Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 3
Guðbergur
Bergsson
tók við Norrænu bókmenntaverðlaun-
unum hjá Sænsku akademíunni á mið-
vikudaginn. Við athöfnina las hann
sögu er nefnist Hið sýnilega í því ósýni-
lega. Sagan er birt í Lesbók í dag.
Ævisögur
eru áfram til umfjöllunar í grein eftir
Viðar Hreinsson er nefnist Ekkert er
algjörlega dautt en Viðar skýrir þar
frá aðferðafræði sinni við ritun ævi-
sögu Stephans G. Stephanssonar.
Svarta línan
heldur áfram út með útkomu bóka
eftir Eirík Guðmundsson og Oddnýju
Eiri Ævarsdóttur. Þröstur Helgason
ræðir við þau um bækurnar.
Orðlausir draumar
nefnist grein eftir Guðmund Andra
Thorsson sem skoðar gamlar ljóða-
bækur eftir Davíð Stefánsson og
Tómas Guðmundsson í nýju ljósi.
FORSÍÐUMYNDIN
er af hluta verks eftir Finnu B. Steinsson er nefnist Anatomy of Melancholy
(2004). Sýning á verkum Finnu verður opnuð í Listasafni ASÍ (Ásmundarsal)
kl. 15 í dag. Ljósmyndari: Spessi.
R
oskin húsfreyja í sveit var ný-
lega spurð að því í viðtali hver
væri mesti munurinn á lífi
ungra kvenna og því þegar
hún var á léttasta skeiði.
Spyrillinn hefur líklega búist
við því að konan nefndi nú-
tímaþægindi eða sókn kvenna
til æðri metorða og svarið kom honum
greinilega á óvart því að það var svohljóð-
andi: ,,Núna er álíka erfitt fyrir ungar konur
að verða ófrískar og það var fyrir okkur að
verða það ekki.“ Þetta þótti mér athygl-
isverð vísbending um þau hausavíxl á vanda-
málum sem orðið hafa. Þegar eitt vandamál
leysist verða önnur til, eins og í ævintýr-
unum þegar haus var höggvinn af flagði óx
annar ferlegri og stundum jafnvel þrír.
Ein formóðir mín eignaðist 13 börn en að-
eins þrjú komust til fullorðinsára. Mágkona
hennar eignaðist líka fjölda barna og lifði
þau öll. ,,Ég gæti brotnað væri ég gler og
bráðnað væri ég smjer,“ var haft eftir kven-
skörungi á Suðurnesjum sem horfði á eftir
einkasyni sínum í sjóinn en áður hafði hún
misst 15 börn. Kannski hefur hugtakið
vandamál verið til í orðaforða þessara
kvenna en viðbrögð þeirra allra báru vott
um ofurmannlegt æðruleysi enda voru þær
ofurseldar grimmum náttúruöflum sem eng-
inn fékk rönd við reist.
Eftir að læknavísindin unnu bug á hinum
sára og almenna barnadauða varð ómegðin
oft svo mikil að foreldrar höfðu fá úrræði til
að sjá afkvæmum sínum farborða, hvað þá
að koma þeim til mennta. Sú kynslóð sem
tifað hefur yfir áttunda eða jafnvel níunda
áratuginn er afsprengi feiknarlegrar frjó-
semi, þar sem börnin voru oft á annan tug,
jafnvel þann þriðja. Úrræði foreldranna til
að stemma stigu við þrotlausum barneign-
um voru engin ef undan eru skilin einhver
húsráð sem yfirleitt reyndust haldlítil. Það
var einmitt þessi kynslóð kvenna sem fékk
fyrsta smjörþefinn af getnaðarvörnum og
jafnvel fóstureyðingum. Aldraðar konur
hafa trúað mér fyrir með tárin í augnum
hvað fór fram með ólöglegum hætti bak við
luktar dyr á læknastofnum eftir að þær
höfðu greitt stórfé og svarið að segja engum
frá.
