Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Listasafn Einars Jóns- sonar kl. 16 Flautu- leikararnir Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Har- aldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir flytja verk eftir G. Petrassi, G. Ph. Telemann, Atla Ingólfsson, Sofiu Gubai- dulina, E. Bozza, Atli Heimi Sveinsson. Salurinn kl. 20 Mari Boine ásamt hljóm- sveit. Undirtónn- inn í tónsköpun Mari byggist á samísku joiki og sálmasöng og hún fléttar inní rokki, djass, danstónlist, raftónlist, afr- ískum rytma og heimstónlist. Hljómsveitin er skipuð: Roger Ludvigsen, gítar og slagverk, Svein Schultz, bassi, Richard Thomas, saxófónn, flauta, slagverk og „electronics“, Kenneth Ekornes, slagverk og Carlos Zamata Quispe, flauta og órafmagnaður gítar. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 10.30–15 Hið sanna eða myndin af sannleikanum – Listsmiðja fyr- ir unglinga 13–15 ára. Bergstaðastræti 13 kl. 14–18 Helga Magnúsdóttir myndlistarmaður hefur vinnu- stofu sína opna um helgina og er það síð- asta opnarhelgin. Gallerí Smíðar og Skart, Skólavörðustíg kl. 14 Stef- án Berg sýnir 50 verk sem unnin eru á síðasta ári. Sunnudagur Langholtskirkja kl. 17 Gradualekór Langholtskirkju flytur Gloriu eftir Vivaldi. Kamm- ersveit sem að hluta til er skipuð fyrrverandi „Gröllurum“ leikur með. Konsertmeistari er Helga Þóra Björgvinsdóttir. Einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga. Bústaðakirkja kl. 20 Kammermúsíkklúbburinn. Martial Nardeau, Greta Guðnadóttir, Zbigniew Dubik, Guðmundur Kristmundsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Flutt verða verk eftir Friedrich Kuh- lau, Johann Sebastian Bach og Johannes Brahms. Hjallakirkja, Kópavogi kl. 20 Sigrún M. Þórsteinsdóttir organisti Breiðholtskirkju leik- ur orgelverkeftir Bach og Mendelssohn. Þórunn Elín Pétursdóttir sópran syngur sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, J. S. Bach, Händel og Mozart. Gyllti salur Hótel Borgar kl. 21 Bandaríska djass- söngkonan Ericka Ovette kemur fram á öðrum tón- leikum Jazzklúbbsins Múlans. Með henni leikur gítarleik- arinn Paul Pieper. Þau hafa unnið mikið saman á und- anförnum árum bæði í hljóm- sveitum og sem dúett. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 13 og 15 Leiðsögn um sýningu Ólafs Elías- sonar, Frost Activity. Listasafn Íslands kl. 15 Harpa Þórsdóttir listfræðingur leiðir gesti um yfirlitssýn- inguna á flúxusverkum: Löng og margþætt saga. Þriðjudagur Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Rakel Péturs- dóttur safnfræðingur verður með leiðsögn um yfirlitssýn- inguna á flúxusverkum: Löng og margþætt saga. Miðvikudagur Norræna húsið kl. 12.30 Háskóla- tónleikar: Mar- grét Bóasdóttir syngur við pí- anóundirleik Miklós Dalmay. Ástir og örlög kvenna: Verk eftir Jón Laxdal, Richard Strauss og o.fl. Salurinn kl. 20 Guðríður St. Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson leika á tvo flygla verk eftir Maurice Ravel, Pav- ane Pour une Infante Défunte, Sónötu í D-dúr eftir Mozart, Svítu nr. 2 op. 17 eftir Sergei Rachmaninoff og Þrjár Pre- lúdíur eftir George Gerswin. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Einleik- ari að þessu sinni er Arn- aldur Arnarson gítarleikari. Hljómsveit- arstjóri: Stefan Solyom. Fluttur verður Gítarkonsert eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur og Sinfónía nr. 5 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Föstudagur Salurinn kl. 20 Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingi- mundarson flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Arnaldur Arnarson Mari Boine Margrét Bóasdóttir Kristinn Sigmundsson Morgunblaðið/Þorkell Systkinin Sigurður og Hildigunnur ásamt Pétri á æfingu. Á gólfinu dillar sér sonur Sigurðar. Enn á ný er flautað tilleiks í 15:15-tón-leikasyrpu Caput-hópsins og verða að þessu sinni tónleikar í Borgarleikhúsinu, að vanda kl. 15.15. Flytjendur eru Daníel Þorsteinsson píanó, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Pétur Jónasson gítar og Sigurður Halldórsson selló. Fluttir verða þrír dú- ettar eftir Hafliða Hall- grímsson og spanna verkin tvo áratugi af ferli tón- skáldsins. Þetta eru 30. tón- leikarnir í 15:15-tónleikaröðinni á tveimur árum, Sigurður. Hvernig hefur til tekist? „Þetta hefur gengið nokkuð vel og aðsóknin hefur vaxið ár frá ári. Margir hafa komið að þess- um tónleikum. Leikfélag Reykjavíkur er samstarfs- aðili og leggur til aðstöð- una. Við gætum aldrei haldið þetta út nema vegna þessa frábæra samstarfs.