgarkort. Hún málar yfir hluta þeirra eða skapar nýjar myndir með formum og táknum sem notuð eru við kortagerð. Þetta eru persónulegir landvinningar, landvinningar einstaklingsins sem sveigir staðlaða heimsmynd að sinni eigin sýn á veröldina. Í sýningarsal félagsins Íslensk grafík gefur að líta verk eftir 165 konur, myndlistarmenn, rithöfunda og vísindamenn í 24 löndum. Sýn- ingin er allskemmtileg að skoða, það er mesta furða hvað hvert verk, þó lítið sé – 30 x 30 cm, getur haft upp á að bjóða. Eins er greinilegt að landamæri skipta litlu, með öllu er ómögu- legt að greina þjóðareinkenni í þessum verk- um sem sín á milli eru jafn mismunandi og konurnar sjálfar. Landslag er hugarástand MYNDLIST Hús málaranna Til 28. febrúar. Hús málaranna er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Gallerí Fold SKER, MÁLVERK, ELÍN G. JÓHANNSDÓTTIR SONJA GEORGSDÓTTIR Til 22. febrúar. Gallerí Fold er opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14–17 Sýningarsalur félagsins Íslensk Grafík Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) FLJÚGANDI TEPPI, BLÖNDUÐ TÆKNI, ÝMSIR LISTAMENN Til 22. febrúar. Sýningarsalurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Maðurinn er eyland, segir Elín G. um verk sín í Galleríi Fold. Fljúgandi teppi, alþjóðleg samsýning í Sal íslenskrar grafíkur. Minningar um regn, Hrafnhildur I. Sigurðardóttir í Húsi málaranna. Persónuleg sýn á kortagerð, verk Sonju Georgsdóttur í Galleríi Fold. Ragna Sigurðardóttir UTANSKERJA, MÁLVERK, HRAFNHILDUR I. SIGURÐARDÓTTIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.