En núna, löngu eftir að linnulaus áróður
hófst fyrir getnaðarvörnum og fóstureyð-
ingar urðu löglegar með því boðorði að kon-
ur réðu yfir líkama sínum, er svo komið að
ófrjósemi er orðið meiri háttar vandamál,
eins og konan sem getið var um í upphafi,
orðaði svo skemmtilega. Ekki hefur fengist
einhlít skýring á þessum dyntum móður
náttúru en vísindin hafa reynt að sýna henni
krók á móti bragði, m.a. með tæknifrjóvgun,
þar sem oft getur brugðið til beggja vona.
,,Var þetta ekki bara betra með gamla lag-
inu,“ spurði roskinn karl þegar hann heyrði
af nýstárlegum aðferðum við að geta börn
og varð alveg forviða þegar hann heyrði að
gamla lagið dygði oft ekki lengur.
Sú var tíðin að ungar stúlkur létu börn sín
frá sér til ættleiðingar. Það tíðkast ekki nú á
tímum. Ef stúlkur ákveða að ganga með
börn í stað þess að fara í fóstureyðingu er
þeim í mun að ala þau upp sjálfar. Fyrir vik-
ið þurfa barnlaus hjón að leita til útlanda ef
þau vilja ættleiða börn og getur það orðið
þrautin þyngri. Því fylgja margvísleg forms-
atriði og oft langvarandi biðtími. Frá sjón-
armiði leikmanns horfir það undarlega við
og er ekki urmull af munaðarlausum, van-
nærðum börnum í okkar heimska heimi sem
gætu orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að alast
upp hjá góðum, íslenskum foreldrum?
Gamalt orðtak segir að blessun fylgi barni
hverju. Samkvæmt því sem hér hefur verið
tíundað ætti gildi þess að vera ótvírætt á
okkar tímum. En í ljósi þess að hér er verið
að fjalla um hausaskipti á vandamálum er
það nú svo að blessuð börnin eru nú víða eitt
helsta vandamálið í samfélaginu og vandi
þeirra sjálfra oft þyngri en tárum taki. Þrátt
fyrir stóraukna þjónustu við barna-
fjölskyldur, góða leikskóla með menntuðu
starfsliði, einsetna grunnskóla þar sem boð-
ið er upp á gæslu og heimanám að skóladegi
loknum, leikjanámskeið og hvers kyns af-
þreyingu í sumarleyfum – allt þetta sem
skorti þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í
uppeldishlutverkinu – virðist aðbúnaði
barna víða ábótavant. Um það vitna fjöl-
margar ábendingar til barnaverndarnefnda,
umsagnir frá leikskóla- og grunnskólakenn-
urum og starfsfólki á ýmsum sviðum heil-
brigðismála. Einkennin eru margvísleg
hegðunarvandkvæði, geðofsaköst, svefn-
truflanir, vansæld og offita svo að dæmi séu
nefnd. Sálfræðingar og geðlæknar hafa vart
undan að sinna börnum og ungmennum í
andlegri neyð og stöðugt berast fréttir af
ungu og efnilegu fólki sem hefur ánetjast
áfengi og fíkniefnum í þeim mæli að fá úr-
ræði duga.
Kannski hafa öll þessi vandamál legið í
leyni um langa hríð og eru nú fyrst komin
upp á yfirborðið eftir að samfélagið gerðist
opnara og til skjalanna kom fagfólk til að
sinna þeim. Í æsku okkar, sem nú munum
tímana tvenna, gat oft að líta illa hirt börn og
ofstopafulla unglinga sem mynduðu klíkur
til að herja hver á aðra. Við munum líka eftir
tossum sem gátu ekki lært að lesa og litlum
villingum sem aldrei gátu verið til friðs inn-
an um aðra. Nú hefur komið í ljós að svo-
nefndir tossar hafa líklega verið haldnir les-
blindu og villingarnir verið ofvirkir og hefðu
báðir hópar notið sérstakrar meðferðar
hefðu viðunandi lausnir fundist í mörgum til-
vikum.
Fyrir allmörgum árum átti ég skemmti-
legar viðræður við japanskan menntamann.