“ Þið flytjið að þessu sinni einvörðungu verk eftir Haf- liða. „Já, mig langaði að stilla upp nokkrum dúettum eftir Hafliða á þessum tón- leikum. Ég hef verið að spila dúettana hans, sem hann skrifar flesta fyrir sjálfan sig og annan hljóð- færaleikara. Kynni okkar Hafliða hófust að einhverju ráði er ég leitaði samþykkis hans til að gefa út verk eft- ir hann á geislaplötu. Upp frá því sendi hann mér verk sem hann hafði skrifað í gegnum árin, meðal þeirra er einn af þeim dúettum sem við flytjum í dag. En fleiri eru í farvatninu sem ekki verða flutt nú. Fyrsta verkið sem við flytjum er Tristia fyrir gít- ar og selló, samið árið 1984, fyrir Pétur Jónasson og hann sjálfan. Verkið er í sjö köflum. Þetta er eitt af fyrstu verkum sem ég æfði í svokallaðri nútímatónlist. Við Pétur fluttum það fyrst saman í tónleikaferð í Am- eríku árið 1991. Annað verkið á dagskrá er 7 Epi- grams, fyrir fiðlu og selló. Það tengist þessu rúss- neska þema sem Hafliði hefur unnið mikið með. Hann tileinkar hvern kafla einu skáldi frá fyrrverandi Sovétríkjunum og síðasti þáttur verksins er tileink- aður Daniil Kharms, en fyr- ir nokkrum dögum var frumflutt í Þýskalandi ópera Hafliða byggð á sög- um Daniils. Síðasta verkið á efnisskránni er Sex íslensk þjóðlög fyrir selló og píanó. Þau voru fyrst flutt árið 1973 og eru oft notuð sem kennsluefni fyrir unga sell- ista.“ Hvað er svona merkilegt við tónlist Hafliða? „Eftir að hafa unnið Tristia með Pétri og ein- leiksverkið Solitaire, sem ég flutti mikið á árunum ’94–’99 og hljóðritaði fyrir geisladisk, hef ég fengið mikinn áhuga á tónlist Haf- liða. Eins hef ég heyrt flest stærri tónverk hans flutt í gegnum tíðina. Tónlist hans höfðar sérstaklega til mín. Kannski er það þessi sérstaki stíll sem hann hef- ur mótað sér, en einnig sú staðreynd að hann er sjálf- ur frábær sellóleikari og velkist ekkert í vafa um hvaða möguleika hljóð- færið hefur. Svo það sem gerir gæfumuninn er að hljóðfærið sjálft skiptir ekki svo miklu máli þrátt fyrir þessa miklu innsýn í leikmáta þess. Þannig hef- ur tónlistin mikinn boðskap og er áhrifamikil. Það er ekkert óþarft sett í hana, enda er Hafliði einstaklega vandvirkur og sífellt að endurskoða verk sín. Að koma aftur að verkum hans eftir að vinna við ólíka tón- list, gamla og nýja, er eins og að koma frá langdvölum í útlöndum og fara að tala íslensku aftur. Ekkert af þessu ætti heldur að koma á óvart. Tónlist Hafliða hef- ur hlotið gríðarlega viður- kenningu í Evrópu og víðar og sækjast margir fyrsta flokks tónlistarmenn eftir að flytja verk hans.“ Muntu fylgja dúettum hans frekar eftir? „Já, já. Það er vænt- anlegur geisladiskur með dúettum Hafliða sem Smekkleysa hyggst gefa út. Einnig eru uppi áform um að Hafliði skrifi ný verk fyrir mig og Daníel Þor- steinsson. Þá erum við Kol- beinn Bjarnason og Helga Bryndís Magnúsdóttir að fara fyrir hönd Caput- hópsins til Rúmeníu í lok maí á alþjóðlega tónlistar- hátíð og flytjum við Kol- beinn m.a. dúett eftir Haf- liða.“ Þrír dúettar fyrir fjóra STIKLA 15:15- tónleikar í Borgarleik- húsinu helgag@mbl.is Myndlist Gallerí Fold, Rauðar- árstíg: Elín G. Jóhannsdóttir. Sonja Georgsdóttir. Til 22. febr. Gallerí Kling og Bang: Garðar Sigurðarson. Til 29. febr. Gallerí Skuggi: Anna Jóa. Til 29. febr. Gallerí Veggur, Síðumúla 22: Kjartan Guðjónsson. Til 20. mars. Gerðuberg: Stefnumót við safnara. Til 29. febr. Hafnarborg: Minningar- sýning um Elías Hjörleifsson. Til 14. mars. Hallgrímskirkja: Bragi Ás- geirsson. Til 25. febr. Hús málaranna, Eiðis- torgi: Hrafnhildur I. Sigurð- arsdóttir. Til 21. febr. i8, Klapparstíg 33: Victor Boullet. Til 28. febr. Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu: Fljúgandi teppi. Til 22. febr. Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, Akureyri: Jón Laxdal Halldórsson. Til 25. apríl. Listasafn Akureyrar: Bjarni Sigurbjörnsson. Svava Björnsdóttir. Til 7. mars. Listasafn ASÍ: Listaverkagjöf Ragnars í Smára. Til 14. mars. Listasafn Borgarness: Ax- el Kristinsson. Til 25. febr. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Flúxus í Þýskalandi 1962–1994. Flúx- tengsl – íslensk verk (1965– 2001). Til 14. mars. Listasafn Reykjanes- bæjar: Carlos Barao. Árni Johnsen. Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Til 29. febr. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ólafur Elíasson. Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Samsýning þriggja listakvenna í vest- ursalnum. Í miðrými er einka- sýning Alistair Macintyre. Til 28. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Leifur Þorsteinsson – Fólk og borg. Til 9. maí. Norræna húsið: Textílverk Jana Vyborna. Til 29. febr. Siri Gjesdal, textílverk. Til 7. mars. Nýlistasafnið: Daníel Þor- kell Magnússon, Haraldur Jónsson og Hrafnkell Sigurðs- son. Til 14. mars. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Breski listamaðurinn Adam Barker- Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Jón Sæ- mundur Auðarson og Særún Stefánsdóttir. Til 1. mars. Hrafnkell Sigurðsson. Til 1. apríl. Leiðsögn alla laugar- daga kl. 14. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74: Þjóð- sagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar. Teits gallerí, Engihjalla 8: Sunna Sigfríðardóttir. Til 12. mars. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins: Aldamótaskáldin. Heima- stjórn 1904. Leiklist Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að koma, frums. fim. Fös. Jón Gabríel Borkmann, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Græna landið, sun., mið., fös. Vegur- inn brennur, fim. Borgarleikhúsið: Chicago, lau., sun. Lína Langsokkur, sun. Draugalestin, fim., fös. Sporvagninn Girnd, sun. Er- ling, lau. In transit, lau., sun., fim., fös. Grease, mið. Ís- lenski dansflokkurinn: Lúna, Æfing í Paradís, frums. fös. Iðnó: Tenórinn, fös. Sellófon, lau., fim. Leikbrúðuland: Pápi veit hvað hann vill og Flibbinn, lau., sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, lau., fös. VÍ: Sólstingur, mið., þrið., fim. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta, lau., fös. Austurbær: stelpur.com, lau., fös. Ýmir: 100% hitt, lau. Í TENGSLUM við Barselónska menningarhelgi, sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum, flytur Eyjólfur Kjalar Em- ilsson, prófessor í heimspeki við Óslóarháskóla, fyr- irlestur kl. 15 í dag undir yfirskriftinni Um eitt og annað. Í fyrirlestri sínum fjallar Eyjólfur um heimspekikenningar gríska heimspekingsins Plótínosar og Carlos Duarte i Montserrat fjallar um tengsl þessarar heimspekikenn- ingar við nýútkomna ljóðabók sína, Þögnina. Plótínos er kunnur sem upphafsmaður svonefnds ný- platónisma sem hafði afdrifarík áhrif á kristna kenningu í árdaga hennar. Eyjólfur Kjalar þykir einn fremsti sérfræðingur heims í verkum Plótínosar eða nýplatónisma. Hann hefur gefið út bókina Plotinos on sense-perception: a philosophical study, árið 1988 og þá hefur hann þýtt mörg verk Platóns á íslensku þ. á m. Ríkið. Fyrirlesturinn er í Samvinnu við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og Þýðingasetur og Landsbanka Íslands. Fyrirlestur um heimspeki og ljóð Eyjólfur Kjalar Emilsson KARLAKÓR Keflavíkur og karlakórinn Þrestir halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 16 í dag. Karlakór Keflavíkur og Þrestir hafa löngum verið í góðri samvinnu gegnum árin, nú síð- ast þegar Þrestir heimsóttu þessa nágranna Hafnfirð- inga á 50 ára afmæli Karlakórs Keflavíkur í fyrra. Tón- leikarnir eru ekki síst til að minnast söngferðar Þrasta og Karlakórs Keflavíkur um Suðurland 1974, þegar Hringvegurinn var opnaður með opnun Skeið- arárbrúanna og kórarnir sungu á tónleikum allt austur til Hornafjarðar. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Vilberg Viggós- son og syngur formaður kórsins, Steinn Erlingsson, einsöng. Píanóundirleikari er Ester Ólafsdóttir. Ásgeir Gunnarsson spilar á harmonikku og Þórólfur Þórsson á bassa í nokkrum laganna. Stjórnandi Þrastanna er Jón Kristinn Cortez. Karlar tveggja kóra sameinast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.