Hann sagði mér að fæstir foreldrar í heima-
landi sínu hefðu ráð á fleiru en einu barni því
að kröfurnar í samfélaginu væru orðnar svo
miklar. Mér þótti þetta aldeilis fráleitt og
reyndi að benda honum á hversu mikils börn
færu á mis við að eiga ekki systkini, jafnt fé-
lagslega sem tilfinningalega og að kröfurnar
sem foreldrar gerðu yfirleitt til einkabarna
væru svo miklar að þau risu varla undir
þeim. Hann brosti bara góðlátlega og sagði
að það væri ábyrgðarhluti að eignast börn
sem maður gæti ekki sinnt með góðu móti úr
því að fólk gæti stjórnað sínum barneignum
sjálft.
Þessi orð Japanans koma æ oftar upp í
hugann. Ekki svo að skilja að ég telji hlut-
skipti einkabarna betra en mér fannst þá en
það er þetta með ábyrgðina sem er íhug-
unarvert. Maður heyrir æ oftar að þessi eða
hinn eigi rétt á að eignast barn hvort sem
hann er einhleypur, ófrjósamur, samkyn-
hneigður eða þroskaheftur. Miklu síður
heyrist að börn eigi rétt á viðunandi uppeld-
isskilyrðum, umhyggju, ást og öryggi og fari
eitthvað úrskeiðis í uppvextinum er ábyrgð-
inni iðulega komið yfir á samfélagið. Þótt lít-
ið barn sé í upphafi augnayndi og sameining-
artákn hamingjusamra foreldra þarf oft lítið
útaf að bera svo að það verði þeim ekki að
fótakefli og þrætuepli þegar hvorugt vill láta
undan í sókn sinni á framabraut eða í leitinni
að lífsins lystisemdum. Þess eru líka dæmi
að sjúkdómar barna til líkama og sálar
sundri fjölskyldum í stað þess að foreldrar
sameini kraftana, afkvæmum sínum til
heilla. Lífsbaráttan, sem í orði kveðnu er háð
fyrir börnin, bakar mörgum þeirra alvarleg
vandamál eins og fjölmörg dæmi sanna.
Hver einstaklingur er barn síns tíma og
þarf að dansa í takt við það samfélag sem
hann er borinn til. En hverjar sem dans-
kúnstirnar eru hlýtur það að vera markmið
sérhverrar kynslóðar að hlúa að hinni
næstu. Að öðrum kosti gæti hún lent í trölla-
höndum eins og segir í þjóðsögum.
HAUSAVÍXL Á
VANDAMÁLUM
RABB
G U Ð R Ú N E G I L S O N
GUDRUN@verslo.is
SJÓN
STEINAR
ég hef fengið stein í höfuðið – konan mín fyrrverandi
fékk stein í höfuðið að mér ásjáandi – gamall skólabróðir
minn hefur fengið stein í höfuðið – núna í hádeginu sá
ég vinnufélaga minn fá stein í höfuðið – ég hef séð kött
víkja sér undan steini sem stefndi beint á höfuð hans –
ég hef séð stein koma inn um eldhúsglugga og lenda í höfði
eldabusku – ég hef séð naut drepast á innan við kortéri
eftir að hafa fengið stein í höfuðið – læknirinn sem krufði
hund dómkirkjuprestsins segist viss um að banamein hans
hafi verið steinn í höfuðið – elsti sonur bóndans á bænum
þar sem ég ólst upp fékk stein í höfuðið og dó – ég gekk
fram á fjóra steina í aðalstrætinu í gær og þrjá í fyrradag
– ég skrifast á við félaga í samtökum steinafræðinga í lundúnum
– þegar þeir lesa frásagnir mínar af íslenska steinaríkinu
efast þeir um að þeir myndu lifa af daginn í reykjavík –
ég hef svarað því til að úr því að ég hjari enn þá hljóti
mönnum með þeirra menntun að vera óhætt hér líka.
Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson, 1962) á að baki fjölda ljóðabóka, skáldsögur, leikrit og
efni fyrir börn. Hann er nú skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N
EFNI